Morgunblaðið - 01.03.2021, Side 11
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt
athafnasvæði Björgunar ehf. í Álfs-
nesvík á Álfsnesi. Standa vonir til að
svæðið verði tilbúið til notkunar um
næstu áramót, að sögn Eysteins
Dofrasonar, verkefnastjóra fyrir-
tækisins.
Borgarráð samþykkti á fundi sín-
um 16. maí 2019 að veita Björgun vil-
yrði fyrir lóð við Álfsnesvík fyrir at-
vinnuhúsnæði með fyrirvara um
gildistöku deiliskipulags. Í
umhverfismati skipulagstillagnanna
kom fram sú niðurstaða að Álfs-
nesvík sé ákjósanlegasti staðarvals-
kostur fyrir þessa starfsemi.
Björgun hafði um áratuga skeið
haft aðstöðu að Sævarhöfða við
Elliðaárvog. Starsemin þurfti að
víkja vegna stækkunar Bryggju-
hverfis. Fyrstu húsin eru nú að rísa
á lóðinni.
Eiginlegri starfsemi var hætt
þarna í maí 2019 en Björgun nýtti
verkstæðis- og skrifstofubyggingar
til loka október í fyrra.
Hin nýja lóð á Álfsnesi er 3,4 hekt-
arar að stærð með byggingarrétti
fyrir allt að 1.200 fermetra húsnæði.
Við það bætist síðan 4,1 hektara
landfylling sem Björgun mun sjá um
að gera og bera kostnað af.
Því er skilgreind 7,5 hektara lóð
fyrir alla almenna starfsemi Björg-
unar á Álfsnesi. Um er að ræða efn-
isvinnslusvæði með viðlegukanti,
þar sem dæluskip Björgunar geta
landað efni sem dælt er upp af hafs-
botni.
Björgun ehf. var stofnað 11. febr-
úar 1952. Reksturinn snerist í upp-
hafi um björgun strandaðra skipa og
er nafn félagsins þannig til komið,
segir í samantekt á heimasíðu
Björgunar. Fyrsta verkefni Björg-
unar var að vinna að niðurrifi flutn-
ingaskipsins Clam sem strandað
hafði á Reykjanestá.
Síðar var aðalverkefni félagsins að
dæla möl og sandi af sjávarbotni og
vinna það áfram til bygginga-
starfsemi.
Framkvæmdir hafnar í Álfsnesvík
Björgun vonar að
starfsemi geti hafist
um næstu áramót
Ljósmynd/Guðmundur Árnason
Upphaf framkvæmda Jarðvinna er hafin á svæði Björgunar á Álfsnesi. Þarna verður efni af hafsbotni unnið og geymt. Einnig viðlegukantur fyrir skip.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
Missið ekki af áhugaverðum þætti um nýtt
fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík sem tekið var í
notkun á síðasta ári. Rætt er við framkvæmdastjóra
landvinnslu Samherja og famleiðslustjóra á Dalvík.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
• Nýveiddurþorskurerunninn ferskur tilútflutningsáaðeins15mín
• Hátækniogsjálfvirkniáheimsmælikvarðaviðvinnslu, frystinguogpökkun
• Fullkominaðbúnaðurstarfsfólksogþægilegravinnuumhverfi
• Fullnýtingaflanssemkemurað landi
í þættinum Atvinnulífið sem
er á dagskrá Hringbrautar
kl. 20.00 í kvöld
Heimsókn í nýtt fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík
Fiskvinnsla á heimsmælikvarða