Morgunblaðið - 17.02.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.2021, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2021 Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is Upplifðu faglega og persónulega þjónustu Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. UNYQ hyggst tvöfalda veltuna Fyrirtækið UNYQ hefur skrifað undir samninga um aukna dreifingu í Bandaríkjunum sem munu að minnsta kosti tvöfalda veltuna. Miða áætlanir við að veltan verði vel á annan milljarð króna fyrir lok árs 2022 og að síðan taki við stöðugur vöxtur og landvinningar. Að sögn Eyþórs hefur snertilaus tækni UNYQ styrkt stöðu fyrir- tækisins í kórónuveirufaraldrinum en veiran hafi hraðað innleiðingu staf- rænna lausna um 5-10 ár. Meðal annars hafi sölustarf verið tekið til gagngerrar endurskoðunar. Stoðtækin eru sérsmíðuð fyrir hvern og einn notanda með þrívídd- arprentun sem dregur, að sögn Ey- þórs, úr lagerhaldi. Jafnframt gerir nýr hugbúnaður kleift að nota snjall- síma til að taka myndir af notendum stoðtækja og leysa þannig af hólmi dýran búnað til að skanna útlimi. Hvort tveggja – minna lagerhald og ódýrari myndataka – er meðal ávinn- ings hinnar nýju tækni UNYQ en komin er fimm ára reynsla af notkun hugbúnaðarins í farsímum. Selt til 700 verkstæða UNYQ selur nú tæknina til 700 stoðtækjaverkstæða í 30 löndum. Eyþór segir áætlaða sölu í Banda- ríkjunum næstu misserin vera trún- aðarmál en spáð sé hröðum vexti. „Við reiknum með að árið 2021 verði gott ár en það fer ágætlega af stað. Við vitum að starfsemin er ekki komin í 100% gang á Ítalíu, í Bretlandi og í Bandaríkjunum og verður það ekki fyrr en upp úr miðju árinu. Þetta er vaxandi markaður, vex um 4-5% á ári, og áætlað er að hann eigi eftir að tvöfaldast fram til ársins 2050. Þá ekki síst vegna aflimunar vegna sykur- sýki,“ segir Eyþór. Jafnframt muni fjölgun eldra fólks ýta undir þessa þróun, sem og aukin tíðni lífsstíls- tengdra sjúkdóma. Stefna á skráningu í London UNYQ áformaði skráningu á Nas- daq Nordic en fallið var frá því. Eyþór segir nú stefnt að skráningu í London, í fyrsta lagi 2023. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eyþór Bender, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins UNYQ, segir nýja samn- inga og nýja tækni munu styrkja sókn fyrirtækisins á Bandaríkjamarkaði. Ljósmynd/UNYQ Sérfræðingar UNYQ hafa þróað tækni til að þrívíddarprenta stoðtæki. 4 EUR/ISK 17.8.'20 16.2.'21 175 165 160 155 150 145 161,15 155,7 Úrvalsvísitalan 2.600 2.700 2.500 2.300 2.100 1.900 17.8.'20 16.2.'21 2.077,25 2.983,7 Rúnar Árnason framkvæmdastjóri Megna, sem þar til fyrr í vikunni hét Glerborg, gagnrýnir stjórnvöld í landinu. Hann vill að þau gangi í takt og búi sér til heildarstefnu í íbúða- málum „ekki seinna en í gær“ eins og Rúnar orðar það. Hann segir að alltaf sé verið að tala um ódýrar íbúðir, en minna sé talað um að lækka þurfi byggingarkostnaðinn og aldrei talað um kröfurnar sem settar eru á byggingarverktakana. Hann segir að ætlast sé til að verktakar byggi ódýrar íbúðir, en svo fái þeir kannski úthlutaða lóð með 4.000 fer- metra byggingarmagni en 40 íbúða hámarksfjölda. Það stuðli ekki að fleiri ódýrari íbúðum. Spurður um áhrif kórónuveiru- faraldursins á reksturinn segir Rún- ar að mikið hafi selst af gleri vegna endurnýjunar á gluggum síðasta sumar, enda hafi einstaklingar farið á fullt í margvíslega viðhaldsvinnu. Hikst hafi hins vegar komið í ný- byggingaráform á árinu. Velta Megna árið 2020 var svipuð og árið á undan að sögn Rúnars. „Við erum búnir að fimmfalda velt- una á síðustu sjö árum.“ Rúnar kveðst bjartsýnn á framtíð- ina eftir að hafa aukið fókusinn á kjarnastarfsemina, með því að selja gler- og speglahluta félagsins til Ís- pan. „Við erum virkilega spennt fyr- ir því sem koma skal og hlökkum til að þróa vörurnar okkar áfram og þjónusta verktakageirann enn bet- ur. Áskorunin er að vera með bestu vöruna á besta verðinu hjá Megna ehf. byggingarlausnum.“ Vill heildarstefnu í íbúðamálum Morgunblaðið/Eggert Rúnar segir að lækka þurfi bygging- arkostnað íbúðarhúsnæðis í landinu. Velta Megna hefur fimm- faldast á sjö árum. Félagið hyggst nú einbeita sér að kjarnastarfseminni. 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.