Morgunblaðið - 01.03.2021, Side 27
mál, fór yfir og hitti þá Ástþór þar í
eldhúsinu, brá heldur við og spurði
hvort hann væri að vinna á báðum
stöðum og fannst það vera pínu
brjálæði.
Það eru margar minningarnar
af elsku Ástþóri. Hann var algjör
snillingur í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur og var svo pottþéttur.
Þegar nýtt tæki var keypt, eins og
t.d. tölva, þá var ekki bara stungið
í samband heldur bæklingurinn
fyrst lesinn og farið yfir allt og svo
var hægt að byrja.
Seinni ár lágu leiðir okkar mest
saman í blakinu og þar eru enda-
lausar minningar frá sigrum og
töpum (mun færri) og skemmtun á
lokahófum og í partíum þar sem
Ástþór og félagar stjórnuðu gítar-
spili og sungu langt fram eftir.
Elsku Ástþór, það er mikill
söknuður að missa þig en ég geri
mér grein fyrir að þú hefur þurft
að kveljast lengi. Ég man eftir
símtalinu daginn eftir 50 ára af-
mælið mitt. Þú sagðir mér að þú
hefðir greinst með krabbamein og
hefðir ekki viljað segja mér það
fyrr en eftir afmælið. Það voru
þungar fréttir en þú barðist hetju-
lega við þetta mein.
Eftir þetta gerðum við ýmislegt
og sköpuðum enn fleiri góðar
minningar. Við fórum saman á An-
field, á Liverpool og United, sem
var fyrsta skiptið sem ég fór á leik
í ensku deildinni. Það gaf mér mik-
ið að upplifa það með þér, sem og
frábæra Berlínarferð á ZZ TOP-
tónleika fyrir tveimur árum með
systkinum okkar. Það var óvissu-
ferð fyrir þig og þú varðst svo
glaður þegar þú heyrðir hvert
ferðinni væri heitið og það gladdi
okkur svo mikið að sjá þig brosa.
Elsku Ástþór, þú varst eðal-
drengur og eðalbróðir, það fór allt-
af gott orð af þér og ég var svo
stoltur af þér og verð alltaf. Það er
erfitt að kveðja þig og sérstaklega
eftir þennan covid-tíma þar sem
maður mátti ekki hitta þig eða
knúsa þig og svo allt í einu er kom-
ið að leiðarlokum.
Hvíldu í friði, elsku bróðir,
minning þín lifir að eilífu.
Vignir Þröstur Hlöðversson.
Ástþór var þriðja barn í hópi sjö
systkina.
Ég var tveimur árum eldri en
vandist því fljótt að vera einu eða
tveimur skrefum á eftir Ástþóri,
sem var ótrúlegar hæfileikaríkur
og fljótur að læra.
Til er saga af okkur sem ungum
peyjum þegar verið var að kenna
mér að lesa. Ástþór var áhugasam-
ur um þessa kennslu hjá eldri
bróðurnum og fylgdist með frá
hinni hlið borðsins. Lærði hann
þannig að lesa á sama tíma og ég
nema bara á hvolfi og aftur á bak.
Hann fór mjög létt með allt
nám, hvort sem það var bóklegt
eða verklegt. Náði frábærum
námsárangri og hafði lítið fyrir
því. En aldrei var hann að tala um
það, fannst það ekki vera neitt til
að tala um.
Ég lærði heilmikið af þessum
hægláta yngri bróður mínum, sem
oft var skrefi eða tveimur á undan.
Hann var mér fyrirmynd í mjög
mörgu.
Hann varð ungur þeirrar gæfu
aðnjótandi að finna hana Helgu.
Þau ákváðu fljótt að þarna væri
komin uppskrift að góðu sambandi
og það átti svo sannarlega eftir að
rætast. Það hefur alltaf verið ein-
staklega gott og gaman fyrir okk-
ur að heimsækja Ástþór og Helgu.
Aldrei neitt vesen, alltaf huggulegt
og til háborinnar fyrirmyndar.
Ekki bara góður bróðir, mágur
og frændi heldur líka frábær fé-
lagi. Fimm okkar bræðra áttu
mörg góð ár saman í blakinu. Frá-
bærar minningar og hin síðustu ár
voru öldungamótin viðburður sem
við bræður og „hálfbræður“ hlökk-
uðum alltaf ótrúlega til. Ást og
virðing. Hlegið, sungið, villibráð,
leikir, Þingholtari, sungið meira og
hlegið ennþá meira.
Frábær liðsfélagi, sem alltaf
lagði sig allan fram, var aldrei með
læti, hógvær en skilaði alltaf sínu
og gott betur. Aldrei montinn.
Fyrir okkur sem þekkjum Ástþór
mátti stundum sjá blik í auga eða
örlítið bros, þá var hann sáttur.
Við bræður vorum saman í
bandi sem æfði í nokkur ár og spil-
aði á tónleikum áður en við Jóna
fórum til útlanda. Ástþór var
hörkubassaleikari, næmur á mús-
ík með mikla sköpunargáfu. Með
Strákunum hans Sævars steig
Ástþór síðan fram sem hörku-
söngvari. Margir stórflottir tón-
leikar og plötuútgáfa.
Börn þeirra Ástþórs og Helgu
bera vott um að vera alin upp á
góðu, kærleiksríku heimili. Hilm-
ar, Elva Björk og Berglind Alda
eru heilsteyptir einstaklingar af
bestu gerð sem hafa þróað með sér
áhugamál og hæfileika á mismun-
andi sviðum.
Það hefur verið mjög gaman
fyrir okkur Jónu Lind að fylgjast
með Ástþóri og Helgu styðja við
áhugamál krakkanna. Þau hafa
verið þeirra bakland og trygga
heimahöfn. Þarna hafa líka styrk-
leikar Ástþórs á hinum mismun-
andi sviðum, eins og tækni, íþrótt-
um og tónlist, nýst vel og hann
getað verið þeim stuðningur og
ekki síður félagi á leið þeirra í
gegnum lífið.
Ástþór var einstakur frændi.
Húmor og hjarta á hárréttum
stað, alltaf stutt í strákinn sem
vildi spila eða leika. Krakkarnir
okkar hændust mjög að Ástþóri og
sóttust eftir félagsskap hans hve-
nær sem fjölskyldurnar hittust.
Yndislegur bróðir og vinur er
kvaddur allt of snemma.
Eftir standa dýrmætar og
ómetanlegar minningar sem varða
leið lífs okkar.
Ást að eilífu!
Geir Sigurpáll, Jóna Lind
og börn.
Elsku Ástþór bróðir.
Hrikalega er erfitt að horfa á
eftir þér yfir í sumarlandið. Þú
varst svo flottur í öllu sem þú tókst
þér fyrir hendur, hvort sem það
var í námi, starfi, tónlistinni, golfi,
blaki eða öðru. Ég á margar frá-
bærar minningar úr okkar ferðum
tengdum blakinu og öllu stússinu
þar í kring, hvort sem það tengdist
söng og stuði, spilum, feluleik eða
eldamennsku þá eru þetta allt dýr-
mætar minningar sem ég geymi
með mér.
Alltaf þegar ég hugsa til þess að
þú sért farinn þá fæ ég sting í
hjartað og finnst þetta svo sorg-
legt og ósanngjarnt en er feginn að
þú sért ekki að kveljast lengur. Ég
sé þig alltaf fyrir mér brosandi og
með þinn hlátur, þannig mun ég
minnast þín.
Elsku Ástþór, „ship hoj“.
Þinn minnsti bróðir,
Róbert Karl og fjölskylda.
Elsku brósi minn, nú ert þú
staddur á einhverjum mjög falleg-
um stað, ert loksins orðinn alveg
verkjalaus og ert líklegast að spila
töff blús eða rokklag á bassann og
syngur með. Eitt er alveg víst, að
þú ert ekki að tala í síma, þú hefur
aldrei verið mjög hrifinn af því.
Takk fyrir allt elsku brósi!
Takk fyrir að vera stóri bróðir
minn, fyrir að vera svona flottur,
gæjalegur, frábær, góður, fynd-
inn, hress, hæfileikaríkur, dugleg-
ur, barngóður, hlýr, seigur, sterk-
ur, hreinskilinn, með góða
nærveru og listrænn.
Takk fyrir að velja Helgu og
takk fyrir þessi dásamlegu og frá-
bæru börn sem þið eigið, Hilmar,
Elvu Björk og Berglindi Öldu. Það
er æðislegt að sjá hvað þau passa
vel upp á hvert annað á þessum
sorgartímum.
Takk fyrir að halda á mér undir
skírn á fermingardaginn þinn, þó
svo það væri nú ótrúlega hallær-
islegt fyrir þig, fermingargæjann.
Þúsund þakkir fyrir að vera
tónlistarmaður, það er enn dýr-
mætara nú en áður, því nú getum
við heyrt röddina þína áfram.
Takk fyrir að búa til ykkar
bræðraútgáfu af „White wedding“
laginu í brúðkaupinu okkar Sverr-
is.
Það er alltaf gott að vera í
kringum þig.
Takk fyrir spilakvöldin, Grenó-
útilegurnar og alla hittingana,
veislurnar, matarboðin.
Þúsund þakkir fyrir dásamlega
systkinaferð til Berlínar sumarið
2019, þegar við fórum öll sjö
systkinin með þig í óvissuferð til
Berlínar á ZZ-TOP-tónleikana.
Þið eruð allir dásamlegir bræður
og gerðuð ferðina ógleymanlega
og dásamlega í alla staði. Þúsund
þakkir fyrir skilaboðin sem þú
sendir okkur systkinunum eftir
ferðina. Takk fyrir að vera svona
yndislegur. Ég er svo stolt af að
vera litla systir þín.
Ég er svo stolt af ykkur allri
fjölskyldunni.
Þúsund þakkir fyrir að halda
fast og lengi í höndina á mér síðast
þegar við hittumst, þegar við Ró-
bert bróðir kíktum til þín. Það var
æðislegt að finna kraftinn í þér, ég
átti ansi erfitt með að sleppa tak-
inu á hendinni þinni.
Ég mun standa við það sem ég
lofaði þér þegar við hittumst síð-
ast elsku brósi minn.
Þú verður alltaf með okkur, í
hjörtum okkar.
Knús og kossar og saknaðar-
kveðjur til þín elsku Ástþór minn.
Sjáumst síðar elsku brósi minn.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta.
Þín systir.
Víóletta Ósk Hlöðversdóttir.
Þegar elskulegur tengdasonur
okkar, Ástþór Hlöðversson, er
kvaddur hinstu kveðju kemur upp
í hugann hugprýði og yfirvegun
sem einkenndi hann.
Ástþór hafði frábæra sköpun-
arhæfileika og framkvæmdavilja
og ber handbragð hans víða þess
merki, t.d. á heimili hans og Helgu
í Erluásnum sem þau byggðu og
unnu mikið í sjálf. Hann hafði ótví-
ræða hæfileika til tónlistar, söng
og spilaði á mörg hljóðfæri sem
hann smíðaði gjarnan sjálfur, t.d.
gítar og bassa.
Uppeldi barna þeirra ber þeim
Ástþóri og Helgu fagurt vitni, en
þau hafa öll verið mjög dugleg í
námi og starfi og fengið góðan
stuðning frá foreldrum sínum í
íþróttum og öðrum tómstundum
og gleður það ömmu og afa að sjá
börnin blómstra hvert á sínu sviði.
Hjálpsemi og góðvild í garð
fjölskyldu okkar hefur verið ómet-
anleg og langar okkur t.d. að
nefna hér að þegar við byggðum
sumarhúsið okkar þá lagði hann
allt rafmagn í húsið ásamt mörgu
öðru, einnig þegar við keyptum
nýjan bát gekk hann frá öllu um
borð sem laut að því að gera bát-
inn sjóhæfan, svo sem rafmagn,
tengja mótor, koma fyrir möstr-
um og hvaðeina og naut Ástþór
þess síðar að fara á sjóinn með
Helgu og börnunum á meðan
heilsan leyfði. Ástþór var mennt-
aður matreiðslumaður og starfaði
við þá grein um árabil og nutum
við aðstoðar hans við veisluföng á
stórum stundum innan fjölskyldu
okkar, hann söðlaði síðar um og
lærði rafvirkjun og vann við þá
grein síðustu æviárin.
Við kveðjum nú ástkæran
tengdason með söknuði og þakk-
læti fyrir allar þær stundir sem
við höfum átt saman.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við foreldrum hans og
systkinum og fjölskyldum þeirra.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Alda og Guðmundur.
Okkur langar að kveðja frænda
okkar. Margar góðar minningar
hrannast upp þegar hugsað er til
hans, það var alltaf gaman í kring-
um Ástþór, hann var klár, hnytt-
inn og harðduglegur. Hann lærði
til matreiðslumanns með okkur og
unnum við saman í mörg góð og
eftirminnileg ár, þetta var
skemmtilegur tími fyrir okkur
frændurna að vinna allir saman í
eldhúsinu, við þrír bræðurnir, for-
eldrar okkar, svo Ástþór og Vignir
ásamt líka Helgu í óteljandi
veislum og viðburðum. Við þökk-
um nú fyrir þennan tíma sem við
áttum saman og hefur verið gam-
an að horfa til baka og rifja upp
þessi ár. Það var alltaf stutt í húm-
orinn hjá Ástþóri og hann var oft-
ast fyrsti maðurinn til að byrja á
einhverju gríni í vinnunni. Ástþór
varð fljótt framúrskarandi mat-
reiðslumaður, öflugur liðsmaður
og mikil fyrirmynd sem alltaf var
hægt að treysta á, sem lýsti sér
meðal annars í því að hann gat
haldið áfram endalaust og var
mjög ósérhlífinn.
Kæra Helga og fjölskylda, við
vottum ykkur öllum okkar innileg-
ustu samúð, með söknuð í hjarta
kveðjum við Ástþór frænda okkar.
Birgir, Sigurpáll og Ómar.
Hógvær, hljóðlátur, hæfileika-
ríkur, lítillátur, geðgóður, húmor-
isti, duglegur og skarpgreindur
var hann Ástþór systursonur
minn. Ég dáðist oft að getu hans
og verklagi og það var gott að vera
honum samferða. Þessi hæfileika-
mikli einstaklingur lét alls staðar
gott af sér leiða, bæði í leik og
starfi. Hann átti sérlega gott með
nám og verklegir þættir léku í
höndum hans. Það var gaman að
skoða handverkin hans, eins og
t.d. gítara sem hann smíðaði, en
þeir voru sannkölluð listasmíð.
Ástþór var mikill fjölskyldumaður
og góður pabbi. Hann var mikill
gæfumaður í sínu einkalífi með
Helgu sína og börnin þrjú, Hilm-
ar, Elvu og Berglindi og þeirra
maka, fjölskylduna sína sem hann
mat afar mikils og lifði fyrir. Að
þeim er nú mikill harmur kveðinn.
Þegar Ástþór greindist fyrir um
fjórum árum með krabbamein var
það mikið reiðarslag. Hann mætti
þessari áskorun af miklu æðru-
leysi og barðist hetjulega við vá-
gestinn, sem við vonuðum öll að
hann sigraði. Hann hélt áfram að
vinna á meðan stætt var og sýndi
mikinn dugnað í alla staði.
Ástþór er þriðji í röðinni af sjö
börnum Sonju og Hlöbba. Systk-
inin hafa alltaf verið mjög sam-
rýnd og miklir vinir og í fjölskyld-
unni er jafnan glens og gleði,
hvenær sem tækifæri gefst. Ást-
þór var góður tónlistarmaður og
naut sín með hljómsveitinni sinni
eða við að taka lagið með systk-
inum sínum við góð tækifæri.
Hann var úrræðagóður og hjálp-
fús. Hann hafði í raun allt það sem
prýða má einn mann. Það er
þyngra en tárum taki fyrir Sonju
og Hlöbba að þurfa að kveðja son
sinn á hans besta aldri, og fyrir
systkinin að missa dýrmætan
hlekk úr keðjunni fallegu.
Elsku Helga, Hilmar, Elva og
Berglind, megi góður Guð styrkja
ykkur og fjölskyldur ykkar á erf-
iðum tímum.
Minningin um Ástþór lifir.
Henrý og Inga.
Traust og þrautseigja eru
fyrstu orðin sem koma upp í hug-
ann þegar ég hugsa til Ástþórs
Hlöðverssonar.
Fyrstu kynni mín af Ása og
konunni hans, Helgu, voru á hlið-
arlínunni á fótboltavellinum þegar
við vorum að hvetja börnin okkar
til dáða í íþróttunum. Þá, eins og æ
síðar, var hann til fyrirmyndar,
sýndi stillingu og rósemi.
Ási, eins og hann var jafnan
kallaður meðal samstarfsfólksins,
hóf störf sem rafvirki í Trefjum í
janúar 2015. Hann var mikilvægur
starfsmaður og traustur hlekkur í
okkar keðju. Hógværð og lítillæti
voru hans aðalsmerki, hann vildi
alltaf láta verkin tala. Ef hann tók
að sér eitthvert mál þá leysti hann
það, að gefast upp var ekki hans
stíll.
Ég vil, fyrir hönd samstarfs-
fólks og fjölskyldu minnar, votta
aðstandendum Ástþórs samúð
okkar.
Hugur okkar er hjá þeim á
þessum erfiðu tímum.
Þröstur Auðunsson,
framkvæmdastjóri Trefja.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
✝ Guðný Sverr-isdóttir fæddist
á Akureyri 3. sept-
ember 1956. Hún
lést 9. febrúar 2021
eftir mikil veikindi
síðustu árin á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri.
Foreldrar Guð-
nýjar voru Andrea
Gíslína Jónsdóttir
húsmóðir, f. 29.
ágúst 1923, d. 4. júní 1991, og
Sverrir Árnason járnsmiður, f.
22. júlí 1920, d. 26. september
2001.
Systkini Guðnýjar: Hörður, f.
28.8. 1940, d. 3.5. 2015, Ingólfur,
f. 30.6. 1943, Árni, f. 18.10. 1944,
Ágústa, f. 11.9. 1946, d. 26.1.
2016, Ragnar, f. 26.2. 1949, Ólaf-
ur, f. 15.9. 1951, og Gunnlaugur,
f. 14.9. 1952.
Maki: Halldór Tryggvason, f.
6. júní 1957. Fyrrverandi eig-
inmaður: Jóhannes Sigtryggs-
son, f. 26. apríl 1957.
Börn Guðnýjar:
Sigtryggur Ómar Jóhann-
esson, f. 5. apríl 1977, d. 10. jan-
úar 1982.
Garðar Hvítfeld Jóhannesson,
f. 15. mars 1979, maki: Guðný
Helga Kristjánsdóttir, börn: Sól-
ey Hvítfeld, Viktoría Rún, Hafey
Hvítfeld, Logey Hvítfeld.
Sverrir Már Jóhannesson, f. 9.
september 1981, maki: Elín
Helga Kolbeinsdóttir, börn: Ar-
on Máni, Rakel Nótt, Elvar Logi.
Andrea Rún Halldórsdóttir, f.
22. júní 1993, maki: Gunnlaugur
Guðmundsson, barn: Eðvar Nói.
Börn Halldórs:
Kristbjörg Eva
Halldórsdóttir, f.
11. janúar 1979,
maki: Guðbergur
Ólafsson, börn:
Birta Rós, Snædís
Harpa, Arnór Orri,
Ólafur Dagur, Dag-
ur Orri.
Arnar Ingi, f. 19.
nóvember 1981,
maki: Berglind Þór-
arinsdóttir, börn: Aþena Rún,
Kamilla Rún, Karitas Eir.
Halldór Þórir, f. 6. janúar
1984, maki: Íris María Eyjólfs-
dóttir, börn: Halldór Berg, Diljá
Ísfold.
Guðný ólst upp í Ránargötu 16
og var í Oddeyrarskóla og síðan í
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Eftir skólagönguna fór Guðný á
vinnumarkaðinn og vann í verk-
smiðjunum á Akureyri í mörg ár.
Síðar stundaði hún ýmis önnur
störf þar til hún gat ekki unnið
lengur vegna veikinda.
Guðný giftist Jóhannesi Sig-
tryggssyni og áttu þau heimili á
Akureyri þar til þau skildu. Þau
áttu þrjá drengi saman, þá Sig-
trygg Ómar sem lést af slysför-
um 5 ára gamall, Garðar Hvít-
feld og Sverri Má.
Eftir skilnaðinn við Jóhannes
kynntist hún Halldóri Tryggva-
syni og áttu þau eina stúlku sam-
an, Andreu Rún. Þau bjuggu
lengst af á Akureyri en í tvö ár
stunduðu þau búskap í Skaga-
firði.
Útför Guðnýjar fór fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Einlægur fögnuður ríkti í fjöl-
skyldunni í Ránargötu 16 á Ak-
ureyri við upphaf septembermán-
aðar árið 1956 eftir að ljósmóðirin
tilkynnti að lítil stúlka hefði komið
í heiminn. Þar með vorum við orð-
in átta talsins, sex strákar og tvær
stúlkur. Ekki minnkaði fjörið á
bænum við komu Guðnýjar litlu
systur enda dafnaði hún vel,
brosti sífellt og var okkur öllum
mikill gleðigjafi. Áfram leið tím-
inn, hún stækkaði eins og laukur í
túni, lét meira að sér kveða í
strákahjörðinni heima og gaf
hvergi eftir í því harki öllu. Við
það hlaut hún dýrmætt veganesti
út í lífið – að biðjast aldrei afsök-
unar á sinni tilveru en standa stolt
með sjálfri sér á hverju sem gekk.
Þannig var Guðný systir allt sitt
líf, bæði í gleði og sorg.
Fyrr en nokkurn varði var litla
systir orðin myndarstúlka og
gjafvaxta. Kynntist ungum manni
úr Eyjafirði, Jóhannesi Sig-
tryggssyni, og stofnuðu fallegt
heimili. Þau eignuðust þrjá mann-
vænlega syni og allt virtist leika í
lyndi. Þá knúði ógæfan harkalega
dyra þegar elsti drengurinn, Sig-
tryggur Ómar fjögurra ára,
drukknaði í Eyjafjarðará í árs-
byrjun 1982. Eins og nærri má
geta gekk þessi hræðilegi atburð-
ur ákaflega nærri systur okkar;
hún bognaði vissulega en brotnaði
ekki. Satt að segja var það frekar
hún sem hjálpaði okkur hinum í
sorginni og sýndi þá vel hvern
mann hún hafði að geyma. Hún
skipaði sér í hóp þeirra sem mæta
grimmum örlögum af æðruleysi
og reisn. Þannig var systir okkar.
Ekkert gat bugað hana.
Síðan fjaraði undan hjóna-
bandinu og við tóku nýir tímar
með drengjunum tveimur þar
sem vinna og sjálfsbjargarvið-
leitni var í forgangi. Ekki leið á
löngu þar til hún hóf sambúð með
Halldóri Tryggvasyni sem reynd-
ist henni góður förunautur. Fljótt
bar sambandið ávöxt þegar þau
eignuðust dóttur árið 1993 sem
var tvímælalaust þeirra mesta
gæfa.
Lífið hélt áfram í leik og starfi.
Guðný var að því leyti lík foreldr-
um okkar, Andreu Gíslínu og
Sverri, að allt lék í höndum henn-
ar. Handlagin í bestu merkingu
orðsins. Hin fjölbreyttu verkefni
sem hún fékkst við virtust gerast
án fyrirhafnar og áreynslu; allt í
einu var þeim lokið og eftir stóð
glæsilegur afrakstur hvort heldur
var inni á heimilinu eða við störf
utan þess. Þessi tegund gáfna
verður seint fullmetin og ærin
ástæða til að hampa slíkum hæfi-
leikum meira en gert hefur verið
síðustu áratugi. Á þessu sviði var
systir okkar sannarlega í fremstu
röð og nutu margir verka hennar,
ósérhlífni og vandvirkni enda var
hún oftar veitandi en þiggjandi í
þeim efnum.
Síðustu árin glímdi systir við
veikindi sem gengu mjög nærri
henni á stundum, en hún tókst á
við þau af mikilli stillingu og hug-
prýði þótt oft blési harkalega á
móti. En enginn má sköpum
renna því örlaganornirnar höfðu
af miskunnarleysi sínu ofið þann
vef sem systir okkar kær komst
ekki undan. Sjúkdómurinn ágerð-
ist síðustu mánuði og hafði að lok-
um sigur. Eftir stöndum við sem
unnum henni í djúpri hryggð en
um leið full þakklætis að hafa átt
hana að. Minningin um Guðnýju
systur verður okkur ávallt dýr-
mæt og mikils virði.
Ingólfur Sverrisson.
Guðný
Sverrisdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar