Morgunblaðið - 17.02.2021, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 17.02.2021, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2021 9FRÉTTIR arionbanki.is Einkabankaþjónusta Arion banka Einkabankaþjónusta Arion banka veitir efnameiri einstaklingum og lögaðilum víðtæka fjármálaþjónustu með áherslu á persónuleg tengsl og árangur til langs tíma. Hafðu samband við sérfræðinga okkar á einkabankathjonusta@arionbanki.is eða í síma 444 7410. Náðu lengra – verum samferða Í janúar skaust ég í lítið ferðalag frá bækistöð minni í Mexíkóborg yfir til Flórída. Þótt vistin sé ágæt hjá Mexíkóunum mætti úrvalið af lúxusvíni vera ögn fjölbreyttara svo að við lendingu í Miami setti ég stefnuna beint á áhugaverða vínbúð til að finna mér spennandi kampa- vín. Eins og margir lesendur vita er kollegi minn á viðskiptadeildinni sérlegur kampavínsspekúlant og að fengnum hans ráðleggingum varð fyrir valinu forláta flaska af Charles Heidsieck – Blanc de Blancs. Þegar ég kom að afgreiðsluborðinu hélt ungi maðurinn á kassanum að hér væri komin mikill smekkmaður á heimsins fínustu vín – loksins hafði einhver haft vit á því að velja eina allra bestu flöskuna í búðinni. Það var árið 1851 að franski at- hafnamaðurinn Charles Heidsieck setti sitt eigið maison á laggirnar, aðeins 29 ára gamall. Hann var af víngerðarfólki kominn og skorti greinilega ekki viðskiptavit og hæfi- leika sem sölumaður því snemma hugkvæmdist honum að sækja inn á Bandaríkjamarkað. Vestanhafs sló hann rækilega í gegn enda nærri óplægður akur fyrir kampavíns- framleiðendur. Mætti segja að Heidsieck hafi verið nokkurs konar Elon Musk síns tíma því honum tókst að láta á sér bera í bandarísku samfélagi og í hvert skipti sem hann hann gerði sér ferð yfir hafið voru stórar veislur haldnar honum til heiðurs og skrifað um gestinn í blöðunum. „Champagne Charlie“ var hann kallaður og reyndist mark- aðurinn einstaklega móttækilegur fyrir franska lúxusnum. En svo gerðist það einn daginn að fréttir af borgarastyrjöld í Banda- ríkjunum bárust til Frakklands. Sá Heidsieck sig tilneyddan að fara með fyrsta skipi vestur um haf til að innheimta ógreiddar kröfur. Varð það mikil háskaför sem endaði með því að hann var handsamaður af hermönnum sambandsstjórnarinnar sem fundu á honum viðkvæm skjöl frá franska konsúlnum í Mobile og stungu í steininn fyrir njósnir. Upp úr þessu spruttu harðar deilur á milli Frakka og Bandaríkjamanna svo að Heidsieck var á end- anum sleppt lausum eftir sjö mánaða fangelsisdvöl. Hann hélt heim á leið heilsulítill og auralaus, en tókst að endur- reisa veldi sitt nokkrum árum síðar, þökk sé óvæntri gjöf frá bróður fyrrverandi umboðs- manns hans í New York sem þótti óviðunandi að Heidsieck hefði ekki fengið þá greiðslu sem honum bar. Fyrir kampa- vínsflöskur sem löngu var búið að klára fékk Heidsieck stóra spildu í Colorado, einmitt þar sem borgin Denver var byrjuð að taka á sig mynd, og gat selt á háu verði. Var lífshlaup Heid- siecks svo ævintýra- legt að árið 1989 var gerð um hann alveg hreint afleit frönsk- kanadísk sjónvarps- kvikmynd með 29 ára gamlan Hugh Grant í aðal- hlutverki og má finna hana í heild sinni á YouTube. Huggulegheit á hótelherbergi Sagan ein og sér gerir kampavín Charles Heidsiecks að áhugaverðum drykk en gæðin eru líka framúrskarandi. Þótti fyrir- tækið taka stökk í gæðum fyrir þremur áratugum undir stjórn nýs víngerðarmeist- ara, Daniels Thibaults heit- ins. Blanc de Blancs er ein af sex tegundum sem húsið framleiðir og ágætlega lýsandi fyrir gæðin: hreint Char- donnay og ferskleikinn áber- andi með angan af sítrónu og kóríander og bragð sem býr yfir tónum úr ýmsum áttum, s.s. sítrusávexti og ferskju, með mjúka áferð og gott jafnvægi. Kampavínið frá Char- les Heidsieck var svo sannarlega ánægjuleg uppgötvun og held ég að eftirleiðis muni ég hafa það fyrir reglu í utanlandsferðum að leita uppi vín- búðir með sérlega gott úrval og prufa þar eitthvað alveg spes. Fór afskap- lega vel um mig og eiginmanninn þar sem við hreiðruð- um um okkur uppi á herbergi á hræ- ódýru flugvallar- hóteli með skyndi- bita og kælda kampavínsflösku. Gott ef herbergið breyttist ekki í forsetasvítu rétt á meðan. ai@mbl.is Eðalkampavín með svakalega sögu HIÐ LJÚFA LÍF Charles Heidsieck þótti litríkur og hríf- andi og efri lög bandarísks sam- félags tóku honum opnum örmum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.