Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Grunn-atvinnu-grein þjóð- arinnar hefur löngum mátt sæta árásum sem erfitt er að skilja, en birtist í því að ákveðnir stjórnmálamenn og jafnvel heilu flokkarnir gera út á það að skapa öfund og óánægju í garð þessarar grein- ar. Slíkt lýðskrum heyrist oft nú um stundir, en er ekki nýtt af nálinni. Í grein sem Bjarni Benediktsson, lagaprófessor og síðar borgarstjóri og for- sætisráðherra, ritaði í Morgun- blaðið sumarið 1940 ræddi hann málefni útvegsins, sem þá mátti þola árásir vinstri manna sem máttu ekki á milli sjá hvort útgerðarmenn væru hættu- legri þegar útvegurinn væri skuldum vafinn, eins og hann hafði verið, eða þegar vel gengi. Tilefni skrifa Bjarna voru lög um skattfríðindi togara- útgerðarinnar sem sett höfðu verið tveimur árum fyrr til að bregðast við miklum og ára- löngum taprekstri og fyrir- sjáanlegri stöðvun útgerðar. Horft hafði verið til laga sem ívilnuðu iðnaði, en það hefur gjarnan verið svo að auðveld- ara hefur verið að ná samstöðu um stuðning við aðrar greinar en sjávarútveginn og í seinni tíð hefur til að mynda verið lagður sérstakur skattur á þá grein á meðan ýmsar aðrar njóta skattfríðinda og endur- greiðslna. Og nú þegar tekist hefur að koma þessum sér- staka skatti á útveginn hér, þó að hann starfi í samkeppni við niðurgreiddan sjávarútveg annarra landa, þá telja ýmsir helsta vandann þann að sér- staki skatturinn sé ekki nægi- lega hár. Bjarni Benediktsson nálg- aðist þessi mál á mun upp- byggilegri hátt en benti líka í grein sinni á þá merkilegu þýð- ingu sem sjávarútvegurinn hafði haft fyrir þjóðina. Þar skrifaði hann af þekkingu sem prófessor í lögum sem hafði góða yfirsýn yfir þróun mála hér á landi. Hann skrifaði: „Staðreynd er, að togaraútgerð er áhættusamasti atvinnuveg- ur Íslendinga. Fyrslu tvo ára- tugina, sem hún var rekin hjer, skapaði hún gróða, er varð undirstaða meiri framfara í landinu en áður höfðu þekst og gerði stjórnskipulegt sjálf- stæði þess mögulegt. – Síðasta áratuginn hafa töpin verið gífurleg með þeim afleiðingum, sem öllum eru kunnar. Til lengdar fæst enginn til að leggja fje í slíkan atvinnurekst- ur, ef eigi má verja arði, þegar hann loks kemur, til að tryggja og endur- nýja útgerðina sjálfa, heldur á hann allur jafn- óðum að verða eyðslueyrir opinberra sjóða.“ Þessi varnaðarorð eiga jafn vel við nú og þá þó að tímarnir séu breyttir og aðstæður um margt aðrar sem augljóst er. Grunnforsendur rekstrarins hafa þó ekki breyst og áhættan er enn fyrir hendi. Aflabrestur er enn til staðar og einstakar tegundir geta brugðist með al- varlegum afleiðingum og nægir að nefna loðnuna í því sam- bandi. Nú eru loðnuveiðar hafnar á ný, í takmörkuðum mæli, en það er ekkert sjálf- sagt að fyrirtæki þoli að mega ekki sækja í svo mikilvægan stofn um langa tíð. Íslendingar báru seint á síð- ustu öld gæfu til að koma á þeirri skipan við stjórn fisk- veiða sem er fyrirmynd þeirra þjóða sem vilja reka sjávar- útveg sinn af skynsemi. Þetta stjórnkerfi, kvótakerfið, hefur ekki útrýmt áhættu úr grein- inni, sem byggist enn á veiðum og þeirri áhættu sem slíku fylgir, auk markaðsáhættu og annarra þátta. En fiskveiði- stjórnarkerfið hefur gert fyrir- tækjum í útvegi kleift að skipu- leggja sig, búa sig undir erfiða tíð, byggja upp þekkingu, end- urnýja tækjabúnað bæði á sjó og landi, auk þess að afla nauð- synlegra tengsla inn á erlenda markaði. Þetta hefði ekki verið unnt að gera án kvótakerfis með varanlegum og fram- seljanlegum aflaheimildum. En árangurinn má ekki eyðileggja með öfundartali og ofurskatt- lagningu. Þessi grundvallaratvinnu- grein, sem skiptir Ísland svo miklu máli, líkt og Bjarni Benediktsson benti á árið 1940 og Íslendingar hafa fundið mjög fyrir á árunum eftir fall bankanna, býr nú þegar við skattlagningu sem engin önnur grein þarf að þola. Samt sem áður er stundum talað eins og greinin greiði of lága skatta. Íslendingar þurfa á öflugum útvegi að halda sem getur stað- ið af sér aflabrest, skapað góð störf og byggt upp öflug fyrir- tæki sem fjárfesta í nýrri tækni og tækjabúnaði sem skilar sér meðal annars til innlendra tækni- og iðnfyrirtækja. Það er mikil skammsýni að halda að íslenskt atvinnulíf, hvort sem er sjávarútvegur eða aðrar greinar, verði byggt upp með fjandsamlegu lýðskrumi og skattpíningu. Bjarni Benediktsson benti á að útvegur- inn gerði stjórn- skipulegt sjálfstæði landsins mögulegt} Grundvöllur sjálfstæðis og velmegunar landsins M á ekki ræða hvað sem er? Nei, það má ekki. Svarið við þessari spurn- ingu er óþægilegt þar sem við teljum okkur búa í landi þar sem lýðræði ríkir, mál- og skoðanafrelsi. En ef þú hefur ekki sömu skoðun eða talar með sama hætti og umræðustjórarnir þá er vegið að þér með ásökunum um annarlegar skoðanir. Um- ræðustjórarnir velja hvað er rætt og stýra um- ræðunni, því er hætta á að almenningur heyri bara það sem umræðustjóranum finnst „rétt“ en ekki öll sjónarmið og geti þannig lagt sjálf- stætt mat á efnið. Í skýrslu ríkislögreglustjóra, „Skipulögð brotastarfsemi á Íslandi, áhættumatsskýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra“ frá maí 2019 segir m.a.: „Rannsóknir lögreglu leiða í ljós skipulagða misnotkun tiltekinna erlendra afbrota- manna og -hópa á opinberum þjónustukerfum á Íslandi. Líklegt er að í einhverjum tilvikum njóti hópar þessir að- stoðar íslenskra ríkisborgara og/eða erlendra manna sem búsettir eru á Íslandi. Þær upplýsingar sem lög- regla miðlar til greiningardeildar ríkislögreglustjóra sýna án nokkurs vafa að brotalamir er að finna í opinber- um kerfum, jafnt innan stofnana sem og í samstarfi þeirra. Lögregla þekkir dæmi þess að einstaklingar tengdir hópum þessum hafi komið til landsins undir því yfirskini að leita alþjóðlegrar verndar.“ Síðar segir í sömu skýrslu: „Rannsóknir lögreglu leiða í ljós að einstaklingum sem tengjast þessum þremur hópum [glæpahópum] hefur verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi m.a. á grundvelli kynhneigðar. Nokkrir þessara karlmanna frá íslömsku ríki hafa verið kærðir fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konum hér á landi.“ Í annarri skýrslu ríkislögreglustjóra frá 2017 um sama efni segir: „Á þeim tveimur árum [frá 2015] sem liðin eru frá því mati hafa aðstæður í Evrópu breyst til hins verra, meðal annars vegna hins mikla fjölda flóttamanna sem Evrópa hefur tekið á móti og er nú svo komið að mati Evrópulög- reglunnar að um 65% þeirra skipulögðu glæpahópa sem leggja stund á fíkniefna- viðskipti eru samhliða virkir á öðrum sviðum glæpa svo sem í viðskiptum með falsaða vöru, mansali og smygli á flóttafólki.“ Mörg okkar hafa varað við því undanfarin ár að glæpamenn nota sér neyð fólks og velferð- arkerfi Vesturlanda til að hagnast. Við höfum líka varað við þeirri þróun sem verið hefur í nágranna- löndum okkar og að sú þróun muni verða á Íslandi. Á þetta hefur ekki verið hlustað og við sökuð um illan vilja í garð hælisleitenda og flóttafólks. Engu skiptir þótt bent hafi verið á hvernig við getum best hjálpað þeim sem sannarlega þurfa hjálp. Þetta hefur ekki mátt ræða en það verður að gera og læra af mistökum annarra. Lengi hefur lögreglan bent á hættuna af skipulagðri glæpastarfsemi. Nú ætlar ráðherra að gera „eitthvað“, enda stutt í kosningar. gunnarbragi@althingi.is Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Það sem ekki má ræða en verður að ræða Höfundur er þingmaður suðvesturkjördæmis og formaður þingflokks Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Skúli Halldórsson sh@mbl.is Stjórnvöld í Ástralíu leiddu ílög miklar breytingar áfimmtudag, sem gera þaðað verkum að vefrisar á borð við Facebook og Google þurfa að borga fyrir fréttir sem dreift er á samfélagsmiðlum þeirra. Eftir mánaðalangar og strangar samningaviðræður samþykkti rík- isstjórnin þó að breyta frumvarpinu á þann veg að vefrisarnir geti gert samninga við ástralska fjölmiðla sem átt hafa erfitt uppdráttar og veiti þeim þannig stóraukið fjár- magn fyrir afnot af fréttum þeirra. Í staðinn losna risarnir tveir undan skyldugreiðslum sem hefðu getað orðið miklu hærri en hefðu einnig haft fordæmisgildi fyrir aðrar heimsálfur. Sífellt skertari tekjur Er nú litið á þetta fyrirkomulag sem mögulega fyrirmynd sem önnur ríki gætu fylgt, til að styðja við fjöl- miðlafyrirtæki sem horft hafa upp á sífellt skertari auglýsingatekjur sökum snöggrar upprisu samfélags- miðlanna. Aðeins nokkrum stundum eftir sáttina tilkynnti Facebook fyrsta samning sinn við ástralska fjöl- miðlafélagið Seven West. Voru aðrir samningar við önnur staðbundin fjölmiðlasamtök sagðir í farvatninu. Verða þessir samningar nýttir til að hleypa nýrri fréttaþjónustu af stokkum síðar á árinu sem byggja mun á efni sem framangreindir samningar veita stafrænu risunum aðgang að, eins og greint var frá í Morgunblaðinu á miðvikudag. En hvar standa þessi mál annars staðar í hinum vestræna heimi? Bretland Breska ríkisstjórnin tilkynnti í nóvember nýja nefnd sem á að kynna og fylgja eftir nýjum reglum sem gilda eiga um þá vettvanga vefjarins sem eiga þar yfirgnæfandi markaðshlutdeild, svo sem um Google og Facebook. Vinna nefnd- arinnar á að hefjast í apríl og þótt hún eigi aðallega að snúa að notkun vefrisanna á gögnum til notkunar við birtingu auglýsinga, á nefndin líka að finna leiðir til að styðja við fjölmiðla. Ekki er enn á hreinu hvort í því muni felast bein gjald- taka af samfélagsmiðlum eða þá hvernig fjölmiðlar verði skil- greindir. Kanada og Nýja-Sjáland Yfirvöld í Kanada virðast vilja fylgja fordæmi Ástrala. Forsætis- ráðherrann Justin Trudeau ræddi þetta málefni við starfsbróður sinn þar syðra, Scott Morrison, um síma á þriðjudag. Í tilkynningu frá emb- ætti forsætisráðherrans segir að þeir hafi sammælst um að halda áfram samræmdum aðgerðum til að tryggja að tekjum vefrisa verði deilt á sanngjarnari hátt með fjölmiðlum og þeim sem skapa efni. Nágrannar Ástrala í Nýja- Sjálandi eiga enn eftir að taka op- inbera afstöðu til málefnisins. For- svarsmenn fjölmiðlafyrirtækja þar í landi hafa þó sagst munu þrýsta á ríkisstjórnina um að bregðast við. Hún er nú sögð sækja sér ráðgjöf um hvað skuli gera. Evrópusambandið Í Evrópusambandinu er þessi vegferð þegar hafin, en sambandið kynnti til leiks árið 2019 lög sem krefja leitarvélar um greiðslur fyrir að birta fréttaefni í leitarnið- urstöðum. Google setti sig upp á móti löggjöfinni en hefur síðustu misseri skrifað undir samninga við dagblöð og fjölmiðla í Frakklandi um að borga réttindagreiðslur, sem byggja annars vegar á fjölda þeirra sem berja fréttaefnið augum og hins vegar á því hversu mikið efni er birt í niðurstöðum leitarvélarinnar. Sambandið hefur tvær tilskipanir til viðbótar í burðarliðnum, sem eiga að hemja betur útbreiðslu ólöglegs efnis og einnig koma á meira gagnsæi fyrir þau fyrirtæki sem standa í rekstri á vefnum. Bandaríkin Vestanhafs snúast umræður um regluverk fyrir vefrisa að mestu um kafla í lögum frá árinu 1996, sem fría tæknifyrirtæki allri ábyrgð á nokkru hættulegu efni sem deilt er á stafrænum vettvöngum þeirra. Forsetinn Joe Biden hefur sagst vilja breyta þessum lögum. Á sama tíma nýtur frumvarp demókrata sí- fellt meiri stuðnings, en það var kynnt árið 2019 og myndi leyfa dag- blöðum að ganga í sameiningu til samninga við tæknirisana og veita þeim þannig sterkari samningsstöðu en ella. Vitundarvakning víða um áhrif vefrisanna AFP Samfélagsmiðlar Fjölmiðlafyrirtæki hafa flest þurft að horfa upp á sífellt skertari auglýsingatekjur sökum snöggrar upprisu samfélagsmiðlanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.