Morgunblaðið - 17.02.2021, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2021FRÉTTIR
INXX II
Glæsilegasta lína okkar til þessa.
INXX II
BLÖNDUNARTÆKI
Brushed brass
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af því að ýmis öfl ííslenzku samfélagi vilji nota kórónuveirufaraldurinnsem átyllu til að draga úr samkeppni, veikja sam-
keppnislögin eða veita frá þeim ótímabundnar undanþágur
og grípa til ýmissa annarra aðgerða í anda verndarstefnu.
Sömuleiðis er rík ástæða til að veita stjórnvöldum aðhald
við útfærslu hinna mörgu og nauðsynlegu stuðnings-
aðgerða fyrir atvinnulífið vegna faraldursins, til að þess sé
gætt að þær skaði ekki samkeppni.
Af þessum ástæðum ákvað Félag atvinnurekenda að
halda opinn streymisfund í síðustu viku, í tengslum við aðal-
fund sinn, undir yfirskriftinni „Samkeppnin eftir heimsfar-
aldur“. Óhætt er að segja að þar hafi samkeppnismálin ver-
ið sett í áhugavert ljós. Á meðal þess
sem fram kom er eftirfarandi:
Áherzla á frjálsa samkeppni og
afnám hafta hjálpar ríkjum að kom-
ast hraðar út úr kreppu. Að taka
samkeppnislög úr sambandi og
bæta í höft og tolla hefur gagnstæð
áhrif. Slík stefna er talin hafa seink-
að efnahagsbatanum eftir kreppuna miklu í Bandaríkj-
unum um sjö ár, að því er fram kom í erindi Aniu
Thiemann, yfirmanns samkeppnismats hjá Efnahags-
og framfarastofnuninni, OECD.
Samkeppnismatið, sem OECD framkvæmdi á
regluverki byggingariðnaðar og ferðaþjónustu á Ís-
landi fyrir skömmu, leiddi í ljós meiri óþarfar
samkeppnishömlur og skriffinnsku en víðast hvar í að-
ildarríkjum stofnunarinnar. Þessar hömlur kosta þjóð-
arbúið um þrjátíu milljarða króna og bitna sérstaklega
illa á samkeppnishæfni minni og meðalstórra fyr-
irtækja. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra
samkeppnismála, orðaði það svo að það væri ábyrgð-
arleysi að finna ekki beztu leiðina til að hrinda umbóta-
tillögum OECD varðandi þessar tvær greinar í fram-
kvæmd og halda svo áfram á sömu leið og taka út fleiri
svið atvinnulífsins.
Stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveiru-
faraldursins hafa í nokkrum tilvikum haft mjög nei-
kvæð áhrif á samkeppni. Leifur Örn Leifsson hjá Inn-
nesi, stórum innflytjanda matvæla, fór yfir það hvernig
breyting á aðferð við útboð á tollkvóta fyrir búvörur
um síðustu áramót stuðlaði að hækkun útboðsgjalds og
skekkti þannig samkeppnisstöðu keppinauta inn-
lendrar búvöruframleiðslu. Leifur færði rök fyrir því
að innlendur landbúnaður þyrfti ekki slíka vernd, enda
nyti hann eindregins velvilja neytenda, en hefði hins
vegar gott af meiri samkeppni frá innflutningi, eins og
hefði sézt í vöruþróun og nýsköpun hjá landbúnaðinum
síðustu misseri.
500 milljóna króna niðurgreiðsla á sumarnámi í há-
skólum til að hjálpa atvinnuleitendum, varð til þess að
endurmenntunarstofnanir háskólanna buðu námskeið,
sem haldin eru í beinni samkeppni við námsframboð
einkarekinna fræðslufyrirtækja, á
10% af venjulegu verði. Eyþór Eð-
varðsson hjá Þekkingarmiðlun, ein-
um af félagsmönnum FA,velti upp
þeirri spurningu hvað hefði gerzt á
bakarísmarkaðnum ef ríkið hefði
látið fimm bakarí hafa peninga
þannig að þau gætu niðurgreitt
vörur um 90% allt sumarið.
Það er ekki nóg að gera samkeppnismat á núgild-
andi löggjöf um atvinnulífið. Það þarf líka að leggja
slíkt mat á tillögur að nýju regluverki, til dæmis vegna
kórónuveirufaraldursins. Páll Gunnar Pálsson, for-
stjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði að slíkt hefði átt að
gera vegna veitingar ríkisábyrgðar til Icelandair síð-
astliðið haust og sömuleiðis við ákvörðun um ríkisstyrk
til háskólanna vegna námskeiðahalds. Mjög mikilvægt
sé að stjórnvöld meti áhrif stuðningsaðgerða sem grip-
ið er til og útfæri þær þannig að samkeppnislegur
skaði sé lágmarkaður.
Félag atvinnurekenda mun halda áfram að tala fyrir því
að leið sóknar og frjálsrar samkeppni sé vörðuð út úr
kreppunni, sem við erum núna stödd í, en að ekki verði fall-
ið í þá freistni að grípa til hafta og verndaraðgerða fyrir ein-
stök fyrirtæki eða atvinnugreinar. Virk samkeppni er mik-
ilvægir hagsmunir félagsmanna okkar, sem flestir eru lítil
eða meðalstór fyrirtæki, og um leið neytenda og samfélags-
ins í heild.
SAMKEPPNISMÁL
Ólafur Stephensen
framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Út úr kreppunni
með virkri samkeppni
”
Frjáls samkeppni
hjálpar ríkjum að
komast hraðar
út úr kreppu.
Við gjaldþrotaskipti gildir meg-inreglan um jafnræði kröfu-hafa. Mikilvæg undantekning
frá meginreglunni eru reglur um svo-
kallaða rétthæð krafna. Þar hefur
löggjafinn ákveðið að við gjald-
þrotaskipti skuli tilteknar kröfur
njóta forgangs umfram aðrar. Eign-
um þrotabús skal þá fyrst varið til
greiðslu þeirra áður en greiðslur
réttlægri krafna koma til efnda. Ein
tegund krafna sem veittur er slíkur
forgangur eru launakröfur starfs-
manna sbr. 1.-3. tl. 1. mgr. 112. gr.
laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti
o.fl. (gþl.) en undir það falla m.a. kröf-
ur um ógreidd laun á síðustu 18 mán-
uðum fyrir frest-
dag, auk krafna um
laun á uppsagn-
arfresti. Sam-
þykktar launakröf-
ur starfsmanns í
þrotabú eru þýðing-
armikil réttindi fyr-
ir launamann við
gjaldþrotaskipti
vinnuveitanda enda
kunna slíkar kröfur að njóta ábyrgð-
ar Ábyrgðarsjóðs launa samkvæmt
lögum nr. 88/2003. Launakröfur geta
verið greiddar launamanni í heild eða
að hluta af Ábyrgðarsjóði launa óháð
eignastöðu þrotabús.
Þessar undantekningarreglur
gjaldþrotalaga um forgang launa-
krafna takmarkast af 3. mgr. 112. gr.
gþl. er mælir fyrir um að þeir sem
teljast nákomnir þrotamanni njóti
ekki forgangs launakrafna sinna í
þrotabú. Ákvæðið var sett til að fyr-
irbyggja að forráðamenn gjaldþrota
félaga og menn nákomnir þrota-
manni gætu notið forgangsréttar fyr-
ir kröfum sínum um vinnulaun, laun í
uppsagnarfresti og orlofsfé. Upp-
haflega var ákvæðið bundið við það
að aðili hafi setið í stjórn félagsins
eða haft með höndum fram-
kvæmdastjórn þess. Með breyting-
arlögum nr. 95/2010 var skilgreining
hugtaksins nákominn í 3. gr. gþl.
rýmkuð svo hún tæki jafnframt til
stjórnarmanna í félagi og þeirra sem
stýrðu daglegum rekstri. Samhliða
var skilyrði 3. mgr. 112. gr. gþl. um
að aðili hafi haft með höndum fram-
kvæmdastjórn, fellt brott.
Í dómaframkvæmd Hæstaréttar
fyrir gildistöku laga nr. 95/2010 var
litið til ýmissa þátta við mat á því
hvort einstaklingur hefði haft með
höndum framkvæmdastjórn félags,
svo sem möguleika til áhrifa innan
þess, stjórnunarheimilda, verksviðs
og launakjara. Markmið matsins var
að staðreyna hvort viðkomandi
launamaður hafi farið með raunveru-
lega yfirmannsstöðu. Með raunveru-
legri yfirmannsstöðu var ekki ein-
göngu átt við þann sem að forminu til
var titlaður framkvæmdastjóri sam-
kvæmt félagaréttarlöggjöf og til-
kynntur sem slíkur til hluta-
félagaskrár eða hvort hlutverk hans
hafi að verulegu leyti samræmst
heimildum, skyldum og ábyrgð fram-
kvæmdastjóra í skilningi hluta-
félagalaga. Fyrst og fremst var litið
til þess hvort viðkomandi hafi haft yf-
irmannsstöðu hjá hinu gjaldþrota fé-
lagi.
Í nýlegum dómi Hæstaréttar í máli
nr. 36/2020 kom ágreiningur um túlk-
un skilyrðisins um stjórn daglegs
rekstrar í fyrsta sinn til umfjöllunar
fyrir Hæstarétti sem fordæmisgef-
andi dómstóls en þar sneri Hæsti-
réttur við niðurstöðu héraðsdóms
sem staðfest hafði verið í Landsrétti.
Í málinu var tekist á um launakröfu
framkvæmdastjóra fjármálasviðs/
fjármálstjóra flugfélags. Fjár-
málasviðið var eitt fimm stoðsviða fé-
lagsins þar sem störfuðu 22 starfs-
menn og undir það féll sjóðsstýring,
innkaupadeild, bókhaldsdeild, hag-
deild og lögfræðideild. Staða fram-
kvæmdastjórans heyrði undir for-
stjóra félagsins og um tíma
aðstoðarforstjóra þess. Fram-
kvæmdastjórinn hafði ásamt for-
stjóra prókúrumboð
fyrir félagið og sér-
staka B-heimild frá
stjórn til að skuldbinda
einn félagið fyrir allt
að 500.000 USD og allt
að 1.000.000 USD
ásamt aðstoðarfor-
stjóra.
Framkvæmdastjór-
inn byggði á því í mál-
inu að við mat á því hvort hann teldist
nákominn félaginu í skilningi 3. gr.
gþl. bæri síður að horfa til formlegra
heimilda sem staða hans veitti, held-
ur fremur það hvort heimildunum
hefði verið beitt í raun. Í því sam-
bandi yrði að líta til eðlis rekstrar
flugfélaga og þess að eigandi félags-
ins, sem jafnframt var forstjóri þess,
hefði stýrt daglegum rekstri og fram-
kvæmdastjórinn engar ákvarðanir
tekið um daglegan rekstur, hvorki
tekjur né útgjöld. Þær heimildir sem
framkvæmdastjórinn hefði haft til að
skuldbinda félagið hefðu einungis
verið formlegs eðlis og til komnar
vegna tíðra fjarvista forstjórans.
Í dómi Hæstaréttar vísaði rétt-
urinn til þess að framkvæmdastjór-
inn hefði haft ríkar heimildir til að
skuldbinda félagið sem voru án tak-
markana annarra en þeirra sem
leiddu af lögum um prókúrumboð og
reglum stjórnar. Framkvæmdastjór-
inn hefði þá verið í stöðu til að hafa
áhrif á stefnumótun félagsins og
raunverulegt vald til töku ákvarðana
um mikilsverðra hagsmuni og setið
fundi stjórnar og veitt mikilsverðar
upplýsingar um fjárhagsstöðu félags-
ins. Með vísan til þessa taldi Hæsti-
réttur að framkvæmdastjórinn teld-
ist til lykilstjórnenda félagsins. Í ljósi
stöðu framkvæmdastjórans í skipu-
riti félagsins, stærðar þess og eðlis
rekstrarins, heimilda hans til að
skuldbinda það, yfirsýnar hans yfir
fjárhagsstöðuna auk stjórn-
unarheimilda yfir starfsfólki, taldi
Hæstiréttur að framkvæmdastjórinn
teldist hafa stýrt daglegum rekstri
félagsins og teldist nákominn í skiln-
ingi 3. gr. gþl. Af því leiddi að launa-
krafa hans taldist almenn krafa í
þrotabúið og naut ekki ábyrgðar
Ábyrgðarsjóðs launa.
Í samræmi við nýtt hlutverk
Hæstaréttar sem fordæmisgefandi
dómstóls veitir þessi dómur ágætar
leiðbeiningar um nánara inntak skil-
yrðisins um stjórn dagslegs rekstrar.
Af dómi Hæstaréttar má þá ráða að
skilgreining nákomins aðila í þessu
tilliti ráðist fremur af því hvaða stöðu
og heimildir aðili hafði hjá félaginu,
en því hvort aðilinn hafi beitt sér á
grundvelli þeirra í raun.
Beiting í raun
LÖGFRÆÐI
Birgir Már Björnsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu og
kennari í skuldaskilarétti við Háskólann í Reykjavík.
”
Samþykktar
launakröfur
starfsmanns í
þrotabú eru
þýðingarmikil
réttindi.