Morgunblaðið - 13.03.2021, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
BAKSVIÐ
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
„Þetta hefur verið frábær vertíð fyr-
ir okkur. Fengið svo til blíðu frá
fyrsta degi eftir að við byrjuðum í
hrognunum. Gekk vel að veiða í
Faxaflóanum, gott hrygnuhlutfall og
það var rétt núna í restina sem veðr-
ið fór að stríða okkur. Sem betur fer
náðum við að klára okkar kvóta í
gær með veiði hér austan við Eyjar.
Í heildina voru þetta um 13.600 tonn
sem við fengum úthlutuð,“ sagði Ey-
þór Harðarson, útgerðarstjóri Ís-
félags Vestmannaeyja, um loðnu-
vertíðina sem nú er lokið.
Vestmannaeyjar ráða tæplega
þriðjungi íslenska loðnukvótans sem
í ár var liðlega 70 þúsund tonn.
Jafnað milli tryggra kaupenda
„Við frystum 1.600 til 1.700 tonn í
heilfrystingu og annar afli fór í
hrognavinnslu sem gekk mjög vel.
Það er ljóst að eftirspurnin er meiri
en magnið sem er í boði. Nú þarf að
jafna á milli tryggra kaupenda.
Markaðurinn fær ekki nóg þessa
vertíðina, hvorki af frystri loðnu né
hrognum.“
Ísfélagið gerir út þrjú fullkomin
uppsjávarskip, Sigurð VE, Heimaey
VE og Álsey VE bættist við á ver-
tíðinni. „Nýja skipið var smíðað
2003 í Noregi, er í mjög góðu
ástandi og hefur reynst vel. Að
landa tvisvar fullfermi á fyrstu vik-
unni í rekstri verður að teljast gott
og ekki hægt að fara fram á meira á
skipi sem nýbúið er að kaupa. Burð-
argetan er rétt tæpir 2.000 rúm-
metrar og búið fullkomnum kæli-
búnaði fyrir aflann. Vonandi verða
not fyrir þau á næstu loðnuvertíð
sem lítur út fyrir að verða góð,“
sagði Eyþór.
Innistæða fyrir meiri kvóta
„Að mörgu leyti hefur vertíðin
verið eitt ævintýri. Við fengum blíðu
allan tímann, loðnan stór og það hef-
ur allt heppnast. Hin hliðin er að
loðnukvótinn var ekki nógu stór. Nú
er staðan þannig að það er til of lítið
af frystri loðnu og loðnuhrognum.
Það fá ekki allir eins og þeir þurfa.
Það hefði verið betra að fá 100.000
tonn til viðbótar þótt verðmætið
hefði ekki verið mikið meira. Það
hefði þjónað markaðnum betur.
Haldið viðskiptavinunum,“ sagði
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson
(Binni), framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar, sem er sannfærður
um að meiri loðna hafi gengið á mið-
in en náðist að mæla.
„Hættan er eftir tvö loðnulaus ár,
allar birgðir búnar af loðnu og
loðnuhrognum og nú litla loðnu-
vertíð að margir neytendur og fram-
leiðendur snúi sér að öðru. Þá er
ekki víst að framtíðin sé björt.“
Nýting til manneldis er 99,99%
Hlutur Vinnslustöðvarinnar var
rétt um 8.000 tonn og Binni er
ánægður með nýtinguna. „Af fyrsta
farminum hjá Kap sem var um 250
tonn fóru 112 kíló í bræðslu. Það er
allt fryst og þegar hrognin eru unn-
in er það bara hratið sem fer í
bræðslu. Ekki einni einustu heilli
loðnu er landað í bræðslu þannig að
nýtingin til manneldis er 99,99%.“
Vinnslustöðin gerir út þrjú skip,
Kap VE, Ísleif VE og nú Hugin VE
sem frystir aflann um borð. „Það
var margt fólk á vöktum sem hefur
verið eftirsótt vinna enda tekjur
góðar,“ segir Binni en ekki gekk
þrautalaust að ráða fólk.
„Það er merkilegt í þessu atvinnu-
leysi og af sem áður var að Vest-
mannaeyingar vilji ekki taka góðar
tarnir á vöktum og ná sér í pening.
Það er eins og þeir sem eru á at-
vinnuleysisbótum vilji ekki fara af
þeim. Ég vil bara segja það, að kúlt-
úrinn í Eyjum hefur breyst mikið
frá því ég kom hingað. Fyrir ekki
mörgum árum var ekkert mál að
liðka til og allir klárir. Þannig var
það t.d. að krakkar í framhaldsskól-
anum, með góða mætingu og náms-
árangur, máttu skipta á sig vöktum
til að afla sér aukatekna. Nú er það
ekki hægt,“ sagði Binni að endingu.
Eftirlit Eyþór Þórðarson, vélstjóri á Sigurði VE, fylgist með loðnunni renna í kælda tanka.
Nótin dregin inn Baldvin Sigurbjörnsson, fyrsti vélstjóri, hugar að snurpuhringjunum.
Loðnuvertíð lokið í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Sjálfvirkt Mannshöndin kemur hvergi nærri þegar loðnunótin er lögð í kassann í Sigurði VE.
- Frábær vertíð en lítill kvóti vonbrigði - Eftirspurnin meiri en magnið sem er í boði - Hættan að
margir neytendur og framleiðendur snúi sér að öðru - Fólk á atvinnuleysisbótum fékkst ekki í vinnu
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Ánægðir Hásetarnir Arnar Freyr og Sigurfinnur ánægðir með aflann.