Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
við nýjum minningum í minninga-
bunkann.
Elsku Sverrir, Áslaug, Ingi-
björg og Þóra. Ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Þótt sorgin og söknuðurinn
séu mikil þá lifir minningin um
hlæjandi, brosmildu, yndislegu
Rannveigu áfram.
Sigrún Kristjánsdóttir.
Með sorg í hjarta kveðjum við
elsku dásamlegu vinkonu okkar
Rannveigu. Leiðir okkar lágu
saman um tvítugt þar sem við
ákváðum allar að gerast kennarar.
Við kenndum saman í unglinga-
deild Öldutúnskóla í yfir áratug.
Ásamt því að vera stærðfræði-
kennarar, umsjónarkennarar í ár-
gangasamstarfi, gleðipinnar og
skipuleggjendur fjölda atriða á
viðburðum skólans þá vorum við
umfram allt bestu vinkonur. Það
er ekki sjálfgefið að samstarf
verði að nánu vinkvennasambandi
en í okkar tilfelli gerðist það strax.
Rannveig er uppáhaldskennarinn
okkar enda var hún einstaklega
fær með nemendur hvort sem það
sneri að námi þeirra eða líðan.
Hún lagði sig alla fram við að
kynnast nemendum sínum per-
sónulega, styðja þá og styrkja
hvort sem það var í náminu eða í
lífinu almennt. Nemendur fengu
að kynnast mannkostum Rann-
veigar á margan hátt. Hún gaf svo
mikið af sér, hún gaf sér alltaf
tíma til þess að hlusta og nemend-
ur fengu að njóta góðs af því að
Rannveig hafði áhuga á bakstri og
kom stundum með köku við
ákveðin tilefni til nemenda sinna.
Okkur er mjög minnisstætt að í
aðdraganda Eurovision hljómuðu
alltaf uppáhalds Eurovision-lög
Rannveigar úr stofu 23 á ung-
lingadeildargangi, nemendum og
starfsfólki til mikillar gleði. Skipu-
lagshæfni og lífsgleði Rannveigar
smitaði út frá sér í starfi með
nemendum og samstarfsfólki. Oft-
ar en ekki dreif hún fólk með sér í
alls konar vitleysu og við minn-
umst sérstaklega allra dásamlegu
jólahlaðborðsskemmtiatriða ung-
lingadeildarkennara, árshátíðar-
atriða unglingadeildar, menn-
ingarklúbbsins Le Sjó Lei,
þemadaga nemenda, nemenda-
ferðalaga og annarra uppbrots-
daga.
Við erum óendanlega þakklátar
fyrir vinskap okkar og að hafa
fengið að kynnast elsku Rann-
veigu sem var með frábæran húm-
or, brosmild, staðföst, einstaklega
vel gefin og umfram allt traust og
góð vinkona. Í gegnum þessi tæpu
tuttugu ár sem við höfum átt sam-
leið höfum við upplifað gleði og
sorg saman – alltaf var Rannveig
til staðar sama hvað. Erfitt er að
hugsa til þess að við eigum ekki
eftir að fara saman í ferðir hvort
sem það er erlendis eða innan-
lands, dansa saman, fara út að
borða saman eða eiga notalegar
stundir heima. En minningarnar
um samverustundirnar eru ótelj-
andi og munu þær veita okkur
styrk í sorginni. Við minnumst
Rannveigar sem yndislegrar móð-
ur og eiginkonu. Við munum
sakna þín, elsku Rannveig, bless-
uð sé minning þín. Elsku Sverrir,
Áslaug, Ingibjörg og Þóra, við
vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð og megi Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Hrafnhildur og Sigríður.
Rannveig Þorvaldsdóttir hóf
störf í Öldutúnsskóla í ágúst 2004.
Stærðfræðin var hennar aðal-
kennslugrein. Það að kenna
stærðfræði getur verið frekar ein-
hæft og auðvelt að festast í hefð-
bundnum kennsluaðferðum en
Rannveig var ekki þannig kenn-
ari. Hún lét nemendur hugsa út
fyrir kassann og vinna fjölbreytt
verkefni, hvort sem það voru hefð-
bundin reikningsdæmi, hópvinna,
reikna verð á hinum og þessum
vörum hér heima og erlendis, alls-
kyns mælingar og fleira í þessum
dúr. Hún hafði frumkvæði að því
að gera mjög mikið úr degi stærð-
fræðinnar og vann það verkefni í
samvinnu við stærðfræðiteymið.
Útbjó þrautir og reikningsdæmi
sem voru hér og þar um skólann.
Nemendur fóru svo um skólann
og reyndu fyrir sér m.a. í að lyfta
hlutum og giska á þyngd þeirra,
mæla svæði í skólanum, giska á
hæð og fleira skemmtilegt.
En Rannveig var ekki bara
góður stærðfræðikennari. Hún
var frábær umsjónarkennari.
Lagði sig fram um að kynnast um-
sjónarnemendum sínum og fylgd-
ist vel með líðan þeirra. Var alltaf
til taks ef þeir vildu ræða við hana.
Nemendum þótti afar vænt um
Rannveigu þar sem þeir fundu
þessa hlýju, festu og væntum-
þykju.
Rannveig var einstaklega góð-
ur samstarfsmaður. Hafði góða
nærveru og smitandi hlátur. Hún
var virk í félagslífi starfsmanna og
tók þátt í að skipuleggja hina
ýmsu viðburði. Meðal viðburða
var þegar hún átti frumkvæði að
því að allir starfsmenn færu í leik í
miðborg Reykjavíkur þar sem
hópar áttu að leysa ýmsar þrautir
og vinna sér inn stig. Allt skipu-
lagt í þaula enda Rannveig þekkt
fyrir einstaka skipulagshæfileika.
Hún var með allt sitt á hreinu.
Leikstýrði unglingadeildinni á
hverju ári í jólaskemmtiatriði
starfsmanna. Þar var ekki liðið
neitt hangs og Rannveig leikstýrði
hópnum svo vel að ég held að Balt-
asar Kormákur hefði verið stoltur.
Ekki nóg með að leikstýra stutt-
myndinni, heldur sá hún um að
klippa hana og laga þar til allt var
fullkomið. En þetta var bara ein-
kennandi fyrir hennar störf, vand-
virk og fagleg.
Það var samt ekki hægt að
skipuleggja neina viðburði með
Rannveigu þegar Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva fór
fram. Það var heilagur tími hjá
henni og hennar fjölskyldu. Annar
eins aðdáandi þessarar keppni er
vandfundinn.
Haustið 2018 greindist Rann-
veig með krabbamein. Hún var
samt staðráðin í að sigra. Svo
staðráðin var hún í að sigrast á
krabbameininu að hún mætti aft-
ur til starfa í nokkrar vikur á síð-
asta skólaári. Bjartsýn á að nú
færi að birta til. En því miður var
krabbameinið á öðru máli.
Nemendur sjá nú á eftir frá-
bærum kennara og starfsmenn
sjá á eftir yndislegum samstarfs-
félaga og vini.
Elsku Sverrir, Áslaug, Ingi-
björg, Þóra, fjölskylda og vinir.
Við sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
góðan guð að styðja ykkur og
styrkja í þessari miklu sorg.
Fyrir hönd nemenda og starfs-
manna Öldutúnsskóla,
Valdimar Víðisson,
skólastjóri Öldutúnsskóla.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu okkar. Rannveig flutti á nes-
ið 12 ára gömul og hófust þar með
kynni okkar við hana, en Rann-
veig féll strax inn í hópinn með sitt
stóra fallega bros og jákvæða við-
mót. Við brölluðum ýmislegt sam-
an í Való og svo lá leið okkar í MR
og Kvennó. Nammiklúbburinn
okkar varð til þegar við skipulögð-
um 5 ára endurfundi árið 2000. En
okkur fannst við hæfi að kalla okk-
ur Nammiklúbb en ekki sauma-
klúbb, nafn með rentu. Eftir það
hófst dýrmæt vinátta, reglulegir
Nammiklúbbar, sumarbústaða-
ferðir, utanlandsferðir og árleg
jólahlaðborð með mökum.
Elsku Rannveig, okkur þykir
óendanlega vænt um Nammi-
klúbbinn og allt það sem hann hef-
ur gefið okkur. Við höldum minn-
ingu þinni á lofti í hjarta okkar og
með áframhaldandi samveru.
Sorgin er djúp og söknuðurinn
sár, en við kveðjum þig með sól í
hjarta, þakklátar fyrir vináttuna í
öll þessi ár.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Elsku Sverrir, Áslaug, Ingi-
björg og Þóra, þið eigið hug okkar
allan. Megi guð veita ykkur styrk
á erfiðum tímum og fylgja um
ókomna tíð.
Nammiklúbburinn,
Ásta, Guðrún, Margrét
og María.
Það syrtir að, er sumir kveðja.
Þannig orti Davíð Stefánsson og
þannig líður okkur vinkonunum
líka núna þegar elsku Rannveig
okkar hefur kvatt. Rannveig sem
átti bros sem var bjart eins og sól-
in og dásamlegan smitandi hlátur.
Eftir sitjum við með mikla sorg í
hjarta en á sama tíma svo mikla
gleði yfir að hafa fengið að hafa
Rannveigu í lífi okkar. Minning-
arnar eru svo margar, svo góðar
og svo dýrmætar.
Við vorum sex vinkonur úr MR
sem höfum haldið hópinn. Sumar
okkar kynntust Rannveigu í
barnaskóla, aðrar í menntaskóla.
Rannveig var á yfirborðinu hin ró-
lyndasta manneskja en þegar
dýpra var kafað leyndist þar hinn
mesti húmoristi og stuðbolti.
Rannveig entist lengur en flestir í
partíum en keyrði svo beint heim
enda aldrei smakkað áfengi.
Menntaskólaárin hafa orðið
uppspretta endalauss hláturs í
hópnum okkar. Laugardagsrúnt-
urinn um helgar á silfurgráa Golf-
inum hennar Brynju. Partíin sem
rúnturinn endaði oft í. Okkur gekk
alltaf vel að þefa uppi hin ýmsu
KR-partý og merkilegt nokk
reyndist Sverrir iðulega vera á
svæðinu. Aumingja Sverrir búinn
að bjóða nýju kærustunni í partí
og vinkvennastrollan fylgdi alltaf
á eftir. Í eitt skiptið byrjaði ein-
hver partígestur að spila brúðar-
valsinn á trompet þegar Rann-
veig, sjálf prestsdóttirin, mætti á
svæðið. Það sem okkur fannst það
fyndið. Bréfasendingarnar í tím-
um í MR gleymast líka seint.
Rannveig var bréfadrottningin.
Hún skrifaði löng og stór-
skemmtileg bréf sem við hinar
fengum að lesa og auðvitað fékk
hún bréf til baka. Mörg bréfanna
eru enn til og valda dásamlegum
hlátrasköllum þegar þau eru lesin.
Við munum geyma þau sem gull.
Árin liðu. Rannveig gerðist
grunnskólakennari og sinnti starf-
inu sínu af lífi og sál. Henni þótti
svo vænt um unglingana sína.
Tíminn til samveru skertist óhjá-
kvæmilega með fullri vinnu og
barneignum en við héldum þó allt-
af áfram að hittast reglulega,
borðuðum kræsingar og töluðum
um heima og geima. Ein sérlega
dýrmæt minning er ferðin okkar
og samveran í Stokkhólmi í júní
2019. Rannveig var þá nýbúin í
geislameðferð og framtíðarhorf-
urnar voru góðar. Við komum
henni á óvart með ferðinni í sam-
vinnu við Sverri og áttum svo
sannarlega dásamlegan tíma sam-
an í mömmufríi. Hvað við erum
þakklátar og glaðar að þetta
ferðalag varð að veruleika, síðasta
ferðalagið okkar með Rannveigu.
Nú er hún farin af stað í annað
ferðalag.
Elsku Sverrir, Áslaug, Ingi-
björg og Þóra. Sorgin er mikil en
minningarnar þeim mun fallegri.
Nú er mamma skærasta stjarnan
á himninum. Við sendum ykkur
okkar hlýjustu og innilegustu
samúðarkveðjur.
Hver fugl skal þreyta flugið móti sól,
að fótskör Guðs, að lambsins
dýrðarstól,
og setjast loks á silfurgráa tjörn
og syngja fyrir lítil englabörn.
(Davíð Stefánsson)
Berglind, Brynhildur,
Brynja og Ólöf Inga.
Tengdapabbi
minn Elías Gunn-
laugsson (Elli á Gjá-
bakka) kvaddi
þennan heim 5.
febrúar saddur lífdaga, átti stutt
eftir í 99 árin. Líf Ella eins og
margra samferðamanna hans ein-
kenndist af að byrja snemma á því
að draga björg í bú, hjá því var
ekki komist þegar margir voru í
heimili. Elli var fæddur og uppal-
inn Eyjapeyi þannig að vinnuævi
hans snerist eingöngu um sjó-
mennsku og eftir að sjómannsferli
hans lauk fór hann að vinna í fyr-
irtækjum sem þjónustuðu sjávar-
útveginn. Þegar Elli var til sjós
voru starfsgildi hans allt frá því að
vera hálfdrættingur upp í að vera
skipstjóri, en lengst af var Elli vél-
stjóri til sjós. Þegar Elli hætti til
sjós réð hann sig til Vélsmiðjunn-
ar Magna, þar starfaði hann sem
lagermaður. Þar lágu leiðir okkar
saman þar sem ég var að hefja
störf í Magna sem iðnnemi. Og
hlutirnir æxluðust þannig að inn-
an fárra ára var ég orðinn tengda-
sonur hans. Við Elli náðum fljótt
vel saman og urðum við fljótt
mjög góðir vinir og hélst sú vin-
átta alla okkar sameiginlegu lífs-
göngu. Eftir að Heimaeyjargosinu
lauk 1973 ákváðu eigendur Vél-
smiðjunnar Magna að flytja starf-
semi sína aftur til Eyja, en þeir
þurftu að hætta starfseminni í
Eyjum þegar gosið hófst. Elli og
Maggý byggðu sér fallegt heimili
að Boðaslóð 17. Húsið er þannig
staðsett að það varð fyrir litlu
tjóni í gosinu og þurfti því ekki
mikið að gera til að gera það íbúð-
arhæft. Starfsmenn Magna voru á
leið út í Eyjar til að gera vinnustað
sinn starfhæfan. Elli bauð mér og
föður mínum að búa hjá sér en hús
foreldra minna varð fyrir miklum
skemmdum í gosinu og var því
ekki íbúðarhæft. Samveran mynd-
aði með okkur þá vináttu sem ég
hef nefnt. Einnig mynduðust mjög
góð kynni milli fjölskyldu minnar
og fjölskyldu Ella. Þegar Skipa-
lyftan varð til með sameiningu
Magna, Völundar og Geisla hóf
Elli störf þar á lager. Þar lauk Elli
starfsævi sinni tæplega 78 ára
gamall. Elli bar hag fjölskyldu
sinnar ávallt fyrir brjósti. Hann
var í eðli sínu ljúfur og barngóður,
gat þó verið hrjúfur í tilsvörum og
stríðinn. Elli var sannkallað nátt-
úrubarn, hugsaði vel um heilbrigt
líferni stundaði fjallgöngur og
synti mikið. Elli hafði skemmti-
lega frásagnarhæfileika, sérstak-
lega þegar hann var að vitna í
gamla tímann. Þú komst ekki að
tómum kofunum hjá Ella þegar þú
þurftir upplýsingar um staðhætti
eða húsanöfn í Eyjum, þar var Elli
á heimavelli. Elli var félagi í Lions
og vera hans þar veitti þeim mikla
ánægju. Lífshlaup Ella var orðið
langt en það var líka gjöfult. En
hann háði ekki lífshlaupið einsam-
all því Maggý hans stóð þétt við
bakið á honum alla tíð. Þó svo þau
væru ekki alltaf samála og eins
ólík og þau voru var samheldni
þeirra til eftirbreytni. Elli og
Maggý eignuðust þrjú börn sem
þau hjón voru mjög stolt af. Eftir
að tengdamamma mín lést 2016
fór að draga af mínum manni, lífs-
löngun hans dvínaði við að missa
lífsförunaut sinn, lífið hafði ekki
sama tilgang fyrir hann eftir and-
lát hennar. Kæri Elli, ég kveð þig
með þakklæti. Það var mikið
gæfuspor fyrir mig að vera hluti af
fjölskyldu þinni. Þú skilar kveðju
til tengdamömmu.
Stefán Örn Jónsson.
Nú er komið að ferðalokum hjá
elsku afa Ella. Afi var hógvær og
Elías Gunnlaugsson
✝ Elías Gunn-laugsson
fæddist 22. febr-
úar 1922. Elías lést
5. febrúar 2021.
Útför fór fram
26. febrúar 2021.
traustur maður. Aldr-
ei læti, aldan stigin af
yfirvegun og málin
leyst.
Þegar við systkinin
vorum lítil vorum við
svo lánsöm að um-
gangast ömmu og afa
mikið og heimsóknir
á Boðaslóðina og síð-
ar Brimhólabrautina
nánast daglegt brauð.
Það sem okkur þótti
mest spennandi var að fá að kíkja á
smíðaverkstæðið í kjallaranum og
fá að taka í hefilbekkinn eða skera
út alls konar listaverk, þó aldrei
nema undir þinni traustu leiðsögn.
Ef okkur bar snemma að garði
varstu oftar en ekki farinn út í þín-
ar daglegu göngu- og sundferðir, á
meðan amma Maggý var rétt kom-
in fram úr til að finna til súrmjólk
með púðursykri handa þér eftir
hreyfingu dagsins.
Það var gaman að upplifa sam-
band ykkar ömmu, ást ykkar var
svo sannarlega sönn þrátt fyrir
ólík áhugamál og skoðanir.
Eftir heimsókn var manni alltaf
fylgt út á pall á Brimhólabrautinni,
þá horfði afi til himins, leit svo á
fuglabjargið í Hánni og tilkynnti
manni síðan hvernig veðrið yrði
næsta dag. Þarna var náttúru-
barnið, maður sem mótaður var af
umhverfinu. Þekkti Eyjuna sína
og vildi hvergi annars staðar vera.
Takk fyrir samveruna afi. Við
erum ótrúlega lánsöm fyrir allan
þann tíma sem við fengum með
þér.
Þín barnabörn,
Bjarni Geir, Sindri,
Margrét Lára og Elísa.
Elsku hjartans afi minn.
Nú er komið að kveðjustund og
þú hefur lokið þínum kafla hér í
þessari jarðvist.
Þú ert eflaust hvíldinni feginn
en samt er svo erfitt að kveðja. Það
voru aðeins nokkrir dagar í 99 ára
afmælisdaginn þinn þegar þú sofn-
aðir síðasta svefninum og eru það
algjör forréttindi að hafa fengið að
hafa þig svona lengi á meðal okkar.
Þú varst ekki maður margra
orða og naust þín best á göngu úti í
náttúrunni eða í sundlauginni. Þú
varst líka svo hlýr þó að þú hleypt-
ir alls ekki öllum að þér. Þeir sem
komust í faðm þinn áttu sérstakan
stað í hjarta þínu. Yfir þér var allt-
af svo mikil ró og þú varst alltaf
svo þolinmóður.
Afi var svo hlýr og góður maður
sem öllum sem hann þekktu þótti
vænt um. Hann var líka einn sá
þrjóskasti maður sem ég hef
kynnst og var ómögulegt fá hann
til að breyta um skoðun ef hann
var búinn að taka ákvörðun.
Afi var mikill áhugamaður um
veður og spáði í veðrið fram á síð-
asta dag. Vond veður fóru mjög
illa í hann og vildi hann helst að af-
komendur hans væru ekkert á
ferðalagi yfir veturinn. Sjálfur fór
hann nánast ekkert frá Eyjum og
leið hvergi betur en þar. Afi var
líka mikil barnagæla og þótti hon-
um afar vænt um börnin sín og
barnabörn. Hann hristi oft haus-
inn yfir okkur krökkunum en allt-
af var afi boðinn og búinn að
stjana við okkur eins og t.d. að
skutla okkur heim eftir æfingar
eða leyfa okkur að keyra bílinn
sinn einn hring í dalnum. Við
barnabörnin sóttum mikið í að
koma til ömmu og afa eftir skóla
og æfingar en þar beið okkar alltaf
veisla sem amma hafði töfrað
fram. Afi beið eftir okkur svo hann
gæti fengið sér eitthvað sætt með
kaffinu með okkur.
Í kjallaranum hjá afa og ömmu
á Brimhólabrautinni hafði afi
komið sér upp smíðaaðstöðu þar
sem hann dundaði sér. Okkur
krökkunum þótti afar spennandi
að fá að vera með afa í kjallaran-
um þar sem við smíðuðum alls
konar fyrirbæri eins og báta og
spýtukarla. Aldrei kvartaði afi yfir
draslinu eftir okkur, kinkaði bara
kolli og tók svo til eftir okkur þegj-
andi og hljóðalaust.
Afi var alla tíð mjög heilsu-
hraustur og í góðu formi og er það
eflaust því að þakka hversu dug-
legur hann var að ganga og fara í
sund. Hann var mér mikil fyrir-
mynd hvað varðar heilsu og heil-
brigði.
Ég er svo þakklát og ánægð að
hafa tamið mér að segja bæði afa
og ömmu hversu vænt mér þótti
um þau og hversu mótandi þau
hafa verið á líf mitt. Það sem
stendur upp úr núna eru allar þær
dýrmætu stundir og minningar
sem við eigum saman. Þær mun
ég geyma að eilífu í hjarta mínu.
Mér þykir einnig mjög vænt um
það að afi fékk að kynnast börn-
unum mínum og þau honum,
strákarnir mínir tveir vita hvernig
maður afi var og þekkja alla þá
kosti sem hann bjó yfir. Afi var
nefnilega sá sem hélt verndar-
væng yfir okkur öllum, hann var
besti vinur barnanna sinna.
Elsku afi minn. Góða ferð í
sumarlandið þar sem ég veit að
elsku amma mun taka svo vel á
móti þér. Takk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig og allar dásam-
legu minningarnar sem ég mun
geyma í hjarta mínu.
Þín
Anna Fríða.
Elskuleg móðir okkar,
GUÐRÚN LOVÍSA MAGNÚSDÓTTIR,
Lúlla,
frá Lyngholti, Vogum,
lést miðvikudaginn 24. febrúar.
Systkinin frá Lyngholti
Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir,
tengdafaðir og afi,
EYÞÓR HANNESSON
frá Sæbóli,
Borgarfirði eystra,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
20. febrúar. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju
laugardaginn 6. mars klukkan 12.
Vegna fjöldatakmarkana verður streymt frá útförinni í gegnum
heimasíðu Egilsstaðakirkju – egilsstadaprestakall.com.
Alda Ósk Jónsdóttir
Eva Björk Eyþórsdóttir
Erna Rósa Eyþórsdóttir
Hannes Ívar Eyþórsson
systkini og aðrir aðstandendur