Morgunblaðið - 13.03.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.03.2021, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 Melteigur 19, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 6 herbergja neðri hæð með bílskúr í hjarta Keflavíkur. ATH EFRI HÆÐ LÍKA TIL SÖLU Eignarlóð Verð kr. 43.500.000Stærð 184,7 m2 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Þ jóðfræðisafn Árnastofnunar er á ismus.is þar sem leita má eftir sögum og hlusta á upp- tökurnar. Leitarorðið huldu- fólk skilar 1282 frásögnum sem geyma óvefengjanlegar reynslusögur af sam- skiptum manna við huldufólk í hlið- arveruleikanum. Þjóðfræðingurinn Valdimar Tr. Hafstein hefur dregið fram að upplifun fólks af þessum hlið- arveruleika sé raunveruleg – og trúin á huldubyggðir hafi víða mótað fram- kvæmdir. Ekki þarf að efast um ein- lægni þeirra sem finna fyrir huldum handanheimum en eins og með aðra trú og mikilvæga gagnsemi hennar fyrir andlegt líf manna hefur reynst erfitt að staðfesta slíka reynslu með mælitækni raunvísinda. Árni Björnsson skrifaði um þjóðtrú (eða furðutrú) í Skírni 1996 og ályktaði að um 10% landsmanna væru sanntrúaðir á tilvist handanheim- anna - þótt miklu hærra hlutfall væri opið fyrir hugmyndinni; í leiðinni rifjaði Árni upp að Jón Árnason þjóðsagnaútgefandi hefði talað „feimnislaust um bá- biljur“ í þessu sambandi. Innan þjóðfræðinnar er löng hefð fyrir því að fást við sögur sem ekki njóta al- mennrar viðurkenningar fyrir sannleiksgildi sitt um hinn mælanlega raunheim okkar. Eðli málsins samkvæmt hafa þær rannsóknir sjaldan verið í heimsfréttum þar sem sagt er frá hörðum stjórnmálum samtímans – þar til nýlega að Timothy Tangherlini, Íslandsvinur og þjóðfræðingur í Kaliforníu, birti ásamt fleir- um grein í vefritinu Plos One sl. sumar um samsæriskenningar í stjórn- málum, með dæmi af Pizzagate-hneykslinu svokallaða sem æstustu stuðningsmenn nýfráfarins Bandaríkjaforseta trúðu einlæglega á allt hans kjörtímabil. Niðurstöður greinarinnar komust í ýmsa heimsfrétta- miðla (leita má eftir folklore conspiracy theory) og greinin var tilnefnd sem ein af áhugaverðustu fræðigreinum síðasta árs á arstechnica.com. Það er ánægjulegt að reynsla af rannsóknum á munnlegri hefð varpi ljósi á pólitískar samsæriskenningar á stóra sviðinu. Um leið er undarlegt hvað slíkar samsærissögusagnir eiga nú greiða leið í fjölmiðla sem áskrif- endur hafa vanist að þurfi að sannreyna fréttir sínar og byggja þær á mælanlegum staðreyndum. Eins og kunnugt er gerði fráfarinn Banda- ríkjaforseti hvers kyns „bábiljum“ hátt undir höfði í forsetatíð sinni og ruglaði opinbera umræðu og viðmið um hvað teldist hæfilegt tungutak. Í vikunni lauk endanlega síðasta dómsmáli hans vegna forsetakosninganna en í útsoginu af brottför hans heyrum við ennþá tröllasögur af furðutrú úr handanheimum okkar veruleika; fólk afneitar því að breytingar á sam- setningu andrúmsloftsins stafi af bruna mannsins á jarðefnaeldsneyti og greinar birtast um að bólusetningar við drepsóttinni séu hluti af lyga- og samsærisvef sem afhjúpi jafnvel dugleysi Evrópusambandsins. Má ég þá heldur biðja um einlægar, skemmtilegar og upplýsandi frásagnir fólks í þjóðfræðasafninu af samskiptum sínum við álfa og huldufólk. Bábiljur, þjóðfræðin og samsærin Tungutak Gísli Sigurðsson Hliðarveruleiki Til eru margar frásagnir sem segja af sam- skiptum manna við huldufólk. Í umræðum um þjóðfélagsmál á íslensku er óhjá- kvæmilegt að huga að nýyrðasmíð, einkum úr ensku vegna þess hve umræður hér taka mikið mið af því sem gerist í Bandaríkjunum og Bret- landi. Oft ber woke culture á góma. Hugtakið á uppruna í Bandaríkjunum og lýsir næmri tilfinningu fyrir málum sem snerta félagslegt réttlæti eða kynþáttaréttlæti. Til- finningin brýst oft út með aðfinnslum eða kvörtunum og hefur orðið volmenning verið notað á íslensku til að lýsa fyrirbærinu. Þeir sem áður báru harm sinn í hljóði hrópa nú á torgum til að draga að sér athygli. Með hugtakinu cancel culture (eða call-out culture) er lýst útlegðardómi, einhverjum er þröngvað úr fé- lagsskap eða starfsstétt, í netsamskiptum, á samfélags- miðli eða í hefðbundnum samskiptum manna. Þessi nei- kvæða afstaða til einstaklings birtist oft í umræðum um málfrelsi og ritskoðun. Orðið slaufunarmenning hefur verið notað á íslensku um cancel culture. Þá hefur orðið afturköllunarfár einnig verið notað. Spurning er hvort ekki sé einfaldast að tala um útskúfun eða útlegð þegar rætt er um einstakling. Í þessu sambandi er einnig rétt að nefna identity politics, samsemdarstjórnmál, sem setja mikinn svip á stjórnmál þar sem frambjóðendur höfða til sérstakra hópa: blökkumanna, spænsku- mælandi eða gyðinga. Bent var á að Donald Trump hefði tekist að brjóta upp hefðbundin samsemdarstjórnmál í Banda- ríkjunum með því að gera efnahagsmál og eigin afkomu að höfuðkosningamáli. Talsmenn samsemdarstjórnmála hafa gjarnan horn í síðu gamalgróinna pólitískra deilu- mála um hagvöxt, atvinnulíf, kaup og kjör. Í skjóli einstefnu vinstrisinna í bandarísku háskóla- samfélagi hefur róttækum aðgerðarsinnum meðal kenn- ara og nemenda liðist að ganga á frelsi minnihlutahópa íhaldsmanna eða femínista sem skilgreina á konur með vísan til líffræði (þessum femínistum er hafnað sem gen- der-critical eða kyn-gagnrýnum). Aðgerðir róttækling- anna eru rökstuddar með kröfu um að þeir fái að njóta tilfinningalegs öryggis eða félagslegs réttlætis. Eric Kaufmann, prófessor í stjórnmálafræði við Uni- versity of London, hefur rannsakað afstöðu kennara og nemenda í háskólasamfélaginu á sviðum sem snerta hug- tökin sem hér hafa verið nefnd. Hann birti á dögunum grein í The Wall Street Journal um hnignun akademísks frelsis. Kaufmann segir merkin um pólitíska mismunun aug- ljós. Um 40% bandarískra háskólamanna gáfu í fyrra- sumar til kynna að þeir mundu ekki ráða yfirlýstan stuðningsmann Donalds Trumps í starf. Í Kanada er þetta hlutfall 45% gegn Trumpistum. Í Bretlandi mundi einn af hverjum þremur háskólamönnum ekki ráða stuðningsmann úrsagnar Bretlands úr ESB, brexit- sinna, til starfa. Milli fimmtungs og helmings háskólamanna og meist- aranema finnst í lagi að mismuna gegn hægrisinnuðum styrkumsóknum, framlögðum greinum til birtingar og við framgangsákvarðanir. Í fjögurra manna hæfnisnefnd eða ritrýnihópi þýðir þetta í raun að íhaldsmaður nýtur ekki jafnréttis. Aðeins 28% bandarískra háskólamanna segja að þeim sé ekki misboðið með því að snæða hádegisverð með kyn-gagnrýnum fræðimanni, fleiri, eða 41%, treysta sér hins vegar til að sitja til borðs með kjósanda Trumps úr hópi samstarfsmanna. Allt að 70% íhaldssamra bandarískra háskólamanna segjast beita sig sjálfsritskoðun við kennslu, rannsóknir og í fræðilegum umræðum. Þeir forðast að spyrja spurn- inga sem ganga gegn vinstri viðhorfum af ótta við að stofna starfi sínu í hættu. Þessi andi ríkir einnig meðal íhaldsmanna eða miðjumanna í hópi námsmanna sem hefur síðan áhrif á hverjir fara í meistaranám og þaðan í kennarastöður. Andstaða við þessa þróun vex, að minnsta kosti utan há- skólasamfélaganna. Nýlega sagði frá því að Nigel Farage sem barðist manna mest og lengst gegn aðild Breta að ESB hafi slíðrað Brexit- sverðið. Hann ætlar þó ekki að setjast í helgan stein heldur að helga krafta sína baráttu í tveimur málaflokk- um: (1) gegn óeðlilega miklum áhrifum kínverska komm- únistaflokksins á daglegt líf Breta og (2) gegn því sem hann kallar woke agenda og lýsir sér sem innrætingu allt frá leikskóla til háskólagráðu sem miði að því að túlka söguna á nýjan, óverðugan hátt. Hann segir styrk sinn á samfélagsmiðlum umtalsverðan og honum ætli hann að beita til að hafa áhrif á umræðurnar, þeim ætli hann að breyta. Hann geti gert það án framboðs í kosningum. Dæmin um tilraunir til að útskúfa mönnum vegna skoðana þeirra, einkum upploginna, eru allt í kringum okkur. Þær setja vaxandi svip á þjóðfélagsumræður hér og annars staðar. Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hrl., fyrrverandi hæsta- réttardómara, voru hiklaust gerðar upp skoðanir eftir að frétt birtist um að dómsmálaráðherra hefði leitað til hans sem ráðgjafa um réttarfarsleg málefni. Tvær vinstrisinnaðar konur á þingi vildu útskúfa honum. Einar Kárason rithöfundur lenti í hremmingum þegar hann lýsti undrun yfir þætti á rás 1 þar sem sagt var frá útskúfun rithöfundarins J. K. Rowling. Einar sagði: „Það var núna áðan í Lestinni á Rás 1 verið að tala, af velþóknun heyrðist mér, um baráttu fyrir „slaufun“ á verkum J.K. Rowling (höf. Harry Potter), vegna „hat- urs“ hennar og „herferðar“ gegn transfólki. Mig minnir að þetta byggist á því að hún hafi sagst aðspurð telja að kynin væru bara tvö. Getur verið að heimurinn sé orðinn svona galinn?“ Ekki nema von að Einar spyrji. Orðaforði ný-stjórnmála Aðgerðir róttæklinganna eru rökstuddar með kröfu um að þeir fái að njóta tilfinningalegs öryggis eða félagslegs réttlætis. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Í verkum Jóns Ólafssonar um ís-lensku kommúnistahreyfinguna er mikið um firrur, gloppur og villur. Þar er líka talsvert um skekkjur, en þær má kalla ástæðulausa óná- kvæmni og ómarkvissa frásögn. Jón fer til dæmis iðulega rangt með nöfn bóka og manna. Í Kæru félögum frá 1999 verður Ófriður í aðsigi eftir Þór Whitehead að Óveðri í aðsigi (bls. 330), Örlaganótt yfir Eystrasalts- löndum eftir Ants Oras breytist í Sól- myrkva í Eystrasaltslöndum (bls. 286), Haavard Langseth ummyndast í Haavard Langeseth (bls. 38 og 340), Olav Vegheim í Olaf Vegheim (bls. 23) og William Gallacher í William Cal- lagher (bls. 123, 125 og 334). Tímatal Jóns er einnig losaralegt. Hann segir, að Langseth hafi komið til Íslands 1928 og 1929 (bls. 38 og 340), en hann kom hvorugt það ár til Íslands, svo að vitað sé, heldur árið 1930. Hann segir, að þing kommún- istaflokks Ráðstjórnarríkjanna hafi verið háð í mars 1956 (bls. 175), en það stóð frá 14. til 24. febrúar. Jón segir í Sögu 2007 (bls. 107), að bréf, sem Einar Olgeirsson sendi Komint- ern, Alþjóðasambandi kommúnista, hafi verið sent snemma í ágúst 1938, en það er dagsett 21. ágúst. Jón segir í Appelsínum frá Abkasíu, að Finn- land hafi fengið sjálfstæði 1918 (bls. 285), en það gerðist í desember 1917. Þessi skekkja hefur slæðst inn í bók Kjartans Ólafssonar, Drauma og veruleika. Jón segir á sama stað, að vetrarstríðið hafi hafist haustið 1939, en það hófst um hávetur, í nóvember- lok 1939, eins og nafnið sýnir raunar. Meinlegasta skekkja Jóns er, þeg- ar hann segir í Kæru félögum frá bréfi, sem sent var frá Íslandi til Stokkhólms í janúar 1921, en undir það er skrifað „Sillinn“. Jón dró þá ályktun (bls. 22), að hér væri á ferð sænski kommúnistinn Hugo Sillén, og væri athyglisvert, hversu snemma erlendir kommúnistar létu sig varða hina íslensku hreyfingu. En bréfrit- arinn var auðvitað Hendrik S. Ottós- son, sem gekk undir nafninu „Sillinn“ meðal vina sinna. Þessi skekkja hefur slæðst inn í bók Þorleifs Friðriks- sonar, Við brún nýs dags. Jón reynir að gera lítið úr slíkum leiðréttingum og kvartar opinberlega undan „smásmygli“ minni og „geð- vonsku“. En flestar þessar villur eru ekki meinlausar prentvillur, heldur stafa þær af hirðuleysi. Jón nennir bersýnilega ekki að standa upp frá tölvu sinni og fletta upp í bókum. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Skekkjur Jóns Ólafssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.