Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
Atvinnuauglýsingar
Interviews will be held in Reykjavik
in May and June
For details contact:
Tel.:+ 36 209 430 492
Fax:+ 36 52 792 381
E-mail: omer@hu.inter.net
internet: http://www.meddenpha.com
Study Medicine and Dentistry
In Hungary “2021”
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Myndlist kl. 13-16. Munið grímuskyldu. Sundlaugin er opin
frá 13.30-16.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi í kaffi-
horninu kl. 10. Smíðaverkstæðið er opið frá kl. 9.30-13.30. Samprón
kl. 13-14.30. Leikfimi með sjúkraþjálfara kl. 13.50. Vegna sóttvarna-
regla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla viðburði hjá okkur
í síma 535-2760.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8.10-16. Kaffisopi og
spjall kl. 8.10-11. Myndlistarnámskeið MZ kl. 9.15-12.15. Hádegismatur
kl. 11.30-12.30. Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-
15.30. Hjá okkur er grímuskylda og vegna fjöldatakmarkana þarf að
skrá sig fyrirfram. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Allir velkomnir.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og
11. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Zumba í sal í kjallara Vídalíns-
kirkju kl. 16.30 og 17.15. Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 14 og 14.40. Litlakot
opið kl. 13-16.
Gjábakki Kl. 8.30 til 10.30 handavinnustofa opin, bókið komu daginn
áður. Kl. 8.45 til 10.45 postulínsmálun. Kl. 10.50 jóga, kl. 11.30 til 12.30
matur, kl. 13.30 til 15.30 handavinnustofa opin fyrir spjall, bókið dag-
inn áður. Kl. 14.30 til kl. 16 kaffi og meðlæti.
Grafarvogskirkja Eldri borgara starf Grafarvogskirkju hefst að nýju!
kl. 13-15 bjóðum við eldri borgara velkomna þar sem starfið fer aftur
af stað eftir langt hlé. Hlökkum til að sjá ykkur.
Gullsmári Handavinna kl. 9 og 13 skráning í síma 441 9912. Jóga kl.
9.30 og 17. Munið sóttvarnir.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 9.10 og 10.15. Minningahópur
kl. 10. Jóga með Ragnheiði Ýr á netinu kl. 11.15. Tálgun, opinn hópur
kl. 13-16. Stólaleikfimi kl. 13.30. Gönguhópur, lengri ganga kl. 13.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 8.30 í Borgum, ganga kl. 10,
gengið frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egilshöll, allir velkomn-
ir, þrír styrkleikahópar. Hreyfiþjálfun með Elsu kl. 11 í Borgum. Kl. 13 í
Borgum er prjónað til góðs og frjáls skartgripagerð. Línudans með
Guðrúnu kl. 14 í Borgum, allir velkomnir í dansgleðina. Tréútskurður
kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Grímuskylda í félagsstarfinu.
Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir á
Skólabraut kl. 9. Billjard í Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum
kl. 10.30. Jóga / leikfimi fyrir alla í salnum á Skólabraut kl. 11. Handa-
vinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabrut kl. 13–16. Hvetjum fólk
til þátttöku.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
með
morgun-
nu
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ HallfríðurGeorgsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. júní 1931. Hún
andaðist á Sóltúni
16. febrúar 2021 en
þar hafði hún búið í
tæp þrjú ár.
Hallfríður var
elst þriggja dætra
hjónanna Guð-
bjargar Kristínar
Meyvatnsdóttur
húsmóður, f. 12. júní 1910, d. 15.
janúar 1988, og Georgs Vil-
hjálmssonar málarameistara, f.
6. desember 1903, d. 6. júlí 1994.
Systur Hallfríðar eru Anna Ásta,
f. 21. september 1933, d. 23. jan-
úar 2009 og Hrafnhildur, f. 18.
maí 1942.
Hallfríður giftist Magnúsi Lár-
Sigurður Óskar Lárusson, f. 24.
apríl 1955. 4) Hallsteinn, f. 30.
ágúst 1966, bókbindari, eig-
inkona Sigríður Jónsdóttir, f. 8.
mars 1964. Barnabörn Hallfríðar
og Magnúsar eru sjö og barna-
barnabörnin eru átta. Fyrir
hjónaband eignaðist Magnús
dótturina Sigríði Ólöfu, f. 13. jan-
úar 1952, d. 6. júlí 2020.
Hallfríður gekk í Austurbæj-
arskóla og var Stefán Jónsson
hennar aðalkennari frá 7 ára
bekk.
Hallfríður og Magnús kynnt-
ust 1952 en þann vetur vann hún
í Vefnaðarvöruversluninni Hóli,
Bankastræti 7, og Magnús nam
húsgagnasmíði hjá Ólafi Guð-
bjartssyni, Laugavegi 7.
Hallfríður og Magnús fluttu til
Akraness árið 1958, bjuggu þar
til 1967 og fluttu þá í Mosfells-
sveit þar sem þau bjuggu alla tíð
síðan, lengst af í Markholti 24.
Útför Hallfríðar fer fram frá
Guðríðarkirkju, Grafarholti, í
dag, 1. mars 2021, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
ussyni 20. febrúar
1955, f. 14. sept-
ember 1925, d. 18.
maí 1999. Foreldrar
hans voru Kristín
Magnúsdóttir hús-
móðir, f. 5. júní
1899, d. 8. nóv-
ember 1970 og Lár-
us Halldórsson
skólastjóri, f. 29.
maí 1899, d. 27.
mars 1974.
Þeim Hallfríði og Magnúsi
varð fjögurra barna auðið en þau
eru: 1) Georg, f. 10. ágúst 1955,
vélfræðingur, eiginkona Stein-
unn J. Steinarsdóttir, f. 1.júní
1964. 2) Kristín, f. 2. september
1956, starfsmaður í Ási vinnu-
stofu. 3) Guðbjörg, f. 11. júlí 1959
skrifstofumaður, eiginmaður
Elsku amma mín, Hallfríður
Georgsdóttir, er fallin frá.
Amma var einstaklega stór
hluti af lífi mínu, svo stór að ég
veit ekki hver ég væri í dag hefði
hennar ekki notið við.
Þegar ég fæddist þótti afa
koma til álita að ég fengi nafnið
Krúsa, en hann hafði verið kall-
aður Krúsi sem barn. Ég var þó
skírð í höfuðið á ömmu og bárum
við báðar Höllu-nafnið með stolti.
En hjá ömmu og afa, þar sem ég
átti mitt annað heimili, var ég
alltaf kölluð Krúsa.
Amma var lifandi sönnun þess
að menntun og skólaganga hald-
ast ekki alltaf í hendur. Hennar
formlegu menntun lauk þegar
hún var 12 ára, en hún var ein-
staklega víðlesin, jafnt á íslensku
sem á ensku og skandinavísku.
Hún las dagblöð og tímarit,
skáldsögur og ævisögur, ljóð og
leikverk. Hún var fastagestur á
Bókasafni Mosfellsbæjar og átti
þar vini í mörgum starfsmann-
anna. Fyrir milligöngu mína varð
hún áskrifandi að tímaritinu New
Yorker á níræðisaldri og það las
hún líka frá upphafi til enda,
hverja einustu grein og hvern
einasta dóm, og vissi fyrir vikið
meira um menningarlíf New
York-borgar en velflestir heima-
menn.
Mér er minnisstætt þegar ég
kom til ömmu og sagði henni að
tilvonandi eiginmaður minn hefði
fengið boð um pláss í doktors-
námi við Vanderbilt-háskóla í
Bandaríkjunum. Eitthvað fór ég
rangt með heitið og amma leið-
rétti mig þegar í stað, háskólinn
héti Vanderbilt eftir stofnandan-
um sem hefði verið af hollenskum
uppruna og því notaði hún f í stað
v þegar hún bar nafnið fram.
Amma kenndi mér að meta
leikhús, klassíska tónlist, bækur
og Rás 1. Hún kenndi mér að
ferðast, skoða söfn og lesa ljóð.
Hún hvatti mig til dáða en leyfði
mér líka að heyra ef henni þótti
ég taka ákvarðanir sem voru
henni á móti skapi. Neeeei, sagði
amma hreint út þegar ég sagðist
vilja æfa fótbolta. Ég þráaðist við
og þegar loks kom að því að
keppa á móti mætti amma á
áhorfendapallana, sem annars
voru fáskipaðir í stelpnabolta
þess tíma. Og þótt amma nyti
þess að ferðast, til dæmis um
Bretlandseyjar, þótti henni al-
gjör óþarfi af mér að ana í fjar-
lægar heimsálfur með bakpoka á
snemmþrítugsaldri. En grein-
arnar, ljóðin og bókin sem ég
skrifaði í tengslum við þessi
ferðalög las hún upp til agna og
hlustaði áhugasöm á ferðasög-
urnar. Hún spurði alla tíð frétta
af vinunum sem ég eignaðist á
ferðalögum og þegar ég dró er-
lenda vini í heimsókn til hennar
talaði hún bæði dönsku og ensku,
með íslenskum hreim vissulega
en orðaforða sem ekki margir Ís-
lendingar geta státað af.
Afi var ömmu harmdauði og
um tíma óttaðist ég að hún myndi
hreinlega springa af harmi. En
þrátt fyrir ýmsa heilsukvilla var
amma lífseig og síðustu æviárin
dvaldi hún í góðu yfirlæti á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni.
Elsku amma mín, ég verð þér
að eilífu þakklát fyrir árin okkar
fjörutíu saman. Takk fyrir
umönnunina og athyglina, sam-
ræðurnar og menninguna, og
þessa óbilandi trú sem þú hafðir
alltaf á mér. Þetta er mitt vega-
nesti. Þú verður alltaf hluti af
mér.
Þín Krúsa,
Halla Gunnarsdóttir.
Hallfríður
Georgsdóttir
✝ Ástríður ÞóreyÞórðardóttir
fæddist á Akranesi
08.03. 1929. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Höfða á Akra-
nesi 16.02.2021.
Foreldrar hennar
eru hjónin Þórður
Þ. Þórðarson, bif-
reiðastj. og fram-
kv.stj. á Akranesi,
f. á Leirá í Leir-
ársveit 23.08. 1899, d. 22.11.
1989, og Sigríður Guðmunds-
dóttir, fædd á Sólmundarhöfða í
Innri-Akraneshreppi
04.02.1910, d. 11.02.
2012.Systkini Ástríðar Þóreyjar
eru Þórður bifreiðastjóri, f.
26.11. 1930, d. 30.11. 2002,
kvæntur Ester Þórðardóttur,
Ævar Hreinn bifreiðastjóri, f.
08.04. 1936, kvæntur Þóreyju
Þórólfsdóttur, d. 22.09. 2018, og
Sigurður bifreiðastjóri, f. 09.07.
1946, kvæntur Maríu Lár-
usdóttur. Einnig ólust upp á
heimili foreldra Ástríðar föð-
ursystkinabörn hennar, Þórður,
Jóna og Ársæll Valdimarsbörn
Börn Guðmundar og Ástríðar
eru:
1) Emil Þór, f. 28.4. 1956,
maki Guðbjörg Kristjánsdóttir.
Börn þeirra eru a) Telma Krist-
ín, dóttir hennar er Emilíana
Rún, b)Viktor Orri, unnusta
hans er Sara Lovísa Sófusdóttir
c) Sara Margrét. Fyrir átti Emil
Þór: a) Guðmund, móðir Hjördís
Símonardóttir, maki Þóra Sig-
ríður Torfadóttir, dætur þeirra
eru Sædís Heba og Ylfa, Guð-
mundur átti fyrir Emil Þór, b)
Melissa, móðir Auður Matthías-
dóttir, maki Jónas Pétur Ólason,
börn þeirra eru Tinna Diljá og
Markús Tumi. Fyrir átti Guð-
björg Kristján Örn.
2) Sigríður, f. 19.4. 1958, maki
Gunnar Sigurðsson. Börn Sig-
ríðar og Páls I. Pálssonar eru: a)
Guðmundur Þór, unnusta Fann-
ey Ýr, barn þeirra er Camilla
Ýr, börn hans eru Andri Már og
Embla Sól og fyrir á Fanney Ísa-
bellu Ýr. b) Páll Indriði, maki
Anna Kvaran börn þeirra eru
Hrafntinna, Hilmar Þór og Val-
dís c) Maríanna, maki Kári Daní-
elsson, börn þeirra Karen, Mar-
on og Malín. Fyrir átti Gunnar
börnin Ellu Maríu og Örn.
3) Ingibjörg, f. 13.6. 1963,
unnusti Guðjón Þórðarson, Son-
ur Ingibjargar og Óla Páls Eng-
ilbertssonar er Óli Ingi, unnusta
Elsa Birgisdóttir, börn þeirra
eru Eva Ingibjörg, Óli Þór og
Ari Óðinn, dætur Ingibjargar og
Jóns B. G. Jónssonar eru a) Ást-
ríður Þórey, maki Sveinn Ómar
Sveinsson, börn þeirra eru Jón
Ómar, Hrólfur Bragi og Agnes
Björk b) Unnur Tara, unnusti
Tamás Magyar, c) Heiðrún
Hödd, unnusti Bragi Mich-
aelsson.
4) Þórey Guðmunda, f. 03.01.
1969, maki Leifur Eiríksson.
Börn þeirra eru Hildur María,
Magdalena Sara, unnusti Guð-
mundur Högni Hilmarsson, og
Eiríkur Alexander. Fyrir átti
Leifur Kristófer Júlíus.
Ástríður var stofnfélagi Re-
bekkustúkunnar nr. 5, Ásgerð-
ar, var þar yfirmeistari og
gegndi mörgum trún-
aðarstörfum fyrir Oddfellow-
stúkuna. Sem ung kona vann
hún verslunarstörf og eftir að
hún eignaðist fyrsta barnið
helgaði hún sig heimilinu ásamt
því að vinna við fyrirtæki þeirra
hjóna. Ástríður Þórey var fyrst
kvenna í Borgarfirði til að taka
meirapróf.
Útförin verður frá Akranes-
kirkju 1. mars klukkan 13. At-
höfninni verður streymt á net-
inu á vef Akraneskirkju:
https://www.akraneskirkja.is.
Virkan hlekk á streymi er
hægt að nálgast á
https://www. mbl.is/andlat.
en móðir þeirra dó
frá þeim korn-
ungum. Þau eru öll
látin.
Ástríður Þórey
giftist 08.04. 1950
Guðmundi Magn-
ússyni bygging-
armeistara, f.
03.03. 1927, d.
31.07. 2009. For-
eldrar hans voru
hjónin Magnús Ás-
björnsson, bifvélavirki í Reykja-
vík, f. á Akranesi 1901, d. 1963,
sonur hjónanna Ásbjörns Sig-
urðssonar og Sigríðar Helga-
dóttur, og Ingibjörg Guðmunds-
dóttir húsfreyja á Akranesi,
síðar í Kaupmannahöfn, f. á
Akranesi 1904, d. 1983, dóttir
hjónanna Guðmundar Hans-
sonar trésmiðs á Akranesi og
Marsibilar Þ. Gísladóttur. Systk-
ini Guðmundar eru Garðar P.
vélstj., f. 1924, d. 04.02. 1991,
Ásbjörn bifreiðastj., f. 1925, d.
2020, og Esther R., húsfreyja í
Þýskalandi, f. 1928, d. 2016. Ást-
ríður Þórey og Guðmundur
voru gift í 59 ár.
Móðir mín var stór karakter
sem gustaði af og tók hún sitt
pláss hvar sem hún kom. Hún lá
ekki á skoðunum sínum heldur
talaði hreint út og stundum þann-
ig að þessari yngstu dóttur þótti
nóg um hve skýrt hún kom skoð-
unum sínum á framfæri. Hennar
rætur lágu í stórri fjölskyldu á
Hvítanesi þar sem margt var um
manninn, en rekstur á bifreiða-
stöð ÞÞÞ fór fram á hlaðinu en
kontórinn hans afa var inn af eld-
húsinu. Þar var ekki bara rætt um
viðskiptin heldur fóru fram lífleg-
ar og háværar samræður um póli-
tík, fótbolta og það sem helst var á
döfinni hverju sinni. Hún var eina
stúlkan í systkinahópnum og hef-
ur þetta umhverfi eflaust haft
mótandi áhrif og gert hana að
þeirri valkyrju sem hún var.
Móðir mín var af þeirri kynslóð
sem hefur upplifað hvað mestar
breytingar á samfélaginu. Það
truflaði hana ekki að vinna við
fyrirtæki þeirra hjóna og að sinna
stóru heimili jöfnum höndum en
hún hafði óþrjótandi dugnað og
seiglu til að takast á við ólík verk-
efni. Hún var fyrst kvenna á
Akranesi til að ljúka meiraprófi
bifreiðarstjóra árið 1955 og um
nokkurra ára skeið ók hún leigu-
bifreið sem þau faðir minn áttu og
óku til skiptis dag og nótt. Þau
hjónin byggðu upp byggingafyr-
irtæki og ráku það í sameiningu í
yfir 40 ár. Þar var sama upp á ten-
ingnum og á æskuheimili hennar,
heimilið og reksturinn runnu
saman í eitt. Skrifstofan var á
neðri hæðinni og teikningar af
húsbyggingum á eldhúsborðinu
sem þó viku fyrir matseld og
bakstri sem hún snaraði fram úr
erminni á hverjum degi. Hádegið
á Suðurgötunni var því eins og
mötuneyti á meðalstórum vinnu-
stað þar sem börn og fylgifiskar
áttu greiðan aðgang að næringu
og samveru.
Fjölskyldan, í víðum skilningi,
og nærumhverfið á Akranesi var
líf hennar og yndi og eftir að ég
fluttist í borgina þreyttist hún
aldrei á að færa mér fréttir af öll-
um þeim ættingjum sem hún taldi
nauðsynlegt að ég hefði nýjustu
upplýsingar um. Engu máli skipti
þótt hún vissi að ég ætti fullt í
fangi með að tengja við öll þessi
nöfn og ættartengsl. En í raun var
sama upp á teningnum hennar
megin þegar ég vopnuð bjartsýni
reyndi að vekja áhuga hennar á
þeim verkefnum sem ég var að
sinna hverju sinni, hún tengdi
ekki við þetta brölt mitt í um-
hverfi þar sem hún þekkti ekki til.
En í raun skipti innihaldið ekki
öllu máli í þessum samtölum held-
ur það að heyra hvor í annarri og
fullvissa sig um að allir væru
frískir.
Missir mömmu var mikill þeg-
ar hún missti pabba fyrir 12 árum
en þau voru samstiga í öllu því
sem þau tóku sér fyrir hendur
þrátt fyrir að vera ólíkir einstak-
lingar. Síðustu árin þeirra saman
talaði hún um að pabbi væri aug-
un hennar en sjón hennar hrakaði
mjög eftir sjötugt.
Mamma trúði á líf eftir dauð-
ann og leituðu margir til hennar í
gegnum árin vegna fyrirbæna.
Hún tók þeim beiðnum alltaf vel
og reyndi að hjálpa með sínum
leiðum. Ég trúi því að hún hafi
fundið sína hvíld í faðmi pabba á
öðru tilvistarstigi sem hún trúði
svo staðfastlega á.
Hafðu þakkir fyrir allt og allt,
elsku mamma.
Þórey.
Ástríður Þórey
Þórðardóttir