Morgunblaðið - 17.02.2021, Síða 12
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16
www.betrabak.is
Komdu til okkar og prófaðu einstök
gæði Hästens rúmanna.
Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða
þig og veita frekari upplýsingar.
VERTUVAKANDI Í
FYRSTASKIPTI
ÁÆVINNI
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
„Blekkti kröfuhafa“ og þáði 170 ...
Hafa selt þrjú þúsund þristamús...
Hlutabréf Icelandair hrynja
Fasteign Sóltúns seld
Segir lögregluna mistúlka reglur ...
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Skúli Jóhann Björnsson, eigandi
Sportís, segir söluna hafa aukist
mikið í kórónuveirufaraldrinum.
„Salan hefur tekið flug síðustu tvö
árin. Salan jókst mikið árið 2019 og
árið 2020 varð sömuleiðis ótrúleg
aukning á öllum sviðum og mikil
fjölgun fastra viðskiptavina. Fyrir
vikið er þetta litla pláss okkar í
Mörkinni 6 sprungið og þess vegna
höfum tekið á leigu þetta pláss í
Skeifunni,“ segir Skúli.
Ríflega sjöfalda rýmið
Sportís fer úr um 100 m2 versl-
unarrými í Mörkinni yfir í 750 m2
rými í Skeifunni við hlið Krónunnar.
Nýja verslunin mun skiptast þannig
að 400 m2 fara undir Sportís og 350
m2 undir reiðhjólaverslunina Kulda,
sem rekin verður í samstarfi við Úti-
sport á Akureyri. Verða þar m.a. í
boði hjól og rafhjól frá Giant fyrir
konur og ferðavagnar og fatnaður.
Færri verslunarferðir til útlanda
Skúli Jóhann hóf ásamt konu sinni
Önnu Sigríði Garðarsdóttur heild-
sölu með íþróttafatnað á 9. áratugn-
um. Hjónin byggðu m.a. upp Cin-
tamani-merkið og seldu það 2011.
Skúli Jóhann segir margar ástæð-
ur fyrir mikilli sölu síðustu misseri.
Í fyrsta lagi hafi Sportís hafið sölu
á nýjum vörumerkjum, á borð við
Hoka-hlaupaskó, sem notið hafi mik-
illa vinsælda. Í öðru lagi hafi sala
íþróttafatnaðar og æfingatækja auk-
ist í faraldrinum vegna færri utan-
ferða og aukinnar áherslu á útivist. Í
þriðja lagi sé verðlagningin hagstæð
í samanburði við erlendar verslanir.
Netsala Sportís hafi 20-faldast í
fyrra og sala í verslun margfaldast.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skúli Jóhann Björnsson, eigandi Sportís, hyggst færa út kvíarnar.
Sportís í sjöfalt
stærra rými
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íþróttaverslunin Sportís
flytur í vor úr Mörkinni í
margfalt stærra húsnæði í
Skeifunni. Salan hefur stór-
aukist síðustu ár.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það er upplifun að koma í spila-vítið í Mónakó. Allt um kring er
það fínasta í heiminum í mat og
drykk og fatnaði og snekkjur fylla
voginn. Tilhugsunin um að aðeins
þurfi að snúa gæfuhjólinu hlýtur að
vakna.
Valdhafar í Mónakó hafa í gegn-um tíðina laðað til sín fólk sem
nýtur velgengni með lágum sköttum
og loforði um að fá að vera í friði
fyrir slúðurpressunni. Kannski er
það arfleifð frá dögum Grace Kelly.
Síðast þegar skrifari kom við íspilavítinu fræga bjó Sir Roger
Moore, hinn eini sanni James Bond
að margra mati, í næsta nágrenni.
Moore var gerður að sérstökumsendiherra Mónakó af Albert
II. prins en hélt þó heimili í fjórum
löndum. Moore kvæntist líka fjórum
sinnum og er ekki vitað til þess að
hann hafi verið síður ástfanginn í
síðasta brúðkaupinu en því fyrsta.
Út frá því virðist á engan veginnsanngjarnt að ætla að þeir
Guðmundur Steingrímsson og Ró-
bert Marshall hafi verið síður sann-
færðir í framboðinu fyrir þriðja
flokkinn en þann fyrsta. En hvar
skyldu þeir bera niður í fjórða sinn?
Hugtakið fjórflokkur var notaðsem skammaryrði eftir efna-
hagshrunið en hugsunin var sú að
þetta væri allt sama tóbakið. Fundu
þeir félagar þá skjól í Bjartri fram-
tíð.
Skattar og
trúmennskaFyrir um aldarfjórðungi varhaldið íþróttamót í Reykjavík.
Við undirbúning mótsins var haldið í
fjáröflun með sölu auglýsinga. Nán-
ar tiltekið sölu auglýsingaspjalda
meðfram íþróttavelli.
Við söluna voru tíundaðir kostirþess að auglýsa á mótinu. Þús-
undir myndu mæta á völlinn og hálf
þjóðin horfa á samantektina í sjón-
varpinu. Var þá óspart – og kannski
frjálslega – vitnað til mælinga á
sjónvarpsáhorfi en netið sem auglýs-
ingamiðill var á bernskuskeiði.
Margir forstjóranna á úthringi-
listanum létu til leiðast, þótt senni-
lega hafi þeir ekki allir fylgt um-
ræddu íþróttafélagi að málum.
Auglýsingasalan forðum rifjaðistupp við lestur ævisögu Jónasar
Þorbergssonar Átök við aldahvörf
en hann var fyrsti útvarpsstjórinn.
Jónas rifjar upp þegar hann fór tilAkureyrar 1920 til að endurreisa
Dag í stærra broti en áður var. Jón-
as sagði Dag ekki hafa haft neina
blaðstjórn, þ.e. ritstjórn, né heldur
hefði hann orðið þess var að einstaka
áhugamenn styrktu blaðið. Hins
vegar var samið við Kaupfélag Ey-
firðinga um að leggja fram lánsfé og
sjá um bókhald og reikninga.
Jónas lagði áherslu á að fylla einasíðu með auglýsingum en að
öðrum kosti stæði blaðið frammi
fyrir fjárþroti. Hann hafi einkum
selt auglýsingar til kaupmanna á
Akureyri en þeir hafi séð sér hag í
því að auglýsa í blaðinu vegna út-
breiðslu þess, þótt þeir væru and-
snúnir honum í pólitík.
Sala auglýsinga fyrr og nú
Jónas Þorbergsson skrifaði ágæta
ævisögu er hann var á níræðisaldri.
Arne M. Sorenson,
forstjóri hótelkeðj-
unnar Marriott, er
látinn, 62 ára að
aldri.
Forstjóri
Marriott látinn
1
2
3
4
5