Morgunblaðið - 01.03.2021, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-,�rKu KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
högg að sækja á meðan þau fyrirtæki
sem vinna með margar tegundir,
fjölbreytt vöruframboð og mörg ólík
markaðssvæði hafa aftur á móti sýnt
mestu aðlögunarhæfnina.“
Birgir segir áhugavert að skoða
möguleika og áskoranir íslensks
sjávarútvegs í þessu ljósi og ekki
ósennilegt að margir í greininni sjái
kosti í samrunum við önnur fyrirtæki
– innlend eða erlend – til að renna
fjölbreyttari stoðum undir rekstur-
inn. „Ég tel að íslenskur sjávarút-
vegur búi yfir mjög dýrmætri þekk-
ingu og reynslu á ýmsum sviðum
sem vert er að nýta í öðrum löndum.
Gæti framlag Íslands í sjávarútvegi
annarra þjóða verið svipað því sem
þátttaka Norðmanna hefur þýtt fyrir
þróun laxeldis á Íslandi en þekkt er
hvernig kunátta þeirra og reynsla
varð til þess að íslenskt laxeldi hefur
farið á flug,“ útskýrir Birgir og nefn-
ir tækni, nýsköpun og fjármögnun
sem dæmi um svið þar sem íslensk
fyrirtæki standa mjög vel að vígi.
Talið berst yfir í hvort fyrirtæki í
útrásar- og samrunahugleiðingum
gætu rekið sig á hindranir og nefnir
Birgir að íslensk lög takmarki fjár-
festingu erlendra aðila í íslenskum
fiskveiðifyrirtækjum. „Víða eru sér-
stakar reglur um eignarhald er-
lendra aðila í sjávarútvegi og er t.d.
miðað við 25% í Bandaríkjunum en
49% í Kanada. Það gæti verið vert að
athuga hvort það væri greininni til
framdráttar að rýmka reglurnar um-
fram það sem nú er til að stuðla að
auknum vexti og verðmætasköpun.
Aukin erlend fjárfesting gæti t.d.
opnað ný markaðssvæði fyrir ís-
lenskar afurðir og hugsanlega leitt
til þess að gæði og verðmæti útflutn-
ings myndi aukast til hagsbóta fyrir
land og þjóð.“
Sóknarfæri fyrir bankana
Birgir er einnig þeirrar skoðunar
að íslenskir bankar og fjármálafyr-
irtæki ættu að vera framsæknari í
að nýta sér sérþekkingu Íslands við
fjármögnun í alþjóðlegum sjávarút-
vegi. Hann segir að það hafi komið í
ljós eftir bankahrunið fyrir röskum
áratug að af lánabókum gömlu
bankanna voru endurheimturnar
hvað bestar af lánum til sjávarút-
vegsfyrirtækja þar sem rekstur fyr-
irtækjanna var góður og gæði und-
irliggjandi veða há. „Á
undanförnum árum hafa stórir al-
þjóðlegir bankar og stofnanafjár-
festar, eins og framtakssjóðir og líf-
eyrissjóðir, sýnt alþjóðlegum
sjávarútvegi meiri áhuga en áður.
Við finnum fyrir því í okkar störfum
að það er töluverð eftirspurn frá er-
lendum sjávarútvegsfyrirtækjum
eftir fjármagni sem fylgir þekkingu
á greininni. Ef íslensku bankarnir
nýta sér ekki sína sérþekkingu á
þessu sviði þá munu alþjóðlegir
bankar og stofnanafjárfestar sinna
þessari eftirspurn.“
Faraldurinn sýndi
mikilvægi fjölþættingar
AFP
Róður Skoskir sjómenn að störfum. Birgir segir íslenskan sjávarútveg búa yfir þekkingu sem gæti reynst erlendum
fyrirtækjum mjög dýrmæt. Ýmis tækifæri eru fólgin í yfirtökum og samrunum jafnt innan sem utan Íslands.
Sérfræðingur segir vert að skoða yfirtöku- og samrunatækifæri erlendis og að
nýta megi betur dýrmæta sérþekkingu íslenskra fjármálafyrirtækja á sjávarútvegi
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Viðburðaríkt ár er að baki hjá fjár-
festingabankanum Antarctica Advis-
ors suður á Miami. Bankinn sérhæfir
sig í samrunum og yfirtökum í al-
þjóðlegum sjávarútvegi og var stofn-
aður árið 2013 af hópi manna sem áð-
ur störfuðu hjá Íslandsbanka í New
York. Í dag eru starfsmenn Antarc-
tica tíu talsins til viðbótar við sér-
staka tengiliði í
Argentínu, Perú,
Síle, Hong Kong
og Japan.
Á síðasta ári
var bankinn m.a.
ráðgjafi risafyrir-
tækisins Clear-
water Seafood í
Kanada við af-
skráningu af
hluta-
bréfamarkaði og
sölu til fagfjárfestasjóðs. Einnig sá
Antarctica um sölu Peter Pan Sea-
foods í Alaska sem var í eigu jap-
anska félagsins Maruha Nichiro,
stærsta sjávarútvegsfyrirtækis
heims. Hafði Antarctica milligöngu
um viðskipti fyrir meira en 130 millj-
arða króna á liðnu ári.
Þeim fjölhæfu
hefur vegnað best
Birgir Brynjólfsson er meðeigandi
og einn af stofnendum Antarctica og
segir síðasta ár hafa sýnt vel hvað
sjávarútvegurinn er þrautseig at-
vinnugrein. „Vissulega urðu raskan-
ir í virðiskeðjunni og eðlilega mikill
samdráttur í neyslu á sjávarfangi á
veitingastöðum vegna faraldursins
en neyslan færðist í staðinn inn á
heimilin og ágætisvöxtur hjá þeim
sem náðu að aðlagast fljótt og beina
sínu vöruframboði inn á smásölu-
markaði,“ segir hann. „Stærsta lexí-
an sem greinin hefur lært í faraldr-
inum er mikilvægi fjölþættingar (e.
diversification) á kostnað sérhæfing-
ar. Þau fyrirtæki sem hafa sérhæft
sig í tiltekinni fisktegund eða tiltekn-
um kimum markaðarins, eins og
veitingahúsamarkaði, hafa átt undir
Birgir
Brynjólfsson
1. mars 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.16
Sterlingspund 175.64
Kanadadalur 99.73
Dönsk króna 20.562
Norsk króna 14.699
Sænsk króna 15.079
Svissn. franki 139.17
Japanskt jen 1.1868
SDR 181.68
Evra 152.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.689
Hrávöruverð
Gull 1765.1 ($/únsa)
Ál 2223.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.89 ($/fatið) Brent
● Nýjustu tölur úr rekstri gistimiðl-
unarinnar Airbnb benda til að ferða-
langar séu komnir aftur á kreik. Sam-
drátturinn það sem af er þessu ári,
miðað við sama tímabil í fyrra, er minni
en samdrátturinn á síðast ársfjórðungi
2020.
Tekjur Airbnb drógust saman um
30% á síðasta ári og var félagið rekið
með 4,6 milljarða dala tapi. Þar af töp-
uðust 3,9 milljarðar á síðasta ársfjórð-
ungi þegar félagið þurfti að standa
straum af kostnaði vegna skráningar á
hlutabréfamarkað.
Í umfjöllun BBC kemur fram að
Airbnb lét framkvæma skoðanakönnun
á Bandaríkjamarkaði og reyndist meira
en helmingur svarenda ýmist þegar
hafa bókað ferðalag á þessu ári eða
sagðist ætla að nota árið til að ferðast.
Stjórnendur Airbnb reikna með því
að þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur
muni breyttar þarfir ferðalanga falla vel
að vöruframboði fyrirtækisins. Þannig
muni margir nýta þann sveigjanleika
sem fylgir fjarvinnu til að fara oftar í
styttri ferðir og jafnvel dveljast fjarri
heimili sínu svo vikum eða mánuðum
skiptir.
Væntir Airbnb þess að fólk taki að
ferðast á ný í takt við framvindu bólu-
setninga við kórónuveiru og að farald-
ursárið hafi búið til mikla uppsafnaða
eftirspurn á meðal ferðalanga. Ætti
markaðurinn vonandi að glæðast strax í
sumar. ai@mbl.is
Airbnb væntir viðsnún-
ings með hækkandi sól
Útþrá Margir geta ekki beðið eftir
að ferðast um heiminn að nýju.
Morgunblaðið/Ómar
STUTT
Verð rafmyntarinnar bitcoin hefur
verið á niðurleið undanfarna viku og
var komið niður í 43.720 dali síðdegis
á sunnudag. Hæst fór verð bitcoin
upp í u.þ.b. 58.300 dali sunnudaginn
21. febrúar og nemur vikulækkunin
því liðlega 25%. Vantar þó mikið upp
á að öll hækkun þessa árs gangi til
baka en rafmyntin kostaði rösklega
29.000 dali í ársbyrjun og um 10.000
dali áður en yfirstandandi hækkunar-
hrina hófst í október síðastliðnum.
Styrking bitcoin undanfarna mán-
uði hefur m.a. beint kastljósinu að því
mikla magni raforku sem bitcoin-hag-
kerfið þarf á að halda. Bálkakeðjan,
þ.e. hugbúnaðurinn sem skráir bitco-
in-færslur og -eignarhald, kallar á
mikla reiknigetu. Gagnaver um allan
heim keppast við að halda utan um
færslurnar og fá bitcoin-einingar að
launum ef þeim tekst að klára út-
reikningana á undan öðrum.
BBC fjallaði um orkuþörf bitcoin
um helgina og vitnar í rannsóknir
sem áætla að bitcoin þurfi í dag um
111,7 teravattstundir af rafmagni ár-
lega sem er ögn meira en öll orkuþörf
Hollands árið 2019. Ekki nóg með það
heldur er áætlað að um tveir þriðju
hlutar af þeirri raforku sem bitcoin-
kerfið notar séu framleiddir með
bruna jarðefnaeldsneyta. Til að auka
enn frekar á vandann eru undirstöður
bitcoin hannaðar þannig að eftir því
sem fleiri keppast um að halda utan
um færslunar í bálkakeðjunni, því
flóknari verða útreikningarnir og því
meiri þörf fyrir reiknigetu.
Vitnar BBC í sérfræðing sem
bendir á að megnið af þeim útreikn-
ingum sem eiga sér stað vegna bitcoin
séu í reynd ekki að gera neitt gagn.
Þá sé kerfið það flókið að ef bitcoin
ætti að þjóna hlutverki forðagjald-
miðils fyrir allan heiminn myndi
bálkakeðjan þurfa tvöfalt meira raf-
magn en allar þjóðir heims framleiða í
dag. ai@mbl.is
Áfram veikist bitcoin
Gagnrýnendur benda á mikla raforkuþörf bálkakeðjunnar
AFP
Teravött Bitcoin hefur bæði kosti
og galla sem greiðslumiðill.