Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 25

Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 Leikhús 400 börn mættu í Borgarleikhúsið á fimmtudag til þess að kynnast töfrum leikhússins. Börnunum var boðið á sýningu sem var sérstaklega samin fyrir þau undir yfirskriftinni Leik- skólasýning ársins. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Arna Kristjánsdóttir og leikarar eru Rakel Björk Björnsdóttir og Rakel Ýr Stefánsdóttir. Alls verður um 1.600 börnum boðið á sýninguna. Eggert Frá því Sjálfstæð- isflokkurinn tók að nýju sæti í ríkisstjórn árið 2013 höfum við unnið markvisst að bættum kjörum allra með því að nýta kraft- mikið hagvaxtarskeið til að standa með tekjulágum. Þetta sýn- ir sagan. Loforð Í kosningabaráttunni vorið 2013 settum við málefni eldri borgara á oddinn, en þeir höfðu horft upp á kjör sín dragast aftur úr í saman- burði við aðra árin á undan. Í forgangi var að afturkalla skerðingar í almannatryggingakerf- inu sem kynntar voru til sögunnar í tíð Jóhönnustjórnarinnar. Auk þess þurfti að vinda ofan af nýjum ósanngjörnum sköttum sem einna helst komu niður á eldri borgurum með lágar tekjur en talsvert eigið fé bundið í húsnæði. Okkur fannst of margir með lág- ar eða meðaltekjur greiða fjár- magnstekjuskatt og vildum afnema tekjutengingar ellilífeyris (grunnlíf- eyris), sem var í þá daga einn flokk- ur í tryggingakerfi aldraðra, og nam um 34 þúsund krónum á mán- uði. Heilt yfir var það skýrt markmið okkar að stórbæta kjör eldri borg- ara. Efndir Strax og ríkisstjórn var mynduð hófumst við handa. Fyrsta verkið var að afturkalla skerðingar á grunnlíf- eyri elli- og örorkulíf- eyrisþega vegna lífeyr- issjóðstekna og afturkalla lækkun frí- tekjumarks vegna at- vinnutekna. Eignaskatturinn (auðlegðarskattur) féll niður í lok árs 2013. Hann hafði lagst sér- staklega þungt á tekjulága í skuldlausu húsnæði. Til að draga enn frekar úr skerð- ingum var frítekjumark vaxtatekna hækkað í 125 þúsund krónur í árs- byrjun 2014. Síðan þá höfum við hækkað frítekjumarkið verulega, síðast um nýliðin áramót. Það stendur nú í 300 þúsund krónum og fer þeim eldri borgurum því stöðugt fækkandi sem greiða fjármagns- tekjuskatt að ráði. Við létum ekki þar við sitja. Nefnd undir forystu Péturs heitins Blöndal var árið 2013 falið að um- bylta kerfinu, gera það sann- gjarnara og bæta kjörin. Afrakst- urinn birtist í verulegum breytingum sem samþykktar voru árið 2016. Þá voru bótaflokkar sam- einaðir, framfærsluviðmið hækkuð og króna-á-móti-krónu-skerðing fyrir eldri borgara afnumin. Árang- urinn var einhver mesta kjarabót í áratugi. Staðan í dag Þessar áherslur hafa skipt sköp- um fyrir bætt kjör eldri borgara. Það er einnig ánægjulegt að sjá að lífeyrissparnaður þeirra sem eru að ljúka starfsævinni fer sífellt hækk- andi. Að baki þeirri þróun er ára- tuga vinna og fyrirhyggja sem loks er að skila sér með áberandi hætti. Þetta tvennt hefur haldist í hend- ur við langt hagvaxtarskeið sem við höfum saman nýtt til að styrkja stöðu launþega í landinu, ekki síst þeirra sem minnst hafa. Tekju- skattslækkanir hafa leikið stórt hlutverk í þeirri jákvæðu þróun. Niðurstaðan er sú að kaupmáttur launa og bóta hefur aldrei í sögunni verið meiri. Skýr stefnumörkun með áherslu á umskipti í efnahagsmálum, ábyrg ríkisfjármál, stöðugleika og sókn á öllum sviðum markaði upphafið að samfelldu tímabili bættra lífskjara undanfarinn áratug. Heildartekjur ellilífeyrisþega hafa hækkað um helming frá árinu 2015 og kaupmáttur aukist hlut- fallslega mest hjá þeim tekju- lægstu. Eigna- og skuldastaða hópsins hefur styrkst og langflestir búa í eigin húsnæði. Mikill meiri- hluti eldri borgara greiðir minna en 10% af ráðstöfunartekjum sínum í afborganir. Hjá eldri hjónum í eigin húsnæði sem höfðu 512 þúsund krónur í mánaðartekjur árið 2013 voru tekj- urnar orðnar 700 þúsund á mánuði árið 2019. Þessa sögu má skoða á vefnum Tekjusagan.is. Þar er tekin saman þróun í tekjum og kjörum ólíkra hópa í gegnum árin byggt á gögn- um Hagstofunnar og skatt- framtölum allt frá 1991 til 2019. Markmiðið er að gera stjórnvöldum kleift að meta áhrif breytinga á lífs- kjör einstakra hópa, en ekki síður að stuðla að upplýstri umræðu sem byggist á staðreyndum. Verkefnið fram undan Þrátt fyrir þróun síðustu ára er verkinu ekki lokið. Enn er hópur eldri borgara sem á takmörkuð réttindi í lífeyrissjóðum vegna lít- illar atvinnuþátttöku og reiðir sig alfarið á ellilífeyri frá Trygg- ingastofnun. Sá hópur taldi alls um 1.300 manns árið 2018 eða 3% þeirra sem voru 67 ára og eldri. Eitt margra stórra skrefa til að bæta kjör fólks var stigið með inn- leiðingu félagslegs viðbótarstuðn- ings í nóvember í fyrra. Við þurfum að tryggja að almannatrygging- arnar haldi áfram að grípa fólk í viðkvæmri stöðu og vinna að bætt- um kjörum þess ár frá ári. Ef horft er á stóru myndina voru íbúar 67 ára og eldri 45.250 í árs- byrjun 2020, 16% fleiri en árið 2015. Þrátt fyrir þessa miklu fólksfjölgun jukum við á sama tíma árleg útgjöld vegna lífeyrisgreiðslna almanna- trygginga á hvern ellilífeyrisþega úr 1,6 í 2,4 milljónir að meðaltali. Alls jukust árleg útgjöld ríkissjóðs í málefni aldraðra um 35 milljarða á tímabilinu. Við verjum nú rúmlega 10% allra tekna ríkissjóðs til ellilíf- eyris almannatrygginga. Áskorunin fram undan er ekki síst að byggja áfram undir sömu lífskjarabætur eldri borgara, hóps sem eðli málsins samkvæmt fer sí- stækkandi. Á sama tíma þurfum við að gæta þess að kynslóðabilið fari ekki breikkandi og yngra fólk dragist aftur úr í lífskjörum. Ef vel á að takast til er mikilvægt að halda rétt á spilunum næstu árin. Réttar áherslur Fyrir bætt lífskjör skiptir sköp- um að vel takist til við að end- urheimta landsframleiðsluna sem tapast hefur vegna heimsfaraldurs- ins. Reynslan sýnir að leiðin út úr kreppu felst ekki í stefnu skerðinga og skattahækkana. Hún felst í því að trúa á einstaklinginn og skapa jarðveg þar sem fólk fær að blómstra á eigin forsendum. Þann- ig byggjum við undir nauðsynlega verðmætasköpun og hagsæld svo samfélagið geti tekið vel utan um þá sem á þurfa að halda. Með þessu tryggjum við ekki síst að lífskjör aldraðra þróist áfram með sama hætti og sagan sýnir. Að við öll getum notið betri lífskjara og lifað áhyggjulaus á efri árum. Við skuldum þeim sem ólu okkur upp ekkert minna. Þeim sem lögðu grunninn að því frjálsa og sterka samfélagi sem við nú búum í. Við höfum sem sjálfstæð þjóð byggt upp samfélag sem stenst samanburð við hvaða land sem er í heiminum. Réttar áherslur varða leiðina til enn betra lífs fyrir okkur öll. Eftir Bjarna Benediktsson » Við þurfum að tryggja að almanna- tryggingarnar haldi áfram að grípa fólk í viðkvæmri stöðu og vinna að bættum kjör- um þess ár frá ári. Bjarni Benediktsson Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Fólkið sem ól okkur upp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.