Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 31

Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 31
UMRÆÐAN 31 Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11. Prestur er sr. Jóhanna Gísladóttir. Emilía Dögg Guðmunds- dóttir leikur á orgel. Aðalheiður Jóna K. Liljudóttir leikur á bás- únu. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Biblíusaga, söng- ur og leikur verður á sínum stað. Benedikt búálfur kemur í heimsókn. Umsjón Sonja Kro og Sigríður Hulda Arnardóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Árbæjarkirkju syngja undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Sunnudagaskól- inn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur og Thelmu Rósar Arnardóttur. Við minnum á grímu- skylduna fyrir fullorðna og höfum eins metra regluna í heiðri. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 9.30. Athugið breyttan messutíma. Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. theol. prédikar. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari. Gunnbjörg Óladóttir guðfræðingur annast samverustund sunnudagaskól- ans. Jón Þorsteinsson, söngvari og söngkennari frá Ólafsfirði, syngur einsöng. Kór Áskirkju syngur, orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Morgunverður í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar, fyr- ir guðsþjónustuna, kl. 9. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduvæn guðsþjónusta kl. 17. Davíð Sigurgeirsson leiðir söng og annast tónlistina. Prestur er sr. Arnór Bjarki Blomsterberg. Grímuskylda og eins metra regla. BESSASTAÐASÓKN | Plokkmessa í Bessastaðasókn. Mæt- ing kl. 11 við Fógetatorg og gengin fjaran í átt að Bessastaða- kirkju og rusl tínt. Í lokin verður öllum viðstöddum boðið upp á heitt kakó undir kirkjuvegg. Sunnudagaskólinn slæst í för með okkur í þessu góða verk- efni. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar. Kór Breiðholtskirkju syngur organisti er Örn Magnússon. Sunnudagaskóli á sama tíma. Alþjóðlegi söfn- uðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Toshiki Toma þjónar. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa og sunnudagaskóli sunnu- dag kl. 11. Sóley Adda og Jónas Þórir leiða stundina ásamt prestum. Guðsþjónusta á sunnudaginn kl. 13. Kór Bústaðakirkju syngur og kantor Jónas Þórir er við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða. Sr. Pálmi Matthíasson messar. Munum handþvott og grímur. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur séra Sveinn Valgeirs- son, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Nemandi úr tón- skóla Sigurvins leikur á píanó. Kristín Ingólfsdóttir meðhjálp- ari. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðsþjónusta sunnu- daginn 14. mars kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safn- aðarprestur leiðir stundina. Barnakór Fríkirkjunnar syngur und- ir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 14. mars kl. 11 verð- ur guðsþjónusta í Grafarvogskirkju. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harðar- dóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birki- sson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Um tónlistina sjá nem- endur úr Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík ásamt Ástu Har- aldsdóttur og Kirkjukór Grensáskirkju. Sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi. Þriðjudagur: Kyrrðar- stund kl. 12. Fimmtudagur: Núvitundarstund kl. 18.15-18.45, einnig á netinu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barna- starf sunnudaginn 14. mars kl. 11. Sr. Pétur Ragnhildarson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í safnaðarheimilinu í umsjá Ástu Guðrúnar og Félaga. Við hvetjum fermingarbörn og foreldra að koma í kirkju. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jónína Ólafsdóttir, nýr sóknarprestur, þjónar fyrir altari og prédikar. Guðmundur Sigurðsson organisti og félagar úr Barbörukórnum sjá um tónlistina. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu kl. 11 þar sem Bylgja Dís stýrir fjölbreyttri dagskrá. Við gætum að sóttvarnareglum. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti Steinar Logi Helgason. Fé- lagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Kristný Rós Gúst- afsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir stýra barnastarfinu. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kordíu kór Háteigskirkju leiða söng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Miðvikudagur kl. 20 Passíusálmarnir að fornu og nýju í tónlist- arflutningi Kordíu, kórs Háteigskirkju og Guðnýjar Einarsdóttur organista. Sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir lesa ritningarlestra á undan hverjum sálmi. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnudaginn 14. mars kl. 17 er guðsþjónusta í Hjallakirkju í umsjón sr. Gunnars Sigurjóns- sonar. Matti Sax leiðir tónlistina. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Kl. 13 samkoma með lofgjörð, bænum og vitnisburðum í samstarfi við Samband íslenskra kristniboðsfélaga SÍK, en þar með lýkur formlega hinni árlegu Kristniboðsviku Kristniboðssambandsins. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir leiðir stundina. Samkomunni verður streymt beint á netinu. Minnum á samkomutakmarkanir stjórnvalda sem í gildi eru. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagurinn 14. mars kl. 20. Kvöldmessa í Keflavíkurkirkju. Rafn Hlíðkvist Björgvinsson leikur og syngur. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Kirkjusel - Spönginni | Sunnudaginn 14. mars verður guðs- þjónusta í Kirkjuselinu kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Hilmar Örn Agnarsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Fé- lagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Má- téová. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheim- ilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Guðbjörg Jóhannes- dóttir sóknarprestur þjónar. Góðir Grannar leiða sönginn undir stjórn Egils Gunnarssonar og undirleik Magnúsar Ragnars- sonar. Pétur og Marta taka vel á móti börnunum í sunnudaga- skólanum. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Laugarnes- kirkju og Elísabet Þórðardóttir organisti. Sr. Sigurður Jónsson þjónar. Mánudagurinn 15. mars: Kyrrðarkvöld kl. 20. Kirkjan opnar kl. 19.30. Miðvikudagurinn 17. mars: Foreldrasamvera í safnaðarheim- ilinu kl. 10 til 12. Helgistund með sr. Davíð Þór og Elísabetu organista í Félagsmiðstöðinni Dalbraut 18 - 20 kl. 14. Fimmtudagur 18. mars: Opið hús í Áskirkju kl. 12. Helgi- stund, hádegisverður og samvera. Helgistund með sr. Hjalta Jóni í Hásalnum, Hátúni 10, kl. 16. Virðum sóttvarnareglur. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. NESKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11. Hrafnhildur Guðmundsdóttir leiðir stundina og Ari Agnarsson leikur undir. Kaffi og samfélag á Torginu að stundunum loknum. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Galdramessa verður sunnudag- inn 14. mars kl. 14 . Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir alt- ari og Kristján Hrannar kórstjóri sér um tónlistina. Vegna sótt- varnareglna þarf að skrá við kirkjudyr nöfn og kt. allra sem fæddir eru 2006 og fyrr. Bjargarkaffi verður ekki eins og venja er en þeir sem vilja styrkja sjóðinn geta lagt inn frjáls framlög. 0137-15-371033, kt.680800-2350. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Biblíusaga, söngur og gleði, ávaxtahressing í lokin. Guðsþjónusta kl. 13 með þátttöku eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna og framkvæmdastjóra eldri- borgarráðs. Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Messukaffi í lokin. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Úr hugarheimi sr. Matthíasar. Dr. Gunnar Kristjánsson talar. Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefnánsson er organisti. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Nemendur úr Tónlistar- skóla Seltjarnarness leika á þverflautur. Félagar úr Kammer- kórnum syngja. Kaffiveitingar í safnaðarheimil eftir athöfn. VÍDALÍNSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Henning Emil Magnússon predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídal- ínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili Vídalínskirkju undir stjórn Matthildar Bjarnadóttur æskulýðsfulltrúa. Sunnudaga- skóli í Urriðaholtsskóla kl. 10. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjuferð Frímúrarastúkunnar Hamars. Bjarni Atlason syng- ur, Ólafur W. Finnson leikur á orgel og Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Þær hittust fyrir tilviljun í Hörpu stöllurnar Jóna, Björg og Fjóla, allar á leið á tónleika hjá Sinfóníunni. Eru komnar í ellilaunaáskrift hjá Trygg- ingastofnun sögðu þær og hlógu. Nú var það aðeins ánægjan sem dró þær að tónlistinni. Jóna hafði verið í strengjasveit sinfó, leikið á víólu, Björg lék á hörpu og hafði alltaf hjálpað strákunum sínum með skrif- stofustörfin í vélsmiðj- unni, meðfram hörpu- hlutverkinu, sem hefur jafnan verið stopult. Fjóla er „freelance“ söngkona og hafði í nokkur skipti fengið hlutverk á vínartónleik- unum hjá hljómsveit- inni. Nægur tími var fyrir kaffisopa og spjall áður en tónleikarnir byrjuðu. Allar höfðu þær sér- staka ástæðu fyrir að vera mættar á þessa tónleika og hver með sitt áhugamál á efnis- skránni. Jóna hefur miklar mætur á verkum Franz Schuberts, Björg vildi heyra aftur og sjá Xavier de Maistre hörpuleikara, sem hún hafði áður séð á Listahátíð 2013, og Fjóla hefur fylgst með Þuríði Jónsdóttur frá því að hún var í Skólakór Kársness og síðar í Dómkórnum. Þegar spjallið barst að daglega líf- inu og brauðstritinu kom í ljós að þótt þær sætu við sama borð í Hörpu var það sama ekki upp á teningnum hjá Tryggingastofnun. Þar sat Jóna í sömu súpunni og flestir kollegar hennar í sinfó lenda í þar eð þau greiða iðgjöld í lífeyrissjóð. Þessar 100 þúsund krónur sem hún fær frá lífeyrissjóðnum á mánuði lækka elli- launin um 45 þúsund krónur. Björg sagði enga lækkun hjá sér, hún hefði nú mest verið heimavinnandi fyrir ut- an það sem hún hjálpaði strákunum. Þeir legðu núna alltaf inn hjá henni vasapening og segðu að það væru eft- irlaunin hennar því hún hefði engan lífeyrissjóð. Þetta væru eitthvað um 100 þúsund krónur á mánuði, svo taka þeir skatt af því. Fjóla, sem er 68 ára, fær líka um 100 þúsund krónur á mánuði í atvinnuleysisbætur núna út af Covid, en oftast þegar hún hefur vinnu er það einhver svipuð tala. Hún vissi ýmislegt um þessi ellilaunamál og sagði þeim að ef þú hefðir vinnu, eftirlaun eða atvinnuleysisbætur fengirðu frítekjumark vegna atvinnu- tekna upp á 100 þúsund krónur á mán- uði hjá TR. Hún vissi líka að af ein- hverjum ástæðum fengju þeir sem fá eftirlaun frá lífeyrissjóðum ekki þetta frítekjumark atvinnutekna. Nú hringdi bjallan. Þær höfðu alveg gleymt sér í brauðstritsspjallinu, en tónlistin var málið í kvöld. Fjóla vildi borga kaffið. Hver fór í sitt sæti í saln- um. Jóna var hugsi yfir þessu misrétti sem hún þarf að sæta hjá Trygg- ingastofnun. Hún var annars hugar þær rúm- lega 30 mínútur sem hljómsveitin og Xavier spiluðu þessa þrjá þætti hörpukonserts Albertos Ginastera. Það eru um 80 hljóðfæraleikarar í hljómsveitinni. Ef allt þetta fólk væri á elli- launum hjá Trygg- ingastofnun fengi það þremur milljónum og sex hundruð þúsund krónum minna í ellilaun á mánuði en sami fjöldi ellilaunaþega sem ættu rétt á og fengju atvinnuleys- isbætur. Getur þetta verið rétt? Alla vega ekki réttlátt. Bíddu, er einhver munur á eftirlaunum frá lífeyrissjóði eða eftirlaunum frá fyrirtæki? Hugs- anir Jónu sveifluðust með villtu tón- verkinu og öðru hvoru datt hún inn í fallegu melódísku stefin frá hörpunni. Aukalagið, Karnival í Feneyjum, tók hana aftur úr misréttinu til baka í fiðr- ildaflug hörpustrengjanna. Hugar- angrið tók þó aftur yfir áður en hún vissi. Þetta hlýtur að vera bull. Ef ein- hver vélsmiðja borgar Björgu eft- irlaun fær hún hundrað þúsund króna … hvað var það, frítekjumark … en ef ég fæ sömu upphæð, líka í eftirlaun en frá lífeyrissjóði, lækka þeir ellilaunin mín um 45 þúsund krónur! Ég fatta þetta ekki. Jóna rankaði við sér á ný þegar salurinn byrjaði að klappa. Æ … ég verð að hlusta á þetta aftur heima í sarpinum á RÚV. Þegar Ófullgerða sinfónían eftir Schubert byrjaði hvarf Jóna inn í unað tónverksins og varð ekki hugsað til óréttlætis frítekjumarksins og áhrifa þeirrar ógeðfelldu sinfóníu Trygg- ingastofnunar fyrr en næsta dag. Þá fékk hún aftur óbragð í munninn eins og sagt er við tilhugsunina um það sem þær Björg og Fjóla höfðu upplýst hana um fyrir tónleikana. Tómas Láruson Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Ógeðfelld sinfónía Tryggingastofnunar Tómas Láruson Í kynningu er núna 1. leggur borgarlínu. Verkefnið hefur verið unnið af hópi sér- fræðinga eftir að sveitafélögin á höf- uðborgarsvæðinu skrifuðu undir sam- göngusáttmála sem innifelur ýmsar mik- ilvægar samgöngu- bætur ásamt útfærslu að borgarlínu. Þær tillögur sem lagðar eru fram fela í sér miklar breytingar á umferð og umhverfi Kópavogs og Reykjavíkur. Ég vil hvetja alla til að kynna sér þessar tillögur vel og árétta hér með afstöðu bæj- arstjórnar Kópavogs um að hér er um frumdrög að ræða sem skuld- bindur okkur ekki til annars en umræðu við íbúa, þegar höfum við haldið tvo upplýsingafundi með íbúum. Ég hef verið hugsi eins og aðrir yfir hversu vel muni takast að fjölga farþegum í strætó og seinna meir í borgarlínu. Það er ljóst að Íslendingar eru mikil bílaþjóð en höfum við þó undanfarið tekið upp ýmsa aðra ferðamáta eins og raf- skutlur og hjól sem auðvelt er að tengja góðum almennings- samgöngum. Í samgöngu- sáttmálanum er skýrt tekið fram að markmiðið sé að „stuðla að auknum lífsgæðum með uppbygg- ingu skilvirkra, hagkvæmra, öruggra og umhverfisvænna sam- gönguinnviða“. Sérstaklega er tek- ið fram í samkomulaginu að „eitt helsta markmiðið með flýti- og umferðargjöldum sé að létta um- ferð á háannatímum“. Þar kemur einnig fram að „innviðir allra sam- göngumáta eigi að byggjast jafnt upp“. Það er mikilvægt að við höfum góðar almenningssamgöngur, því ekki vilja allir eða geta átt bíl. Farþegafjöldinn er hins vegar áhyggjuefni þegar hann er settur í samhengi við kostnað kerfisins. Borgarlínuverkefnið er lagt fram og samþykkt til þess að gera al- menningssamgöngur að ákjósan- legum ferðamáta. Því betra sem kerfið er, því fleiri farþegar og þar er lykilatriði að mínu mati for- gangsstýring ljósa og eitthvað af sérrýmum fyrir vagn- ana. Hins vegar er það ekkert leynd- armál að Strætó bs. er nú þegar í rekstr- arvanda vegna fækk- unar farþega sökum Covid-faraldursins. Nú eru ræddar, og hafa verið fram- kvæmdar að hluta í stjórn Strætó, hag- ræðingartillögur sem fela í sér skerta þjón- ustu um leið og stefnt er á að standa við framkvæmdaáætlun samgöngu- sáttmálans vegna borgarlínu. Þetta felur auðvitað í sér ákveðna mótsögn eins og staðan er í dag. Ríkið leggur til um 900 milljónir árlega til reksturs strætó, sveit- arfélögin, skv. ársreikningi 2019, 3,8 milljarða og eru fargjöld rétt ríflega tveir milljarðar. Áskoranir í rekstrinum í dag eru því þó nokkrar og enn er beðið svara frá ríkinu um aukinn stuðning vegna fjargjaldataps sem varð vegna sóttvarna. Það hefur lítið farið fyrir um- ræðu um rekstur borgarlínukerf- isins. Það var því ákveðið áfall að heyra þingmann á opnum fundi í Valhöll segja að enginn áhugi sé á þingi fyrir að koma að rekstr- inum. Því í mínum huga er það lykilatriði að svo verði, því ekki geta fargjöldin né framlög sveit- arfélaganna dugað til reksturs vagnakerfis sem inniheldur mun tíðari ferðir en þekkjast í dag ásamt nýjum borgarlínuvögnum. Í því samhengi virtist það samt ekki flækjast mikið fyrir þingi að niðurgreiða innanlandsflug fyrir landbyggðina, hvað með 64% þjóð- arinnar sem vilja mögulega geta notað Strætó sem valkost? Ég hef samt sem áður, þrátt fyrir þessa bölsýni, fulla trú á að okkur takist að fjölga farþegum með betra strætókerfi. Sveit- arfélögin skipuleggja nú byggðir sem flestar miða við færri bíla per heimili í ljósi þess að bæta á al- menningssamgöngur. Þétting byggðar er háð því að vel takist til að byggja upp betri strætó og því er nauðsynlegt að vanda til verka. Yfir samgöngusáttmálanum hef- ur verið skipuð stjórn og fram- kvæmdastjóri undir nafninu Betri samgöngur. Verkefni þeirra er viðamikið og ljóst að á ýmsum álitaefnum þarf að taka, s.s. upp- byggingu samgönguinnviða, og hrinda þeim í framkvæmd. Sá 1. leggur sem nefndur var hér í upp- hafi er aðeins tillaga að útfærslu og mikilvægt að stjórnin og fram- kvæmdastjóri velti fyrir sér hag- kvæmni hennar í samhengi við aðrar tillögur sem hafa verið ræddar, m.a. BRT-light, annað væri óábyrgt. Það er einnig mikilvægt að árétta að í sáttmálanum er talað um að ljúka loks Arnarnesveg- inum. Sú útfærsla sem er lögð fram af Vegagerðinni er ásætt- anleg, en framkvæmdahraðinn er háður hversu vel gengur Reykja- víkurmegin að samþykkja aðal- og deiliskipulagsbreytingar. Ég leyfi mér að vona að það gangi vel, en hins vegar hefur stefna meirihlut- ans í Reykjavík oft valdið mér vonbrigðum þegar kemur að framkvæmdum til að létta á bíla- umferð. Hins vegar má þá nefna í því samhengi að ef sveitarfélög standa ekki við framkvæmdaáætl- un samgöngusáttmálans um að byggja jafnt upp innviði allra samgangna má draga þá ályktun að samgöngusáttmálinn sé í heild sinni í uppnámi og þá mögulega geti reynt á endurskoðunarákvæði sáttmálans. Að lokum er rétt að velta því upp hvort við séum búin að sjá endanlega fyrir okkur hverjir og hvernig helstu ferðamátar Íslend- inga verði á næstu áratugum. Má þá nefna sérstaklega létta sjálf- keyrandi rafmagnsbíla og deili- bílakerfi. Covid, fjarvinna og –nám og störf án staðsetningar hafa einnig sýnt fram á að hægt er að draga úr umferðarálagi á háannatíma án þess að umturna vegakerfinu og hugmyndum um almenningssamgöngur. Samgöngusáttmáli Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur » Fyrir liggja hagræð- ingartillögur í Strætó sem fela í sér skerta þjónustu sem fela auðvitað í sér ákveðna mótsögn við borgarlínuverkefnið. Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og stjórnarmaður í Strætó bs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.