Morgunblaðið - 17.02.2021, Qupperneq 7
Rúnar Árnason segir að velta Megna
árið 2020 hafi verið svipuð og árið á
undan. Félagið sé búið að fimmfalda
veltuna á síðustu sjö árum.
okkar erlendis. Það sparar mikið kostnað við
uppsetningu hjá verktökum.“
Uppfylla kröfur Svansvottunar
Spurður um frekari séríslenskar kröfur í
húsbyggingum sem Megna tekur þátt í að upp-
fylla, nefnir Rúnar kröfur er snúa að gæðum og
umhverfismálum. „Verktakar þurfa í auknum
mæli að nota vörur sem uppfylla kröfur Svans-
vottunar. Til dæmis er IKEA-blokkin í Urr-
iðaholti með glugga frá okkur sem uppfylla þær
kröfur.“
Aðrar kröfur sem hægt er að líta á sem sér-
íslenskar eru áðurnefndar vindálagskröfur sem
eru þær mestu í Evrópu og einnig hljóðvistar-
kröfur, sem aukast í sífellu að sögn Rúnars.
„Þétting byggðar, þar sem byggt er nálægt
stofnbrautum, þýðir að huga þarf að hljóðvist-
inni, en það hækkar auðvitað líka byggingar-
kostnaðinn. Það er áskorun að bjóða ódýrari
lausnir á því sviði. Verkefni okkar verða flókn-
ari og verkfræðilegri með hverju árinu. Það
sést best á því að hér þurfum við að hafa sér-
fræðimenntað fólk í vinnu, tæknifræðinga,
byggingafræðinga, iðnfræðinga og húsasmiði.
Gluggi er ekki lengur bara gluggi.“
Er þetta skemmtilegur bransi?
„Geirinn er í stöðugri þróun. Nýsköpunin og
vöruþróunin er daglegt viðfangsefni. Það er
mikið líf og fjör. Það er ótrúlega margt sem
þarf að huga að. Ein ástæða þess er sú stað-
reynd að hér er stöðlun miklu minni en í ná-
grannalöndunum. Ekkert hús er eins. Það
mætti lækka byggingarkostnað töluvert með
meiri stöðlun. Það er vissulega skemmtilegt að
vera meðframleiðandi í miklu og nánu sam-
starfi við erlenda framleiðendur.“
Stjórnvöld þurfa að ganga í takt
Rúnar gagnrýnir stjórnvöld í landinu og vill
að þau gangi í takt og búi sér til heildarstefnu í
íbúðamálum „ekki seinna en í gær“ eins og
Rúnar orðar það. „Það er alltaf verið að tala um
ódýrar íbúðir, en minna talað um að lækka
þurfi byggingarkostnaðinn og aldrei talað um
kröfurnar sem settar eru á byggingarverktak-
ana. Það er ætlast til að þeir byggi ódýrar íbúð-
ir, en svo fá þeir kannski útlutað lóð með 4.000
fermetra byggingarmagni en 40 íbúða há-
marksfjölda. Það stuðlar ekki að fleiri ódýrari
íbúðum.“
Spurður um áhrif kórónuveirufaraldursins á
reksturinn segir Rúnar að mikið hafi selst af
gleri vegna endurnýjunar á gluggum síðasta
sumar, enda hafi einstaklingar farið á fullt í
margvíslega viðhaldsvinnu. „Það kom hins veg-
ar aðeins hikst í nýbyggingaráform á síðasta
ári.“
Velta Megna árið 2020 var svipuð og árið á
undan að sögn Rúnars. „Við erum búnir að
fimmfalda veltuna á síðustu sjö árum.“
Rúnar kveðst bjartsýnn á framtíðina eftir að
hafa aukið fókusinn á kjarnastarfsemina. „Við
erum virkilega spennt fyrir því sem koma skal
og hlökkum til að þróa vörurnar okkar áfram
og þjónusta verktakageirann enn betur. Áskor-
unin er að vera með bestu vöruna á besta verð-
inu hjá Megna ehf. byggingarlausnum.“
Morgunblaðið/Eggert
gera þarf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2021 7VIÐTAL