Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
B
ið eftir mörgum tegundum
skurðaðgerða í byrjun
þessa árs var lengri en
viðmiðunarmörk land-
læknis kveða á um. Þetta kemur
fram í greinargerð embættis land-
læknis um biðlista. Upplýsingarnar
ná til átján aðgerðaflokka. Biðin var
innan viðmiðunarmarka í einungis
fjórum flokkum af átján. Aðgerða-
flokkar sem voru innan viðmið-
unarmarka voru kransæðaaðgerðir,
aðgerðir á hjartalokum, úrnám hluta
brjósts og aðgerðir á blöðruháls-
kirtli.
Aðgerðaflokkar þar sem bið var
umfram viðmiðunarmörk voru
skurðaðgerð á augasteini, hjarta- og
eða kransæðamyndataka, valdar að-
gerðir á grindarholslíffærum
kvenna, brottnám legs, liðskipta-
aðgerð á mjöðm, liðskiptaaðgerð á
hné, brennsluaðgerð á hjarta,
brjóstnám, aðgerð til brjósta-
minnkunar, endurgerð brjósts
(brjóstauppbygging), aðgerð vegna
vélindabakflæðis eða þindarslits,
skurðaðgerð á maga vegna offitu,
gallsteinaaðgerð og brottnám
hvekks um þvagrás (TURP).
Til dæmis var beðið eftir 1.758
skurðaðgerðum á augasteini í byrj-
un ársins. Þar af höfðu 53% beðið
lengur en 90 daga eftir aðgerð.
Þá var beðið eftir 517 lið-
skiptaaðgerðum á mjöðm og höfðu
64% beðið lengur en í 90 daga. Um
leið var beðið eftir 999 liðskiptaað-
gerðum á hné og höfðu 72% beðið
lengur en í 90 daga.
Í upphafi þessa árs voru 289 á
biðlista eftir brennsluaðgerð á
hjarta og höfðu 80% þeirra beðið
lengur en 90 daga eftir aðgerð.
Aðgerðum frestað í faraldri
Kórónuveirufaraldurinn hafði
talsverð áhrif á heilbrigðisþjónustu í
fyrra. Heilbrigðisráðherra staðfesti
tvisvar sinnum að fresta skyldi val-
kvæðum og öðrum ífarandi aðgerð-
um. Það var gert til að bregðast við
auknu álagi á sjúkrastofnunum
vegna fjölda kórónuveirusmita.
Landspítali sendi embætti land-
læknis upplýsingar um fjölda á bið-
listum eftir forgangsröðun. Sjúk-
lingar eru metnir í þörf fyrir aðgerð
samkvæmt því hvort talin er þörf á
því að hún sé gerð innan viku, innan
fjögurra vikna eða innan 90 daga.
Sérfræðilæknar meta þörf fyrir að-
gerð og raða sjúklingunum í for-
gangshópa. Samkvæmt skýring-
armynd í greinargerðinni höfðu
einungis sjúklingar, sem biðu eftir
brennsluaðgerð á hjarta og hjarta-
og/eða kransæðamyndatöku og
þurfti að fara fram innan viku, þurft
að bíða lengur en það.
„Allir nema einn sem metnir
voru í þörf fyrir brennsluaðgerð á
hjarta innan viku, höfðu beðið leng-
ur en sem því nemur. Eins höfðu all-
ir nema einn sem metnir voru í þörf
fyrir hjarta og/eða kransæðamynda-
töku innan viku beðið lengur en svo.
Í öðrum aðgeðaflokkum höfðu engir
sem metnir voru í þörf fyrir aðgerð
innan viku beðið lengur en sem því
nemur,“ segir í greinargerðinni.
Þar kemur einnig fram að í fjór-
tán af átján aðgerðaflokkum höfðu
helmingur eða fleiri sem metnir voru
í þörf fyrir aðgerð innan fjögurra
vikna beðið lengur en svo. Fáir eru
þó í þessum forgangshópi fyrir suma
aðgerðarflokka. „Þegar litið er til
þeirra sem metnir voru í þörf fyrir
aðgerð innan 90 daga sést að í 13 af
18 aðgerðaflokkum hafði helmingur
eða fleiri beðið lengur en sem því
nemur,“ segir í greinargerðinni.
Bið eftir mörgum
aðgerðum er of löng
Morgunblaðið/Ásdís
Mjaðmaaðgerð Langir biðlistar eru eftir ýmsum skurðaðgerðum. Þar á
meðal liðskiptaaðgerðum á mjöðm og hné. Sumir hafa beðið lengi.
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Umferðintekur sinntoll. Talið
er að í heiminum
láti um 1,35 millj-
ónir manna lífið á
ári í umferðarslysum eða um
3.700 manns á dag. Þá eru
ótaldar þær milljónir manna,
sem slasast alvarlega og hljóta
oft varanleg örkuml. Væri
dánartíðnin í umferðinni tekin
jafn alvarlega og kórónu-
veiran væri sennilega búið að
banna bílaumferð, en það er
annað mál.
Hér á landi fækkaði slysum
og óhöppum í umferðinni tals-
vert í fyrra. Skráð slys og
óhöpp voru í fyrra 5.504, en
6.619 árið 2019. Ekki hafa
færri slasast í umferðinni frá
1992 og mun færri slösuðust
alvarlega 2020 en 2019. Átta
létust hins vegar í umferðinni í
fyrra og eru það fleiri en árið á
undan. Í frétt í Morgunblaðinu
í gær kemur fram að fækkun
slysa er í nýrri slysaskýrslu
Samgöngustofu rakin til kór-
ónuveirufaraldursins og minni
umferðar vegna sóttvarn-
araðgerða.
Fleira jákvætt kemur fram í
skýrslunni. Færri gangandi
vegfarendur slösuðust og
færri ungir ökumenn lentu í
alvarlegum slysum.
Sérstakt áhyggjuefni er þó
að slysum vegna vímuaksturs
fækkaði lítið milli ára. Akstur
krefst einbeitingar og það er
óverjandi að aka undir áhrif-
um. Ökumaður í vímu stofnar
ekki bara sjálfum
sér í hættu, heldur
öllum í kringum
sig. Það er einfald-
lega ekki boðlegt
að fólk setjist und-
ir stýri undir áhrifum.
Í skýrslunni eru talin upp
nokkur gatnamót og hringtorg
þar sem mest er um umferð-
arslys. Flest eru slysin og
óhöppin á gatnamótum Miklu-
brautar og Grensásvegar ann-
ars vegar og Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar hins
vegar. Þessi gatnamót eru
jafnframt meðal helstu tapp-
anna í umferðinni á álags-
tímum. Meirihlutinn í borginni
mætti leggja meiri áherslu á
að auka öryggi á þessum
gatnamótum og draga úr álagi
og gæti það komið í stað mark-
viss aðgerðarleysis í umferð-
armálum undanfarin misseri.
Nefnt hefur verið að um-
ferðarslys kosti lönd heims að
jafnaði um 3% af landsfram-
leiðslu. Í slysaskýrslu Sam-
göngustofu kemur fram að tal-
ið sé að heildarkostnaður við
öll umferðarslys hafi verið
40,5 milljarðar króna á liðnu
ári og 250 milljarðar á undan-
förnum fimm árum. Þetta er
gríðarleg upphæð ofan á
harminn og sársaukann vegna
bílslysa. Áminningin um að
fara með gát í umferðinni
kann að hljóma eins og tuð, en
það má ekki gleyma því að
þægindin af að komast leiðar
sinnar akandi geta verið dýr-
keypt.
Þótt umferðar-
slysum fækki má
alltaf gera betur}
Dýrkeypt þægindi
Ásýnd Reykja-víkur breyt-
ist hratt, ekki að-
eins vegna þess að
borgin hefur þan-
ist út, heldur einn-
ig út af þéttingu
byggðar þar sem iðulega vant-
ar mikið upp á að samhengi sé
milli þess sem fyrir er og hins
nýja. Oft verður niðurstaðan
sú að hið nýja yfirgnæfir það
gamla þannig að það verður
eins og illa gerður hlutur, þótt
kannski hefði það átt að njóta
þess með einhverjum hætti að
mæta fyrr til leiks.
Pétur H. Ármannsson arki-
tekt fékk á miðvikudag við-
urkenningu Hagþenkis – fé-
lags höfunda fræðirita og
kennslugagna fyrir veglega
bók sína um Guðjón Samúels-
son. Pétur hefur mikla
reynslu og þekkingu á bygg-
ingarlist og sögu hennar á Ís-
landi. Þegar hann tók við
verðlaununum flutti hann eft-
irtektarverða
ræðu og ættu þeir,
sem ráða för um
þróun Reykjavík-
ur, að tileinka sér
orð hans:
„Það hefur lengi
verið skoðun mín að íslenskir
arkitektar mættu gera betur í
því að halda á lofti merki
byggingarlistar, rannsaka og
miðla merku framlagi eigin
fagstéttar til íslenskrar
menningar og samfélags á 20.
öld,“ sagði Pétur í ávarpinu og
hélt áfram: „Afstaða mín hef-
ur alla tíð verið sú að söguleg
þekking og yfirsýn sé grund-
völlur skapandi hugsunar í
arkitektúr og öðrum list-
greinum. Að enduruppgötva
sé það sama og skapa, að ný-
sköpun eigi sér aldrei stað í
tómarúmi, án samhengis við
stað og tíma, að þekking-
arforði sögunnar sé mikilvæg-
asta byggingarefni arkitekts-
ins.“
„Þekkingarforði
sögunnar […] mik-
ilvægasta bygging-
arefni arkitektsins“}
Nýsköpun ekki í tómarúmi
E
f handverk iðnmenntaðra væri
fjarlægt úr íslensku samfélagi
væri tómlegt um að litast. Sem
mennta- og menningar-
málaráðherra hef ég lagt ríka
áherslu á iðnnám og réttindi þeirra sem velja
þá námsleið. Þess vegna hef ég gert grund-
vallarbreytingar á skipulagi iðnnáms. Um-
ræða um iðnnám hefur breyst og ásóknin
stóraukist á örfáum árum. Fagstéttir sem
glímdu við mikla manneklu horfa fram á
breyttan veruleika og færniþarfir samfélags-
ins eru betur uppfylltar en áður.
Íslenskt iðnnám stendur mjög vel í sam-
anburði við erlent, enda kennarar vel mennt-
aðir, þeir búa að fjölbreyttri reynslu og náms-
brautirnar metnaðarfullar. Gerðar eru ríkar
kröfur til nema um aga, iðni og fagmennsku í
vinnubrögðum og tengsl iðnnámsins við atvinnulífið hafa
ávallt verið sterk.
Hingað til hafa þeir einir lokið iðnnámi sem hafa út-
vegað sér námssamning hjá meistara í sínu fagi. Fyr-
irkomulagið hefur um margt gengið vel, en hitt er ein-
kennilegt að skólinn hafi ekki ábyrgst að allir iðnnemar
hafi jöfn tækifæri til að ljúka námi. Ótal dæmi eru til um
nemendur sem hafa horfið frá iðnnámi að loknum bók-
lega hlutanum, þar sem þeir hafa ekki komist á samning,
og leitað á önnur mið þótt hjartað hafi slegið með iðninni.
Slíkt er óviðunandi og því hef ég gefið út nýja reglu-
gerð sem færir ábyrgðina á vinnustaðanámi yfir á
skólana sjálfa. Nemendum verður að sjálfsögðu áfram
heimilt að leita sér að samningi, í samráði við
sinn skóla, en skólinn mun tryggja að allir
nemendur hljóti þjálfun og leiðsögn við raun-
aðstæður, ýmist á einum vinnustað eða mörg-
um og í skólanum sjálfum ef ekki tekst að
bjóða hefðbundið vinnustaðanám. Samhliða
hættir skólinn að meta nemendur út frá
samningstíma þeirra, og horfir fyrst og
fremst til skilgreindra hæfniþátta við mat á
færni þeirra og handbragði. Með þeim hætti
verður námið markvissara og nemendur hafa
möguleika á að útskrifast fyrr.
Önnur stór kerfisbreyting er til meðferðar
á Alþingi, en þar mælti ég nýverið fyrir frum-
varpi um breytingar á aðgangsskilyrðum í
háskóla. Minn vilji er sá, að í stað þess að
handhafar stúdentsprófa fái einir aðgang að
háskólum standi þeir opnir fyrir öllum sem
lokið hafa prófi á þriðja hæfniþrepi í framhaldsskóla –
þ.m.t. þeim sem hafa tekið lokapróf í iðnnámi. Slík breyt-
ing er ekki bara réttlætismál, heldur líkleg til að efla há-
skólana, sem fá til sín nemendur með frábæran und-
irbúning fyrir háskólanám.
Breytingin mun vonandi líka hafa jákvæð áhrif á við-
horf foreldra sem áður hvöttu frekar börnin sín í hefð-
bundið bóknám, ekki síst vegna þess að bóknámið
tryggði aðgang að fjölbreyttari möguleikum en hand-
verkið. Þessar breytingar munu verða til þess að allir fái
tækifæri til að fylgja hjartanu þegar kemur að námsvali.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Handverk þjóðanna
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Embætti landlæknis birti ný-
lega greinargerð um stöðu bið-
lista eftir átján tegundum að-
gerða í upphafi ársins 2021,
bæði almennt og eftir for-
gangsröðun. Einnig var þar
samantekt á helstu nið-
urstöðum í völdum aðgerða-
flokkum og yfirlit sjúkra-
hústengdra frestana.
Í greinargerðinni segir m.a.
að biðlistar séu þekktir víða í
heilbrigðiskerfinu og þeir teng-
ist framboði og eftirspurn. Bið
geti verið ásættanleg og nauð-
synleg í ákveðinn tíma. Skipu-
leggja þurfi starfsemi heil-
brigðisstofnana fram í tímann
og forgangsraða þannig að
þeir sem eru í brýnustu þörf-
inni fái þjónustu strax. Það á
til dæmis við vegna bráða-
tilfella og lífshættulegra sjúk-
dóma.
Biðlistar
víða þekktir
HEILBRIGÐISKERFIÐ