Morgunblaðið - 17.02.2021, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2021FRÉTTIR
Mikið afskaplega varð ég fyrir mikl-
um vonbrigðum þegar ég heimsótti
Kúbu. Um það bil fimmtán ár eru lið-
in síðan ég staldraði þar við í nokkra
daga á leið minni til Suður-Ameríku
en á þeim tíma hafði sannkallað
Kúbu-æði gripið Íslendinga.
Kvikmyndir eins og Fresa y
chocolate og Lista de espera höfðu
dregið upp hrífandi mynd af landinu
og fólkinu sem þar býr og enginn
friður var fyrir tónlist Buena Vista
Social Club á íslenskum útvarps-
stöðvum. Ferðaskrifstofurnar buðu
upp á vinsælar hópferðir til Kúbu og
lukkulegir íslenskir vinstrimenn
vöndu komur sínar þangað á meðan
harðstjórinn Fidel Castró hélt áfram
að níðast á samlöndum sínum og
lúskra á hverjum þeim sem vogaði
sér að efast um ágæti kommúnista-
stjórnarinnar. Um nokkurra ára
skeið var það sérstakt sport hjá ís-
lensku tónlistarfólki að taka upp
plötur á Kúbu.
Á þessum tíma var ég ekki orðinn
jafn forhertur frjálshyggjumaður og
ég er í dag og hlakkaði til að upplifa
þann sjarmerandi og krúttlega
kommúnisma sem ég hélt að biði
mín. Ég ímyndaði mér að ég væri að
koma til lands þar sem fólkið er svo
lífsglatt og jákvætt að það sætti sig
við það með bros á vör að standa í
margra klukkustunda biðröð eftir
helstu nauðþurftum. Hver þarf ann-
ars að vera ríkur þegar hægt er að
dansa salsa á ströndinni við sólarlag
í faðminum á kúbverskum drauma-
prinsi?
Vændi á útsöluverði
Aldrei hef ég upplifað jafn aumt og
dapurlegt samfélag. Það sló mig hvað
búðirnar í Havana voru tómlegar og
skorturinn algjör. Vitleysingurinn ég
rölti inn á fínt hótel og pantaði nauta-
steik en fékk tvær örþunnar ræmur
af kjöti – meira var ekki í boði.
Eitt kvöldið rölti ég eftir strand-
lengjunni frægu Malecon með Co-
hiba-vindil í munnvikinu, í leit að kúb-
verska sjarmanum sem ég hafði séð í
bíómyndunum. Það eina sem ég gat
fundið voru hús í niðurníðslu og lang-
ar raðir af ungum stúlkum sem vildu
selja sig hæstbjóðanda og kölluðu
„kiss-kiss“ á eftir mér. Seinna átti ég
eftir að komast að því að Kúba er í
uppáhaldi hjá kaupendum vændis því
hvergi í þessum heimshluta þarf að
borga minna fyrir blíðuna.
Ég hrökklaðist upp á hótelher-
bergi, grænn í framan og flökurt eftir
of stóran skammt af nikótíni úr vindl-
inum, og uppgötvaði þá mér til skelf-
ingar að í sturtunni var bara hægt að
skrúfa frá kalda vatninu.
Mikið var ég feginn að yfirgefa
þessa guðsvoluðu eyju.
Tvö pör af strigaskóm
Eisenhower og Kennedy gerðu al-
varleg mistök þegar þeir lögðu við-
skiptabann á Kúbu. Bæði varð það til
þess að ýta eyríkinu í faðminn á
Sovétríkjunum en um leið gat Fídel
kennt Bandaríkjunum um þegar hans
eigin efnahagsverkefni mislukkuðust
trekk í trekk. Enn þann dag í dag
dettur vinstrimönnum í hug að kenna
Bandaríkjunum um eymdina á Kúbu,
og það þrátt fyrir að Kúbverjum sé
frjálst að eiga í viðskiptum við allar
aðrar þjóðir í heiminum. Er ekkert
sem bannar að fylla hillurnar í Ha-
vana af steikum frá Argentínu, ostum
frá Sviss, súkkulaði frá Belgíu og raf-
tækjum frá Japan. En miðstýring og
ríkisafskipti hafa kæft alla verðmæta-
sköpun svo að Kúbverjar hafa sama
sem ekkert til að borga með.
Meira að segja tölur kommúnist-
anna sjálfra sýna að fátæktin á Kúbu
er ekki Bandaríkjunum að kenna. Ár-
ið 2018 áætluðu kúbversk stjórnvöld
að viðskiptabannið hefði valdið land-
inu um 130 milljarða dala efnahags-
tjóni en dreift yfir 60 ára tímabil gerir
það varla nema í kringum 200 dali á
mann ár hvert. Þarf mikinn vitleysing
til að trúa því að efnahagstjón sem
jafngildir tveimur pörum af striga-
skóm á hvern landsmann árlega skýri
af hverju landsframleiðsla á mann á
Kúbu er innan við einn fjórði af því
sem hún er á Bahamaeyjum rétt fyrir
norðan. Og þó að fátæktin sé mikil í
mörgum löndum í og við Karíbahafið
þá er hvergi annars staðar annar eins
vöruskortur.
Kommúnistunum tókst meira að
segja að skemma vindlaframleiðsl-
una. Sú var tíð að kúbverskir vindlar
þóttu bera af en með þátttöku ríkisins
í greininni tóku gæðin að dala svo að
á lista tímaritsins Cigar Aficionado
yfir 25 bestu vindla síðasta árs var að-
eins að finna fimm frá Kúbu. Hin sæt-
in á listanum fylla vindlar framleiddir
af röskum athafnamönnum í Hond-
úras, Mexíkó, Dómíníska lýðveldinu
og víðar sem drifnir eru áfram af
hagnaðarvon og brennandi ein-
staklingshyggju frekar en jafnaðar-
hugsjón. Cohiba má muna sinn fífil
fegri.
Ekki nóg með það heldur benda
rannsóknir til að Kúba kunni að lúra
á risastórum olíulindum og ekki
ósennilegt að undan ströndum eyj-
unnar sé álíka mikið af olíu á hvern
íbúa og í Noregi. Allt sem nokkuð
land gæti hugsað sér hefur Kúba
fengið í vöggugjöf: fiskimið, dýrmæta
málma og olíu í jörðu, fyrirtaks rækt-
arland og hvítar strendur til að laða
til sín ferðamenn. Samt tókst komm-
únistunum að eyðileggja landið og
enn klambra flóttamenn saman flek-
um og vona að vindurinn beri þá að
ströndum Flórída.
Stór skref en langt í mark
Nú má loksins greina merki um
framfarir á Kúbu fimm árum eftir að
Fídel geispaði golunni. Ferðamenn-
irnir hurfu í kórónuveirufaraldr-
inum og versnaði efnahagsástandið
svo mikið að stjórnvöld sáu sig knúin
til að beita smá skynsemi. Í desem-
ber var ráðist í róttæka og löngu
tímabæra breytingu á tvöföldu
gjaldmiðlakerfi landsins og er núna
aðeins einn pesói í notkun á gengi
sem endurspeglar hvernig ástand
hagkerfisins er í raun. Þá var fyrr í
þessum mánuði tilkynnt að einka-
rekstur yrði leyfður á ný í flestum
atvinnugreinum. Fá eyjarskeggjar
að stunda sjálfstæðan atvinnurekst-
ur í u.þ.b. 2.000 starfsgreinum en
ríkið heldur 124 greinum út af fyrir
sig. Áður hafði verið leyft að stunda
einkarekstur í 127 greinum, einkum
tengdum þjónustu við ferðamenn,
og er einmitt frægt hvernig há-
menntaðir læknar gátu haft í sig og
á með því að keyra leigubíl eða þjóna
til borðs á hóteli á milli vakta á
skurðstofunni.
Vonandi eru umbæturnar rétt að
byrja en þrátt fyrir þessi tvö risa-
stóru skref í rétta átt er atvinnulíf
Kúbu áfram fjötrað í viðjar ríkisaf-
skipta með alls konar kvöðum á inn-
og útflutningi og hvers kyns sam-
vinnu við erlenda aðila. Er þess
skemmst að minnast þegar ákveðið
var að liðka fyrir starfsemi erlendra
hótelkeðja á eyjunni en svigrúmið
var ekki meira en svo að ríkið þurfti
að vera meðeigandi og fá að ráða
kaupi og kjörum starfsfólksins svo
að hótelstjórunum reynist enn ill-
mögulegt að losa sig við dónalega
vikapilta eða latar hebergisþernur.
Verður gaman að sjá hvað gerist
næst. Kannski opnast flóðgáttirnar
og kommúnismanum verður komið
beint á safn þar sem hann á heima.
Ég mæti þá manna fyrstur í veisluna
á ströndinni.
Glittir í land tækifæranna
Ásgeir Ingvarsson
skrifar frá Mexíkóborg
ai@mbl.is
Stjórnvöld á Kúbu hafa á
undanförnum vikum
brugðist við alvarlegri
kreppu með því að taka
tvö risaskref í átt að auknu
viðskiptafrelsi. Hver veit
nema umbæturnar séu rétt
að byrja.
AFP
Tóbaksbóndi að störfum. Djúp kreppa hefur neytt stjórnvöld á Kúbu til að grípa til að auka frelsið í atvinnulífinu.
NÝ ÞJÓNUSTA
FYRIR ÁSKRIFENDUR
HLJÓÐMOGGI FYRIR
FÓLK Á FERÐ