Morgunblaðið - 16.02.2021, Side 4

Morgunblaðið - 16.02.2021, Side 4
Bíll sem rokksöngvarinn Elton John keypti splunkunýj- an árið 2005 er kominn á uppboð. Hann var skradd- arasniðinn að þörfum söngvarans og sagður sem nýr, svo vel hafi verið með hann farið. Um er að ræða tiltölulega lítt ekinn Maserati Quattroporte af 2005-árgerðinni. Hann býðst á netupp- boði hjá uppboðshúsinu The Market. Stendur uppboðið yfir á netinu í eina viku frá næstkomandi fimmtudegi, 18. febrúar. Bíllinn er með 4,2 lítra V8-vél og með aukabún- aðinum var um margfalda lúxus- og þægindamikla bif- reið að ræða. Þar á meðal var afþreyingarbúnaður ým- iss konar og hljómtæki s.s. geisladiskaspilari sem hlaða mátti sex diskum í. Sómdi bíllinn sér einkar vel í hinu mikla bílasafni El- tons. Segir talsmaður uppboðshaldaranna að svo vel hafi verið farið með bílinn að engu líkara sé en hann hafi verið meðhöndlaður og umgenginn sem sjálfur væri hann stórstjarna. Núverandi eigandi þessa merka Maserati Quattro- porte-stássgrips eignaðist hann árið 2016. Sparlega hefur hann farið með bílinn, honum aðeins ekið 1.600 kílómetra á fjórum árum. Frá upphafi vega árið 2005 standa 28.493 mílur á hraðamælinum, eða sem svarar 45.590 km. Búist er við því að bíllinn seljist á 15 til 40 þúsund pund, jafnvirði 2,6 til 7,1 milljónar króna. agas@mbl.is Bíll Eltons Johns undir hamarinn Uppboðsbíll Eltons Johns, Maserati Quattroporte. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is E ftir því sem rafbílamenn- ingin á Íslandi þroskast vakna nýjar spurningar hjá bíleigendum, svo sem um hvað má til bragðs taka þegar rafhlaðan á gömlum rafbíl er orðin þróttlítil og hvort eitthvað kunni að koma á óvart þegar kemur að tryggingum og langtímaviðhaldi rafmagnsbíla. Tómas Kristjánsson er formaður Rafbíla- sambands Ís- lands og segir að viss misskilnings gæti um endingu rafhlaðna í raf- bílum og endur- nýtingu þeirra. Nokkur tilvik hafi komið upp þar sem raf- hlaðan í sumum elstu rafbílum landsins hafi ekki haldið nægilega mikilli hleðslu og því óttist sumir að ef þeir kaupa nýjan rafmagnsbíl í dag gæti þurft að ráðst í kostn- aðarsöm rafhlöðuskipti að áratug liðnum. „En rafhlöðutæknin í tíu ára gömlum rafmagnsbílum er eins og steinaldarverkfæri í saman- burði við tæknina í þeim bílum sem eru á markaðnum í dag og næsta víst að rafhlaðan í glænýjum rafbíl muni duga lengur en sjálfur bíll- inn.“ Tómas minnir líka á að jafnvel þó að elstu rafbílar kunni, eftir mikla notkun, að halda hleðslu sem nægir ekki fyrir daglegar sam- gönguþarfir eigandans, þá sé raf- hlaðan verðmæt og mikill misskiln- ingur að sá sem eigi gamlan rafbíl standi frammi fyrir því að neyðast til að borga hátt förgunargjald fyr- ir rafhlöðuna. Eru aðrir mögu- leikar í stöðunni en að greiða end- urvinnslustöð fyrir að taka við rafhlöðunni. „Við sjáum að í Evrópu eru að spretta upp fyrirtæki sem nánast sitja fyrir þeim sem þurfa að losa sig við gamla eða skemmda rafbíla því rafhlöðurnar er hægt að nýta í marga hluti. Sumir nota þær t.d. í sumarbústaðnum, hlaða með sól- arsellum yfir daginn og hafa nægi- lega orku fyrir sjálfa sig á kvöldin. Þá geta rafhlöðurnar líka nýst í sjálfu rafdreifikerfinu og safnað á sig orku þegar eftirspurn er minni til að beina svo út í kerfið þegar toppar koma í rafmagnsnotkun,“ útskýrir Tómas. „Það er t.d. þekkt í Bretlandi að þegar landsmenn koma heim eftir vinnu, kveikja þeir á tekatlinum og setjast við sjón- varpið til að horfa á EastEnders og þurfa raforkuverin að vera í við- bragðsstöðu vegna þessa. Með því að nota kerfi gert úr bílarafhlöðum er næg orka til staðar til að hleypa út á kerfið við slíkar aðstæður.“ Auðvelt að nálgast varahluti Ýmsar sögusaganir eru á kreiki, t.d. um að það geti valdið vandræð- um að ekkert sjálfstætt bílaverk- stæði á Íslandi sé fært um að sinna viðgerðum á rafhlöðum rafbíla og eigendur því upp á umboðin komn- ir með þess háttar þjónustu. Þá er annar kvittur á sveimi þess efnis að rafbílaframleiðendurnir kæri sig ekki um að selja sjálfstæðum verkstæðum varahluti. Tómas segir að aðeins þurfi að heimsækja sérhæft verkstæði þeg- ar átt er við sjálfa rafhlöðuna en að hvaða bifreiðaverkstæði sem er geti t.d. skipt um bremsur á raf- magnsbílum. „Og það er í rauninni það eina sem þarf að hugsa um: skipta um dekk reglulega og huga að bremsunum,“ útskýrir hann. „Tesla er eini framleiðandinn sem ég veit um sem var tregur til að selja varahluti til þriðja aðila en fyrirtækið var á endanum skikkað til þess. Allir aðrir framleiðendur hafa engar takmarkanir á sölu varahluta, a.m.k. ef um er að ræða almenna íhluti en ekki sjálfan raf- hlöðubúnaðinn.“ Þarf nýja rafhlöðu eftir árekstur? En hvað með ástand rafbíla eftir árekstur? Er eitthvað til í því að skipta verði um rafhlöðu ef bíll lendir í tiltölulega hörðum árekstri? „Eini framleiðandinn sem ég veit til að læsi rafhlöðunni sjálfkrafa í árekstri er BMW, a.m.k. fyrir bílinn i3, og gerist það þá aðeins ef þeir mörgu skynjarar sem eru í bílnum greina að mikið tjón hafi átt sér stað. Þarf þá meira til en að einn loftpúði blási út.“ Að því sögðu þá gæti verið ástæða til að skipta út rafhlöðu eft- ir árekstur rafbíls þó að ekki þætti nauðsynlegt að skipta um vél í bensínbíl sem lenti í sambæri- legum árekstri. Tómas segir raf- hlöðurnar hannaðar til að þola harkalega árekstra en að skemmd- ir geti þó leitt til þess að áfram- haldandi notkun sé óskynsamleg. „Framleiðendurnir vilja vitaskuld ekki að bílar séu áfram í notkun ef rafhlaðan hefur orðið fyrir miklu hnjaski enda væri verulega óheppi- legt ef það t.d. leiddi til þess að kviknaði í bílnum.“ Hafa sumir bent á að þetta gæti leitt til hærri iðgjalda en ella fyrir rafbíla enda muni reglur og viðmið framleiðenda verða til þess að í vægari árekstrum finni trygginga- félögin sig knúin til að ýmist borga fyrir nýja rafhlöðu eða kaupa hinn skemmda rafbíl af tryggingataka. Tómas á þó ekki von á að sú verði raunin. „Við getum verið viss um það að allir sérfræðingar trygg- ingafélaganna eru á kafi í því að skoða hvert raunverulegt tjón fé- laganna er vegna tjóna þar sem rafbílar koma við sögu. Ég hef enga trú á því að útkoman verði hærri iðgjöld á rafbíla enda væri það mjög óvinsælt í ljósi þess að ekki hefur tíðkast fram til þessa að hafa misjöfn iðgjöld eftir því hvort um er að ræða tryggingu fyrir raf- magns-, bensín- eða díselbíl.“ Rafbílar ættu að eldast vel Er nokkuð hætta á að verði dýrara að tryggja rafbíla, erfiðara verði að kaupa í þá varahluti eða að skipta verði um rafhlöðuna eftir minni- háttar árekstur? Rivian er einn af mörgum verulega spenanndi rafmagnsbílum sem væntanlegir eru á markað á komandi miss- erum. Tómas Kristjánsson segir ósennilegt að rafmagnsbílar verði til sérstakra vandræða þegar þeir eldast. Tómas Kristjánsson 4 | MORGUNBLAÐIÐ Þjóðverjar telja sig framleiða gæðamestu bíla heims og nægir þá að nefna merki eins og VW, Mercedes-Benz, BMW og Porsche. En köttur komst nýverið í ból bjarnar. Undir lok nýliðinnar viku var nefnilega ítalski stallbakurinn Maserati Ghibli útnefndur besti bíll ársins í Þýskalandi af hálfu bílaritsins Auto Motor und Sport. Að baki valinu, sem háð var 45. árið í röð, er atkvæðagreiðsla meðal rúmlega hundrað þúsund áskrifenda blaðsins. Í „pottinum“ voru alls 378 bílar í 11 stærð- arflokkum. Formlega heitir titill flokksins sem Ghibli vann „besti innflutti meðalstóri bíllinn 2021“. Ghibli er flaggskip Maserati og hafa á annað hundrað þúsund ein- taka af bílnum verið seld frá því hann kom fyrst á götuna 2013. Hann mun gegna lykilhlutverki er bílsmiðurinn ítalski hefur rafvæð- ingu framleiðslubíla sinna. Í fyrra sendi Maserati frá sér tvinnútgáfu af Ghibli, fyrsta hy- brid-bílinn í 106 ára sögu Mase- rati. Með honum var stigið fyrsta skrefið til rafvæðingar flotans. Slagrými vélarinnar er 2,0 lítrar, hestöflin 330, strokkarnir fjórir og rafmótorinn 48 volt. Hámarks- hraði tvinnbílsins er 255 km/klst. og hröðunin úr kyrrstöðu í hundr- aðið 5,7 sekúndur. Þá er nú í fyrsta sinn í boði val- útgáfa af Ghibli, Trofeo, með V8- vél. Er slagrými hennar 3,8 lítra og 580 hestafla og knýr hún bílinn úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,3 sekúndum. Hámarkshraðinn er 326 km/klst. agas@mbl.is Maserati Ghibli valinn sá besti í Þýsklandi Ghibli er flaggskip Maserati.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.