Morgunblaðið - 16.02.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.02.2021, Qupperneq 14
Litli borgarbíllinn: Mini Cooper-rafmagnsbíll. Umhverfis- vænn smábíll, frábær til að snattast á í borginni, skreppa í búðina eða í ræktina. Frábær og flott hönnun skemmir ekki fyrir, svo ef mann langar í smá „gokart“-fíling þá er þetta frábær bíll í það. Maður finnur vel fyrir G-kraftinum sem hann býr yfir. Hann lætur lítið yfir sér en er örugglega skemmtilegur að snattast á. Hinn fullkomni íslenski hversdagsbíll: Mini Cooper Countryman; bíllinn sem við fjölskyldan eigum núna. Kom mér þægilega á óvart þegar ég fór að kynnast honum. Falleg hönnun, einstaklega gott að keyra hann. Meira að segja pláss fyrir hundinn og fullt af farangri, ég tala nú ekki um ef tengdamömmubox væri á toppnum. Sunnudags-mótorhjólið: BMW R-100 (schrambler-útgáfa). Alltaf verið veikur fyrir gömlum BMW- mótorhjólum og veit af einu R-100 í bílskúrnum hjá Peter Engkvist vini mínum í Stokkhólmi. Við hjónin bjuggum í Stokkhólmi í fimm ár og þar sá maður þessa „cafe racer“- bylgju fara af stað. Vona bara að hann selji mér það einhvern daginn svo ég geti komið með það hingað til Íslands og breytt því í eitthvað þessu líkt. Það væri sport að vera á einu svona á sunnudagsrúntinum í hreindýraleðurjakkanum. Í villtustu draumum: Lamborghini Diablo GT. Þetta er náttúrlega tímalaus klassík. Þyrfti mögulega að búa í útlöndum ef maður ætti einn svona. En væri til í að flytja hvert sem er, ef einn svona væri í boði. Fyrir lottóvinninginn myndi ég alltaf kaupa mér mótorhjól og þá hefur mig alltaf langað í nýtt Triumph Thruxton RS. Það er þessi klassíska fegurð sem ég fell fyrir; soldið Marilyn Monroe mótorhjólanna. Ef það þyrfti að vera bíll, þá er ég hrifinn af nýja Defendernum. Ekki klassísk fegurð beint en eitthvað mjög traustvekj- andi og samt soldið töff. 14 | MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is V inir og vandamenn Björns Inga Hilmarssonar komu honum á óvart á fimm- tugsafmælinu og gáfu hon- um forláta endúró-mótorhjól. Mótor- hjólabakterían var þá farin að láta á sér kræla hjá leikaranum og leik- stjóranum ástsæla sem hafði ekki átt mótorhjól síðan hann var táningur á Dalvík. „Áhuginn á mótorhjólum kviknaði fyrst þegar ég var 17 ára og eign- aðist Harley Davidson SX 175 sem ég held að hafi verið árgerð 1976. Þetta voru endúró-hjól þessa tíma, framleidd á Ítalíu og tilraun Harley Davidson til að ná betur inn á Evr- ópumarkað,“ segir Björn Ingi en hjólið keypti hann af öðrum unglingi á Dalvík. Því fylgdi mikið frelsi að vera á mótorhjóli og geta auðveldlega skot- ist til næstu bæja en Björn Ingi hafði þó ekki síst ánægju af að nota mótorhjólið til að ferðast um fjöll og firnindi og skoða fegurð landsins. Svo seldi Björn Ingi hjólið frá sér en draumurinn um að komast aftur á mótorhjóli út í náttúruna blundaði áfram í honum. „Svo kom að því að ég fór í ferð með hópi vina þar sem við héldum af stað á tveimur jeppum og með átta endúró-mótorhjól. Skipt- umst við á að aka jeppanum og mótorhjólunum og þar kviknaði bakterían aftur.“ Adrenalín og áreynsla Þykir Birni Inga fátt skemmti- legra en að þeysa um landið á end- úró-mótorhjólinu sínu enda sam- einar þetta sport það að vera í náttúrunni og að upplifa þá spennu sem fylgir því að ferðast hratt yfir landslagið. „Þá fylgir þessu töluverð líkamleg áreynsla sem á vel við mig enda hef ég verið virkur í íþróttum frá fyrstu tíð. Er frábært að geta einfaldlega lagt af stað héðan frá Freyjugötunni þegar löngunin hellist yfir mig og taka stefnuna á Þingvelli eða Laugarvatn, finna góðan slóða og halda út af þjóðveg- inum inn í óspillta náttúruna, og vera kominn aftur heim hálfum degi síðar.“ En fylgir ekki einhver slysahætta því að þeysa um holótta slóða fjarri mannabyggðum? Björn Ingi segir mikilvægt að klæðast réttum hlífðarbúnaði enda megi reikna með því að detta af mótorhjólinu endrum og sinnum. „Þá er góð regla þegar hjólað er í óbyggðum að vera ekki einn á ferð. Ég held þó að hættan á slysum sé minni úti í nátúrunni en í þungri umferð í þéttbýli innan um önnur ökutæki.“ Nóg er af slóðum sem liggja um holt og hæðir en vitaskuld má ekki aka endúró-mótorhjólum utan vega eða t.d. á kindaslóðum. „Víða má finna vegaslóða sem liggja langt upp á hálendi og fjöll. Reglan er sú að fara ekki út fyrir slóðana og vera heldur ekki á mótorhjóli á leiðum sem eru merktar hestafólki,“ segir Björn Ingi og bætir við að í lengri ferðum geti verið ágætt að ferja mótorhjólið á kerru eða pallbíl þæg- indanna vegna. „Er þá t.d. hægt að aka upp að hálendismiðstöð og þar taka hjólið niður.“ Í vinaferðinni afdrifaríku skaffaði Björn Ingi einn af jeppunum og minnist þess með hlýhug að hafa ferðast mikið um landið með konu sinni og börnum þegar 35 tommu Nissan-pallbíll var á heimilinu. Í dag notar Björn Ingi aftur á móti Mini Cooper Countryman enda upphækkaðir pallbílar ekki heppi- legir fyrir mann sem býr og starfar í miðbænum. „Hann er eins og fé- lagsheimilið í Stuðmannamyndinni: virkar lítill að utan en er risastór að innan,“ grínast Björn Ingi og er hæstánægður með hvað bíllinn er bæði fallegur og skemmtilegur í akstri. „Þetta er tengiltvinnbíll og hægt að keyra hann innanbæjar á rafmagninu einu saman en líka gott að geta stólað á bensínið ef ég þarf t.d. að bregða mér norður í gamla heimabæinn Dalvík.“ Draumabílskúr Björns Inga Hilmarssonar leikara Á mótorhjóli í óspilltri náttúrunni Björn Ingi notar Mini til daglegra ferða en end- úró-hjól fyrir ævintýrin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Press.bmwgroup.com Bikebrewers.com Media.jaguar.com Wikipedia.com – FotoSleuth (CC) Triumph-mediakits.com Press.husqvarna-motorcycles.com Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mótorhjólið: Husqvarna FE 450. Hjól sem ég á í dag og er búinn að eiga margar ánægjustundir á. Ég vona að það deili ánægjunni sem ég hef haft af því að ferðast á því um hálendi landsins (aldrei utanvegar). Það er ótrúlega meðfærilegt og gott að keyra það miðað við hversu kraft- mikið það er og býður líka upp á alvöru „hasar“ ef maður er í þeim gír. Langar soldið í næstu stærð fyrir ofan, Husqvarna 701 eða jafnvel nýja gerð frá Husqvarna sem heitir Norden 901 Adventure. En ætli það verði nokkuð fyrr en ég er kominn yfir sextugt. Fíni bíllinn: Jagúar I-PACE EV 320. Það er eitthvað James Bond-legt við að keyra um á Jagúar og þessi er rafmagns- drifinn, sem ég held að sé framtíðin. Svo er hann bara flott- ur og ekki skemmir fyrir að ég kæmist norður á Dalvík í gamla heimabæinn á einni hleðslu. Klassa bíll með stíl. Drauma- bílskúrinn Ómissandi ökutæki nr. 8: Jeep Wrangler Rubicon. Konan mín elskar að ferðast um hálendið en vill frekar ferðast í bíl held- ur en á mótorhjóli. Ég yrði heldur ekki ósáttur að ferðast með henni í einum svona sem væri búið að föndra aðeins við þannig að erfiðir fjallvegir yrðu ekki fyrirstaða. Væri ekki verra ef hann væri með krók og Husqvarna á kerru aftan í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.