Morgunblaðið - 01.03.2021, Page 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
• Wrong Turn
- The Foundation
• The Little Things
• The Witches
• Wonder Woman 1984
Aðrar myndir
í sýningu:
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
VA R I E T Y C H I C AG O S U N
T I M E S
I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H
FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
frumsýnd 5. mars – forsala hafın
sýnd með íslensKu, ensKu og pólsKu talı
Titill kvikmyndarinnar ICare a Lot er bæði óvenju-legur og forvitnilegur, yfirlýsing um að viðkom-
andi láti sér virkilega annt um aðra
og velferð þeirra. En þar sem um
bleksvarta gamanmynd með dálitlu
spennuívafi er að ræða er ljóst frá
upphafi að hann er alls ekki lýsandi
fyrir konuna sem prýðir veggspjald-
ið, kaldrifjaða lögmanninn Mörlu
Grayson.
Grayson svífst einskis þegar kem-
ur að því að hafa fé af öldruðum og
er lögskipaður forráðamaður fjölda
fólks sem komið hefur verið á dval-
arheimili gegn vilja sínum. Myndin
hefst á því að bálreiður maður reynir
að ráðast inn á slíkt heimili en er
stöðvaður af öryggisverði. Í réttar-
sal segir hann Grayson hafa meinað
honum að hitta móður sína og hirt
allar eigur hennar og fé. Grayson
lætur eins og hún sé alsaklaus og
miður sín yfir þessum ásökunum og
dómari vísar málinu frá.
Lögmaðurinn á í samstarfi við
lækni sem tekur þátt í svikamyllunni
gegn greiðslu og líka forstjóra dval-
arheimilis sem þiggur háar greiðslur
fyrir að loka gamla fólkið inni og
svipta það réttindum á borð við að
tala í síma, hitta ættingja eða fara út
úr húsi. Læknirinn gefur út vottorð
um að viðkomandi sé ekki lengur
fær um að hugsa um sig sjálfur og
þurfi því lögskipaðan forráðamann,
mætir fyrir dómara þessu til stað-
festingar og dómarinn skipar svo
Grayson forráðamann. Þetta ferli er
margendurtekið en alltaf treystir
dómarinn Grayson enda er hún mjög
svo sannfærandi lygari í litríkri túlk-
un Rosamund Pike. Grayson til að-
stoðar er unnusta hennar Fran og
taka þær höndum saman þegar kem-
ur að því að selja eigur hinna öldr-
uðu og leggja gróðann inn á reikning
Grayson. Fran sér einnig um ýmsa
rannsóknarvinnu og undirbúning
fyrir frelsis- og eignasviptingu hinna
öldruðu. Dag einn kemur parið auga
á mikla gullnámu, Jennifer nokkra
Peterson sem býr ein í glæsilegu
einbýlishúsi, á fokdýran Benz en
enga nána ættingja. Grayson sér að
þarna er komin gullgæs og lætur
loka Peterson inni á dvalarheimili,
selur húsið hennar og allar eigur og
kemst svo heldur betur í feitt þegar
hún opnar öryggishólf gömlu kon-
unnar. Fljótlega kemur babb í bát-
inn því Peterson er ekki öll þar sem
hún er séð og á sér valdamikinn og
stórhættulegan verndara. Grayson
er hótað en hún er föst fyrir og seg-
ist aldrei lúffa fyrir öðrum og þá
allra síst karlmönnum. Hún á ekki
von á góðu.
I Care a Lot er prýðileg skemmt-
un þótt ekki risti hún djúpt og margt
sé kunnuglegt þegar kemur að per-
sónum og handriti. Pike leikur hina
siðlausu aðalpersónu með tilþrifum,
djöfullegu brosi og margræðu
augnaráði, sannkallaður kvendjöfull
þar á ferð. Ekki er unnustan miklu
skárri, Fran sem hin mexíkóska
Eiza González leikur og á heildina
litið er enga góðhjartaða manneskju
að finna í persónugalleríi mynd-
arinnar. Allir virðast vondir og sið-
lausir en á misháu stigi. Einn hinna
vondu er Roman nokkur, hættulegi
verndarinn sem Peter Dinklage leik-
ur af sínum alkunna sjarma. Roman
þessi er skondin persóna, glímir við
reiðiköst og er sólginn í makkarónur
og krembrauð. Í einu atriði myndar-
innar lýsir hann því hversu leiðinlegt
honum þyki að missa stjórn á skapi
sínu sem hann gerir þó ítrekað og í
öðru hangir hann niður úr lofti skrif-
stofu sinnar í fimleikahringjum á
meðan „Vísur Vatnsenda-Rósu“
hljóma undir í flutningi Hamrahlíð-
arkórsins. Nei, ég er ekki að grínast!
Stórkostlegt atriði.
Dianne Wiest leikur gömlu kon-
una, Jennifer Peterson, og henni
bregst ekki bogalistin frekar en
fyrri daginn. Leikur Wiest er blæ-
brigðaríkur og unun að fylgjast með
hinu sanna eðli persónunnar koma
smám saman upp úr kafinu. Wiest
breytist úr vinalegri eldri konu í al-
gjöran djöful, mætti segja, en þó eru
engar ýkjur í leiknum.
Í upphafi og endi myndarinnar
predikar Grayson yfir áhorfendum
og sýnir þeim inn í hugarheim sinn.
Í hennar huga snýst lífið um að éta
eða vera étinn, að vera sá sem tekur
en ekki sá sem tekið er af. Þannig
réttlætir hún gjörðir sínar sem eru
grimmilegar, ólöglegar og siðlaus-
ar. Grayson virðist aðeins elska
tvennt í lífinu, kærustuna sína og
peninga, og þá álíka mikið. Þetta er
svarthvítur heimur og svarthvít
heimssýn enda um gamanmynd að
ræða. Myndin er sögð gaman-,
spennu- og glæpamynd en er þó
fyrst og fremst gamanmynd.
Spennan hefði gjarnan mátt vera
meiri. Dinklage er heldur lítið ógn-
vekjandi og spurning hvort hann
hafi átt að vera það yfirleitt. Pike
vekur mun meiri hroll og ef eitt-
hvað er heldur áhorfandinn frekar
með Roman en Grayson. Þó er
myndin af því tagi að allir eiga skil-
ið makleg málagjöld og maður á von
á þeim alla myndina. Segi ekki meir
um hvernig fer fyrir þessu skíta-
pakki.
Frumsamin tónlist myndarinnar
er hressandi hljóðgervlapopp sem á
sérstaklega vel við í atriðum þar
sem Grayson puðar á þrekhjóli í
neonlýstum líkamsræktarsal.
Myndin er líka á heildina litið litrík,
litirnir magnaðir upp og Pike látin
klæðast rauðum og gulum fötum,
æpandi litum og sker sig úr frá öðr-
um persónum myndarinnar sem
eru í heldur daufari litum.
Eitthvað virðist efni mynd-
arinnar hafa stuðað marga áhorf-
endur, ef marka má umsagnir á
vefjunum IMDb og Metacritic. Lík-
lega er það siðleysið og hin illa með-
ferð á varnarlausu fólki sem fer illa
í fólk. En þá ber að hafa í huga að
þetta er svört kómedía og persón-
urnar því ýktar og atburðarásin
óraunsæ. Hér er ekki kafað á dýpt-
ina og efni í aðra og alvarlegri kvik-
mynd hvernig farið er með aldraða
sem geta ekki lengur séð um sig.
I Care a Lot er skemmtileg
mynd, á köflum bráðfyndin og ég
býst við að það hafi verið helsta
markmið handritshöfundar og leik-
stjóra, J Blakeson. Hún missir ögn
dampinn í seinni hlutanum og verð-
ur helst til fyrirsjáanleg en á heild-
ina litið er þetta fínasta afþreying.
Engin umhyggja í siðlausum heimi
Rándýr Pike í hlutverki Mörlu Grayson. Hér kíkir hún á bráð sína, Jennifer Peterson, sem Dianne Wiest leikur.
Háskólabíó og Smárabíó
I Care a Lot bbbmn
Leikstjóri og handritshöfundur: J Blake-
son. Aðalleikarar: Rosamund Pike, Peter
Dinklage, Dianne Wiest og Eiza Gonza-
les. Bandaríkin, 2021. 118 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Kostulegt Dinklage gerir fimleikaæfingar við Vísur Vatnsenda-Rósu.