Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
Skólaminjasafn
Reykjavíkur er ekki til
en ætti að vera það, og
því áhugavert að svo
virðist sem Helgi
Grímsson, sviðsstjóri
skóla- og frí-
stundasviðs hjá
Reykjavíkurborg, sé á
móti slíku. Ég þekki
ekki Helga Grímsson
og veit ekkert um hann
annað en það sem ég las í samtali
hans við mbl.is sem birtist 23.2. 2021,
klukkan 18.44. Þar segir hann: „…að
framkvæmd skólastarfs hafi forgang
um annað þar sem verið sé að reka
skólastarf.“ Sem er auðvitað ágætt
að sé skoðun sviðsstjóra skóla- og frí-
stundasviðs – ef hann á við að það að
nemendum sé kennt og þeir læri sé
það mikilvægasta sem gerist í skól-
unum. En þetta orðalag um fram-
kvæmd skólastarfs og að reka skóla-
starf hljómar eins og kerfiskarl sem
hefur misst tengslin við skólann. Og
dagljóst að hann hefur enga hug-
mynd um hvað Austurbæjarskóli
stendur fyrir, eða allavega stóð fyrir
þegar ég var þar nemandi frá 1973 til
1982 og svo kennari frá 2002 til 2015.
Austurbæjarskóli er rótgróinn
skóli sem er byggður á sterkum
hefðum, skóli þar sem borin er virð-
ing fyrir ólíkum hæfileikum og komið
til móts við þarfir nemenda og lögð
áhersla á vinsamleg samskipti og vel-
líðan nemenda, kennara og annarra
starfsmanna. Eða var það þegar ég
hætti þar. Frá mínu fyrsta ári sem
nemandi fann ég hvernig saga Aust-
urbæjarskóla er hluti af skólanum,
við sungum Guttavísur og lékum
Einu sinni var drengur (ljóðið sem
flestir þekkja frekar undir heitinu
Pennastokkur læknir), jólaleikritin
voru byggð á Jólin koma, og þannig
voru það verk fyrrverandi kennara
sem fyrr mótuðu nemendur sem
mótuðu okkur og kennarar mínir
héldu við hefðum og siðum sem fylgt
höfðu Austurbæjarskóla frá upphafi.
Guðmundur heitinn, sem var skóla-
stjóri þann tíma sem ég kenndi við
Skólann, sagði mér sögur af fyrrver-
andi skólastjórum og framkomu
þeirra við nemendur, ekki til gamans
heldur til gagns, að svona ætti að
umgangast nemendur, af virðingu og
alúð, að svona hefði það verið og
væri, og ætti að vera. Og ég fullyrði
að flestir sem hafa numið eða kennt
við Austurbæjarskóla minnast þeirra
tíma með gleði og eru stoltir af sínum
tíma við Skólann, að vera hluti af
sögu hans.
Menning og menntun hafa þannig
haldist í hendur í Austurbæjarskóla
frá upphafi og saga Skólans samofin
skólastarfinu sem hvorki hefur verið
framkvæmt né rekið heldur þróast,
vaxið og dafnað. Að núverandi og
fyrrverandi kennarar, nemendur og
starfsfólk Austurbæjarskóla hafi
lagt það á sig að koma upp Skóla-
minjasafni, lagt í það mikla vinnu og
ómældan tíma, án þess að ætlast til
annars að launum en ánægjuna og
gleðina sem það hefur veitt öllum
gestum Safnsins, og auðvitað þeim
sjálfum, segir allt sem segja þarf. Og
þá aftur að Helga. Þegar hann segir:
„Þetta safn er ekki á forræði borg-
arinnar heldur er þetta áhugahópur
sem að hefur safnað þarna munum
sem að tengjast skólastarfi “ Ég ætla
að byrja á hvernig hann gerir lítið úr
sjálfum sér með því að nota orðið
„áhugahópur“ um það fagfólk á sviði
menntamála og aðra sem leggja það
á sig að varðveita, viðhalda og sýna
þau verðmæti sem á Skólaminjasafn-
inu eru. Augljóslega kann Helgi ekki
að meta þetta mikilsverða framtak
þessa fólks, en að láta eins og þetta
sé nú ekki merkilegur hópur, bara
„áhugahópur“, þá annað en hvað?
Atvinnuhópur! Nú vil ég ekki full-
yrða um hvort þau sem vinna fyrir
laununum sínum eða hin sem hafa
bara áhuga vinni af
meiri metnaði og
ástríðu, en ég fullyrði að
Helgi lítur afskaplega
illa út þegar hann segir
svona. Ekki batnar það
heldur þegar hann talar
um muni „sem að tengj-
ast skólastarfi“, þetta
eru munir úr skóla-
starfi, úr sögu mennt-
unar og þróunar skóla,
kennsluhátta, kennslu-
gagna. Munir sem eru
okkur sem tengjumst Austurbæj-
arskóla kærir, munir sem fjöldi fólks
í Reykjavík, áreiðanlega utan
Reykjavíkur líka, hefur komið til að
skoða og njóta, til dæmis á vorhátíð-
um eða afmælum Skólans eða Menn-
ingarnótt. Fyrst og fremst þó; munir
sem eru ómetanlega dýrmætir fyrir
komandi kynslóðir í Reykjavík, á Ís-
landi öllu.
Hvað vill þá Helgi gera við Safnið?
Jú, honum finnst augljóst að „söfn
geymi safnmuni og skólar séu fyrir
nemendur“. Þetta á sjálfsagt að vera
fyndið en þetta „grín“ er jafn mis-
heppnað og það er að beita fyrir sig
nemendum, láta í orðum liggja að
aumingja börnin fái ekki menntun ef
safnið er fyrir þeim. Svo bendir hann
á Borgarsögusafnið, sem kannski er
ekki svo vitlaus hugmynd, þó ég efist
um að Helgi hafi áttað sig á því.
Borgarsögusafnið er nefnilega eng-
inn skókassi eða geymsla þar sem
stinga má Skólaminjasafninu. Borg-
arsögusafnið er í dag fimm söfn, og
þar sem ég sé ekki fyrir mér að
Skólaminjasafninu væri stillt upp á
Landnámssýningunni, í baðstofu á
Árbæjarsafni, sett upp í Ljós-
myndasafninu, stillt við hlið frið-
arsúlunnar í Viðey eða eigi heima á
Sjóminjasafninu, liggur þá ekki í
augum uppi að bæta sjötta safninu
við Borgarsögusafnið. Skólaminja-
stofu í risi Austurbæjarskóla. Þá er
líka hægt að ráða eitthvað af þessu
„áhugafólki“ til að sjá um safnið, það
væri þá komið á „forræði borg-
arinnar“, kannski Helga þætti þá
meira til þess koma.
Allavega, ég hef áhuga á menn-
ingu og menningarverðmætum og
skoða söfn og sögustaði, og þar sem
ég hef komið í nágrannalöndum Ís-
lands og heimsótt skólaminjasöfn þá
hafa þau einmitt verið varðveitt í, já,
merkilegt nokk, gömlum skólum.
Vissulega er ris Austurbæjarskóla
ekki besti staðurinn fyrir skóla-
minjasafn en þar ætti vagga þess að
vera um alla tíð og með tíma er hægt
að finna því stærri umgjörð og koma
upp veglegri sýningu um sögu skóla
og menntunar í Reykjavík, jafnvel á
Íslandi öllu. Þó kannski eins og að
eitt skrifborð og örfáir aðrir munir
sem alveg sérstaklega varðveita
sögu Austurbæjarskóla fái að vera
áfram í risinu.
Es. Ég get ekki látið vera að hlæja
að orðum Helga um að í risinu í suð-
urálmu Skólans sé kennslustofa og
þar af leiðandi sé hægt að kenna í ris-
inu norðan megin (þetta meinti Helgi
örugglega ekki sem grín en þarna
tókst honum að vera fyndinn). Svona
fullyrðing er ekki ólík því og að
benda á kennslustofu í Fossvogs-
skóla þar sem ekki er myglusveppur
og halda því svo fram að þar með sé í
lagi að kenna í öllum stofum!
Skólaminjasafn
Reykjavíkur
Eftir Einar Þór
Karlsson
Einar Þór Karlsson
» Vissulega er ris
Austurbæjarskóla
ekki besti staðurinn fyr-
ir skólaminjasafn en þar
ætti vagga þess að vera
um alla tíð og með tíma
er hægt að finna því
stærri umgjörð.
Höfundur er bókmenntafræðingur
og kennari.
Að undanförnu hef-
ur borið á því að rætt
sé um malbik og
klæðingu sem eitt og
sama fyrirbærið. Svo
er þó alls ekki þótt
báðar gerðirnar séu
svokölluð bikbundin
slitlög. Jafnvel heyr-
ist stundum talað um
olíumöl, en sú gerð
bikbundinna slitlaga
var aflögð með öllu hér á landi
fyrir tæpri hálfri öld. Nauðsynlegt
er að gera greinarmun á klæðingu
og malbiki, enda er klæðing ódýrt
bundið slitlag sem tekur til 90%
allra bundinna slitlaga á landinu,
mest á umferðarminni vegum.
Malbik er blanda þriggja þátta,
steinefna, biks (e. bitumen) og
íblöndunarefna. Steinefnið gegnir
því hlutverki að bera þunga um-
ferðarinnar en bikið bindur stein-
efnið saman og myndar heild. Því
er mikilvægt að bikið gefi góða
bindingu og að styrkur steinefna
sé nægur, m.a. til að bera þun-
gaumferð og þola þá síendurteknu
áraun sem fylgir notkun nagla-
dekkja.
Malbik er hins vegar tiltölulega
dýrt efni, enda framleitt í sér-
stökum hátæknivæddum blönd-
unarstöðvum. Algengasta fram-
leiðsluaðferðin er að hita bikið og
steinefnin hvort í sínu lagi fyrir
blöndun. Svo er þessum efnum
blandað saman í nákvæmum hlut-
föllum með íblöndunarefnum. Að
blöndun lokinni er malbikið flutt
heitt þangað sem verkið er unnið,
það lagt út 3,5-5,5 sentimetra
þykkt á vegstæðið og þjappað/
valtað. Með þjöppun er leitast við
að „læsa“ uppbyggingu lagsins
ásamt því að tryggja nægjanlegt
loftrými á líftíma malbiksins. Því
má segja að loftrými sé fjórði mik-
ilvægi þátturinn í uppbyggingu
malbiks en loftrýmið tryggir stöð-
ugleika malbiksins og að það haldi
formi sínu.
Klæðing er framleidd þannig að
bikbindiefni, þynntu eða mýktu, er
sprautað í jöfnu lagi á yfirborð
vegar og steinefni síðan dreift yfir
það. Klæðingin er síðan völtuð og
þá þrýstist steinefnið niður í
bindiefnið. Eftir u.þ.b. sólarhring
er umframsteinefni svo sópað af
klæðingunni. Þessi gerð bundins
slitlags er tiltölulega þunn, eða um
1 til 1,5 sentimetrar á þykkt, en
þykktin fer eftir því hvaða steina-
stærð er valin.
Sökum þess að malbik er til-
tölulega dýr slitlagsgerð, hefur
gengið hægt að auka hlut malbiks
á íslenskum þjóðvegum, enda er
hægt að leggja margfalt lengri
vegklæðingu fyrir sömu upphæð.
Það á bæði við um nýlagnir og
viðhald á eldri bikbundnum slit-
lögum. Þó má segja að stór hluti
vega með klæðingu sé kominn yfir
þolmörk vegna aukinnar umferðar
og álags á vegakerfinu og ætti í
raun að vera lagður malbiki sem
þolir margfalt meiri umferð en
klæðing.
Malbik á sinn líftíma. Með ár-
unum slitnar það óhjákvæmilega
af völdum negldra hjólbarða auk
þess sem ellimerki koma fram
með tímanum. Bikið þornar upp,
verður stökkt og endar með því að
springa upp og mynda sprung-
unet. Þegar ástandið er orðið slíkt
er það ávísun á holumyndun og
jafnvel víðtækari skemmdir. Ef
vel ætti að vera, þyrfti að end-
urnýja bundið slitlag á Íslandi
mun hraðar en mögulegt er að
gera í dag. Yfirborð vega kæmi þá
t.d. betur undan vetri og sífelldum
frostþíðu sveiflum á vorin. Að von-
um leiða slíkar skemmdir til nei-
kvæðrar umræðu um íslenskt mal-
bik og vegklæðingu.
Hvað er malbik?
Hvað er klæðing?
Eftir Birki Hrafn
Jóakimsson og
Pétur Pétursson
»Ef vel ætti að vera,
þyrfti að endurnýja
bundið slitlag á Íslandi
mun hraðar en mögu-
legt er að gera í dag.
Birkir Hrafn
Jóakimsson
Höfundar eru verkfræðingur
hjá Vegagerðinni og ráðgjafi
í vegagerð
bhj@vegagerdin.is og
petursson.p@gmail.com
Pétur
Pétursson
Sjálfstæðisflokk-
urinn var stofnaður
árið 1929. Þeir menn
sem stóðu að stofnun
hans vildu beita sér
fyrir umbótum í
þessu hrjóstruga
landi og leysa land-
kosti þess úr læðingi
með rafvæðingu
sveita og ýmsum öðr-
um verklegum fram-
förum. Megináhersla var lögð á
frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og
þjóðernisvitund manna en ekki
síður á frjálst framtak, frjálsa
verslun og frelsi einstaklinganna.
Í stefnuskránni var jafnframt lögð
áhersla á að tryggja afkomu
þeirra, sem áttu undir högg að
sækja í lífinu. Annars vegar var
því lýst yfir að undanbragðalaust
yrði að vinna að því að landið yrði
sjálfstætt, þegar skilyrði væru til
þess skv. sambandslögunum. Hins
vegar sagði, í stefnuyfirlýsingunni
frá 1929, að flokkurinn ætlaði: „Að
vinna í innanlandsmálum að víð-
sýnni og þjóðlegri umbótastefnu á
grundvelli einstaklingsfrelsis og
atvinnufrelsis með hagsmuni allra
stétta fyrir augum.“
Þegar litið er til framangreindra
stefnumiða og hugsjóna þeirra
manna, sem stofnuðu flokkinn, er
ljóst að menn hafa ekki lengi þurft
að leita viðeigandi nafns fyrir
hann. Annars vegar stefnir hann
að fullu sjálfstæði þjóðarinnar
gagnvart öðrum eins fljótt og
frekast var kostur og hins vegar
er gert ráð fyrir að meginstefið í
innanlandsstefnunni verði bundið
við hlut einstaklingsins. Tryggja á
sjálfstæða og þrótt-
mikla einstaklinga og
þeir eiga að vera kjöl-
festan í frjálsu og öfl-
ugu atvinnulífi. Jafn-
framt á að gæta þess,
að enginn komist á
vonarvöl, þótt hann
hitti fyrir sér ofjarl í
sjúkdómum eða fá-
tækt. Slíkum aðilum á
að hjálpa til sjálfs-
hjálpar og er það í
anda þess hugarfars
samhjálpar, sem verið
hefur samofið þjóðareðlinu frá
öndverðu. Nafnið Sjálfstæð-
isflokkur hefur því ekki aðeins
verið yfirskrift heldur alla tíð í
senn heitstrenging og lýsing á
stefnu flokksins í hnotskurn.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að þeir flokkar, sem til voru
í íslensku stjórnmálalífi á stofnári
Sjálfstæðisflokksins, sóttu allir að
meira eða minna leyti hugsjónir
sínar og baráttumál til „móð-
urflokka“ eða stjórnmálakenninga
erlendis. Sjálfstæðisflokkurinn
sker sig úr í þessu. Tildrög hans
og skírskotun til séríslenskra að-
stæðna verða til þess, að hann fær
óvenjulegan sess í íslensku flokka-
kerfi. Hann vísar á bug þeim til-
burðum sem aðrir flokkar hafa
haft til þess að greina þjóðina í
stéttir, sem ota megi hverri gegn
annarri. Félagshyggjuflokkarnir
hafa jafnan haft uppi vígorð um
hina eilífu stéttabaráttu, en svar
Sjálfstæðisflokksins fékkst í kjör-
orðinu: „Stétt með stétt“. Sjálf-
stæðisflokknum var ljóst, að fá-
mennri þjóð gat ekki verið til
góðs, að stéttirnar bárust á bana-
spjótum.
Því miður hefur grunnstefnu
flokksins ekki verið haldið nægi-
lega á lofti undanfarna tvo ára-
tugi. Fólk með aðra sýn hefur
reynt að leiða flokkinn í öfuga átt
og klofið flokkinn þegar það tókst
ekki.
Þann 1. desember 2019 komu
saman 80 sjálfstæðismenn í Val-
höll og stofnuðu Félag sjálfstæð-
ismanna um fullveldismál. Styrmir
Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri
Morgunblaðsins, var kosinn for-
maður hins nýja félags með öllum
greiddum atkvæðum. Tilgangur
félagsins er að efla samhug sjálf-
stæðismanna um fullveldið með
því að halda til haga og verja, með
fræðslu og upplýsingu, grunngildi
flokksins um frjálsa og fullvalda
þjóð.
Það er von mín að allt það góða
fólk sem trúir á grunngildi Sjálf-
stæðisflokksins, en hefur ekki get-
að stutt flokkinn undanfarið af
ýmsum ástæðum, vinni nú saman
að því að koma flokknum aftur á
rétta leið. Nafnið Sjálfstæð-
isflokkur er ekki aðeins yfirskrift
eða grín, eins og nöfn sumra
flokka, heldur í senn heitstrenging
og lýsing á stefnu flokksins í hnot-
skurn.
Sjálfstæð þjóð og sjálfstætt fólk.
Sjálfstæðisflokkurinn
– sjálfstæðisstefnan
Eftir Gísli
Ragnarsson » Því miður hefur
grunnstefnu flokks-
ins ekki verið haldið
nægilega á lofti und-
anfarna tvo áratugi.
Gísli Ragnarsson
Höfundur er fyrrverandi
skólameistari
gisli.ragnarsson@decode.is