Morgunblaðið - 01.03.2021, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
Kveðja frá skólasystkinum
í Skógaskóla
Látinn er helsti forystumaður
og leiðtogi okkar skólasystkina í
Skógaskóla, frá árunum 1957-
1960. Árni Magnús Emilsson hét
hann fullu nafni, í okkar hópi
ætíð kallaður Snolli.
Það var mislitur hópur ung-
menna sem hittist haustið 1957 í
Héraðsskólanum í Skógum.
Mörg okkar voru að fara að
heiman í fyrsta sinn á ævinni, til
langvarandi dvalar fjarri
bernsku- og æskuheimilum.
Þetta voru mikil umskipti í lífi
óharðnaðra unglinga. Skógaskóli
var heimavistarskóli á gagn-
fræðastigi, fyrir börn og ung-
menni úr Rangárvalla- og
Skaftafellssýslum. Nemenda-
fjöldinn á þessum árum var um
og yfir 100 manns, í þremur ald-
ursflokkum. Meirihlutinn af okk-
ar hópi kom úr sveitum og þorp-
um á Suðurlandi. Fáeinir
krakkar voru lengra að komnir,
úr þéttbýlinu suðvestanlands, af
Snæfellsnesi og að norðan.
Strax á fyrstu dögum og vik-
um skólalífsins stokkaðist nem-
endahópurinn saman. Sú sam-
stokkun gekk misjafnlega vel.
Hver og einn hafði veganesti
heiman að frá sér, frá sínu æsku-
heimili.
Þéttleiki mannlífsins var mik-
ill. Vettvangi daglega lífsins var
þröngur stakkur skorinn, í skóla-
stofum, heimavistarherbergjum
og í matsalnum. Þessu til viðbót-
ar nutu nemendur útiveru og
íþrótta í yndisfögru nágrenni
skólasetursins. Aðskilnaður
kynjanna var strangur, stelpu-
gangur einn og strákagangar
tveir.
Skólastjórinn, Jón R. Hjálm-
arsson, var röggsamur stjórn-
andi og harður í horn að taka.
Með honum starfaði fámennur
og góður hópur samviskusamra
kennara. Agi var strangur og
skólabragur allur í föstum skorð-
um.
Snolli var allt frá upphafi sjálf-
kjörinn forystumaður okkar
hóps í öllum meginþáttum skóla-
lífsins. Hann var öðrum krökk-
um lífsreyndari og félagslega
bráðþroska. Kaupmannssonur
vestan úr Grundarfirði, nýkom-
inn af sumarvertíð sem síldarsjó-
maður fyrir norðan.
Hann var glæsilegur að vall-
arsýn, hávaxinn og hnarreistur.
Bráðvel gefinn, víðlesinn og vel
að sér um menn og málefni. Frá-
bærlega skemmtilegur félagi og
einstakur sagnamaður. Það sóp-
aði að honum hvert sem hann fór
og hvar sem hann var.
Eftirminnilegasti þáttur
skólalífsins í Skógum var íþrótta-
og félagslífið. Á þeim sviðum nut-
um við leiðsagnar Snorra Jóns-
sonar íþróttakennara. Tvær
greinar heilluðu Snolla öðrum
fremur. Annars vegar knatt-
spyrnan og hins vegar skáklistin.
Á báðum þessum áhugasvið-
um eignaðist Snolli góðan vin og
sálufélaga, Aðalbjörn Kjartans-
son frá Hvolsvelli, Alla Kjartans.
Þeir voru óvenjunánir vinir alla
tíð. Báðir kynntust þeir verðandi
eiginkonum sínum á skólaárun-
um í Skógum. Eftirlifandi eigin-
kona Snolla er Þórunn B. Sigurð-
ardóttir frá Sámsstöðum í
Fljótshlíð.
Nú eru þeir vinirnir báðir
horfnir yfir móðuna miklu. Væri
þess nokkur kostur, handan ljós-
vakans, að stunda dægrastytt-
ingu, þá myndu þeir örugglega
taka nokkrar spyrnur í fótbolta,
setjast að tafli og kíkja á enska
boltann. Og segja gamansögur
frá Skógaárunum af kennurum
og nemendum.
Við skólasystkinin kveðjum
mikilhæfan og minnisstæðan for-
ystumann og félaga. Þórunni og
fjölskyldunni sendum við samúð-
arkveðjur.
Njáll Sigurðsson.
Árni Emilsson var gull af
manni. Hann var ekki aðeins ein-
stakur samstarfsmaður okkar
um áratuga skeið heldur líka
trölltryggur vinur og velgjörðar-
maður.
Við hittum hann fyrst í Grund-
arfirði daginn sem við fórum
þangað vestur í til að heilsa upp á
söfnuð Setbergsprestakalls
haustið 1974. Þá var hann sveit-
arstjóri og áhugi hans á velferð
samfélagsins leyndi sér ekki.
Árni unni þessari byggð og lagði
henni til krafta sína af miklum
metnaði. Hann var stórhuga at-
hafnaskáld, ekkert var of gott
fyrir Grundarfjörð og stóran hlut
á hann í flestum þeim framfara-
málum sem við höfum glaðst yfir
í gegnum tíðina. Við bjuggum í
Grundarfirði í 16 ár. Á þeim tíma
sinnti Árni mörgum ábyrgðar-
störfum, vinsæll og vel látinn af
samborgurum sínum.
Árni var mikill gæfumaður í
einkalífi. Þau Þórunn voru korn-
ung þegar þau hittust fyrst og
samhent og einhuga hafa þau
leiðst um lífsins veg. Börnum sín-
um bjuggu þau traust og gott at-
læti og hollan heimanbúnað.
Heimilið óvenjufallegt og vel búið
með menningarlegu yfirbragði,
bæði hrifnæmir fagurkerar með
einlægan áhuga á fögrum listum.
Mikill gestagangur var á heimili
þeirra. Um langt árabil áttu
margir erindi við sveitarstjórann,
framkvæmdastjóra fiskvinnslu-
fyrirtækis eða bankastjóra. Öll-
um var tekið af hlýrri gestrisni og
rausn. Þess nutum við einnig
grannar þeirra og vinir ríkulega
þessi árin og samfélagið á Fag-
urhólnum var yndislegt. Börnin
trítluðu á milli húsanna og gerðu
kannski lítinn mun á sínu heimili
og annarra. Fullorðna fólkið datt
inn í kaffi fyrirvaralaust í tíma og
ótíma, öll hús ólæst og lyklar
aldrei teknir úr bílum. Það voru
góðir tímar, fullir af gleði, gæsku
og trausti.
Árni var glæsimenni svo eftir
var tekið og viðmót hans hlýtt og
aðlaðandi. Hann var skarp-
greindur, vel menntaður og víð-
lesinn og kunni góð skil á ótrú-
lega mörgu. Hann var
hégómalaus og gerði sér ekki
mannamun. Hann var einkar lip-
ur í mannlegum samskiptum,
næmur og læs á aðstæður hverju
sinni, ráðhollur og greiðvikinn,
hlýr og skilningsríkur og dugði
þeim vel sem áttu undir högg að
sækja fyrir einhverra hluta sakir
og fylgdi eftir slíkum erindum.
Hann var hreinskiptinn og rétt-
sýnn maður en engu að síður
fastur fyrir og ákveðinn ef því var
að skipta. Heilindi og trúnaður
einkenndu framgöngu hans og
samskipti við samferðamenn.
Árni var afar snjall skákmaður
og hafði mikið yndi af þeirri
glímu og útsjónarsemi sem sú
íþrótt kallar eftir. Hann talaði
fallegt mál, skrifaði fallegan
texta með fallegri rithönd og
hann bjó yfir einstakri frásagn-
argáfu með leikrænum tilburðum
og eftirhermum þegar það átti
við. Öll var sú frásögn græsku-
laus og skemmtileg. Sögupersón-
ur Halldórs Laxness voru heim-
ilisvinir og orð þeirra og tilsvör
töm á tungu. Hann var góður
ræðumaður, hnyttinn og orð-
heppinn en gat líka verið hvass
og beittur í stjórnmálaumræðu ef
svo bar undir, sótti fast og tók
hressilega á móti. Alltaf þó af
fullri virðingu fyrir mótstöðu-
mönnum, sanngjarn og réttsýnn.
Þannig var Árni hrókur hvers
fagnaðar, glaður og hress.
Árni var hugsjónamaður í
stjórnmálum og þau voru ofar-
lega í huga hans hverja stund.
Sjálfstæðismaður af lífi og sál.
Áskorun hans var tekið um þátt-
töku í sveitarstjórnarmálum í
Grundarfirði á sínum tíma og
reyndist upphaf að 30 ára ferli í
sveitarstjórn og á Alþingi.
Hvatning hans og stuðningur var
heill og óskiptur allan þann tíma
og munaði um hann meira en
flestra. Sú liðveisla öll skal þökk-
uð hér sérstaklega.
Það er á meðal stærstu þakk-
arefna lífsins að hafa átt samleið
með Árna og Þórunni og eignast
vináttu þeirra og trúnað. Stutt er
á milli heimila okkar í Garða-
bænum og sumarhúsin okkar í
framsveitinni fyrir vestan eru
steinsnar hvort frá öðru. Þar er
gott að una í sælureit í samfélagi
fjölskyldu og vina, með göngu-
ferðum í fjörunni við Naustál,
dorg á trilluhorni á lygnum firði
og notalegt skraf í kvöldkyrrunni
þar sem landið er fegurst alls
sem fagurt er á Fróni. Og nú er
vorið í vændum í sveitinni kæru.
Frostköld holtin lifna senn af
söng vorboðanna, blessuð sólin
signir landið og gyllir Barða-
ströndina, brekkan okkar á milli
húsanna grænkar, sjófuglarnir
bíða þess að setjast upp í eyjuna
og fönnin hverfur úr herðum
fjalla. Birtan að sigra myrkrið og
fram undan er náttlaus voraldar
veröld.
Á slíkri tíð kveður Árni vinur
okkar. Sú vinátta heldur áfram
að vera til þótt leiðir skilji og
bjart er um þá minningu sem
hann lætur eftir.
Guð blessi minningu um góðan
dreng.
Guð blessi Þórunni, börnin
þeirra og afkomendur alla.
Sigríður Anna Þórðardóttir,
Jón Þorsteinsson og dætur.
Unga sveitarstjóranum fylgdi
ferskur andblær; vænting um
nýja tíma. Í lofti lágu breytingar
af því tagi sem annaðhvort vekja
ugg hjá fólki eða efla því kjark.
Árni M. Emilsson var þeirrar
gerðar að strax varð ljóst að hann
myndi marka skýr og mikilvæg
spor í sögu byggðarlagsins.
Vorið 1970 blésu pólitískir
vindar þannig að sjálfstæðis-
menn í kompaníi við Framsókn
ákváðu að ráða heimamanninn
Árna sem sveitarstjóra, þá 27 ára
gamlan. Verkefni hreppsins voru
ærin og ekkert lát á uppbyggingu
síðustu ára í kjölfar vaxandi út-
gerðar og hafnarbóta. Fjárhag-
urinn var þó æði þröngur. En
Árni var tilbúinn. Hann þekkti
krafta sína og köllun, hans andi
var vaknaður til sín sjálfs, og
vængirnir vaxnir og fleygir, eins
og Einar Ben. orti. Árni varð
gjörvilegur leiðtogi þessa unga
byggðarlags á tímum mikilla
þjóðfélagsbreytinga og aukins
frelsis á mörgum sviðum.
Með fyrsta togaranum varð
viðurværið stöðugra. Áttundi
áratugurinn varð mesta hús-
byggingartímabil í sögu byggðar-
innar og ráðist var í það stórvirki
að leggja bundið slitlag á götur
og skipta um lagnir. Bærinn var
sundurgrafinn og sannfæra
þurfti fólk um ágæti slíkra fram-
kvæmda. „Auðvitað sættust
menn á að það væri eftirsóknar-
vert að framvegis gætum við
gengið um á dönskum skóm á sól-
skinsdögum, rétt eins og þeir í
Reykjavík,“ ritaði hann.
Við kosningar 1978, ’82 og ’86
var Árni jafnframt kjörinn í
sveitarstjórn og naut mikils per-
sónulegs fylgis, þvert á flokkslín-
ur. Árna leiddist ekki pólitískt
vafstur. Hann var vel lesinn og
fróður, minnugur, mælskur og
rökfastur og fundvís á kjarna
hvers mál. Umfram allt var hann
skemmtilegur sögumaður og
kunni öðrum betur að átta sig á
fólki. Í þá daga var pólitíkin öðru-
vísi og flokkslínur skarpari. Í
vöggugjöf hafði Árni hins vegar
fengið einkar góðar gáfur og
hafði þroskað með sér fágæta
samskiptahæfileika, byggða á já-
kvæðu upplagi hans og húmor-
ísku lífsviðhorfi. Hann var póli-
tískur fram í fingurgóma, en slíkt
stórmenni að hann lét ekki póli-
tískar þrætur hafa áhrif umfram
það sem ástæða var til. Menn
voru þrátt fyrir allt í sama liði og
málstaðurinn var verðugur: „Við
setið býli, sóttan fjörð, skal sýnd
vor ást í verki,“ orti Einar Ben.
Ást sína á byggð og samfélagi
sýndi Árni alla tíð í verki, enda
mikill Grundfirðingur. Þau Þór-
unn og fjölskyldan öll létu ekki
síður um sig muna í íþrótta-,
menningar- og félagsstarfi.
Eftir að fjölskyldan flutti suð-
ur 1986, þar sem Árni stýrði
bankaútibúum, reistu þau Þór-
unn sér glæsilegt hús í Fram-
sveitinni, hannað af Orra syni
þeirra. Þar dvöldu þau oft „því
æskustöðvarnar eiga allan kær-
leik manns lengst“ svo enn sé
vitnað í skáldið.
Ég naut þeirrar gæfu að vera
sumarstarfsmaður í Búnaðar-
bankanum hjá Árna. Seinna naut
ég stuðnings hans og góðra ráða
sem ungur sveitarstjóri í sömu
sveit og æ síðan. Fyrir þau kynni
er ég ævinlega þakklát. Við
Hemmi sendum Þórunni, Orra,
Örnu og Ágústu Rós og fjölskyld-
um þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Um leið færi ég ástvinum sam-
úðarkveðjur frá Grundarfjarð-
arbæ. Hinstu kveðju og virðingu
vottar bæjarstjórn Árna M. Em-
ilssyni, með þakklæti fyrir hans
verðmæta framlag til byggðar og
samfélags.
Vertu kært kvaddur er heldur
þú þinn veg og teflir á nýjum
slóðum. Þar mun ekki ríkja logn-
mollan, en án alls vafa gleðin,
með orðum Einars Ben.:
Bráðum slær í faldafeykinn –
forlög vitrast gegnum reykinn.
Alls má freista. Eitt ég vil.
Upp með taflið. – Ég á leikinn.
Meira á www.mbl.is/andlat/.
Björg Ágústsdóttir,
bæjarstjóri í Grundarfirði.
Árni M. Emilsson fyrrum
bankastjóri var sannur sjálfstæð-
ismaður sem hafði að leiðarljósi
að menn ættu að vera sjálfstæðir,
hugsa um náungann og rækta
gott samband við þjóð og land. Á
síðari árum fannst honum þessu
miður farið og lét hann þær skoð-
anir sínar í ljós þegar svo bar
undir.
Kynni okkar Árna hófust fyrir
nær 30 árum, þegar ég réð
frænda hans, Hallgrím Hall-
grímsson, í vinnu til mín á Þórs-
höfn þegar ég bjó þar. Á síðast-
liðnum tveimur árum höfðum við
oft hist hjá Halla á Droplaugar-
stöðum og þá var oft glatt á hjalla
og gaman að hlusta á frásagnir
Árna. Hann var mjög víðlesinn
og einstaklega fróður um flestar
bókmenntir og vitnaði oft í skáld-
sögur eftir Laxness og hina ýmsu
fornkappa Íslendingasagnanna.
Þegar Árni sagði sínar skemmti-
legu sögur þá skipti það engu
hvort ég hafði heyrt sömu söguna
einu sinni eða tíu sinnum, því allt-
af hló maður jafn mikið að sagna-
speki hans. Rödd Árna var mjög
skýr og glettin og stundum þegar
hann komst á flug þá fór hann í
mikinn frásagnarham sem endaði
oft með því að hann hló manna
mest og allir með honum. Margar
sögur sagði hann mér af gömlum
Langnesingum og Þistlum, þar á
meðal af hjónunum Vigfúsi og
Ragnheiði frá Sætúni, þar sem
hann dvaldi nokkur sumur í sveit.
Ættfræði var einnig mikið áhuga-
mál hjá honum og vissi hann
óhemju í þeim fræðum.
Með þessum fátæklegu orðum
ætla ég að kveðja góðan vin og
veit að hann er á góðum stað.
Elsku Þórunn, Arna, Orri,
Ágústa og aðrir fjölskyldumeð-
limir, ég sendi hér mínar dýpstu
samúðarkveðjur og megi góður
guð styrkja ykkur í ykkar mikla
missi.
Magnús H. Helgason.
Nú reikar harmur í húsum
og hryggð á þjóðbrautum.
Svo hljóðar brot úr ljóði Jón-
asar Hallgrímssonar sem hann
orti um skáldbróður sinn Bjarna
Thorarensen og talið er að hann
hafi farið með í útför hans. Þann-
ig voru upphafsorð í minningar-
grein sem Árni skrifaði til föður
míns, Ragnars Haraldssonar og
finnst mér vel eiga við í dag.
Í dag kveðjum við stórvin okk-
ar Grundfirðinga. Árni kom víða
við í Grundarfirði og bar hag okk-
ar alltaf fyrir brjósti. Hann varð
framkvæmdastjóri í nýstofnuðu
fiskvinnsluhúsi Sæfangs hf. Þar
var ég svo heppinn að fá að vinna
með honum. Árni og Þórunn
bjuggu á holtinu í nágrenni við
foreldra mína, góður vinskapur
skapaðist á holtinu, tekist var á
um menn og málefni, eins og
gengur. Þær voru ófáar skákirn-
ar sem Árni og pabbi tóku, sér-
staklega á sunnudögum áður en
pabbi lagði af stað suður á flutn-
ingabílnum. Það var svo ómetan-
legt að fá ykkur pabba saman í
hádeginu í fisk og gellur í einum
af síðustu ferðum hans hingað
vestur.
Nú að leiðarlokum erum við
þakklát fyrir mikla vináttu og
vinsemd í gegnum árin.
Ég sendi Þórunni, Orra, Örnu,
Ágústu og fjölskyldum mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Jóna Björk Ragnarsdóttir
og fjölsk.
Kynni okkar Árna Emilssonar
hófust fljótlega eftir að hann varð
útibússtjóri Búnaðarbankans í
Garðabæ. Ég leitaði til hans um
stuðning við ákveðið verkefni hjá
Stjörnunni en bankinn hafði
löngum verið hliðhollur félaginu.
Ég komst fljótt að raun um að
Árni hafði einlægan áhuga á fé-
laginu enda íþróttaáhugamaður.
Hann veitti styrkinn en notaði
tækifærið til að spyrja margs um
eðli og starf félagsins. Það var
hans háttur að setja sig inn í mál
á starfssvæði bankans, kynna sér
þau ítarlega og taka ákvarðanir
út frá því.
Óhætt er að segja að það var
góð ráðstöfun fyrir samfélagið í
Garðabæ að Árni kom til starfa í
bankanum og ekki er á neinn
hallað þó að sagt sé að hann átti
stærsta þáttinn í því að útibúið í
Garðabæ varð undir hans stjórn
stærsta útibú bankans utan
Reykjavíkur. Sú alúð sem hann
lagði í verk sín skilaði sér í trausti
og vinsældum sem urðu m.a. til
að auka félags- og atvinnustarf-
semi í Garðabæ og auðvelda ein-
staklingum að taka sér búfestu í
bænum.
Síðar áttum við nána samvinnu
við ákveðinn þátt í starfsemi
Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Okkur var falið að leiða vanda-
samt starf tengt kosningum. Þar
kom það til að margir voru kall-
aðir en fáir útvaldir. Skákviska
Árna kom að góðum notum, sú að
meta stöðuna og sjá leiki fram í
tímann. Stundum reyndi veru-
lega á og kæmi til togstreitu vitn-
aði Árni gjarnan í þær ágætu
sögupersónur séra Jón prímus og
Bjart í Sumarhúsum sem leystu
mál með ólíkum hætti. Og þegar
niðurstaðan var fengin var staðið
við hana með sannfæringu um að
hún væri sú eina rétta.
Árni var glaðsinna maður sem
einstaklega gott var að umgang-
ast og þiggja af ráð. Hann var
vinmargur í Garðabæ og til hans
lá gott orð ekki aðeins sem
bankamanns heldur einnig sem
félaga. Fyrir daga net- og hrað-
banka voru persónuleg samskipti
mikilvæg í þjónustu bankanna og
þau kunni Árni Emilsson sann-
arlega að rækta. Við sem áttum
hann að kunningja eða vini mun-
um sakna hans af heilum hug
þegar hann hefur nú gengið inn í
þá tilveru þar sem jökulinn ber
stöðugt við loft, landið er ekki
jarðneskt og engar sorgir búa.
Þar mun fegurðin ein ríkja.
Steinar J. Lúðvíksson.
Í dag kveðjum við góðan kunn-
ingja minn og stuðningsmann til
margra ára. Árni var í mörg ár
formaður skólanefndar Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ. Hann
reyndist okkur ævinlega vel í
skólanum og var jafnan boðinn og
búinn að styðja okkur til góðra
verka í skólastarfinu. Í ýmsum
erfiðum málum reyndist Árni út-
sjónarsamur og fljótur að finna
góðar leiðir til að leysa mál, menn
með lausnamiðaða hugsun eru
gulls ígildi. Þá var jafnan stutt í
gamansamar frásagnir hans í al-
vöruþrungnum málum og oft með
skemmtilegum tilvitnunum í góð
íslensk bókmenntaverk. Fyrir ut-
an hina hefðbundnu fundi í skól-
anum naut ég þess að geta oft hitt
Árna og rætt ýmis mál og þegið
af honum góð ráð. Hann hafði
mikinn áhuga á skák og var virk-
ur stuðningsmaður íslenskrar
skákhreyfingar og sat um tíma í
stjórn Skáksambands Íslands.
Það var okkur mikill og góður
fengur þegar Árni var valinn
fulltrúi menntamálaráðherra í
byggingarnefnd nýs skólahús-
næðis fyrir Fjölbrautaskólann í
Garðabæ. Nefndin var skipuð öfl-
ugum og vandvirkum mönnum og
árangurinn varð góður eftir því:
Glæsileg og vönduð skólabygg-
ing. Það var ævinlega gott og
gaman að hitta Árna. Hann hafði
létta lund og var jafnan spaug-
samur og skiptumst við oft á
gamansögum.
Ég votta eiginkonu Árna,
börnum þeirra og öðrum ættingj-
um og vinum innilega samúð
mína.
Blessuð sé minning Árna M.
Emilssonar.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Fyrstu kynni mín af Árna voru
þegar hann tók við starfi útibús-
stjóra í Garðabæ og myndaðist
frá þeirri stundu ævarandi sam-
band.
Fundarstaðir voru oft og tíð-
um mjög óhefðbundnir, ýmist
heima í stofu, á Kaffivagninum,
Heiðmörk eða eftir venjulegan
vinnutíma í bankanum.
Árni á heiðurinn af því að við
höfum haldið áfram þessari út-
gáfustarfsemi okkar. Í baslinu og
baráttunni fyrsta áratuginn var
hann óþreytandi í að hvetja okk-
ur áfram. Og hélt því áfram með
aðstoð og áhuga fram á síðasta
dag.
Ég leitaði til hans eftir hrun og
lagði að honum hvort hann væri
ekki til í að koma að ritstýra rit-
verki um atvinnulífið enda fáir
eins burðugir til að koma að því
verki. Það var auðsótt og hafði
hann annan mætan mann, Sturlu
Böðvarsson, með sér í verkið sem
meðreiðarmann eins og hann orð-
aði það.
Í framhaldi af þessu fórum við
ófáar ferðirnar um landið og hitt-
um forystumenn atvinnulífsins
og það var sama hvert maður
kom. Það var eins og Árni hefði
alltaf tengingar, hann náði alltaf
að tengja fólkið við aðra sem
hann þekkti.
Í öllum ferðunum skein í gegn
hversu mikill sögumaður hann
var og mannþekkjari sem ég fékk
að njóta í ferðum okkar á milli
staða.
Það sem einkenndi Árna var
áhugi hans á fólki, hverra manna
það væri, og sýndi virkilegan
áhuga á viðmælanda sínum.
Sýndi mikið umburðarlyndi, hóf-
samur og gríðarlega hjálpsamur.
Hann þekkti fólk alls staðar út
um land og bar með sér augljósa
manngæsku. Hann var góð-
menni.
Árni var svo miklu meira, hann
var mikill fjölskylduvinur og fyrir
utan vinnuna naut ég þess oft að
vera í návist hans á hinum ýmsu
stundum. Átti óteljandi gæða-
stundir með honum í gegnum tíð-
ina.
Það er mikil eftirsjá eftir Árna
sem fór oft óhefðbundnar leiðir
hvort sem það var í bankanum
eða daglegu lífi.
Ég vil votta Þórunni og fjöl-
skyldu hans samúð mína um leið
og ég kveð mikinn öðling með
mikilli eftirsjá.
Farvel kæri vinur.
Bragi og Brynhildur.
Árni Magnús Emilsson