Morgunblaðið - 16.02.2021, Side 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
M
ini hefur alltaf haft yfir
sér einhvern sjarma.
Hann kom fyrst fram á
sjónarsviðið í Bretlandi
árið 1959 og sló í gegn á sjötta ára-
tugnum. Vissulega hefur það þótt
kostur hversu smár hann var og
auðvelt að troða honum í stæði í
stórborgum eins og London. Mini
hefur haldið sína sérstaka útliti,
þótt hann sé auðvitað nútímalegur í
takt við nýja tíma og í dag er hann
reglulega smart.
Frægur í bíómyndum
Mini hefur margoft verið notaður
í bíómyndum og má nefna að eftir að
hann sýndi listir sínar í margfrægri
mynd frá 1969, The Italian Job,
stimplaði hann sig heldur betur inn í
sögubækurnar. Eftirspurnin var
mikil og bíllinn rokseldist. Kvik-
myndastjarna myndarinnar, Mich-
ael Caine, kunni ekki að keyra á
þessum tíma og missti því af tæki-
færi til að leika sér á upprunalega
1967-módelinu af Mark 1 Austin
Mini Cooper S. Hann þurfti að láta
sér nægja farþegasætið!
Mini hefur verið notaður í fjöldan-
um öllum af kvikmyndum og til að
mynda átti Mr. Bean einn slíkan,
grængulan að lit. Í Bourne Identity
frá 1989 má sjá einn eldrauðan og í
endurgerð af The Italian Job frá
2003 má sjá Charlize Theron keyra
um á rauðum 1997 Rover Mini
Cooper MkVII. Enn á ný tók salan á
Mini mikinn kipp!
Morgunblaðið/Ásdís
Margur er knár
Gott aðgengi er að framsætum og rýmið innandyra er gott, a.m.k. frammi í. Hönnunin að innan er smart og ber þá mest á hringlaga formum.
Mini heldur alltaf útlitinu
þótt hann hafi nútímavæðst.
Mini Cooper SE er
snaggaralegur og smart.
Mini Cooper SE er
umhverfisvænn
smábíll sem hentar
vel í innanbæjarsnatt.