Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til fram- færslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erf- itt og niðurdrepandi. Samt er þetta al- gjörlega nauðsyn- legur hluti af nútíma- borgarsamfélagi. Það verður að vera eitt- hvað sem grípur fólk sem annars gæti ekki fengið mat eða húsa- skjól. Á Íslandi eru það sveit- arfélögin, og borgin er þar í for- ystu. En það er hægt að gera betur. Það á ekki að vera erfitt og það á ekki að vera niðurdrepandi. Þess vegna vorum við að samþykkja í velferðarráði að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík og senda þær áfram til borgarráðs til staðfestingar. Kerfið á ekki bara að tryggja grunnframfærslu. Það á líka að tryggja að börn fái aðgang að þjónustu samfélagsins, óháð stöðu foreldra þeirra. Þess vegna er skýrt kveðið á um það í nýju regl- unum að foreldrar á fjárhags- aðstoð fái stuðning til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt máltíðum og síðdegishress- ingu eftir því sem við á fyrir börn sín á sama tíma og umsóknarferlið er einfaldað. Kerfið á ekki bara að horfa til fastra stærða og hunsa aðstæður fólks. Þess vegna aukum við svig- rúm vegna tekna fyrri mánaða fyrir fólk sem er að koma úr öðr- um kerfum, svo sem úr endurhæf- ingu. Kerfið á að hafa samúð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, þess vegna hækkum við heimildir til útfar- arstyrkja og til að sækja sérhæfða þjón- ustu. Kerfið á ekki að festa fólk í fátækt- argildru heldur hjálpa því að standa á eigin fótum og bæta líf sitt. Þess vegna höfum við rýmkað til muna tak- markanir á náms- styrkjum vegna náms á framhaldsskólastigi, fjarlægt aldurshámark og afnumið kröfu um að nám leiði til náms á háskólastigi, og opnað þar með fyrir möguleika á styrkj- um til verk- og iðnnáms sem ekki eru lánshæf. Kerfið á að vera einfalt í notkun og aðgengilegt, þess vegna er lögð áhersla á rafræna þjónustu sem fólk getur sótt á eigin tíma eftir eigin hentisemi, og öfluga framlínu og ráðgjafarþjónustu sem hægt er að leita til ef aðstoðar er þörf. Það er fleira sem við viljum breyta og bæta, en þessi atriði eru brýn og ég er stolt af því að við í Pírötum höfum tekið þátt í þeirri vinnu sem leiðir til þessara breyt- inga. Reykjavíkurborg á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúana. Borg er samfélag Eftir Alexöndru Briem Alexandra Briem » Foreldrar á fjár- hagsaðstoð fá stuðn- ing til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt mál- tíðum. Höfundur er fulltrúi Pírata í velferðarráði Reykjavíkur. xandrabriem@gmail.com Loðnan hefur á und- anförnum áratugum staðið undir stórum hluta þjóðartekna okk- ar Íslendinga en hefur síðastliðin tvö ár brugðist að miklu leyti vegna hruns stofnsins og stóra spurningin er af hverju hrynur stofninn svo skyndi- lega? Við Íslendingar vitum það öll, eða þau okkar sem komin eru af barns- aldri, að ef við ætlum að fá uppskeru af afurðum okkar, hvort sem er af ræktun jurta eða búfénaði okkar, þá verðum við að hlífa fræjum jurta og ungviði búfénaðar okkar þannig að fjölgun geti orðið hjá viðkomandi stofnum, þessu virðast þeir sem sjá um veiðar eða veiðiráðgjöf alveg hafa gleymt. Mér virðist hins vegar sem leik- manni að þessir menn þurfi að athuga sinn gang og haga sinni veiðiráðgjöf og veiðum með tilliti til þessara hluta og að gjörhreinsa miðin ekki svo svaka- lega í veiðigræðgi sinni að öllu ungviði sé fórn- að á altari græðginnar þannig að ekkert verði eftir til að viðhalda þessum mikilvæga stofni okkar. Með ósk og von um bjartari tíma í þessum mikilvægu málum okkar Íslendinga framvegis og að loðnustofn okkar hafi burði og getu til að standa áfram undir tekjum íslensku þjóðarinnar. Ég undirritaður er hins vegar svo heppinn að góður félagi minn og vin- ur ólst upp þar sem áhrif loðnunnar sáust vel, það er að segja fyrir tíma ofveiði okkar, hann man vel þá tíma þegar allar fjörur voru fullar af fiski og var þar loðnan fremst í flokki með stórar hvalavöður sem lifðu á henni þannig að lífríkið, jafnt selir, höfr- ungar og stærstu hvalategundir, allt raðaði þetta sér á þennan mikla fæðuhring náttúrunnar, líklega vegna ofveiði eða hvað haldið þið fræðingar góðir, en svo mikil var fiskigengd á þessum stöðum að er- lendir togarar sóttu fast á þessi góðu fiskimið okkar svo við lá að þeir eyði- legðu annars góð fiskmið okkar með sínum öflugu vélum. Bið ég ykkur því, fræðingar góðir, gangið hægt um gleðinnar dyr og gerið ykkur grein fyrir því í veiðiráðgjöf ykkar að eitthvað af ungviði þarf að komast á legg þannig að framhald lífs geti orðið á jörð okkar. Loðnuveiðar Íslendinga Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Stóra spurningin er af hverju hrynur stofninn svo skyndi- lega? Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Ofsahræðsla og ábyrgðarleysi er það sem mér finnst ein- kenna aðgerðir ís- lenskra stjórnvalda þessa dagana. Ábyrgð- arleysi, þar sem stjórn- völd fara í einu og öllu að ráðum æviráðinna embættismanna og munu ávallt geta fríað sig allri ábyrgð á afleið- ingum aðgerðanna með því að benda á að þau hafi farið að ráðum sinna bestu sérfræðinga. Ofsahræðslan sést best á nýjasta útspili þeirra varðandi landamæri. Sex lönd og hvergi sóttkví, nema hér! Nú hef ég þegar á þessu ári fengið þó nokkra reynslu af aðgerðum á öðrum landamærum. Í janúarbyrjun flaug ég til Hollands, þar var höfðað til almennrar skynsemi um að fólk sætti sóttkví ef það fyndi til einkenna Covid og færi sjálviljugt í próf. Það- an flaug ég til Nairobi í Kenya. Til að komast um borð í vélina þangað þurfti ég að framvísa neikvæðu PCR-prófi, ekki eldra en 96 klst. gömlu. Þegar til Kenya var komið var lífið nánast eðlilegt, fólk þvoði sér um hendur áður en það fór í verslanir og var stöku sinnum einnig hitamælt. Annars gekk lífið að mestu sinn vanagang og grímunotkun var ekki beint tekin hátíðlega. Tveimur dögum fyrir brottför það- an til Hollands var tekin upp sú regla þar að til þess að komast inn í landið þyrfti neikvætt próf, ekki eldra en 72 klst. Það var tekið í Nairobi án vand- ræða og sýnt þungvopnuðum lög- reglumönnum á Schipol við komu þangað. Einnig ber að nefna að til að komast inn á alþjóðaflugvöllinn í Nairobi þurfti sama próf. Síðan var flogið til Íslands í „hefðbundna“ skimun, fimm daga sóttkví og aðra skimun. Næst var það Lett- land, til að komast þangað þurfti PCR- próf ekki eldra en 72 klst. gamalt, engin sóttkví eða aðrar hindr- anir þar. Eftir vikudvöl þar flaug ég á Schipol aftur og til að komast þangað þurfti PCR-próf ekki eldra en 72 klst. ásamt skyndiprófi sem var tekið á flugvellinum í Riga. Þegar til Schipol var komið var ekki beðið um nein skjöl eða fólki skipað í sóttkví, heldur aftur höfðað til skyn- semi fólks. Eftir það ók ég um Holland, Þýskaland og til Póllands og til baka án nokkurra vandræða. En þá var komið að heimför, nýjar reglur segja mig eiga að mæta með PCR-próf til að geta flogið til Íslands, þar við lendingu á ég að taka annað, sitja svo heima í fimm daga og taka að lokum þriðja prófið hvort sem ég finn til einkenna eður ei. Að það skuli ekki vera nóg að taka þetta próf fyrir brottför til Íslands og halda sig svo til hlés fram að öðru prófi sem væri fimm dögum síðar skil ég engan veg- inn. Ofsahræðsla og hamfarablæti Þetta er komið út í algjöra þvælu og virðist helst miða að því að halda hinum ofsahræddu rólegum á meðan flestri atvinnustarfsemi blæðir hægt en örugglega út. Að láta embætt- ismenn, sem að mínu mati veljast oftast í þau störf vegna getuleysis til að vinna á almennum markaði, greindarskorts, og hafa oftast ekki snefil af verksviti, setja reglur sem síðan kemur algjörlega ábyrgðarlaus ráðherra, sem þeir eru allir, alltaf á Íslandi, og samþykkir ávallt allt án athugasemda, er galið! Í byrjun „farsóttarinnar“ var helsta áhyggjuefnið að ekki væru til nægilega margir líkpokar á landinu, síðan voru pantaðir með hraði nokkrir tugir öndunarvéla sem eru allar enn ónotaðar. Auðvitað hefur fólk veikst, það er gangur lífsins. Fólk hefur einnig látist. Það er líka gangur lífsins. En ég hef ekki rekist á eina einustu grein eða viðtal við neinn úr þeim yfirgnæfandi meiri- hluta sem hefur veikst lítillega af Co- vid og náð sér, eingöngu fréttir af fárveiku fólki. Það er óttinn sem á að stjórna, hræðslan við það óþekkta. Þannig er lítið mál að hafa heilu þjóðirnar að fíflum. „Þjóðargersemi“ Íslendinga, Þórólfur, sagði í byrjun grímur gera meira ógagn en gagn, síðan breyttist það og nú segir hann fólk ganga ánægt um með grímurnar og svo skuli vera áfram! Hvað breyttist? Og nú er komið að því að bólusetja skuli þjóðina, með bóluefni sem þróað var á einu ári en mér fróðari menn segja að meðalþróun bóluefna sé 10 ár. Heilbrigðisráðherra og hið háheilaga þríeyki tók á móti fyrsta skammt- inum með hátíðlegri athöfn, og sér- sveitinni, og braut meira að segja eigin reglur við þá athöfn. Sennilega var bara gleðin svona ofboðsleg að þau gleymdu sér augnablik. En það sem á eftir kemur eftir að þessum bjargvætti verður dælt í hvert mannsbarn vita þau ekki, sennilega þarf áfram grímuskyldu og fjarlægð- artakmörk þar sem þessir háu herr- ar vita bara ekki hvernig efnið fína virkar! Afram birta fjölmiðlar hræðsluáróður um hvernig Covid er að leggja heimsbyggðina í stór- hættu. Hvergi örlar á sjálfstæðri blaðamennsku, hvað þá að tölur mis- munandi landa aftur í tímann séu skoðaðar. Nú deyr t.d. enginn lengur úr venjulegri inflúensu eða lungna- bólgu. Vekur það engar spurningar? Og það að fyrsta frétt daglega í flest- um íslenskum fjölmiðlum í heilt ár sé hversu margir, fáir eða engir hafi fengið flensu er með ólíkindum. Samfélagið lagt í rúst að tilefn- islausu En íslenska þjóðin, mestöll, gapir af hamingju, nú skal landinu lokað og auðvitað skiptir engu máli þó að sú atvinnugrein sem fyrir rúmu ári skapaði helming alls gjaldeyris sem kom til landsins svelti, þau voru jú búin að græða svo svakalega fyrir Covid. Skítt með Jón og Gunnu sem voru nýbúin að leggja aleiguna í lítið krúttlegt gistihús eða veitingastað. Þau skipta engu því ríkið reynir að bjarga því sem bjargað verður. Það er eins og meirihluti þjóðarinnar haldi að ríkið sé peningauppspretta, þaðan renni endalaust fjármagn þeg- ar á þarf að halda. Eitthvað á hljóðið eftir að breytast þegar skattahækk- anir og Covid-kostnaðurinn leggst á skattgreiðendurna, niðurskurður á allri þjónustu og velferðarkerfinu í heild sinni. Regluverk rökleysunnar Að lokum er rétt að víkja að regl- unum, þær eru hreint stórkostlegar. Til dæmis má ég, þegar ég kem heim úr einni af mínum stórhættulegu ut- anlandsferðum, ekki fá fjölskyldu- meðlim sem býr með mér til að sækja mig á flugvöllinn. O nei, það ku vera lögregla sem skráir niður bílnúmer til að tryggja að enginn brjóti reglurnar, en þær eru svona: Ef hluti heimilismanna er í sóttkví vegna dvalar erlendis eða tengsla við einstakling með Covid-19-sýkingu geta aðrir heimilismenn sinnt sínum daglegu störfum og séð um aðföng. Sem sagt; mínir nánustu mega ekki hitta mig fyrir utan Leifsstöð en þeir mega búa með mér í sóttkví og sinna sínum venjulegu störfum! En á sama tíma á ég, fullfrískur einstaklingur, að sitja heima, aðgerðalaus í fimm daga án þess að finna fyrir neinum flensueinkennum. Ég má fara í göngutúra, ekki aka um einn á bíl, sennilega eru rökin þau að ef ég lendi í umferðaróhappi geti ég mögu- lega smitað björgunaraðila, en emb- ættismennirnir hafa greinilega ekki áttað sig á að það er líka stundum ekið á gangandi vegfarendur. Svo voru það hinar stórkostlegu jóla- kúlureglur, þá máttu allt að 15 óskyldir og ótengdir aðilar hittast á veitingastöðum en einungis 10 í heimahúsi. Hvort er nú auðveldara að rekja ferðir 15 ótengdra aðila eða fjölskyldumeðlima og vina ef einhver skyldi nú finna fyrir flensunni? Svo nú skuluð þið hlýða Víði og veita Þórólfi fullkomið frelsi til að setja okkur reglur um grímunotkun í veirulausu umhverfi. Alls ekki mót- mæla eða vera á annarri skoðun, það er glæpur! Ofsahræðsla og ábyrgðarleysi Eftir Brynleif Siglaugsson » Þetta er komið út í algjöra þvælu og virðist helst miða að því að halda hinum ofsa- hræddu rólegum á með- an flestri atvinnu- starfsemi blæðir hægt en örugglega út. Brynleifur Siglaugsson Höfundur er húsasmíðameistari. Þegar ég var búinn að lesa Moggann minn um flótta sparifjáreigenda í steinsteypuna fór ég að huga að póst- inum og viti menn, þar var kominn glaðningur frá bank- anum. Áramótayfirlit og árangur meðvitaðs og staðfasts sparnaðar síðasta árs. Flaggskipið sem ég hafði fallið fyrir og trúað fyrir aur- unum mínum nefnist Þúfan og er merkt Sérkjör. Inn- lánsvextir eru 0,05% en útlánsvextir 8,40%! Það mætti kallast nokkur halli í viðskiptum en hlýtur að helgast af dýrum umsvifum og kostnaði við að geyma peningana mína. Kannski þarf bankinn að byggja nýtt undir starfsem- ina og hefði þar með skotið okkur sparifjársakleys- ingjum ref fyrir rass og flúið sjálfur í steinsteypuna. Það má þó alltént þakka fyrir að hafa ekki fengið hreinan mínus í kladdann. Nóg að hugsa sér verðbólgu- rýrnunina og ómælda verðskriðið. Nú er ég alvarlega að hugsa um að fá mér lóð með vor- inu og steypuhrærivél á góðum kjörum. Sjáum svo til hvor gerir fyrr fokhelt, ég eða bankinn. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Sérkjör sextugra Fjárfest í steypu „Nú er ég alvarlega að hugsa um að fá mér lóð með vorinu…“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.