Morgunblaðið - 17.02.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.02.2021, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2021 11FRÉTTIR Á dögunum tók María Kristjáns- dóttir við nýju starfi sem fram- kvæmdastjóri GH Sigurgeirsson IP sem er sjálfstætt dótturfélag í eigu LEX á sviði hugverkaréttar. Fram undan eru ýmis skemmtileg verkefni. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Allar áskoranir í rekstri fela jafnframt í sér tækifæri. Rekstur GH Sigurgeirssonar IP byggir að stórum hluta á verkefnum frá er- lendum viðskiptavinum þar sem viðskiptasambönd eru byggð upp og viðhaldið á ráðstefnum og fund- um sem haldnir eru erlendis. Slíkar samkomur hafa eðlilega ekki farið fram undanfarið ár. Þetta ástand felur í sér að beita verður öðrum leiðum og aðferðum við samskipti við viðskiptavini sem verið er að þróa. Takist þetta vel ætti það að leiða til lægri viðskiptakostnaðar til framtíðar. Önnur áskorun sem jafnframt hefur í för með sér mikil tækifæri eru áhrif hinnar svokölluðu fjórðu iðnbyltingar á nýsköpun, tækni- þróun og verðmætasköpun á næstu árum. Það er ljóst að hugverkarétt- indi munu leika stórt hlutverk í iðn- byltingunni og afar mikilvægt að eigendur slíkra réttinda hugi vel að vernd þeirra. Hver var síðasta ráðstefnan sem þú sóttir? Síðasta ráðstefnan sem ég fylgd- ist með var janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Nýtt upphaf“. Ráðstefnan var mjög áhugaverð og vel útfærð, en sam- félagsleg ábyrgð fyrirtækja er mér sérstakt áhugaefni allt frá því ég starfaði sem starfsnemi á skrifstofu Global Compact í New York árið 2006. Global Compact er sá hluti af Sameinuðu þjóðunum sem hefur með samfélagslega ábyrgð að gera. Mér finnst sérstaklega áhugavert að fylgjast með tengslum á milli eigenda stærstu vörumerkjanna og aukinni kröfu á þátttöku þeirra í samfélagslegum málefnum, en slík- ar kröfur hafa aukist verulega á undanförnum árum. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég sæki ráðstefnur og fyrir- lestra þar sem farið er yfir helstu nýjungar og þróun í faginu, les fag- tímarit og fylgist vel með efni sem kemur frá löggjafanum og stjórn- völdum á þeim sviðum lögfræðinn- ar sem helst varða starfið. Þá er ég í góðum tengslum við lögmenn víða um heim sem starfa á sviði hug- verkaréttarins og við erum dugleg að skiptast á upplýsingum um þró- un mála í faginu á hverjum stað. Hugsarðu vel um líkamann? Ég er algerlega háð líkamsrækt og mæti í ræktina 5-6 sinnum í viku. Ég fer alltaf í hádeginu og finnst það ómissandi partur af deg- inum þar sem hreyfingin heldur mér í jafnvægi og ég kem full orku til baka inn í daginn. Lokun líkams- ræktarstöðva árið 2020 hafði nokkrar áskoranir í för með sér en hamlaði mér ekki á nokkurn hátt í hreyfingunni. Ég fór að hlaupa úti í fyrsta sinn og nýr heimur opnaðist fyrir mér þegar ég uppgötvaði ut- anvegahlaup. Þá fannst mér ég hafa unnið í happdrætti að ná að verða mér úti um nokkrar ketil- bjöllur og útbjó aðstöðu til lyftinga í bílskúrnum. Það jafnast samt ekk- ert á við góðan hóptíma í Hreyf- ingu. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Ég er viss um að það væri mjög gagnlegt að fara í MBA-nám, ann- aðhvort hérlendis eða erlendis. Þeir sem hafa farið í slíkt nám láta mjög vel af því. Ég er einnig nokk- urs konar sagnfræðinörd og hef mikinn áhuga á ákveðnum tímabil- um mannkynssögunnar. Ég gæti alveg hugsað mér að skrá mig í sagnfræði einhvern tíma á lífsleið- inni. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Eins og í öðrum rekstri þá geng- ur starfsemi GH Sigurgeirssonar út á það að þjónusta viðskiptavini félagsins á sem hagkvæmastan hátt. Við kaup LEX á félaginu fyrir nokkrum árum er hægt að nýta á mjög hagkvæman hátt bæði ýmsa stoðþjónustu fyrir félagið og lög- mannsþjónustu fyrir viðskiptavini, sem dregur úr föstum kostnaði og skapar félaginu sveigjanleika til þess að þjónusta viðskiptavini á sem hagkvæmastan hátt. SVIPMYND María Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson IP og lögmaður á LEX Hugverkaréttur mun leika stórt hlutverk Morgunblaðið/Kristinn Magnússon NÁM: Verzlunarskóli Íslands 2002; Háskólinn í Reykjavík, ML í lögfræði 2007; Fordham University, School of Law, LL.M. í Int- ernational Business and Trade Law 2008. STÖRF: Flugfreyja hjá Icelandair 2005-2007; starfsnemi hjá United Nations Global Compact 2006; lögmaður á LEX frá 2008; framkvæmdastjóri GH Sigurgeirssonar IP frá 2021. ÁHUGAMÁL: Frá því ég man eftir mér hef ég haft mikinn áhuga á ferðalögum og þá sérstaklega til útlanda. Undanfarin ár hef ég hins vegar gert mikið af því að ferðast um Ísland og fór hringinn með fjölskyldunni bæði sumrin 2019 og 2020. Stangveiði er í miklu uppáhaldi hjá mér og ein besta hugleiðsla sem ég hef prófað. Þá hef ég mjög gaman af því að ganga á fjöll, fara á skíði og nýjasta áhugamálið eru gönguskíði. Búandi með þremur karl- mönnum sem halda með Liverpool kemst ég síðan varla hjá öðru en að hafa áhuga á fótbolta. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Jóhannesi Bjarna Guðmundssyni flugstjóra. Við eigum tvo syni, Guðmund Alex (9) og Kristján Bjarna (4). Auk þess á ég tvö stjúpbörn, Söru Margréti (24) og Kristján Helga (17). HIN HLIÐIN Hagnaður leigufélagsins Heimsta- den dróst lítillega saman milli ára. Samtals nam hann rétt ríflega einum milljarði króna á árinu 2020 sam- anborið við hátt 1,4 milljarð króna árið áður. Skýrist minni hagnaður af samdrætti í tekjum og minni hagn- aðar af sölu eigna. Þannig minnkuðu hreinar leigutekjur Heimstaden um nær 350 milljónir króna milli ára og námu samtals tæplega 2,1 milljarði króna. Að sama skapi nam hagnaður af sölu eigna 412 milljónum króna árið 2019 en var einungis um 74 milljónir króna á nýafstöðnu ári. Morgunblaðið/Kristinn Gauti Reynisson er framkvæmda- stjóri Heimstaden á Íslandi. Hagnaður minnkaði Snjallari lausnir í greiðslumiðlun á Íslandi Fjártæknilausnir Rapyd bjóða þér upp á snjallari greiðslumiðlun. Við bjóðum upp á fjölmargar greiðsluleiðir og virðisaukandi þjónustur sem henta þínum rekstri. Við setjum þjónustu við söluaðila í fyrsta sæti. Vertu í sambandi 558 8000 | hallo@rapyd.net | rapyd.net/is Einfaldari Snjallari Betri Leyfðu okkur að þjónusta þig. Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið Allt um sjávarútveg María uppgötvaði utanvegahlaup í far- aldrinum og nýr heimur opnaðist henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.