Morgunblaðið - 17.02.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.02.2021, Qupperneq 6
félagsins, sem er að vanda sig og gera hlutina vel.“ Gleriðnaður er nokkuð sérhæfður eins og Rúnar minntist á hér að framan. Hann segir að íslensk glerfyrirtæki hafi verið allnokkur í gegnum tíðina, en Glerslípun og speglagerð hafi verið það elsta á markaðnum, stofnað árið 1922. „Glerið sjálft er framleitt í nokkrum stórum verksmiðjum úti í heimi, en er svo flutt hingað í stórum skífum, upp í sex metra löngum. Hér taka fyrirtæki eins og Glerborg og Íspan við glerinu, slípa það, skera eða sand- blása, allt eftir þörfum markaðarins. Glerborg hefur einnig flutt inn talsvert af tilbúinni vöru frá Danmörku og Póllandi en nú mun sá inn- flutningur minnka og íslensk framleiðsla eflast hjá Íspan.“ Áherslur breyttust fljótt Spurður af hverju stærsti hluti af veltu Gler- borgar hafi verið í öðru en gleri og speglum, segir Rúnar að stuttu eftir að þeir feðgar keyptu Glerborg og réðu öflugan sölustjóra, Jón Örn Arnarson, hafi áherslur félagsins fljótt breyst og ákveðið hafi verið stefna á glugga- markaðinn. Í framhaldi af því hafi þeir keypt lítið fyrirtæki sem sérhæfði sig í innflutningi á gluggum og hurðum, EMAR byggingarvörur. „Samhliða réðum við Eggert Marinósson eig- anda félagsins til okkar og fengum mikla þekk- ingu þannig inn í fyrirtækið. Vörurnar sem EMAR var með höfðu verið á íslenska mark- aðnum í nokkurn tíma og höfðu sannað sig og voru auk þess búnar að fá allar vottanir sem til þurfti hjá Mannvirkjastofnun.“ Þó að harður slagur sé á byggingavörumark- aði, þar á meðal á glugga- og hurðamarkaði, segir Rúnar að Glerborg hafi fljótt náð að hasla sér þar völl. „EMAR var með góða vöru en litla hlutdeild þegar við keyptum fyrirtækið, en hlutdeildin jókst mikið næstu árin. Þetta eru gæðavörur sem voru til dæmis notaðar í Krika- skóla í Mosfellsbæ og Hjúkrunarheimilið í Mörkinni svo dæmi séu tekin.“ Þrjátíu og fimm starfsmenn starfa hjá Megna eftir söluna á gler- og speglahlutanum. „Við erum að flysja fyrirtækið til að einbeita okkur að fyrirtækja- og iðnaðarsviðinu. Okkar kjarnastarfsemi er í stuttu máli að fylla göt og hylja veggi. Samstarfsfyrirtæki Megna ehf. eru þau sömu og áður í Þýskalandi, Póllandi, Lithá- en, Eistlandi og Lettlandi.“ Hitameðhöndlað pallaefni Það sem fyrirtækið selur til að „fylla göt og hylja veggi“ eru gluggalausnir, hurðalausnir, glerveggir, glerhandrið, svalalokanir, bílskúrs- hurðir, stálhurðir ásamt pallaefni og klæðn- ingum úr hitameðhöndluðu timbri. Blaðamaður biður Rúnar að skýra betur það síðastnefnda. „Þetta er vandað efni, timbrið er meðhöndlað í 215° heitri gufu sem gefur því náttúrulega fúavörn. Þannig má efnið standa ómeðhöndlað án þess að það hafi áhrif á endingu þess. Það sem gerist líka er að spennan fer úr efninu sem gerir það að verkum að hreyfing á því er nán- ast engin og það verpist mun síður en hefð- bundið timbur. Hitameðhöndlun gefur svo marga aðra góða kosti eins og betri hljóð- og hitaeinangrun, minni rakadrægni og svo auðvit- að að engin eiturefni eru notuð við meðhöndl- unina, einungis heit gufa.“ Rúnar segir að pallaefnið sé vinsælt á mark- aðnum, sérstaklega askurinn og furan. „Svona efni var til dæmis notað í stóra pallaverönd sem sjá má á útisvæðinu í veitingastaðnum Pet- Sjö ár eru síðan Rúnar Árnason og faðir hans Árni Grétar Gunnarsson keyptu Glerborg, en á þeim tíma áttu þeir feðgar fyrirtækið Gler- slípun og speglagerð, sem var mun smærra. „Við komum nýir inn í glerbransann rétt eftir hrun með kaupum okkar á Glerslípun og speglagerð. Þegar okkur bauðst að færa kví- arnar út enn frekar og kaupa Glerborg nokkr- um árum síðar, stukkum við á tækifærið,“ segir Rúnar í samtali við ViðskiptaMoggann. Breyting hefur nú aftur orðið á starfseminni eins og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrr í vik- unni, en Glerborg hefur selt firmanafnið Gler- borg ásamt gler- og speglahluta fyrirtækisins til Íspan. Rúnar segir að það komi kannski mörgum á óvart að gler- og speglahluti starf- seminar hafi ekki verið nema lítill hluti velt- unnar undanfarin ár. Með viðskiptunum skerp- ist áherslan á kjarnastarfsemi fyrirtækisins, sölu á glugga- og hurðalausnum, glerveggjum, svalahandriðum og svalalokunum. „Við höfum verið að færa fókusinn undanfarin ár yfir í að þjónusta verktaka með gluggaverkefni. Smá- söluhlutinn hefur því verið að minnka hlutfalls- lega. Glersala er frekar sérhæfð og tók hlut- fallslega mikið til sín, bæði í tíma starfsfólks og stærð húsnæðis. Það hentar því mjög vel að Íspan taki yfir þessa þjónustu enda hafa þeir sérhæft sig eingöngu á þessum markaði og náð góðum árangri.“ Rúnar bætir við að í framtíðinni muni nýjar áherslur undir nýja heitinu Megna ehf. bæta enn frekar þjónustuna við byggingarverktaka. Flytja í mun minna húsnæði Það var handagangur í öskjunni er blaða- mann bar að garði í húsakynnum Glerborgar í Mörkinni 4 í síðustu viku. Fyrirtækið hafði þá lokað verslun sinni á hádegi og hafið flutninga yfir í nýtt húsnæði í Kópavogi. „Við höfum ver- ið í 1.500 fermetra húsnæði hér í Mörkinni, en 400 fermetrar af því hafa farið undir sýning- arsal fyrir smásöluna, þ.e. sölu á gleri og spegl- um. Nú þurfum við ekki lengur á því að halda. Við erum að flytja á Dalveg 16 í Kópavogi í eig- ið húsnæði. Það er mun minna en núverandi húsnæði, en þörfin á fermetrum er ekki eins mikil eftir söluna. Við verðum bara með lítinn sýningarsal og skrifstofur,“ útskýrir Rúnar. Enginn missir vinnuna við breytinguna. Rún- ar kveðst mjög ánægður með það. „Það fara fjórir starfsmenn yfir til Íspan vegna sölunnar. Þeirra verður sárt saknað. Sumir eru búnir að vera hjá okkur lengi, en það er persónulega mjög ánægjulegt fyrir mig í þessum breyt- ingum að ekki hafi þurft að koma til uppsagna.“ Spurður nánar út í af hverju nauðsynlegt þótti að láta hið vel þekkta Glerborgarnafn fylgja með í kaupunum segir Rúnar að það hafi orðið niðurstaðan eftir miklar vangaveltur. „Glerborgarnafnið er mjög sterkt og á sér langa sögu. Það er hins vegar nátengt smásölu á gleri og speglum og það var ástæðan. Ef við hefðum haldið nafninu hefðum við áfram þurft að taka við fyrirspurnum um gler og spegla, starfsemi sem er ekki lengur til staðar hjá okk- ur. Megna ehf., byggingalausnir, er hins vegar áfram með sömu kennitöluna og Glerborg var með.“ Um nýja nafnið, Megna, segir Rúnar að það segi allt um áherslurnar í framtíðinni. „Við fundum fallegt íslenskt orð og tókum það upp sem firmaheitið okkar. Megna þýðir „að geta“ eða „að hafa afl til“ og það er það sem við höf- um. Við höfum afl til að gera það sem gera þarf. Þetta tónar vel við menningu og markmið ersen-svítunni á efstu hæðinni í Gamla bíói.“ Hraði og auknar kröfur einkenna þróun síð- ustu fimm ára í geiranum að sögn Rúnars. „Flækjustigið sem hraðinn skapar í vöruþróun- inni er helsta úrlausnarefnið. Nýsköpunarferlið hefur breyst og taka þarf tillit til fleiri þátta í framleiðslu byggingaríhluta en áður.“ Hvernig fer vöruþróun ykkar fram. Kaupið þið vörurnar ekki tilbúnar að utan? „Við erum ekki bara heildsala. Við erum meðframleiðendur. Vöruhönnun og vöruþróun á sér stað í takt við kröfur íslenska markaðar- ins. Við sem meðframleiðendur látum sér- framleiða og aðlaga vörurnar að þörfum ís- lenska markaðarins hjá samstarfsaðilum okkar erlendis. Til dæmis hefur verið mikil umræða um myglu hér á landi síðustu ár, sem hefur skapað mikil vandamál. Úrlausnarefnið er að byggja byggingar sem ekki mygla og þá þarf að skoða þéttingar á milli glugga og steypu- veggja til dæmis. Við höfum þróað ísetning- araðferð með öndunarborðum og gert prófanir hjá Nýsköpunarmiðstöð til að sannreyna gæði þeirrar aðferðar. Þetta er sem sagt slagregns- próf þar sem vindálag fer upp í 1.100 pa og stóðst okkar aðferð með prýði. Við höfum einn- ig verið að setja þessa borða á í verksmiðjum Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hið gamalgróna fyrirtæki Glerborg hefur selt gler- og speglahluta félagsins til Ispan og mun í framhaldinu einbeita sér að því að selja glugga- og hurðalausnir, glerveggi, svalahandrið og svalalokanir sem Megna. Rúnar Árnason framkvæmdastjóri segir að stjórnvöld þurfi að vinna heildstæða íbúðastefnu til að fleiri ódýrar íbúðir komi á markaðinn. ” Okkar kjarnastarfsemi er í stuttu máli að fylla göt og hylja veggi. Afl til að gera það sem 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2021VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.