Morgunblaðið - 17.02.2021, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2021FRÉTTIR
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Eyþór Bender, forstjóri og með-
stofnandi UNYQ, segir fyrirtækið
brautryðjanda nýrrar tækni við
smíði stoðtækja. Samkvæmt áætl-
unum fyrir-
tækisins muni
markaðssetning
hennar leiða til
mikils tekjuvaxt-
ar á næstu árum.
Markmiðin séu að
öðru leyti trún-
aðarmál.
Nánar tiltekið
hafi UNYQ þróað tækni sem geri
verkstæðum kleift að taka myndir af
stoðtækjum og notendum þeirra
með snjallsíma, eða handtölvu, sem
síðan nýtast til þrívíddarprentunar.
Með því þurfi verkstæðin ekki leng-
ur dýran búnað til að skanna stoð-
tæki og fótleggi en málið varðar
gervifætur. Þá leiði aðferðin til
bættrar framleiðslu og meiri ná-
kvæmni en hingað til hafi stoðtæki
og hulsur að hluta verið handsmíðuð.
Þá spari nýja aðferðin mikinn kostn-
að fyrir dreifingaraðila. Með því að
vörurnar séu sérsniðnar þurfi þeir
ekki lengur að halda lager en vör-
urnar fari beint til viðskiptavina frá
verksmiðju UNYQ. „Það er því eng-
in sóun vegna vara sem daga uppi á
lagerum og þetta er því mjög um-
hverfisvæn leið,“ segir Eyþór.
Prentaðar með þrívíddartækni
Hlutverk dreifingaraðila verði
m.a. að athuga hvort myndir frá
verkstæðunum séu nógu góðar fyrir
framleiðsluferlið en vörurnar eru
prentaðar með þrívíddartækni á
Spáni. Þessu til viðbótar munu
dreifingaraðilar í Bandaríkjunum
taka í notkun nýtt innheimtukerfi
fyrir öll verkstæði sem eru í við-
skiptum við UNYQ í landinu. Þá
munu þau sjá um kynningar og al-
menna þjónustu.
Að sögn Eyþórs hefur þessi dreifi-
leið – og tækni – verið prufukeyrð á
Ítalíu í samstarfi við fyrirtækið Otto
Bock og reynst vel.
UNYQ hefur jafnframt skrifað
undir þróunar- og einkaleyfissamn-
ing við samtök fyrrverandi her-
manna í Bandaríkjunum (VA) sem
greint verður frá opinberlega í dag.
Að sögn Eyþórs rannsökuðu sam-
tökin hvaða hindranir eru helstar í
vegi þess að hermenn sem nota
gervifætur geti lifað eðlilegu lífi.
Þunglyndi ofarlega á listanum
„Áður hefði helst verið nefnt að
þeir geti ekki gengið eða hlaupið. Nú
er það ekki lengur eins mikið mál
þökk sé þróun á stoðtækjum síðustu
20 árin. Það sem er nú efst á listan-
um er aftur á móti sjálfsímynd og
þunglyndi. Það kemur okkur hjá
UNYQ ekki á óvart en við heyrum
þetta á hverjum degi frá notendum
okkar. Vörur UNYQ eru sérsniðnar
að því að gefa notandanum meira
sjálfstraust og val, rétt eins og hver
önnur hönnun eða tískuvara. Það
var mikill heiður fyrir okkur að þessi
merku samtök hermanna leituðu til
okkar til að koma sinni þróun á
framfæri. Fyrstu vörurnar í þessum
flokki, sem verða allar prentaðar
með þrívíddartækni, munu líta dags-
ins ljós á þessu ári,“ segir Eyþór.
Stefna að skráningu
Eyþór segir stefnt að skráningu í
Kauphöllinni í London (LSE).
Fram kom í ViðskiptaMogganum
sumarið 2018 að stefnt væri að
skráningu fyrirtækisins í kauphallir
Nasdaq á Norðurlöndum. Að sögn
Eyþórs var lögð mikil vinna í það
verkefni en UNYQ hefði orðið fyrsta
fyrirtækið í Kísildalnum til að fá
skráningu á Nasdaq Nordic.
„Það var mikið reynt [að skrá fé-
lagið á Nasdaq] og þeir [hjá Nasdaq]
voru mjög bjartsýnir en einhverra
hluta vegna gátu þeir ekki afgreitt
þetta mál tæknilega. Og virðast ekki
búnir að því enn. Þeir þurftu að
koma upp ákveðnu kerfi til að hægt
væri að einkenna í tölvukerfunum að
þetta væru hlutabréf frá Bandaríkj-
unum. En Nasdaq hefur upplýs-
ingaskyldur gagnvart fjárfestum frá
Bandaríkjunum um skráningu
bandarískra hlutabréfa utan Banda-
ríkjanna. Nasdaq gat ekki komið
þessu kerfi á en Kauphöllin í London
er með forskrift um hvernig á að
gera þetta. Ég er nokkuð viss um að
hefði ég verið Mark Zuckerberg
[forstjóri Facebook] og verið að skrá
Facebook hefði þetta gengið hrað-
ar,“ segir Eyþór og hlær við.
Áhuginn enn mikill
„UNYQ er stoðtækjafyrirtæki í
vexti en samt ekki nógu stórt til að
ýta við jafn stóru verkefni sem felur
í sér breytingar á skráningarkerfi
Nasdaq,“ segir Eyþór. Með hliðsjón
af óvissunni í kringum Brexit – út-
göngu Breta úr Evrópusambandinu
– hafi fyrirtækið ekki talið henta að
leita skráningar í London árið 2019.
„Við ákváðum því að bíða og leita
að rétta tækifærinu fyrir skráningu
en svo kom kórónuveirufaraldurinn.
Nú erum við að skoða skráningu í
fyrsta lagi árið 2023,“ segir Eyþór.
Þ.e.a.s. skráningu í London enda
hyggist stjórnendur félagsins ekki
„hengja hatt sinn á Nasdaq“.
Eyþór segir ýmislegt ávinnast
með slíkri skráningu.
„Við erum brautryðjendur í þróun
þrívíddartækni á stoðtækjamarkaði
og við sem tiltölulega lítið fyrirtæki
sjáum vaxtarmöguleika í að fjár-
magna það með skráningu. Í öðru
lagi myndi það nýtast við kaup á öðr-
um fyrirtækjum og annarri tækni
sem gæti stutt við þá sýn en það er
kannski aðalástæðan [fyrir skrán-
ingu]. Svo skapar skráningin út-
gönguleið fyrir ákveðna hluthafa
sem hafa þá greiðari leið til að eiga í
viðskiptum með bréfin,“ segir Eyþór
og rifjar upp fyrri skráningar.
Kynntist ferlinu hjá Össuri
„Þetta er vegferð sem ég kynntist
vel hjá Össuri og hjá öðrum fyrir-
tækjum sem ég hef starfað hjá, ekki
síst Ekso Bionics,“ segir Eyþór sem
hafði starfað um sex ára skeið hjá
Hewlett Packard í Þýskalandi er
hann var ráðinn til að sjá um mark-
aðsmál Össurar árið 1995. Eyþór var
síðar ráðinn yfirmaður Össurar í
Norður-Ameríku. Þaðan lá leiðin til
stoðtækjafyrirtækisins Ekso Bio-
nics í Kísildalnum sem var skráð á
Nasdaq í Bandaríkjunum. Eyþór
stofnaði svo ásamt öðrum UNYQ ár-
ið 2014 um þróun tækni til að þrí-
víddarprenta stoðtæki.
„Við náðum þá samningum við
einstaklinga sem höfðu náð í einka-
leyfi á þessari tækni mjög snemma.
Meðal þeirra voru hönnuðir frá
Apple sem seldu slíka tækni til
stærsta þrívíddartæknifyrirtækis
heims, 3D Systems, og við náðum að
kaupa þetta einkaleyfi af þeim og
móta með meðstofnanda mínum frá
Suður-Spáni, en hann hafði líka
starfað hjá Össuri. Við náðum að
móta þessa hugmynd mjög snemma
og vera á undan öðrum með einka-
leyfið,“ segir Eyþór.
Tölvuvæða ferlið
UNYQ selur nú vörur sem fram-
leiddar eru með þessari tækni til 700
stoðtækjaverkstæða í 30 löndum og
hafa þúsundir notað vörurnar.
Eyþór segir snertilausa tækni
UNYQ hafa sannað gildi sitt í
kórónuveirufaraldrinum.
Í sem stystu máli gerir tæknin
kleift að fjöldaframleiða stoðtæki
sem eru sérsniðin að hverjum not-
anda. Prentunin er gerð í samstarfi
við Hewlett Packard en höfuð-
stöðvar þess félags í þrívíddar-
prentun eru einmitt í Barcelona.
Eyþór segir tæknina auðvelda
stoðtækjaverkstæðum að framleiða
vörur sem áður voru handunnar.
„Nú erum við líka komin í hulsu-
gerð – hulsan fer utan um stúfinn –
en það var gert í höndunum. Þar
liggur okkar samkeppni, hand-
verkið,“ segir Eyþór.
Hagkvæmt að vera í Sevilla
Það hafi reynst UNYQ vel að vera
með miðstöð í Sevilla, á Suður-
Spáni, en þar sé mikið framboð af
vel menntuðu fólki. Laun séu lægri
en í Mið- og Norður-Evrópu og
starfsfólkið traust en atvinnuleysi í
borginni mælist í tugum prósenta.
Þá státi Sevilla af góðum háskól-
um, ekki síst í iðnhönnun.
Loks segir Eyþór félagið hafa sett
mikið fjármagn í þróun hugbúnaðar
fyrir snjallsíma til að hanna stoðtæki
með áðurnefndum ávinningi en hann
sé sá fyrsti sinnar tegundar í heim-
inum. Komin sé fimm ára reynsla af
þeim hugbúnaði sem auðveldi verk-
stæðum og notendum að nálgast
upplýsingar og þróa vöruna.
Eyþór segir fjárfestingu í hug-
búnaði grundvöllinn að því að þessir
samningar náðust um nýja tegund af
dreifileið í Bandaríkjunum.
UNYQ í sókn í Bandaríkjunum
Ljósmynd/UNYQ
Eyþór Bender, forstjóri UNYQ, segir að vegna þróunar í smíði stoðtækja nefni notendur nú aðrar hindranir en áður.
Eyþór Bender
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stoðtækjafyrirtækið UNYQ
hefur gert þróunarsamning
við samtök fv. hermanna í
Bandaríkjunum og hyggst
stórefla sölunetið þar í landi
á næstu mánuðum.