Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 18

Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 18
ÚR BÆJARLÍFINU Sigmundur Sigurgeirsson Selfossi „Þetta hefur gengið vonum fram- ar enda ótrúlega heppilegt tíðarfar,“ segir Pálmi Pálsson, eigandi bygg- ingafyrirtækisins Pálmatrés, sem er að klára uppsteypu á sex hæða fjöl- býlishúsi við Austurhóla á Selfossi þessa dagana. Húsið verður hæsta íbúðarbygging á Suðurlandi og sjálf- sagt ekki hærri byggingar aðrar en Knarrarósviti í héraðinu. Í blokkinni eru 35 íbúðir en gert er ráð fyrir fjór- um slíkum austur með byggðinni. Pálmi segir að byggingin sé talsvert á undan áætlun enda var fyrsta steypa þann 13. október síðastliðinn og ætlar hann að íbúðirnar verði afhentar síðla hausts á þessu ári. „Þetta er ótrúlegur bygging- arhraði enda um að ræða ekki nema um 112 virka vinnudaga sem við höf- um verið þarna. Þar spilar saman veðrið, hönnun og mannafl,“ segir hann en um 20 starfsmenn Pálmatrés eru að jafnaði við vinnu á staðnum auk um tíu annarra iðnaðarmanna. Flestar íbúðirnar eru 2-3 her- bergja og um 69 til 84 fermetrar að stærð og hefur spurnin eftir þeim verið mjög mikil að sögn Pálma. „Við erum byrjuð að taka niður pantanir og ætli ég sé ekki búinn að lofa nú þegar um 25 íbúðum, þetta fer hratt,“ segir hann. Hefur hann enda áform nú þegar um sambærilega byggingu á næstu lóð við hliðina. - - - Á morgun rennur út umsókn- arfrestur vegna starfa við nýjan grunnskóla á Selfossi sem starf- ræktur verður frá og með næsta hausti. Ber hann nafnið Stekkjaskóli og er í nýju hverfi sunnan núverandi byggðar á Selfossi. Um er að ræða um 20 störf sem þarf að fylla fyrir haustið og segir Þorsteinn Hjart- arson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Ár- borgar, að fjölmargar umsóknir hafi þegar borist. „Það verður ákveðið lúxusvandamál fyrir skólastjórann að ráða úr þeim hópi,“ segir Þorsteinn. Skólinn er ekki tilbúinn og verður notast við færanlegar kennslustofur fyrsta veturinn þar sem verða í um 150 nemendur í 1. til 4. bekk. Búið er að bjóða út fyrsta áfanga nýs skólahúsnæðis og er ætlun að þar hefjist kennsla haustið 2022. Nokkur styrr hefur staðið meðal foreldra skólabarna um ákvörðun bæjaryfirvalda að færa nemendur annarra skóla í bænum yfir í um- ræddar færanlegar skólastofur m.a. í ljósi þess að talsverðar framkvæmdir eru á svæðinu sem er í mikilli upp- byggingu. - - - Og enn af framkvæmdum. Í gær var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri byggð í landi Jórvíkur í gamla Sandvíkurhreppi, þar sem byggja á um 350 íbúðir fyrir um 800 til 900 íbúa á næstunni. Um er að ræða blandaða byggð á tæpu 15 hektara af þeim 44 hekturum í eigu Akurhóla ehf. sem er byggingaraðili verksins. Samið hefur verið við Borgarverk ehf. um jarð- vinnu á svæðinu og ætlunin er að hefja byggingu fyrstu íbúðarhúsanna í júní á næsta ári og hverfið verði fullbyggt á næstu þremur til fjórum árum. - - - Listalíf er að lifna á nýjan leik í sveitarfélaginu eftir að hafa legið í dvala undangengna mánuði. Æfingar eru hafnar hjá Karlakór Selfoss en óljóst er með tónleikahald vorsins sem stendur. Þá er starf hafið hjá Leik- félagi Selfoss sem stendur meðal ann- ars fyrir námskeiðum þessi dægrin. Þá er nýhafin sýning á verkum lista- konunnar Dúddu í listagjánni í bóka- safni bæjarins. Um er að ræða verk unnin úr íslenskri ull sem eiga það sameiginlegt að vera í hringformi. Innblástur verkanna er sóttur í ís- lenska náttúru og þá hringrás sem stöðugt á sér þar stað. Sýningin stendur til 8. apríl næstkomandi. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Hæsta húsið Hæsta íbúðabygging Suðurlands rís nú í útjaðri Selfoss, þar sem verða 35 íbúðir á sex hæðum. Fjögur slík hús munu rísa við sömu götu. Hæsta íbúðabygging á Suðurlandi að rísa 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Friðlýsing Látrabjargs skiptir miklu máli,“ segir Rebekka Hilm- arsdóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð. „Að þessi formlegi stimpill sé kom- inn leiðir til þess að væntanlega verður hafist handa um innviða- uppbyggingu, endurbætur á vegum og meiri kynningu á svæðinu. Mögu- leikarnir eru margir“ Á dögunum skrifaði Guð- mundur Ingi Guðbrandsson umhverf- isráðherra undir skjal um friðlýs- ingu Látrabjargs. Þetta er eitt margra friðlýs- ingaverkefna sem unnið hefur verið að í umhverfisráðuneytinu á líðandi kjörtímabili; mál sem hafa verið að tínast í höfn eitt af öðru á síðasta árinu eða svo. Bjargið hæst í Heiðnukinn Alls er Látrabjarg 14 kílómetra langt þar sem það liggur frá austri til vesturs mót Breiðafirði og er ysti hluti sunnanverðs Vestfjarðakjálk- ans. Alls skiptist bjargið í fjóra hluta og er hæst þar sem heitir Heiðna- kinn, hvar það er 444 metrar yfir sjó. Látrabjarg er eitt stærsta fugla- bjarg Evrópu og flokkast sem al- þjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Markmið friðlýsingarinnar er líka að vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla. Á svæð- inu er til að mynda stærsta þekkta álkubyggð heimsins. Fjölmargar tegundir fugla verpa á svæðinu, þar á meðal tegundir sem eru á válista, svo sem lundi og álka. Við Látra- bjarg er líka að finna búsetu- og menningarminjar. Þá sést myndun Vestfjarða í bjarginu; jarðlög í mörgum stöflum. Samráð mikilvægt Í Vesturbyggð hefur lengi verið óskað eftir friðlýsingu Látrabjargs og í aðalskipulagi svæðisins árið 2014 var gert ráð fyrir því að um- ræddar slóðir yrðu friðlýstar, frið- land eða fólkvangur. Raunar var í umræðu á tímabili að gera allan kjálkann milli Breiðafjarðar og Pat- reksfjarðar að þjóðgarði, það er Rauðasand, Örlygshöfn, Látravík og Látrabjarg. Þegar á reyndi var ekki hljómgrunnur fyrir því, að sögn bæj- arstjórans, og málið því látið niður falla. „Þetta svæði er í eigu fjölda fólks og samráð skiptir því miklu, eins og gert var við undirbúning friðlýsing- arinnar. Svona mál þurfa að vinnast í sátt,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir og að lokum: Áhugasöm um nýjan þjóðgarð „Slíkt gildir einnig um skipulags- vinnu vegna innviðaframkvæmda, en við Bjargtanga og út að Látra- bjargi þarf að útbúa göngustíga, merkingar og fleira slíkt. Að slík verkefni yrðu látin sitja á hakanum held ég að hafi ráðið miklu um and- stöðu landeigenda við þjóðgarðs- hugmyndina á sínum tíma. Hins veg- ar erum við núna áhugasöm um þær fyrirætlanir sem umhverfisráðherra hefur uppi um að svæðið frá Vatns- firði og þar um fjöll norður í Dynj- anda við Arnarfjörð verði gert að þjóðgarði. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því starfi.“ Friðlýsingin skapar tækifæri - Látrabjarg fær formlegan stimpil ráðherra - Friðlýst fuglabjarg - Langur undirbúningstími - Jarðlögin eru í mörgum stöflum - Áhugi í Vesturbyggð er á stofnun þjóðgarðs á Vestfjörðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Látrabjarg Horft til vesturs af Rauðasandi út eftir Látrabjargi, sem er alls 14 kílómetra langt. Einstakt fuglalíf þykir vera í bjarginu, en undir því hefur í tímans rás farist fjöldi skipa, stundum með allri áhöfn. Öll hafa þau verið fljót að brotna niður enda eru brim og öldur þarna þungar og eira engu. Látrabjarg Keflavík Látravík Breiðavík Kollsvík TálkniPatreksfjörður Rauðisandur Patreks- fjörður Örlygshöfn Bjarg- tangar 612 62 Rebekka Hilmarsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lundinn Mikið líf er í bjarginu og prófasturinn er þar áberandi. Friðlýsing Látrabjargs heimilar áfram hefðbundnar nytjar þar, svo sem eggjatöku að vori og fugla- veiðar að sumri, en þetta atriði vó mjög þungt í afstöðu heimafólks á svæðinu. Þetta segir Gísli Már Gíslason, líffræðingur og prófess- or við Háskóla Íslands, sem lengi var í forsvari landeigenda á Látr- um og fram til 2016 í forsvari þeirra í viðræðum við ríkið vegna friðlýsingarmála. Þá er Gísli með Ólafi Thoroddsen höfundur Árbók- ar Ferðafélags Íslands 2020 sem fjallaði um þetta svæði; hinn forna Rauðasandshrepp. Endurbæta holótta braut „Við Látrabjarg þarf að koma upp aðstöðu; leggja stíga, koma upp gestastofu, salernisaðstöðu og fleira,“ segir Gísli Már. „Þarna verður ríkið að koma að málum, en vildi ekki nema hafa eitthvað fast í hendi um ákvarðanatöku og skipu- lagsmál á svæðinu. Með friðlýs- ingu ætti slíkt að vera í höfn. Svo veitir ekkert af því heldur að end- urbæta leiðina út á bjarg, holótta braut sem kölluð er vegur.“ Með friðlýsingu Látrabjargs verður tekið fyrir að til dæmis skotmenn fari að bjarginu á sjó til veiða. Einnig að bátar séu settir af skemmtiferðaskipum og siglt með ferðafólk að bjarginu, eins og tíðk- aðist orðið í nokkrum mæli. Þetta segir Gísli að skipti miklu máli. Viðkoman er góð Fugl í Látrabjargi hefur helst æti af sandsíli, sem fækkaði eftir 1985. Á síðustu árum hefur síla- stofninn verið að styrkjast – sem aftur helst í hendur við að fugli í bjarginu fjölgar. Þannig fækkaði langvíu, álku, fýl og ritu mjög frá miðjum níunda áratugnum fram til 2006; jafnvel um allt að 30%, en stofn stuttnefju stóð í stað. Nú eru þessir stofnar að styrkjast og við- koman er góð og talið er að allt að 226 þúsund langvíupör séu í bjarg- inu, 118 þúsund nefskerapör og 161 þúsund álkupör. Lundastofn- inn á svæðinu er um 50 þúsund pör. Er lundinn áberandi til dæmis við Bjargtanga; ysta odda Látra- bjargs þar sem vegurinn endar. Fugli í bjarginu að fjölga HEFÐBUNDNAR NYTJAR VERÐA ÁFRAM HEIMILAR Árbókin Ólafur Thoroddsen, t.v., og Gísli Már kunnugir staðháttum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.