Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 ✝ Stefán Árna-son fæddist í Reykjavík 29. mars árið 1944. Hann lést af slysförum 17. febrúar 2021. Foreldrar hans voru Guðfinna Guðmundsdóttir handavinnukenn- ari, f. 1910, d. 1968 og Árni Þórður Stefánsson, bifvéla- virki og ferðamálafrömuður, f. 1911, d. 1982. Þau hjónin slitu samvistir. Stefán ólst upp á Njálsgötu 7 í Reykjavík. Þá var hann einnig mörg sumur í sveit í Dalsmynni í Biskupstungum. Hálfsystur hans eru: Þorgerður Árnadóttir náttúrufræðingur, f. 1952, d. 2020 og Einfríður Árnadóttir röntgenlæknir, f. 1956. Eig- inmaður hennar er Christer Magnusson hjúkrun- arfræðingur, f. 1956, og börn þeirra eru Tinna Jóhanna, f. 1989 og Árni Magnús, f. 1993, kvæntur Lindsey Lee, f. 1993. Barn þeirra er Rúnar Þór, f. 2020. Fyrri kona Stefáns var Þór- hildur Ósk Jónasdóttir kennari, f. 1946, d. 1975. Barn þeirra er Hrafnkell Tjörvi mannauðs- ráðgjafi, f. 1975. Foreldrar Marsibil eiginkonu sinni. Seinna fluttu þau aftur til Dan- merkur ásamt þremur börnum sínum og voru þar við nám og störf á árunum 1983-1985. Stefán hóf kennsluferil sinn í Vogaskóla árið 1965 og að því búnu lá leiðin í Garðabæinn þar sem hann kenndi stærðfræði við Garðaskóla um árabil. Árið 1985 hélt hann áfram stærð- fræðikennslunni við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ allt til árs- ins 2010. Stefán vann hjá skólarannsóknadeild mennta- málaráðuneytisins með kennslu á árunum 1972-1975. Auk þess fór hann yfir samræmd próf í stærðfræði til fjölda ára. Þau Ásrún Matthíasdóttir, Sveinn Ingi Sveinsson og Stefán sömdu bókina Tölfræði með tölvum sem kennd hefur verið í ýmsum framhaldsskólum. Stefán var mikill Garðbæing- ur þar sem hann bjó bróð- urpartinn af lífi sínu. Hann var í stjórn sunddeildar Stjörn- unnar árin 1992-1995 og var varaformaður Stjörnunnar árið 1996. Stefán tefldi mikið og var í skákklúbbi. Hann hafði bæði ánægju af ferðalögum innan- lands sem og erlendis. Einnig var hann göngugarpur og stundaði sund. https://www.facebook.com/ groups/stefanarnason Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Þórhildar voru Jónas Valdimars- son pípulagn- ingameistari, f. 1925, d. 2011 og Hrefna Guðmunda Magnúsdóttir hús- freyja, f. 1924, d. 2007. Seinni kona Stefáns er Marsibil Ólafsdóttir aðstoð- arskólastjóri, f. 15. mars 1949. Foreldrar hennar voru Halla Inga Einarsdóttir húsfreyja, f. 1920, d. 2009 og Ólafur Emil Ingimarsson leigu- bifreiðarstjóri, f. 1921, d. 1971. Stefán og Marsibil eignuðust tvö börn. Fyrra barn þeirra er Vésteinn rafvirki, f. 1981, kvæntur Kolbrúnu Hönnu Jón- asdóttur námsráðgjafa, f. 1981. Barn hennar er Sölvi Snær Valdimarsson, f. 2000. Vésteinn og Kolbrún eiga saman Jöklu Dís, f. 2009. Seinna barn Stef- áns og Marsibilar er dr. Bryn- dís iðnaðarverkfræðingur, f. 1983, gift Jens Jónssyni fjár- málastjóra, f. 1983. Dætur þeirra eru Hekla Karen, f. 2008 og Sóley Karen, f. 2013. Stefán lauk kennaraprófi ár- ið 1965. Hann stundaði einnig nám við Danmarks Lærerhøj- skole árin 1978-1979 ásamt „Við heyrumst!“ voru síðustu orðin sem fóru á milli okkar kvöldið fyrir örlagaríka göngu- túrinn, en þú hafðir hringt í mig til að athuga með afastelpuna sem hafði handleggsbrotnað. Það er svo stutt síðan við vor- um að hlæja saman og rifja upp þegar ég hitti þig í fyrsta skipti. Þá í danskri landsliðstreyju með sundmedalíu um hálsinn. Þú varst einstaklega glaður og ég skildi ekki neitt í neinu, enda kannski ekki vön að sjá fullorðinn mann svona glaðan út af ein- hverju sundi. Síðan eru liðin 20 ár og á þessum langa tíma hefur þú markað líf mitt á einstakan hátt. Þótt mér finnist sárt að sitja hér heima með tárin í augunum og skrifa minningarorð um þig, þá fyllist ég af hlýju og kærleik yfir stundunum sem ég átti með þér. Mínar helstu uppáhalds- stundir með þér eru lítil augna- blik. Til dæmis augnablikin þegar við horfðum samtímis hvort á annað og hristum höfuðið yfir því þegar Marsibil og Vésteinn voru að ræða kaup á einhverjum hlut sem þú kærðir þig ekkert um. Eða stundirnar þegar allir voru hættir að hlusta, en þú sást að ég þorði ekki öðru og hélst því áfram með söguna sem þú varst að segja. Eða þegar þú leist í augun á mér og sagðir mér að hafa eng- ar áhyggjur, ég væri ein af fjöl- skyldunni. Ég á erfitt með þessi örlög þín og að geta ekki heimsótt þig í ell- inni og lesið eina frétt eða tvær úr blöðum dagsins. Ég var nefnilega búin að ákveða að vera dugleg að lesa fyrir þig ef til þess kæmi. Svona eins og þegar þú baðst mig um að lesa fréttir í bílnum á Tenerife. Ég veit ekki um neinn sem hafði jafn mikinn áhuga á fréttum og þú. Einnig hafðir þú líka svo mikinn áhuga á ótrúleg- ustu hlutum. Til dæmis stunda- töflu barnanna minna. Þú gast bara setið og rýnt í stundatöfl- urnar eins og þetta væri eitthvað sem þú ættir að fara að mæta í! Ég mun sakna þess að þú biðj- ir okkur Véstein um jaðarupplýs- ingar á sms-formi þegar við för- um í ferðalag eins og „L60“, „mætt í bústaðinn“, „heiðin“, „Þingvellir“. Þú vildir nefnilega alltaf vita ákveðnar jaðarupplýs- ingar. Það er það sem var svo ein- stakt við þig. Það vita allir sem þekktu þig hvaða mann þú hafðir að geyma. Fjölskyldan þín var alltaf í algjörum forgangi og rúm- lega það. Elsku besti tengdapabbi minn. Takk fyrir að vera í lífinu mínu og kenna mér að verða betri mann- eskja. Takk fyrir að taka mér eins og þinni eigin dóttur og vera mín helsta fyrirmynd. Ég elska þig af öllu mínu hjarta. Um leið og ég kveð þig með söknuði og brotnu hjarta þá segi ég við þig í hinsta sinn: „Við heyrumst!“ Kolbrún (Kolla). Elsku besti pabbi. Skyndilegt fráfall þitt er okkur fjölskyldunni mikið reiðarslag. Það er svo sárt að kveðja þig en eftir standa margar góðar minningar. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður og unni hann fjölskyldu sinni afar heitt og vildi hag henn- ar sem bestan. Ég minnist barn- æsku minnar sem einstaklega ljúfs tíma. Á Markarflötinni bjuggu pabbi og mamma til ynd- islegt heimili þar sem allt var til alls fyrir mig og bræður mína. Pabbi og mamma skiptu öllum verkefnum á sanngjarnan hátt á milli sín. Mamma var kokkurinn á heimilinu og pabbi var alltaf jafn ánægður með snilldarelda- mennsku hennar. Við fjölskyldan spiluðum mikið, fórum í sund og skelltum okkur á skíði. Pabbi hafði yndi af að ferðast um Ísland og ég minnist ótal skemmtilegra gönguferða og hringferða um landið. Eitt sumarið var met sleg- ið þar sem við vorum 27 nætur í tjaldi! Pabbi studdi mig á ótrúlegan hátt í gegnum allt mitt nám; hvort sem það var að reikna sam- an, fara yfir verkefni, færa mér mandarínur, hringja í mig eftir próf eða lána mér bílinn. Þegar ég og Jens fluttum til náms til Kaupmannahafnar þá komu pabbi og mamma í ótal heimsókn- ir sem ég minnist með mikilli hlýju. Af skemmtilegri tilviljun þá bjuggum við á Sólbakkanum þar sem þau höfðu einnig búið og verið við nám. Árin í Danmörku mótuðu þau á margan hátt og tenging þeirra við Danmörku var afar sterk. Ég hef verið búsett með fjöl- skyldu minni í München í tíu ár. Pabbi og mamma heimsóttu okk- ur mikið þangað og við ferðuð- umst m.a. saman til Ítalíu, Króat- íu, Austurríkis og um hið fagra Bæjaraland. Í heimsóknunum var oft tekið í spil og tíminn með barnabörnunum nýttur vel en hann hafði mikla unun af þeim. Hann kenndi þeim svo ótal margt sem þau munu búa að alla ævi. Pabbi kom einnig tvisvar til okk- ar yfir lengri tíma og leysti „aupair-starfið“ með stelpunum mjög vel af hendi. Pabbi hefur alla tíð lesið ótrúlega mikið hvort sem það eru dagblöð eða bækur. Þegar hann kom til München kom hann oftast af ásettu ráði með „leiðinlega“ bók svo hann myndi nú ekki festast við lestur! Pabbi starfaði sem framhalds- skólakennari til margra ára. Hann var afar góður kennari og vel metinn af mörgum nemend- um. Þegar mamma lét af störfum sem aðstoðarskólastjóri hóf hún nám í Háskóla Íslands. Pabbi studdi hana vel í því; sótti fyrir hana bækur og hlustaði með at- hygli og kom með athugasemdir þegar hún las upphátt skilatext- ana. Pabbi hafði mikinn áhuga á öllu sem hans nánustu tóku sér fyrir hendur og alltaf var hægt að leita ráða hjá honum. Hann hafði unun af því að spjalla við fólk og segja sögur. Við pabbi erum að mörgu leyti mjög lík og spjölluð- um mikið saman. Oft snerust samtölin um málefni sem fáir aðr- ir hafa áhuga á, s.s. skipulagn- ingu lestarkerfa, skráningu sund- ferða eða ýmiss konar tölfræðipælingar. Pabbi var mik- ið fyrir jaðarupplýsingar, t.d. eitt sinn þegar ég sagði honum að við fjölskyldan hefðum fundið nýja íbúð þá var fyrsta spurningin varðandi það hvar póstkassinn væri staðsettur! Elsku pabbi, þakklæti er mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa átt yndislegan föður, sem var alltaf til staðar fyrir mig. Pabbi, þú átt svo stóran hlut af hjarta mínu og ég sakna þín svo mikið. Við munum halda veislu þér til heiðurs á 99 ára afmælisdegi þín- um. Þú hafðir jú oft haft á orði að þann dag muni einmitt bera upp á páskadag! Þín dóttir, Bryndís. Meira á www.mbl.is/andlat Þetta er Stefán! Ég heyri röddina, finnst ég sjá hann þegar hann segir þetta og bíð eftir framhaldinu. En það er þögn, minningin ein stendur eft- ir. Stefán var einstakur. Honum einum dytti í hug að vera búinn að bjóða okkur í tæpt aldaraf- mæli sitt í framtíðinni, enda hafði hann einsett sér að verða skemmtilegt gamalmenni. Hissa, samt eiginlega ekki. Sagði að ef hans nyti ekki við á þeim tíma- punkti myndi Vésteinn sonur hans halda þetta afmæli fyrir hann. Svona, eitthvað öðruvísi en allt annað, var eitt af því sem var svo einstakt við Stefán. Ég hef ákveðið að synda hring- inn í kringum Ísland, tilkynnti hann eitt sinn og sagði: Núna er ég kominn í Borgarfjörðinn. Auð- vitað kláraði hann hringveginn syndandi það árið og þeir voru ófáir hringirnir eftir það sem hann synti og gekk, allt mælt upp og samviskulega skráð. Honum fannst gaman að skipuleggja, iðaði eftir því að koma á óvart og skemmti sér vel á þeim vettvangi. Að spila backgammon eða öðru nafni kotru og halda úti fjöl- skyldumóti til nokkurra ára var undan rifjum Stefáns runnið. Ut- anumhaldið varð til þess að úr varð fréttabréf innan stórfjöl- skyldunnar sent „víða“ um heim til að fylgjast með stöðunni. Stef- án í essinu sínu. Uppsett taflborð á heimili er eitthvað sem fólk þekkir líklega ekki almennt. Vissulega að til séu almennt á heimilum, en ekki beinlínis að þau taki á móti manni. Því er þannig háttað á Markarflötinni og næsta víst að margt unga fólkið hafi a.m.k. lært mannganginn fyrir tilurð þessa. Þetta var eitt af því sem Stefáni fannst mikilvægt, að alltaf væri hægt að grípa í tafl 365 daga á ári og einn dag til, á hlaupári. Oft skrifaði hann SMS. Ekki sjálfgefið að vera „áskrifandi“ en þau voru bæði skemmtileg og öðruvísi. Hver þekkir ekki SMS- slagorðið: „Við erum öll Sigfús á línunni“? Það var hann sem samdi það og vann GSM-síma fyrir framlagið. Stefán var með eindæmum bóngóður og greiðvikinn. Ekki var það tiltökumál af hans hálfu að koma fólki sem honum þótti vænt um á milli staða. Að sendast eða sækja eitthvað, ekki málið. Afinn sem sem flaug með næstu vél til München til að aðstoða þegar þurfti á að halda, snilldar- au-pair það. Hann studdi börnin sín, tengdabörnin og barnabörnin, fylgdist stoltur með þeim. Og það var gott að finna hve hreykinn hann var enda ekki að ástæðu- lausu. Elsku Marsí mín, sagði hann gjarnan, enda var það þannig að þegar annað þeirra var nefnt fylgdi hitt oftast með. Vinur okkar í rúm 40 ár, au- fúsugestur sem lét vita þegar kaffið var um það bil að gleymast. Vinur sem tók alltaf glaður á móti okkur, vitandi að honum þótti vænt um okkur og okkur þótti einstaklega vænt um hann. Það var bara svo gott að eiga þennan trausta öðling að. Fleiri pör af Skarpa-skóm verða ekki gengin út. Sundferð- irnar, SMS-in, kaffisoparnir, skemmtilegu samræðurnar og heimsóknirnar verða ekki fleiri. En minningarnar um samveru og einstaka vináttu lifa. Megi tær lind minninga streyma fram og umvefja ykkur ástvinina minningu ástkærs eig- inmanns, föður, tengdaföður og afa. Guðlaug og Ingimar. Stefán frændi minn féll frá með sviplegum hætti 17. febrúar. Einfríður frænka mín færði mér þessa sorgarfregn sem gerð- ist rétt ári frá andláti Þorgerðar, elskulegrar systur þeirra. Við Stefán vorum systkinabörn, faðir hans Árni Þórður og Ragnheiður móðir mín voru systkin. Mér skilst að fyrstu mánuði ævi minnar hafi ég búið með mömmu hjá afa Stefáni og ömmu Þorgerði á Njálsgötu 7, þá hefur Stefán verið á áttunda ári. Hann ólst upp á Njálsgötu 7 og eftir skilnað foreldra sinna bjó hann þar áfram með móður sinni Guð- finnu. Íbúðin þeirra var falleg og björt, vítt til veggja og hátt til lofts fannst mér stelpunni. Her- bergi Stefáns var beint inn af anddyrinu, stórt í minningunni, snyrtilegt með fullt af merkileg- um hlutum, bókum og öðru sem hann var að fást við, sjálf var ég ekki með sérherbergi. Mamma fór oft með okkur systkinin í heimsókn til Gauju og Stefáns og þar fékk ég ung að ár- um einkakennslu í hannyrðum. Gauja var handavinnukennari og man ég að mér þótti þetta skemmtilegt, líkaði leiðsögn hennar vel og alltaf var hún elskuleg og góð við mig. Ég held að Stefán frændi hafi ekki haft mikinn áhuga á hannyrðum mín- um en hann var alltaf vinsamleg- ur og vænn við mig. Hann hélt sig mest í sínu herbergi ef hann var heima er mig bar að garði og ég held að við höfum ekki spjallað mikið saman þessi hannyrðaár mín á Njálsgötunni. En eitt sinn er ég var að leggja af stað heim frá þeim mæðginum, bauðst Stef- án til að skutla mér á hjólinu sínu sem ég þáði með þökkum. Þetta var þægileg ferð, ég sat á böggla- beranum og var frekar lítil á hjól- inu miðað við hann. Ég held að hann hafi hjólað niður Skóla- vörðustíginn og inn Bergstaða- strætið. Það var alveg sérstakt að stór strákur skyldi skutla mér stelpunni heim að dyrum. Krakk- arnir í götunni ráku upp stór augu þegar við komum, ég lét sem ekkert væri eins og þetta væri bara daglegt brauð, man þetta enn, takk frændi. Fyrir skömmu var ég að fara í gegnum gamlar myndir með föð- ur mínum Ólafi Nielsen, þar finn- um við póstkort sem Gauja hafði skrifað fyrir Stefán og sent til mömmu. Hann hafði þá nýverið lagt af stað í ferðalag, sá stutti ætlaði gangandi austur á Glett- ingsnes þá rétt nýorðinn fimm ára gamall og vinur hans Gústi slóst með í förina. Á póstkortinu stendur skrifað: „20. maí 1949 Elsku Ragna frænka mín, þakka þér fyrir kort- ið. Þú segist hafa verið á göngu, fólkinu mínu finnst ég fara í of langar gönguferðir, við Gústi lögðum af stað, ætluðum á Glett- ingsnes en lentum í Tívolí. Þegar elsku litlu drengirnir voru komn- ir svona langt var ekkert í gangi og mennirnir bara ráku okkur út svo fórum við í Trípolí bíó og framhjá Tjörninni og heim, en nú þori ég ekkert að fara því ég fékk ekki að fara þegar þeir fóru með bátinn okkar af því ég var nýbú- inn að stelast, bara niður á Bók- hlöðustíg ég grét svo mikið að ég man það alltaf. Nú fer ég út að leika mér, veðrið er alveg dásam- legt. Vertu bless, þinn S.Á.“ Blessuð sé minning Stefáns Árnasonar. Samúðarkveðjur sendi ég Marsibil, börnum þeirra og fjöl- skyldum og öðrum aðstandend- um. Guðrún Nielsen. Félagi Stefán. Takk fyrir mig og takk fyrir mína. Það væri hægt að fylla Morgunblaðið þúsund sinnum ef ég ætlaði að telja upp alla þína mannkosti. En efst í huga mínum er hvað þú varst góður vinur, áreiðanlegur, heiðarlegur, traustur og bóngóður. Þú varst maðurinn sem kenndi Kötlu Maríu að tefla, sást um að halda utan um félagsvistina í kringum stórhátíðir og passaðir upp á punkt og kommu að rétt væri talið. Ásinn er alltaf hæstur! Ræktarsemi þín þegar kom að fjölskyldunni er mér líka ofarlega í huga. Alla tíð stóðstu vörð um fólkið þitt og gættir þeirra eins og sjáaldurs augna þinna. Hvort sem það var með því að keyra elsku Marsí þína út um allar trissur, að flækjast upp um fjöll og firnindi með börnunum þínum – eða flækjast út um allan bæ og veröldina sjálfa þvera og endi- langa til þess að verja tíma með barnabörnunum. Elsku Stefán. Takk fyrir allt. Ég hlakka til að hitta þig aftur í Sumarlandinu góða. Elsku Marsí, Hrafnkell, Vésteinn, Bryndís og fjölskyldur, megi góð- ur Guð styrkja ykkur í sorginni. Margrét Ýr og fjölskylda. Þegar maður er sextán ára, þá finnst manni ekki mikið koma til tíu ára pjakks. Sérstaklega ekki ef pjakkurinn er lítill eftir aldri, mjór og væskilslegur. Og ef hann hefur aldrei unnið ærlegt hand- tak og eiginlega aldrei stigið fæti út af malbikaðri Njálsgötunni og hellulögðu portinu á bak við hús móður sinnar, þá finnst manni eiginlega ekkert til hans koma. Sérstaklega ekki ef maður er sjálfur sextán ára unglingur, uppfullur af einhverri blöndu af hroka, minnimáttarkennd og efa- semdum um sjálfan sig og til- veruna. Svona vorum við Stefán þegar hann kom fyrst til okkar í Dals- mynni. En hann var ekki lengi að bræða ísa, brjóta múra og byggja brýr. Áður en við vissum af var hann orðinn eins og einn af fjöl- skyldunni. Hann kom til okkar með tilbreytingu, með gleði, með sólskin og með líf og fjör. Hann varð sumardrengur hjá okkur fram yfir fermingu og náinn vin- ur til æviloka. Það var ótrúlegt hvað þessi litli vinnumaður stóð sig vel í svo framandi aðstæðum. Hann var vinnufús og fundvís á hvað þurfti að gera og gerði hvað sem var með glöðu geði. Hann hafði ekki verið lengi í vistinni þegar hann vildi fá að gefa kálfi drukk, þótt hann kynni það ekki. Enginn ansaði honum, enda voru allir uppteknir við sitt. Þá hljóp Stefán inn í bæ, hratt upp eldhúshurðinni og hrópaði: „Guðrún, Guðrún. Á ég að gefa kálfinum?“ „Stefán þó,“ sagði mamma, heldur óblíðum rómi, „veðurðu hérna inn í eldhús á fjósaskítugum stígvélum. Farðu strax út!“ „Fyrirgefðu, elsku Guðrún mín.“ Stefán brunaði nið- ur í kjallara og út á hlað. Eftir andartak var hann aftur kominn inn á eldhúsgólfið og stígvélin jafn óhrein og áður. „Guðrún, á ég ekki að gefa kálfinum?“ Dálítil þögn, meðan hún virti hann fyrir sér, frá stígvélunum upp eftir mjóum kroppnum, upp í stór augu og hrokkinn hárlubba. „Jú, gerðu það, Stefán minn,“ sagði hún og strauk drengnum sínum um vangann. Stefán var fljótur að ávinna sér traust til vandasamari verka. Reka kýr í haga. Sækja þær á kvöldin. Leita að þeim: Inn á dal, upp í fjall, inn í Tungur, út í Mýr- arskóg, gangandi, hlaupandi, ríð- andi um torfæran skóginn sem gleypti allt. Stundum í sól og blíðu, stundum í roki og rigningu eða svartaþoku. Svo, eftir því sem árin liðu, tóku við fullorðinsverk, erfiðari og vandasamari, hey- skapur og öll hugsanleg bústörf með handafli, hestum, traktor, bíl. Öllum þessum störfum sinnti Stefán með dugnaði, áhuga og gleði. Síðasta verkefni Stefáns í sveitavinnunni var að fara í göng- ur og Tungnaréttir sem fullgildur fjallmaður, 15 ára gamall. Svo tók við nám og krefjandi ævistarf, með dásamlegu fjöl- skyldulífi en líka hörmulegum ástvinamissi. Öllu sem að hönd- um bar tók Stefán, alla ævi, með yfirvegun og æðruleysi. Og svo var hann sjálfur hrifinn burt í hörmulegu slysi. Við sem urðum honum sam- ferða á æskuárunum í Dalsmynni og svo áfram út ævina kveðjum með þakklæti fyrir allt sem hann gaf okkur öll þessi ár, en líka með djúpri sorg af því að ferðinni er lokið. Ástvinum Stefáns færum við hugheilar samúðarkveðjur. Örn Erlendsson. Fyrir stuttu áttum við engan veginn von á því að það lægi fljót- lega fyrir okkur að skrifa minn- ingarorð um Stefán Árnason en Stefán Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.