Morgunblaðið - 01.03.2021, Side 34

Morgunblaðið - 01.03.2021, Side 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 Lengjubikar karla Grótta – Stjarnan ..................................... 2:3 KA – HK.................................................... 2:1 Þór – KR.................................................... 0:4 Valur – Víkingur Ó ................................... 3:0 Leiknir R. – Fjölnir.................................. 3:4 Keflavík – Selfoss ..................................... 2:0 Lengjubikar kvenna Breiðablik – Fylkir................................... 2:2 Stjarnan – Tindastóll ............................... 3:1 FH – Þór/KA ............................................ 2:4 Selfoss – KR.............................................. 3:1 England Leicester – Arsenal ................................. 1:3  Rúnar Alex Rúnarsson er meiddur og lék ekki með Arsenal. Tottenham – Burnley.............................. 4:0  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Manchester City – West Ham................. 2:1 WBA – Brighton....................................... 1:0 Leeds – Aston Villa .................................. 0:1 Newcastle – Wolves ................................. 1:1 Crystal Palace – Fulham ......................... 0:0 Chelsea – Manchester United................. 0:0 Sheffield United – Liverpool................... 0:2 Staðan: Manch. City 26 19 5 2 52:16 62 Manch. Utd 26 14 8 4 53:32 50 Leicester 26 15 4 7 45:30 49 West Ham 26 13 6 7 40:31 45 Chelsea 26 12 8 6 41:25 44 Liverpool 26 12 7 7 47:34 43 Everton 24 12 4 8 37:33 40 Tottenham 25 11 6 8 41:27 39 Aston Villa 24 12 3 9 38:26 39 Arsenal 26 11 4 11 34:27 37 Leeds 26 11 2 13 43:44 35 Wolves 26 9 7 10 27:33 34 Crystal Palace 26 9 6 11 29:43 33 Southampton 25 8 6 11 31:43 30 Burnley 26 7 7 12 18:34 28 Brighton 26 5 11 10 26:33 26 Newcastle 26 7 5 14 27:44 26 Fulham 26 4 11 11 21:32 23 WBA 26 3 8 15 20:55 17 Sheffield Utd 26 3 2 21 15:43 11 B-deild: Barnsley – Millwall.................................. 2:1  Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 85. mínútu hjá Millwall. D-deild: Crawley – Exeter .................................... 2:0  Jökull Andrésson lék allan leikinn með Exeter. Ítalía Napoli – Sassuolo..................................... 0:1  Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með Napoli, Lára Kristín Pedersen lék fyrstu 62 mínúturnar. B-deild: Entella – Brescia ..................................... 1:1  Birkir Bjarnason lék fyrstu 76 mínút- urnar með Brescia og lagði upp mark, Hólmbert Aron Friðjónsson var allan tím- ann á bekknum. Frakkland Soyaux – Lyon.......................................... 0:2  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn með Lyon og skoraði. Bordeaux – Le Havre.............................. 6:0  Svava Rós Guðmundsdóttir var ekki í leikmannahópi Bordeaux.  Anna Björk Kristjánsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir léku allan leikinn með Le Havre. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópnum. Rússland Lokomotiv Moskva – CSKA Moskva ..... 2:0  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA Moskvu, Arnór Sigurðs- son lék fyrri hálfleikinn. Holland AZ Alkmaar – Feyenoord....................... 4:2  Albert Guðmundsson lék allan leikinn með AZ Alkmaar. Belgía Oostende – Mechelen .............................. 2:0  Ari Freyr Skúlason kom inn á sem vara- maður á 84. mínútu hjá Oostende. B-deild: Union St. Gilloise – Lommel................... 3:2  Aron Sigurðarson var allan tímann á bekknum hjá USG.  Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Lommel. Portúgal SL Benfica – Maritimo ............................ 4:2  Cloé Eyja Lacasse lék allan leikinn með Benfica og skoraði eitt mark. Danmörk Midtjylland – Bröndby............................ 1:0  Mikael Anderson var allan tímann á bekknum hjá Midtjylland.  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. Köbenhavn – AGF ................................... 3:3  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 68 mínúturnar með AGF. OB – Randers ........................................... 2:1  Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu hjá OB en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í leikmanna- hópnum.  hafa skoðað atvikið í VAR-skjánum ákvað Stuart Attwell dómari að dæma ekkert. „Við vorum rændir,“ sagði hundsvekktur Ole Gunnar Sol- skjær, knattspyrnustjóri United, við fjölmiðla eftir leikinn. Manchester United verður vænt- anlega að fara að játa sig sigrað í toppbaráttunni, liðið er nú 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í City sem sitja í efsta sæti. Lærisveinar Ole Gunnars Solskjær eru þó í öðru sæt- inu og vilja væntanlega halda því. Enn eina ferðina mistókst liðinu að vinna gegn einu af hinum svokölluðu stóru liðum. Liðið hefur gert marka- laus jafntefli gegn Chelsea tvisvar, gegn Manchester City og Liverpool. Í raun hefur Manchester-liðið aðeins skorað eitt mark gegn stóru lið- unum, í 6:1 tapi gegn Tottenham. Staðan er nú sú að Chelsea er með 44 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir West Ham í Meistaradeild- arsæti og einu á undan Englands- meisturum Liverpool. Manchester United er sem fyrr segir í öðru sæti, með 50 stig, einu á undan Leicester að 26 umferðum loknum. Taphrina meistaranna á enda Englandsmeistarar Liverpool komust aftur á sigurbraut í gær er þeir lögðu botnlið Sheffield United að velli á Bramall Lane, 2:0, en Liv- erpool var búið að tapa fjórum deild- arleikjum í röð þar áður. Curtis Jon- es kom gestunum yfir áður en heimamenn gerðu sjálfsmark til að létta pressuna aðeins í Bítlaborginni en þar hefur titilvörnin heldur betur farið í súginn eftir mikil meiðsla- vandræði. Meistararnir eru enn í 6. sæti, en nú aðeins tveimur stigum frá West Ham og Meistaradeild- arsæti. Sheffield United er hins veg- ar fast við botninn, liðið er í 20. og neðsta sæti með 11 stig, 15 stigum frá öruggu sæti og í raun alveg ljóst að liðið er á leiðinni niður í B- deild. Þá er Tottenham enn á lífi í bar- áttunni um Evrópusæti en liðið vann 4:0-útisigur á Burnley á Turf Moor í gær. Gareth Bale skoraði tvö mörk en þeir Harry Kane og Lucas Moura eitt hvor. Wales- verjinn Bale hefur átt erfitt upp- dráttar í Lundúnum eftir að hann sneri aftur til Tottenham að láni frá Real Madríd en sýndi loks hvað í honum býr og gæti hann reynst lið- inu mikilvægur á endasprettinum. Tottenham er með 39 stig í 8. sæti og þarf að fara vinna fleiri leiki. Jó- hann Berg Guðmundsson spilaði ekki með Burnley vegna meiðsla. United gefur meira eftir  Meistararnir aftur á sigurbraut AFP Atvikið Gestirnir frá Manchester vildu fá dæmda vítaspyrnu fyrir þetta. ENGLAND Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Chelsea og Manchester United urðu að sættast á markalaust jafntefli á Stamford Bridge í stórleik helg- arinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hvorugt liðið gerði nóg til að kreista fram sigur í bragðdaufum leik. Chelsea hefur heldur betur þétt raðirnar frá því Þjóðverjinn Thomas Tuchel tók við stjórnartaumunum. Liðið hefur nú spilað níu leiki undir hans stjórn og ekki fengið nema tvö mörk á sig, unnið sex og gert tvö jafntefli. Heimamenn voru heldur ekkert sérstaklega líklegir til að fá á sig mark í gær en, þrátt fyrir að hafa fengið betri færin, voru ekkert held- ur allt of líklegir til að skora. Það voru svo gestirnir sem fóru æstir af velli í leikslok eftir umdeilda dóm- gæslu en leikmenn United vildu fá dæmda vítaspyrnu á Callum Hud- son-Odoi, sem sannarlega handlék knöttinn í eigin vítateig en eftir að Keflavík er áfram með fullt hús stiga í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir 71:67-sigur á Skallagrími í Borgarnesi í gær. Keflavík er nú búin að vinna alla níu leiki sína. Bikarmeistarar Skallagríms gáfu toppliðinu hörku- leik því staðan fyrir síðasta leik- hlutann var 52:44, Skallagrími í vil. Staðan var jöfn, 67:67, þegar um 20 sekúndur voru eftir en þá skor- aði Emelía Ósk Gunnarsdóttir þriggja stiga körfu. Daniela Wallen var stigahæst Keflvíkinga með 24 stig og þá tók hún 21 frákast. Keira Robinson skoraði 21 stig fyr- ir Skallagrím sem er með fimm sigra og sex töp í níu fyrstu leikj- unum. Valur vann gífurlega sannfær- andi 73:46-sigur á KR á laugardag. Valskonur unnu fyrsta leikhlutann 17:8 og var staðan í hálfleik 39:22 og úrslitin í raun ráðin. Kiana Johnson skoraði 17 stig fyrir Val og Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 16. Valur er með 18 stig, eins og Keflavík, en Valsliðið hefur spilað tveimur leikjum meira og einmitt tapað tveimur leikjum. Morgunblaðið/Eggert Fullt hús Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 16 stig fyrir Keflavík í gær. Keflavík enn með fullt hús á toppnum KR fór upp í þriðja sæti Dominos- deildar karla í körfubolta með 91:84-útisigri á ÍR í gærkvöldi. KR var með 70:68-forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann og landaði að lokum sigri með góðum enda- spretti. Brandon Nazione skoraði 21 stig fyrir ÍR og þeir Tyler Sabin og Matthías Orri Sigurðarson gerðu 19 hvor. Þá gaf Matthías einnig 9 stoðsendingar gegn sínum gömlu félögum. Everage Richardson og Zvonko Buljan gerðu 21 stig hvor fyrir ÍR. Ár hvert verða KR-ingar sterk- ari eftir því sem dagarnir lengjast og eru ríkjandi Íslandsmeistarnir búnir að vinna þrjá leiki í röð og sjö af síðustu níu. Liðið er nú í þriðja sæti með 14 stig og það skal enginn afskrifa KR, þrátt fyrir að þjálf- arinn Darri Freyr Atlason sé að stíga sín fyrstu skref í þjálfun í efstu deild karla og liðið hafi séð eftir nokkrum burðarásum síðustu ára til Vals. Mikið hefur verið lagt í ÍR-liðið í ár og þrjú töp í röð og fimm töp í síðustu sjö leikjum hljóta að teljast vonbrigði þar á bæ. Byrjunarlið ÍR- inga er nánast eingöngu skipað at- vinnumönnum og ætti liðið að vera að berjast ofarlega í töflunni. Þess í stað er það í sjöunda sæti og í bar- áttu um að ná inn í úrslitakeppnina. Everage Richardson skoraði 21 stig, eins og Zvonko Buljan. Þá spilaði Evan Singletary ágætlega. Það virðist hins vegar vanta leið- toga í ÍR-liðið, einhvern sem drífur liðið áfram. Matthías Orri, sem nú leikur með KR, var magnaður í því hlutverki hjá ÍR áður en hann skipti yfir. Dagarnir lengjast og KR-ingar styrkjast Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Stigahæstur Brandon Nazione var stigahæstur hjá KR með 21 stig.  Björk varði bikartitil sinn í kvenna- flokki í áhaldafimleikjum en bik- armótið fór fram á laugardag í fim- leikahúsi Gerplu. Gerpla varði titilinn í karlaflokki.  TBR er Íslandsmeistari félagsliða í badminton eftir 7:1-sigur á Badmin- tonfélagi Hafnarfjarðar í úrslitaeinvígi á laugardag. TBR mun keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni félagsliða í Póllandi 21.-25. júní.  Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handbolta, hefur gert þriggja ára samning við ÍBV. Rúnar, sem hefur leikið 100 landsleiki, hefur verið einn besti leikmaður dönsku úrvalsdeild- arinnar á leiktíðinni með Ribe- Esbjerg. Hann hefur leikið með Füchse Berlin, Bergischer, Grossvall- stadt, Rhein-Neckar Löwen og Hann- over Burgdorf í Þýskalandi og Fram á Íslandi.  Körfuknattleiksdeild Vals og lands- liðsmaðurinn Hjálmar Stefánsson hafa komist að samkomulagi um að Hjálmar leiki með liðinu út yfirstand- andi tímabil. Hjálmar kemur til félags- ins frá Aquimisa Carbojsa frá Spáni. Hann er uppalinn hjá Haukum og hef- ur alla tíð leikið með liðinu hér á landi þar til nú.  Þorvaldur Sigurðsson og hand- knattleiksdeild Þórs hafa komist að samkomulagi um að Þorvaldur láti af störfum sem annar af tveimur þjálf- urum meistaraflokks karla. Halldór Örn Tryggvason mun því stýra liðinu einn það sem eftir er af tímabilinu. Þór er í neðsta sæti Olísdeildarinnar.  Skíðakonan Katla Björg Dagbjars- dóttir vann svigmót á alþjóðlegri FIS- mótaröð í Abetone á Ítalíu í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem hún sigrar á al- þjóðlegu FIS-móti á erlendri grundu og í annað sinn sem hún nær á verð- launapall. Katla Björg fékk 62,74 FIS- stig sem eru hennar næstbestu á ferl- inum og mun hún bæta stöðu sína á heimslistanum. Hólmfríður Dóra Frið- geirsdóttir átti einnig flott mót og Eitt ogannað Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vestmannaeyjar Rúnar Kárason er búinn að semja við ÍBV.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.