Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 NÝTT HLAUP FRÁ NEW NORDIC Vegan fjölvítamínhlaup Inniheldur 9 mikilvæg vítamín sem eru nauðsynleg fyrir úthald, orku og öflugt ónæmiskerfi. Útsölustaðir: Apótek og heilsuhillur stórmarkaða. Þ að var þungu fargi létt af Guðmundi Kjartanssyni er hann stóð upp frá borðinu á fimmtudagskvöldið eftir seinni kappskák sína gegn Hjörvari Steini Grétarssyni í 4-manna úrslit- um Íslandsbikarsins. Með sigri jafn- aði hann metin og hélt sér „inni“ í keppni sem snýst um að velja full- trúa Íslands í heimsbikarmót FIDE í haust, en meira var um vert að þarna komst hann yfir 2.500 elo- stiga markið og þar með var síðustu hindruninni rutt úr vegi. Guð- mundur er nýjasti stórmeistari Ís- lendinga og er vel að því kominn því að enginn íslenskur skákmaður hef- ur verið jafn duglegur að tefla und- anfarin ár. Hann hefur áður komist nálægt þessu marki og var t.d. bú- inn að ná stigatölunni 2.499,4 elo- stig og þurfti þá jafntefli í skák við Peter Svidler, einn fremsta stór- meistara heims. Það gekk ekki og stundum fjarlægðist hann markið en hélt þó sínu striki, varð Íslands- meistari í þriðja sinn í sumar, lét Covid-faraldurinn ekki stöðva sig og hefur teflt grimmt hér innan- lands undanfarið. Í átta manna útsláttarkeppni Ís- landsbikarsins vann Guðmundur Kjartansson báðar skákir sínar gegn Margeiri Péturssyni. Það gerðu einnig Hjörvar Steinn Grét- arsson og Hannes Hlífar Stefánsson sem unnu Vigni Vatnar Stefánsson og Braga Þorfinnsson. Helgi Áss Grétarsson vann svo Jóhann Hjart- arson 2½:1½ eftir tvær skákir með styttri umhugsunartíma. Jóhann hafði komist yfir í byrjun, Helgi Áss jafnaði og vann svo þriðju skák þeirra sem tefld var með styttri um- hugsunartíma. Eitt umtalaðasta atvik keppn- innar átti sér svo stað í fyrstu um- ferð 4-manna úrslitanna á mið- vikudagskvöldið. Helgi Áss Grétarsson og Hannes Hlífar sátu að tafli og sá síðarnefndi hafði grandalaus leikið 16. … g5-g4. Þá kom þessi staða upp: Íslandsbikarinn 2021: (SJÁ STÖÐUMYND 1) Helgi Áss – Hannes Hlífar Hér lék Helgi Áss 17. Rd2 en gat knúið fram mát í tveimur leikjum með 17. Dxe6+ fxe6 18. Bg6 mát. Hannes vann síðan skákina í 37 leikjum. Það er engin ástæða til að draga of víðtækar ályktanir af þessu augnabliki skákarinnar en mér sýn- ist í fljótu bragði að hér sé komið furðu algengt fyrirbrigði gagn- kvæmrar skákblindu. Hefði það flögrað að Hannesi hversu vitlaus 16. leikurinn hans var í raun og veru er aldrei að vita nema sú vitneskja hefði „flust yfir“ til andstæðingsins eftir yfirskilvitlegum leiðum. Það var dálítill hávaði á sam- félagsmiðlum út af þessu atviki og meðal þeirra sem „tístu“ um málið var enski stórmeistarinn Nigel Short. Helgi Áss lét það ekki slá sig út af laginu, byggði upp vinningsstöðu í næstu skák, missti hana að vísu nið- ur í tímahraki en náði vopnum sín- um aftur og vann. Í gær áttu þessir fjórir því eftir að tefla a.m.k. tvær skákir með styttri umhugs- unartíma. Helgi Áss var ekki sá eini sem setti kíkinn fyrir blinda augað í við- ureign við Hannes. Það gerði líka Bragi Þorfinnsson í seinni skákinni við Hannes í 1. umferð Íslandsbik- arsins: Íslandsbikarinn 2021: Bragi Þorfinnsson – Hannes Hlífar Hannes átti vinningsstöðu en uggði ekki að sér þegar hann lék a- peðinu fram í 28 leik. Hvítur verður að hafa hraðann á og 31. Rh5! blasir við – og vinnur strax. Eftir 31. … gxh5 kemur 32. Dg3+ Kh8 33. Hb8+. En Bragi valdi að leika 31. Df6 og tapaði eftir 37 leiki. Slagkrafts er þörf. Guðmundur Kjartansson náði takmarkinu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Stórmeistari Guðmundur Kjartansson við taflið. Nýlegar jarðhrær- ingar á Reykjanesi hafa verið okkur Ís- lendingum áminning um nálægð nátt- úruaflanna. Við búum á eyju elds og ísa sem okkur hefur verið fal- in til varðveislu. Ábyrgð okkar felst í því að varðveita landið og náttúruna, en á sama tíma verðum við að nýta þær auðlindir sem okkur hefur verið treyst fyrir á skynsamlegan hátt. Græn markmið á öllum sviðum Ábyrg auðlindanýting felst ekki í því að láta verðmæti liggja óhreyfð og ónýtt. Hún felst miklu heldur í því að nýta auðlindir með sjálfbærum hætti og nýta arðinn og rentuna til að byggja í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er á ábyrgð okkar sem nú mótum stefnuna að skila Ís- landi í betra ástandi til komandi kyn- slóða. Í því felst bæði sjálfbær nýt- ing náttúruauðlinda, verðmætasköpun og uppbygging innviða. Þessi markmið fara vel sam- an. Látum verkin tala Undirritaður hefur notið þeirrar gæfu að fá tækifæri til að láta verkin tala, þá bæði sem þingmaður Norð- austurkjördæmis og forystumaður bænda. Öflugur stuðningur við skóg- rækt og landgræðslu í takti við verð- mætasköpun og innviðauppbygg- ingu skilar bæði núlifandi og komandi kynslóðum hámarkslífs- gæðum. Það eru forréttindi að vera í stöðu til að láta verkin tala. Græn forysta Sauðfjárrækt var fyrsta atvinnu- greinin á Íslandi til setja sér stefnu um fulla kolefnisjöfnun. Verkið var unnið af bestu fagmönnum sem tóku út kolefnisfótspor greinarinnar og í kjölfarið fylgdi raunhæf og metn- aðarfull tímasett áætlun. Það var meðal annars byggt á reynslu af verkefnum eins og „Bændur græða landið“ og gæðastýringu í sauð- fjárrækt en yfir 90% bænda hafa unnið landbótastarf undir merkjum þeirra. Kerfið þarf að virka Því miður hefur gengið hægar að hrinda kolefn- isjöfnunarverkefninu í framkvæmd en að var stefnt. Sama má segja um hugmyndir um stór- fellda beitarskógaræktun sem undirritaður keyrði af stað í samvinnu við skógræktarfólk fyrir fá- einum árum. Eina skýr- ingu fyrir þessu er meðal annars að finna í því að boðleiðir og verkaskipting í stjórnsýslunni er ekki með þeim hætti sem best væri á kosið til að ná hámarksárangri í kolefn- isjöfnun. Samvinna er lykillinn Eftirfylgni undirritaðs á Alþingi, meðal annars með því að vera fyrsti flutningsmaður þingsályktun- artillögu þingmanna úr ýmsum flokk- um um þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt, hefur hjálpað til við að halda þessum málaflokki á dagskrá. Sú tillaga miðaðist við að leitað yrði víðtækrar samvinnu, stjórnvalda, al- mennings, atvinnulífs og bænda, stærstu landeigenda á Íslandi. Nýtt ráðuneyti umhverfis og landbúnaðar Það er mikilvægt fyrir komandi kynslóðir að kolefnisjöfnun verði for- gangsverkefni á Íslandi. Öflugt þjóð- arátak í landgræðslu og skógrækt í samvinnu við bændur getur einnig leitt til nýrra atvinnutækifæra um allt land. Áður en lengra er farið þá þarf að stokka upp í stjórnsýslunni. Eftir næstu kosningar þarf að setja upp nýtt ráðuneyti umhverfismála og landbúnaðar. Það er kominn tími til að láta verkin tala og gera Ísland grænna. Eftir Þórarin Inga Pétursson » Áður en lengra er farið þarf að stokka upp í stjórnsýslunni. Eftir næstu kosningar þarf að setja upp nýtt ráðuneyti umhverf- ismála og landbúnaðar. Þórarinn Ingi Pétursson Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Grænna Ísland Sigurður Ágústsson var fædd- ur 13. mars 1907 í Birtingaholti í Hrunamannahr., Árn. For- eldrar hans voru hjónin Ágúst Helgason, f. 1862, d. 1948, alþm. og b. þar, og Móeiður Skúladóttir, f. 1869, d. 1949. Sigurður var bóndi í Birt- ingaholti 1934-1964. Hann var skólastjóri barnaskólans á Flúðum 1950-51 og 1955-64, kennari í Reykholti í Bisk- upstungum, í barna- og ungl- ingaskólanum á Stokkseyri og við Gagnfræðaskólann á Sel- fossi. Sigurður var skólastjóri Tónlistarskóla Árnessýslu 1974-78. Sigurður var hreppstjóri Hrunamannahrepps 1947-58, var formaður Búnaðarfélags Hrunamanna 1939-63, formað- ur Nautgriparæktarfélags Hrunamanna 1935-50 og for- maður Ræktunarfélags Hruna- manna 1946-56. Hann var for- maður sóknarnefndar Hrepp- hólasóknar 1943-51, organisti Hrepphólakirkju frá 1925 og síðar einnig við Hrunakirkju. Eftir hann liggja fjölmargar tónsmíðar. Sigurður fékk lista- mannalaun 1980 og fálkaorð- una. Hann var heiðursborgari Hrunamannahrepps. Kona Sigurðar var Sigríður Sigurfinnsdóttir, f. 1906, d. 1983, og eignuðust þau sjö börn. Sigurður lést 12.5. 1991. Merkir Íslendingar Sigurður Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.