Morgunblaðið - 17.02.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 17.02.2021, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2021FRÉTTIR Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is WV6 Gluggaskafa SC2 hvít Gufuhreinsitæki KONUDAGURINN 21. febrúar EKKI KAUPA GJÖF, GEFÐU ÞRIF Í STAÐINN afsláttur af SC2 og WV6með kóðanum „KONA21“ 20% VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) Mesta lækkun EIK -3,74% 9,77 Mesta hækkun ARION +12,44% 126,50 S&P 500 NASDAQ +0,96% 6.760,78 +0,80% 3.947,75 +3,55% 6.536,xx FTSE 100 NIKKEI 225 17.8.'20 17.8.'2016.2.'21 1.500 2.085,85 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 63,01 +3,06% 30467,75 2.000 1.800 16.2.'21 1.758,13 60 20 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 45,37 VINNUMARKAÐUR Ölgerðin hefur sagt sig úr Samtökum iðnaðarins (SI). Ástæðan þar að baki er óánægja með stefnu samtakanna í ákveðnum málum. Þetta segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerð- arinnar, í samtali við ViðskiptaMogg- ann. „Við höfum skráð okkur úr Sam- tökum iðnaðarins. Mér fannst við ein- faldlega ekki vera að fá þá þjónustu sem við þurfum. Miðað við peningana sem við erum að borga þarna inn er of lítil áhersla á þeim málum sem við þurfum aðstoð við,“ segir Andri. Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri SI, kvaðst ekki vilja tjá sig um afskráningar einstaka fyrir- tækja. „Ég get ekki tjáð mig um hverjir eru félagsmenn og hverjir ekki. Við erum með svona 1.400 fé- lagsmenn og það er alltaf einhver hreyfing á þeim lista,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Eggert Fyrirtækið er ekki ánægt með stefnu SI í ákveðnum málum. Ölgerðin hefur sagt sig úr SI Söluverð á sérbýli á höfuðborgar-svæðinu hækkaði úr að meðaltali 399 þúsund krónum í janúar 2020 í 445 þúsund krónur í desember síðast- liðnum. Það er tæplega 12% hækkun á tímabilinu. Þetta má lesa úr tölum Fast- eignaskrár hjá Þjóðskrá Íslands. Þróun á sölu- verði sérbýlis á tímabilinu er hér sýnd á grafi. Leitað var upp- lýsinga um sér- býli sem er 40- 400 fermetrar og byggt á árunum 1920-2020. Eins og sjá má hækkaði verðið á vaxtarskeiðinu 2016-2018 og svo enn frekar í fyrra þegar vextir íbúðalána voru í sögulegu lágmarki. Að meðaltali 85,8 milljónir Meðaltalið byggist á 1.102 kaup- samningum og eru eignirnar að meðaltali 204 fermetrar. Fermetra- Stígandi í söluverði sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Formaður Félags fast- eignasala segir lægri vexti og framboð nýrra íbúða fyrir eldri kaupendur eiga þátt í verðhækkunum. Meðalverð í jan. 2010 til des. 2020, þús. kr./m2 Fermetraverð í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu* 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Heimild: Þjóðskrá *Byggt á 1.102 kaupsamningum. Byggingarár: 1920-2020. Stærð: 40-400 m2 445 216 450 400 350 300 250 200 Kjartan Hallgeirsson verðið var að meðaltali 421 þúsund og kaupverðið að meðaltali 85,8 milljónir á áðurnefndu tímabili. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir mikla spurn eftir sérbýli á markaðnum. Sú þróun eigi við allan markaðinn og sé ekki bundin við hverfi. „Eftir að Seðlabankinn fór að lækka vexti síðastliðið vor hafa menn leyft sér að vera brattari. Þá hefur verið þokkalegt framboð af íbúðum fyrir fólk sem er að selja sér- býli,“ segir Kjartan. Annar taktur og lægri vextir Í venjulegu árferði hækki ódýr- ustu eignirnar fyrst í verði en sér- býlið síðast. Nú sé takturinn annar. „Það gerðist ekki núna. Vaxta- lækkunin styrkti stöðu millistétt- arinnar en það skiptir líka máli að kaupmáttur er góður hjá stórum hluta þjóðarinnar, þrátt fyrir erfið- leika hjá mörgum. Fyrir vikið er stór hluti af fasteignakeðjunni að virka ágætlega,“ segir Kjartan og vísar til ólíkra verðþrepa. „Það er áhyggjuefni hversu hratt hefur gengið á framboð nýrra íbúða. Það er búið að selja stóran hluta af nýbyggingum. Það ætla margir að byggja. Það vantar ekkert upp á það. En það tekur tvö ár að byggja og þangað til myndast fyrirsjáanlegt bil milli framboðs og eftirspurnar á markaðnum,“ segir Kjartan. VEITINGAGEIRINN „Að við séum ekki að svara þeim sem til okkar leita er bara alrangt. Ég varð alveg ótrúlega hissa eftir að hafa lesið þetta viðtal,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Vísar hann í máli sínu til um- fjöllunar Morgunblaðsins í gær þar sem fjallað var um meintar hótanir lögreglumanna í garð rekstraraðila veitingahúsa í miðborginni. Rætt var við Erlend Þór Gunnarsson, lög- mann fjölda rekstraraðila í miðborg- inni, sem sagði lögregluna fara fram með ógnunum og hótunum. Ásgeir segir þetta ekki vera rétt. „Við könnumst ekki við það sem lögmaðurinn heldur fram. Hann virðist túlka leiðbeiningarskylduna sem hótanir. Það er í raun þetta meðalhóf sem hann er að biðja um. Lögreglumenn hafa komið á staði og látið rekstraraðila vita hvaða reglur eru í gildi og hvað tekur við ef menn fara ekki eftir því,“ segir Ásgeir. Erlendur vísaði enn fremur í regl- ur þar sem fram kemur að staðir megi vera með opið til klukkan 22. Í framhaldi af því hafi gestir klukku- stund til að klára drykki og veit- ingar. Lögreglan sé því ekki að fara að lögum þegar hún heldur því fram að allir staðir verði að vera tómir klukkan 22. Aðspurður segir Ásgeir lögregluna ekki túlka lögin. Eftir- litsaðilar fái skýr tilmæli frá stjórn- völdum og heilbrigðisráðuneytinu. „Við erum ekki að túlka þetta heldur er þetta túlkun heilbrigðisráðuneyt- isins. Í henni felst að veitingastaðir eigi að vera tómir klukkan 22 og enginn nýr gestur eigi að koma inn eftir klukkan 21. Við erum bara að framfylgja því sem við eigum að gera.“ aronthordur@mbl.is Lögreglan vísar ásökunum á bug Morgunblaðið/Eggert Veitingastaðir mega lengst vera opnir til klukkan 22 á kvöldin. Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali hjá fasteigna- sölunni Borg, segir skort á íbúðarhúsnæði. Dæmi um það sé opið hús í Hafnarfirði um daginn. Þá hafi milli 140 og 150 manns komið að skoða ein- býlishús en söluverðið var 8% yfir ásettu verði. „Ég hef aldrei fengið svo marga í opið hús. Það voru aðeins þrjú einbýlishús til sölu í Hafnarfirði í janúar. Það er einfaldlega skortur. Svo kemur þarna fjórða húsið til sölu á góðum stað í grónu hverfi, gamalt hús með fjórum svefnherbergjum. Við töldum ásett verð skynsamlegt en niðurstaðan varð þessi. Ég hef aldrei upplifað svona. Klukkutíma eftir að auglýsingin birtist var komin um- ferð í götuna,“ segir Davíð. Annað dæmi sé að 80-90 manns hafi skoðað blokkaríbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi í Reykjavík og var söluverðið einnig yfir ásettu verði. Þá sé orðið algengt að foreldrar taki peninga úr banka og setji í íbúðir með börnum sínum. 140-150 komu í opið hús Davíð Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.