Morgunblaðið - 01.03.2021, Page 29

Morgunblaðið - 01.03.2021, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 það er nú staðan engu að síður. Það var mikið áfall að fá frétt- irnar af því að Stefán væri fallinn frá og það svona snöggt. Þegar við minnumst Stefáns leitar hug- ur okkar til baka. Við höfum þekkt Stefán lengi, bæði sem samstarfsmann og vin. Björg kynntist honum 1980 þeg- ar hún var að byrja sinn starfs- feril sem kennari í Garðaskóla en á þessum tíma var Stefán deild- arstjóri í stærðfræði. Betri sam- starfsmann var ekki hægt að hugsa sér og myndaðist strax góð vinátta milli þeirra sem hefur enst alla tíð síðan. Björg og Stef- án kenndu stærðfæði bæði í Garðaskóla og svo FG og voru því nánir samstarfsmenn í 15 ár. Það var einstaklega þægilegt og fag- legt að vinna með Stefáni því hann var ávallt reiðubúinn til samvinnu og að veita stuðning. Már kynntist Stefáni fyrst á námsárum sínum í Kaupmanna- höfn þar sem þeir hittust á skák- móti í Jónshúsi og þegar Már hóf störf í FG 1985 styrktist vinátta þeirra. Gæðastundirnar sem við átt- um saman voru margar og skemmtilegar og það var alltaf gaman að hitta Marsibil og Stef- án. Umræðurnar voru oft fjörug- ar og gátu snúist um dægurmál, stjórnmál, ferðalög og ferðabún- að, ljóð og bækur, arkitektúr og heimilisstörf svo fátt eitt sé nefnt. Stefán hafði einstakt lag á að nálgast hlutina á óvenjulegan og skemmtilegan hátt. Þannig átt- um við sem dæmi afar áhuga- verðar umræður um heimilis- störf, hvað fellur þar undir og Stefán fór á kostum í því samtali. Á slíkum stundum komu mann- kostir Stefáns vel í ljós. Hann var einlægur, hjartahlýr, nákvæmur og gæddur ríkri réttlætiskennd. Við munum geyma minning- arnar um kæran vin, Stefán var sannur vinur vina sinna og það var gott að vera með honum. Hann lét sér líka afar annt um Marsibil og börnin og það var augljóst að hann var mikill fjöl- skyldumaður. Við kveðjum Stefán með þökk- um fyrir áratuga vináttu um leið og við vottum Marsibil, börnun- um og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð. Björg Jóna Birgisdóttir, Már Vilhjálmsson. Stefán Árnason var mikill FG- ingur. Hann var ráðinn 1984 þeg- ar skólinn var stofnaður og var við kennslu í Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ þar til hann lét af störfum vegna aldurs 2010. Stef- án var ábyrgur og afkastamikill kennari og var mjög umhugað um sína nemendur. Stefán kenndi stærðfræði og var alltaf mikilvægur hluti af stærðfræði- kennarahópnum. Stefán var ekki bara kennari við skólann, börnin hans þrjú luku öll stúdentsprófi við skólann. Stefán var góður félagi. Við vorum stundum herbergisfélagar á ferðum erlendis og áttum sam- an skemmtilegar stundir. Í Lundúnum las hann fyrir mig úr Njálu en Stefán hafði þá bók gjarnan með í ferðum sínum er- lendis. Í Lübeck í Þýskalandi kepptum við í marías og vorum báðir sannfærðir um að við vær- um með betri maríasspilurum. Ég er ekki frá því að hann hafi haft meira til síns máls en ég. Það var gaman að sækja Stefán heim. Marsibil er listakokkur og Stefán skipulagði leiki þannig að kvöld- stundin leið alltof hratt. Oft fékk starfsmannafélag FG að njóta krafta hans við skipulagningu leikja og upplesturs. En þó Stefán væri mikill FG- ingur þá var hann enn meiri fjöl- skyldumaður. Fjölskyldan var honum mikils virði og voru engin takmörk til þegar fjölskyldan var annars vegar. Stefán gekk alltaf í skólann og ef börnunum fannst of kalt þá keyrði hann þau en fór svo til baka og gekk sjálfur. Stefán var stoltur af sínum börnum enda full ástæða til og sagði stoltur frá afrekum þeirra. Fjölskylda Stefáns er sam- heldin og vona ég það hjálpi þeim í gegnum þessa erfiðu tíma. Þau geta líka yljað sér við minningar af frábærum fjölskylduföður og góðum dreng sem alltaf tók skyldur sínar alvarlega og rækti þær öðrum fremur. Með kveðju frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ, Kristinn Þorsteinsson skólameistari. Líf mannlegt endar skjótt – orð Hallgríms Péturssonar koma í hugann við fráfall góðs vinnu- félaga og góðs manns – á snöggu augabragði er Stefán Árnason ekki lengur á meðal okkar. Eng- inn veit neitt um það hvernig, á hverjum tíma eða hvar dauðinn kemur að. Kynni okkar Stefáns spanna meira en hálfa öld. Við vorum bæði stærðfræðikennarar. Í fyrstu vissum við hvort af öðru og þekktum sama fólkið, en síðar áttum við daglegt samstarf um nærri tveggja áratuga skeið við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Enn síðar höfum við átt endur- fundi með fyrrverandi samstarfs- fólki. Síðast var það fyrir réttu ári, 25. febrúar 2020, örstuttu áð- ur en kófið tók fyrir vinafundi og skemmtiferðir jafnt sem brýn er- indi. Við gömlu vinnufélagarnir væntum margra góðra samveru- stunda þegar kófinu slotaði, en nú er skarð fyrir skildi þegar Stefán er farinn. Stefán var heill í öllu sínu fari, í skólastarfinu og í umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Hann setti sér lífsreglur og fór eftir þeim, og hann var vandvirkur kennari. Bæði vorum við Garðbæingar, höfðum bæði kennt barni hins og eignast þannig svolitla hlutdeild í þeim. Á febrúarfundinum í fyrra ræddum við börnin okkar, hagi þeirra, hvað þau fengjust við og hvernig þeim vegnaði. Það var gott samtal. Farðu vel, góði félagi. Marsi- bil, Hrafnkell, Vésteinn og Bryn- dís og fjölskyldur: Megi minning- in um góðan föður, afa og eiginmann verða ykkur huggun í sorginni. Kristín Bjarnadóttir. Sviplegt andlát vinar okkar, Stefáns Árnasonar, minnir sann- arlega á hvað lífið er hverfult og ófyrirsegjanlegt. Allt í einu er sem tilveran fyllist dimmum skuggum. En rétt eins og von er á sól og birtu komandi vors og sumars er sú minning sem við eigum um vin okkar ljósið sem mun lifa með okkur og vitna um þær góðu stundir sem við áttum með honum allt frá því að við vor- um ungt fólk að taka fyrstu stóru skref okkar út í lífið. Þau skref urðu að leið sem oft lá saman bæði í gleði og sorg. Tengslin hófust í Kennara- skóla Íslands með því að Stefán og Steinar voru bekkjarbræður og Gullveig og Þórhildur, fyrri kona Stefáns, bekkjarsystur og góðar vinkonur. Atvikin höguðu því þannig að þegar við stofnuð- um heimili voru heimilin í ná- grenni hvort við annað í Garðabæ og samskipti urðu mikil og náin. Það var mikið áfall þegar Þór- hildur fórst af slysförum í blóma lífsins, sérstaklega fyrir Stefán og Hrafnkel, son þeirra, sem þá var aðeins 9 mánaða gamall. Við dáðumst oft að því hversu vel Stefán sem einstæður faðir ann- aðist son sinn. En gæfan var Stef- áni líka hliðholl. Hann kynntist Marsibil Ólafsdóttur, þau urðu hjón og eignuðust saman tvö börn, Véstein og Bryndísi. Vel- ferð og frami barnanna þriggja var þeirra stóri leiðarsteinn í líf- inu og barnalánið veitti þeim ómælda hamingju sem gott var fyrir okkur, vini þeirra, að fá að taka þátt í. Góðir vinir eru ómetanlegur fjársjóður sem mikilvægt er að fara vel með, hlúa að og rækta. Og Stefán var sannarlega vinur vina sinna, traustur og áreiðan- legur. Hann var einarður í skoð- unum sínum á mönnum og mál- efnum og lét það óhikað í ljós. Margs er að minnast og við geymum í minningunni margar glaðar stundir með Stefáni og Marsibil. Í gamla daga spiluðum við oft bridge og þegar spilað var hjá okkur hafði Stefán með sér sérstaka stílabók og reglustiku en hann skráði jafnan samvisku- samlega í bókina úrslit spila- mennskunnar. Hann var sannar- lega maður reglusemi og nákvæmni og vandaði til verka í stóru og smáu. Hin svokölluðu „áritunarboð“ á Markarflötinni eru okkur líka eftirminnileg og dýrmæt minning. Tekið var á móti okkar af miklum höfðings- skap og hlýju sem einkennir heimilisbraginn á heimili þeirra hjóna. Að Stefáni gengnum söknum við vinar í stað. Það er gott að eiga minningar um traustan vin og geta leitað til þeirra í sökn- uðinum og treganum. Það mun- um við vinir Stefáns gera þegar hans verður minnst og samskipt- in þökkuð. Dýpstur er harmur hinnar nánu fjölskyldu hans – Marsibilar, Hrafnkels, Vésteins, Bryndísar, barnabarna og tengdabarna. Á sorgarstundu sendum við þeim innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Gullveig T. Sæmundsdóttir, Steinar J. Lúðvíksson. Í dag verður borinn til grafar vinur okkar og skákbróðir Stefán Árnason, fyrrverandi framhalds- skólakennari. Við höfum að jafn- aði hist hálfsmánaðarlega á vet- urna undanfarna áratugi í skákklúbbnum okkar. Síðustu ár hafa verið höggvin skörð í þenn- an góða hóp. Fráfall Stefáns er enn eitt reiðarslagið, ekki síst vegna þess hversu brátt það bar að. Síðustu ár hefur Stefán, þessi sterki og um margt sérstaki mað- ur, í bestu merkingu þeirra orða, verið nokkurs konar foringi okk- ar. Hann hefur öðrum fremur haldið hópnum saman í gegnum tíðina og rækt það hlutverk af al- úð og alvöru. Fyrsta skákkvöldið hvert haust hefur jafnan verið haldið á fallega heimilinu þeirra Marsibilar í Garðabænum. Allur undirbúningur, skipulag og ákvarðanir voru leiddar af hon- um. Skákkvöld eru ekki aðeins góðlátlegar rimmur við taflborð. Þau eru samvera; félagsskapur. Stefán naut sín vissulega við skákborðið, en ekki síður í sam- ræðum þegar við vorum að safn- ast saman í upphafi kvölds, í lokin þegar rætt var um framhaldið og ekki síst á miðju kvöldi, þegar sest var að veisluborði og lands- mál, stjórnmál, heimsviðburðir og menning brotið til mergjar. Þá var hann oft í essinu sínu með sinni hljómmiklu rödd og leiftr- andi frásagnargáfu. Stefáni fannst ekki verra að hafa orðið, sagði þá skoðanir sínar umbúða- laust, nákvæmur, hreinn og beinn, alltaf sjálfum sér sam- kvæmur, fundvís á skemmtileg og stundum óvenjuleg sjónar- horn, minnugur og vel lesinn. Eina sögu sagði Stefán oft og alltaf var jafn gaman að heyra hana. Það var þegar hann vann keppni fyrir bestu SMS-skila- boðin sem símafyrirtæki efndi til 2004 sem kölluð var sma- sskeppni. Stefán vann þessa keppni með sigurorðunum „Við erum öll Sigfús á línunni“ og vís- uðu til íslenska handboltalands- liðsins. Hér voru lögð drög að nýjum málshætti og kankvíst brosið, sem gjarnan fylgdi sög- unni, mun seint líða okkur úr minni. En kannski er eftirminnilegast þegar hann vék í samræðum okk- ar að fjölskyldu sinni. Hann leyndi því aldrei hversu kær hún var honum; börn, tengdabörn, barnabörn og svo auðvitað Marsi- bil. Þegar hún var nefnd fylltist djúp röddin hlýju og virðingu; að- dáunin tvímælalaus. Minnisstæð og gefandi er líka ræktarsemi hans við vini sína. Stefán var traustur vinur sem aldrei brást. Lofsamlegustu ummæli um fólk í fornum sögum okkar Ís- lendinga eru: Hann var drengur góður. Um fáa eiga þau betur við en Stefán. Það verða þung spor að kveðja þennan góða dreng. Við sendum Marsibil og fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Gísli, Ingvar og Þórður. Miðvikudagsmorgunn ösku- grár og jafnframt dimmur, harmafregn. Þetta skelfilega orð dynur yfir okkur mörg. Stefán Árnason, vinur minn og sam- starfsmaður til áratuga, er látinn eftir hörmulegt umferðarslys. Við sitjum mörg eftir hnípin og dofin. Við Stefán hittumst fyrst ungir kennarar í Vogaskóla árið 1965. Skömmu síðar skildi leiðir. Stef- án fór að kenna í Gagnfræðaskóla Garðahrepps sem síðar varð Garðaskóli. Atvikin höguðu því svo að ég fór að kenna í Garða- skóla og endurnýjuðum við Stef- án þar kynni okkar. Þegar nýr framhaldsskóli var stofnaður í Garðabæ árið 1984, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, hafði ég samband við Stefán sem þá var við framhaldsnám í Dan- mörku og réð hann til kennslu í hinum nýja skóla. Stefán var góður stærðfræði- kennari. Hann útskýrði vel flókin dæmi og nemendur sem vildu læra voru afar ánægðir og minn- ast Stefáns sem góðs og áhuga- sams kennara í stærðfræðinni sem reyndist mörgum erfið námsgrein. Það var og mikill fengur fyrir okkur starfsmenn að fá Stefán í starfslið skólans því að á vissan hátt var hann hrókur alls fagnaðar, kunni frá mörgu að segja og hafði skemmtilega sér- visku á ýmsum sviðum. Hann tók yfirleitt virkan þátt í umræðum á kennarastofunni og hleypti oft miklu lífi í umræður með áhuga- verðum athugasemdum. Þá hafði Stefán mikla ánægju af því að taka vel á móti nýjum kennurum og veita þeim góðan stuðning, þann hæfileka Stefáns nýttum við vel í skólanum. Við Stefán átt- um sameiginleg áhugamál, s.s. skák, og tefldum oft þegar færi gafst. Einnig fannst okkur gam- an að rifja upp ýmislegt sem við höfðum upplifað í Reykjavík um og eftir 1950. Við gerðum okkur far um að fylgjast með og fá fregnir af fyrrverandi nemendum okkar. Það var okkur ævinlega ánægjulegt að heyra að þeim hefði vegnað vel eftir að skóla- göngu lauk og þeir voru komnir „út í lífið“ eins og það er stundum kallað. Vinabönd okkar Stefáns treystust mjög þegar kona hans, Marsibil Ólafsdóttir, og kona mín, Sigríður Hulda Jónsdóttir, urðu miklar og góðar vinkonur. Þegar ég lagðist inn á hjúkr- unarheimilið Ísafold í Garðabæ fyrir rúmu ári fékk Stefán þá snjöllu hugmynd að hann og Marsibil kæmu til mín vikulega og læsu fyrir mig úr góðri bók. Skemmst er frá því að segja að þetta gekk eftir. Við völdum áhugaverðar bækur og Stefán las. Við gáfum okkur einnig góð- an tíma til að ræða lestrarefnið og fá okkur kaffi og gott meðlæti. Þetta voru notalegar stundir með þeim hjónum og með lestrinum kom Stefán mér nokkuð á óvart. Hann var afar góður upplesari með skýra og þægilega rödd. Ég hrósaði honum oft fyrir góðan lestur og fann að hann var þakk- látur fyrir að ég kynni að meta þennan góða hæfileika hans. Vikulegir tímar þessa litla lestr- arklúbbs okkar voru ávallt mikið tilhlökkunarefni og sýna vel vin- áttu og trygglyndi Stefáns og Marsibilar. Ég sakna Stefáns sárt en er þakklátur fyrir margar góðar minningar tengdar honum. Ég votta Marsibil innilega samúð mína og börnum þeirra, Hrafn- keli, Vésteini og Bryndísi, svo og öðrum ættingjum og vinum. Blessuð sé minning Stefáns Árnasonar. Þorsteinn Þorsteinsson. Miðvikudaginn 17. febrúar, rétt fyrir klukkan átta um morg- uninn, átti ég leið upp í Urriða- holt um gatnamótin inn að Kaup- túni. Veður var gott og gatnamótin vel upplýst. Rúmum hálftíma síðar var ég á leið til baka. Var þá lögreglan búin að loka af hluta gatnamótanna og greinilega hafði orðið þarna al- varlegur atburður. Nokkrum klukkustundum síðar hringdi Marsibil, eiginkona Stefáns æskuvinar míns, í mig og sagði mér hvað þarna hefði gerst, að hann hefði orðið fyrir bíl og væri látinn. Um tíu ára aldur lágu leiðir okkar Stefáns saman og það fór strax vel á með okkur og smátt og smátt þróaðist með okkur djúp vinátta sem aldrei rofnaði. Sem strákar lékum við okkur mikið saman og á unglingsárunum vor- um við mörg sumur saman í byggingarvinnu. Þar kom vel í ljóst hversu gríðarlega þraut- seigur og fylginn sér Stefán var. Sem ungur maður varð hann fyr- ir miklum áföllum þar sem móðir hans veiktist og dó fyrir aldur fram og fyrri eiginkona hans og einnig bróðir hennar létust í bíl- slysum. Aldrei lét Stefán bugast heldur stóð sig eins og hetja og hélt áfram að lifa uppbyggilegu lífi. Um tvítugt gengum við frá Hveravöllum, norður fyrir Lang- jökul og suður Kaldadal, allt til Þingvalla. Þetta var einum of stór biti þar sem við gengum beinlínis fram af okkur svo langt hlé varð á slíkum ferðum. Árið 1996 geng- um við með Marsibil og yngri börnunum okkar aftur frá Hvera- völlum norður fyrir Langjökul og svo sunnan Norðlingafljóts niður að Kalmanstungu í Borgarfirði. Þetta var magnað ævintýri. Árið 1974 bauð eðalvinur okk- ar, Ólafur Guðmundsson, nokkr- um félögum á skákmót og það reyndist svo vel að til varð skák- klúbbur sem hefur starfað æ síð- an. Þessi kæri vinur okkar veikt- ist alvarlega rúmlega sextugur en honum var mikið í mun að skákklúbburinn lifði áfram og treysti Stefáni best til að halda uppi merkjum hans. Þá eru eft- irminnilegar jólaveislurnar sem við vinirnir þrír héldum með fjöl- skyldum okkar um árabil. Stefán lifði mjög reglusömu og heilbrigðu lífi og stundaði heilsu- rækt af miklu kappi. Hann gekk um götur bæjarins og synti eins og selur. Kappið var það mikið að eitt árið náði hann að synda yfir 400 km. Hann var sem sagt búinn að huga vel að heilsu sinni og búa sig undir langa ævi en var vissu- lega ekki undirbúinn fyrir þenn- an snögga og sviplega endi. Það sem skipti Stefán mestu máli var fjölskyldan og hann var tilbúinn að gera allt til þess að hlúa að og styðja sitt fólk. Hann t.d. vílaði það ekki fyrir sér að stökkva fyrirvaralaust til ann- arra landa til að passa barnabörn. Samband Marsibilar og Stefáns var óvenjulegt og undravert hve svo gjörólíkar manneskjur gátu þróað svona fallegt og farsælt hjónaband. Hann var innilega stoltur af sinni frú og líka af öll- um sínum afkomendum og tengdabörnum og hann mátti svo sannarlega vera það. Það verða ekki framar fastir liðir með mínum kæra vini, eins og t.d. Kópavogssundlaug og kaffi á Norðurbakkanum á laug- ardagsmorgnum. Ég votta fjöl- skyldu Stefáns mína dýpstu sam- úð og óska þeim farsældar og gæfu um alla framtíð. Ingólfur H. Eyfells. Nú þegar komið er að því að kveðja frænda minn Stefán Árna- son skjótast minningarnar fram. Stefán var sonur Guðfinnu Guð- mundsdóttur móðursystur minn- ar og það var mikil samheldni í fjölskyldu þeirra systra. Stefán var aðeins fjórum mánuðum eldri en ég og þær systur hittust oft með synina. Stefán var í sveit í Dalsmynni í Biskupstungum á sjötta áratugnum og naut ég þess að fá að dvelja með honum í nokkra daga. Góðar minningar um drengi að leik og um fjölmenn fjölskylduboð ylja en þeim fylgja líka söknuður eftir þeim sem horfnir eru. Samgangur var ekki mikill á skólaárum fyrr en við hittumst í Kennaraskólanum og útskrifuð- umst þaðan árið 1965. Það var mikil sorg þegar Stefán missti fyrri konu sína Hrafnhildi frá ungum syni. Hann sinnti hlut- verki sínu sem einstæður faðir af mikilli samviskusemi og ná- kvæmni. Lánið lék við hann þeg- ar hann kynntist Marsibil og fjöl- skyldan stækkaði. Stefán og Marsibil hafa notið samvista bæði hérlendis og erlendis við börn og barnabörn. Ræktarsemi Stefáns við fjölskyldu birtist í kveðjum og myndum og nú ný- verið í góðu samtali okkar frænd- anna í takmörkunum liðins árs. Góður maður sagði eitt sinn að tíminn hefur vængi á baki. En það er ekki fyrr en hann er flog- inn frá manni að maður tekur eft- ir vængjunum. Þannig líður manni á þessari stundu. Kæra Marsibil, Hrafnkell, Vé- steinn og Bryndís, við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar inni- lega samúð á erfiðum tíma. Karl G. Jeppesen og Sigríður Hlíðar. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.