Morgunblaðið - 16.02.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.02.2021, Qupperneq 8
Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þ að fyrsta sem vekur athygli er að þegar maður nálgast gripinn, með lykilinn í vas- anum, þá heilsar bíllinn um leið og hann finnur fyrir nálægðinni, kveikir á ljósunum og tekur um leið hurðina úr lás. Hlýjar móttökur sem sagt. Þegar sest er svo við stýrið tekur við manni óvenjulítill og mínimalískur skjár á mælaborðinu. Öllu stærri er snertiskjárinn undir miðri framrúð- unni, eða tólf tommur. Þessi útfærsla kom skemmtilega á óvart og við akst- urinn fannst mér mig aldrei skorta upplýsingar, og ef þær vantaði þá var viðmótið á snertiskjánum virkilega vel útfært. Snjóstilling með bláum lit Meira að segja reyndist ég ekki þurfa að líta nokkru sinni á mæla- borðið frekar en ég vildi, þar sem upp- lýsingum um aksturshraða og fleira er varpað upp á framrúðuna í góðri sjón- línu fyrir ökumann. Í þessu felast merkilega mikil þægindi sem maður er fljótur að venjast og það leyfir manni að hafa augun algjörlega á veg- inum. Upplýsingarnar birtast í hvítum lit en ef þörf krefur má skipta yfir í svokallaða snjóstillingu og þar með bláan lit, til að týnast ekki í snjóhvít- unni. Til að stýra efni á borð við tónlist má notast við handhæga takka á stýr- inu eða þá sérstaka snertistiku undir snertiskjánum. Stikan er haganlega úr garði gerð, með þeim hætti að auð- velt er að „skrúfa“ strax í botn, eða þá lækka í hljóðinu jafnharðan ef maður slysaðist til að stilla inn á Bylgjuna. Beygjuradíusinn óvenjumikill Víkjum að akstrinum sjálfum. Hestöflin eru 204 talsins og duga til að koma bílnum úr kyrrstöðu í hundraðið á 8,5 sekúndum. Manni líður þó óneitanlega eins og hröð- unin sé meiri en svo, enda í eðli raf- bíla að geta tekið hratt af stað úr kyrrstöðu þó að taka megi að draga saman með bensínhákum þegar hundraðið nálgast. ID.4 er flokkaður sem fjöl- skyldubíll og stærðin svíkur ekki þá skilgreiningu. Það sem kemur hins vegar verulega á óvart er hversu lip- ur bíllinn er. Beygjuradíusinn er þannig mun minni og betri en maður hefði búist við af bíl í þessum stærð- arflokki. Auðvelt reyndist að leggja sportjeppanum víða á höfuðborgar- svæðinu þrátt fyrir örtröð, öng- þveiti og öldungis aðþrengd stæði. Brengluð sýn í regni Þar komu bakkmyndavélar ID.4 einnig í góðar þarfir, en útgáfan sem blaðamaður ók er búin 360 gráðu myndavélakerfi og þekur því allar hliðar sem horfa þarf til. Einnig var hægt að velja á milli gleiðlinsu eða venjulegrar linsu þegar maður hugðist bakka bílnum, enda tvennt ólíkt að bakka úr stæði og út á götu eða einfaldlega inn í stæði. Sá galli var hins vegar á gjöf Njarðar að hvimleiðir rigningar- dropar gátu átt það til að brengla sýnina út um myndavélina all- verulega. Það er auðvitað ekki gott þegar framleiðandinn hefur á annan bóginn þróað þessa fínu tækni með fjölda myndavéla, en þetta er þó al- gengur vandi hjá mörgum framleið- endum. Hjá Mercedes-Benz hefur verið brugðið á það ráð að hýsa myndavélina inni í skrokki bílsins og færa hana einungis út þegar hennar er þörf. Kannski þyrftu fleiri bílaframleiðendur að horfa til þeirr- ar lausnar. Eða kannski glíma bara veðurbarðir Íslendingar við þetta vesen. Morgunblaðið/Eggert Rafknúin þægindi og augun á veginum Dráttargeta sportjeppans er upp á 1.200 kg. Volkswagen kynnti í september nýjan, fullvaxinn rafdrifinn fjölskyldubíl. Um er að ræða fyrsta alrafknúna sportjeppann frá Volkswagen og ber hann heitið ID.4, enda númeri stærri en litli bróðirinn ID.3. Bíllinn er fáanlegur í tveimur útfærslum sem nefnast 1st og 1st MAX, og fékk blaðamaður að reyna þá síðari á vegum Reykjavíkur og nágrennis. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og litli bróðirinn ID.3. 8 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.