Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 33

Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 Elsku Erla amma mín. Nú ertu dáin og ég get ekki heimsótt þig oftar á Hrafnistu. Það hlýtur að vera frelsi þarna uppi. Nú veit ég að þér líður betur. Nú getur þú hitt KK afa sem ég vildi að ég hefði kynnst og þú getur líka hitt börn þín tvö, Þorbjörgu, hún var reyndar kölluð Bobba, og líka Pétur, sem var pabbi mömmu minnar Írisar Wigelund. Það var mjög gaman að heimsækja þig og fá súkkulaði og dansa og syngja fyrir þig. „I love you“ eins og þú sagðir alltaf. Karen Wigelund Ástmarsdóttir. Elsku amma, mér þykir mjög vænt um þig þótt þú sért dáin. Ég mun alltaf elska þig ofur of- urheitt. Það var alltaf mjög gaman að kíkja á þig á Hrafn- istu. Þú varst alltaf svo góð við mig og núna get ég ekki hætt að hugsa um þig. Þú varst mjög áhugasöm um hvað við vorum að gera þegar við komum úr skólanum og þegar við komum af æfingunum okkar. Ég man þegar við sungum og dönsuðum fyrir þig. Ég man líka þegar við komum af danssýningu og mamma okkar sýndi þér dansvídeó af okkur og þú hafðir mjög gaman af því. Ekki gleyma að ég elska þig. Þú ert best. Aníta Wigelund Ástmarsdóttir. Við fæðumst með feigðaról um hálsinn og fáum ekki flúið okkar skapadægur. Þrátt fyrir það kemur dauðinn okkur alltaf jafnmikið á óvart, þegar hann, hljóðlátur en ákveðinn, tekur fyrirvaralaust í faðm sinn ein- hvern sem okkur er kær. Við getum ekki horft framhjá dauð- anum, því hann er óumflýjan- legur og hittir okkur öll fyrir. Í dag kveðjum við hljóð og með trega mikilláta konu sem var öllum sem þekktu hana bæði kær og eftirminnileg sökum mannkosta sinna. Erla var kaupkona í Verðlist- anum og þaðan man ég eftir henni fyrst. Ég var skoppandi á eftir pabba mínum þegar hann fór þangað með reikninga og Erla Wigelund ✝ Erla Wigelund fæddist 31. des- ember 1928. Hún lést 22. febrúar 2021. Útförin fór fram 12. mars 2021. hún að skrifa upp á víxla eins og þá tíðkaðist. Þau slógu á létta strengi og frú Erla mundi ætíð eftir þeirri staðreynd að þau deildu afmæl- isdegi. Þessar ferðir eru eftir- minnilegar, fata- lyktin lá alltaf í loftinu og enn er skýr minningin af því að fara með jólakveðju á Laugalæk 11 til Erlu á Þorláksmessu. Þar var þakkað fyrir viðskipti liðins árs og ég í hlutverki blóma- stúlku. Ég fór mína fyrstu ferð til Lundúna með pabba sem var á leið að dæma leik. Í flugvélinni voru þá kaupmannshjónin í Verðlistanum. Það var heilsast á göngum Heathrow þar sem KK skundaði alsæll með perl- unni sinni. Hann klæddur hvítum frakka sem flaksaðist og Erla óaðfinn- anleg á leið í innkaupaferð. Vorið eftir fundu margar ferm- ingarstelpurnar hina fullkomnu fermingarkápu í Verðlistanum, en allar vildum við vera eins. Þessar kápur voru ótrúlega flottar, komu í öllum litum en mín var skærappelsínugul. Kaupkonan hefur eflaust verið ánægð með sölu þessa dags. Löngu síðar var ég ráðskona í veiðikofa en þangað mætti for- stjóri Litlu flugunnar til veiða, einn á ferð á Lödunni, en engin Bobba var með í það skiptið. Pétur heitinn hljómlistarmaður, sonur þeirra, var líka maður sem var þess virði að kaupa tónlist hjá. Hann las út hvað mann vantaði og sendi svo heim með gulltóna. Það var mikil eft- irsjá að syninum en Erla gafst ekki upp, horfði fram á veginn og þær Bobba saman í búðinni. Svo kom að Erlu yngri að sinna búðinni með móður sinni og fórst henni verkið vel úr hendi. Þarna var Þorbjörg orðin sár- lasin. Enn mátti fjölskyldan sjá á eftir sínum. Ein ferð sem var eftirminni- leg þeim mæðgum og mér var þegar við eyddum kvöldstund í Borgarleikhúsinu á sýningunni Elly. Jóna Rúna Kvaran var með í för, en hún er ekkja Æv- ars R. Kvaran leikara. Það var sérkennilegt að upplifa að sitja með Erlu og Jónu sér við hlið þegar eiginmenn þeirra heitnir komu báðir fyrir sem leiknar persónur í sýningunni. Ég votta eftirlifendum mína dýpstu samúð með þökk fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast Erlu, þessari ynd- islegu konu og hennar fjöl- skyldu. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran) Jóhanna B. Magnúsdóttir. Mig langar að kveðja hana elsku Erlu, þann besta og eina vinnuveitanda sem ég hef haft. Ég byrjaði að vinna í Verðlist- anum í kringum 1970, inni á Laugalæk. Það var svo gaman að vera innan um Erlu og fjöl- skyldu, þau voru svo kát. Hún kenndi mér mjög margt, t.d. að umgangast fólk með léttleika. Hún var góður húsbóndi og ég sveitastúlka sem hafði aldrei unnið úti. Þegar ég fór í ráðningarvið- talið dauðkveið ég fyrir að hitta hana því ég hélt hún væri kannski svo hátíðleg. Ég kom í hádeginu og hún var að koma úr vinnunni, og hún tók svo vel á móti mér og var svo skemmti- leg, setti mig inn í eldhús og gaf mér sveskjugraut, sýndi mér nóturnar og réð mig í vinnu, þar vann ég í 30 ár. Mörg fyrstu árin voru svo margir sem unnu þarna og ógleymanlegar stundir með þeim KK, Erlu og Bobbu. Bobba og Kristján og börnin hennar, Ella og Erla perla og kompaní, allt var þetta sem ein fjölskylda, og nú er ég að verða ein eftir af þessu starfsliði ásamt Höddu og Sjöfn og ein- hverjum fleirum og búið að leggja Verðlistann niður. Ég vann líka með eiginkonu Pét- urs, henni Lindu, og kynntist aðeins börnunum þeirra. Maður kynntist allri fjölskyldunni þarna, ég man meira að segja, að þegar Erla var að leika við barnabörnin sín í slánum í Verðlistanum fyrstu árin var Bobba ung kona með ung börn en seinna kom Bobba til sög- unnar sem vinnufélagi. Erla var svo gjafmild, gaf starfsfólkinu gjafir, s.s. ilm- vatn, og jafnvel börnunum þeirra sem unnu hjá henni og bauð okkur oft heim, fórum út að skemmta okkur á Hótel Sögu og til Akureyrar. Fyrstu árin voru makar líka með. Ég er svo þakklát Erlu því hún kenndi mér svo margt, ég hafði aldrei áður unnið úti og mig langar að þakka henni fyrir allar gleðistundirnar sem við áttum saman. Nú er Sigrún Júlía ein eftir og orðin „ættmóðirin“. Þakka þér fyrir allt, elsku Erla mín og Guð blessi þig og þína fjölskyldu. Takk fyrir allt, Jóhanna Bjarnadóttir. Í dag kveðjum við Ingibjörgu Berg- sveinsdóttur stofn- og heiðursfélaga Soroptimista- klúbbs Seltjarnarness. Konu sem lét að sér kveða hvar sem hún kom. Hún bjó að fjölþættri reynslu eftir að hafa meðal annars rekið fyrirtæki, ritstýrt blaði, starfað að sveitarstjórnarmálum og alið upp börn. Ingibjörg var einstaklega lífleg og skemmtileg kona, bráðgáfuð og félagslynd. Hún var alltaf til í allt og kunni að gera lífið skemmtilegt. Ég minn- ist þess þegar við nokkrar tróðum upp með heimatilbúið skemmtiat- riði á sameiginlegum klúbbafundi. Þetta var frumsaminn dans og Ingibjörg, sem þá var komin um áttrætt, dansaði af hjartans lyst og húmor, klædd svörtum pífukjól með fjaðraskraut á höfði. Hún var nefnilega búin þeim kostum sem oftar en ekki einkenna sterka per- sónuleika að hafa ríka sjálfsvirð- ingu án þess að taka sjálfa sig of hátíðlega. Ingibjörg var hugmyndarík og alltaf að velta fyrir sér nýjum tækifærum í lífi og starfi. Klúbb- urinn okkar naut svo sannarlega góðs af hæfileikum hennar. Sor- optimistar eru alþjóðleg samtök sem vinna að bættu samfélagi, jafnrétti, framförum og friði. Til góðra verka þarf að afla fjár og þá reynir á frumleika og kraft. Á fyrstu árum klúbbsins hafði Ingi- björg frumkvæði að verkefnum sem voru til góða bæjarfélaginu okkar, eins og kaupum á húsgögn- um í sameiginleg rými í húsi aldr- aða við Skólabraut og klukku fyrir kirkjuna. En stærsta fjármögnunarverk- efni Ingibjargar er ljóðabókin fal- lega Tilfinningar sem kom út árið 2002. Ingibjörg valdi úrval ljóða eftir móður sína Guðrúnu Jó- hannsdóttur og bjó til prentunar. Formálann skrifaði Sigurbjörn Einarsson biskup. Í aðfaraorðum bókarinnar segir Ingibjörg að hún sé „hugsuð sem handbók fyrir þá sem vilja koma tilfinningum sín- um á framfæri jafnt á gleði- og sorgarstundum“. Tilfinningar hefur verið vinsæl og er til á Ingibjörg Bergsveinsdóttir ✝ Ingibjörg Bergsveins- dóttir fæddist 4. ágúst 1933. Hún lést 21. febrúar 2021. Útför Ingibjarg- ar fór fram 10. mars 2021. mörgum heimilum en allur ágóði söl- unnar rennur til verkefnis í þágu ein- hverfra. Hin síðustu ár hefur árlegt golfmót verið aðalfjáröflun Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness. Hugmyndin var al- farið Ingibjargar en þegar þarna var komið var hún farin að finna fyrir sjúkdómnum sem lék hana svo illa hin síðustu ár og kom því fram- kvæmdinni í öruggar hendur ann- arrar systur. Síðustu árin voru Ingibjörgu erfið og það var þungbært að sjá þessa kláru konu hverfa inn í alz- heimerheiminn. Við Soroptimista- systur vottum Magnúsi, börnum, tengdabörnum og barnabörnum þeirra okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ingibjargar. Fyrir hönd Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness, Sólveig Pálsdóttir, formaður. Þú segir: Á hverjum degi styttist tíminn sem við eigum eftir Skref fyrir skref færumst við nær dauðanum - en ég þræði dagana eins og skínandi perlur upp á óslitinn silfurþráðinn (Vilborg Dagbjartsdóttir) Nú hefur silfurþráðurinn henn- ar Ingibjargar slitnað, perlurnar verða ekki fleiri. Sumarlandið tekið á móti henni eftir margra ára erfiðan sjúkdóm. Hugurinn leitar til baka til árs- ins 1968 þegar áhugasamar konur um bætt sveitarfélag vöknuðu af þyrnirósarsvefni hvort ekki væri hægt að stofna kvenfélag, það hafði ekki verið til staðar áður. Þessu tóku konur vel og var Ingi- björg meðal þeirra og Kvenfélag- ið Seltjörn er stofnað. Er það fyrsta félag sem stofnað er á Sel- tjarnarnesi frá því að Framfara- félagið lagði upp laupana 1935. Þarna urðu tímamót er ekki má gleyma. Margar þessara kvenna eru fluttar í sumarlandið og í dag kveðjum við Ingibjörgu. Þær eiga þakkir skildar fyrir framtakið. Ég efa ekki að annar bragur varð við atburðinn. Fundir voru í Mýrar- húsaskóla. Á sumardaginn fyrsta var kaffisala í skólanum með hlað- borði, fjölmenni sótti konur heim og renndi ljúflega niður hnallþór- unum okkar. Þetta var nýtt. Síðan höfum við látið til okkar taka á marga vegu, að gera bæinn okkar að betra samfélagi og hvers konar menning efst á lista. Við getum þakkað fyrir þann eld er þarna kviknaði og logar enn þótt fyrirferðin sé ekki eins mikil. Bestu þakkir fyrir áræðið og hvatningu, nú er það þeirra er yngri eru að taka við svo þessi merkisdagur, 3. apríl 1968, lifi áfram. Blessuð sé minning kvennanna er ruddu brautina, hún lifir. Ég sendi eiginmanni, börnum og afkomendum innilegar samúðarkveðjur. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir) Erna Kristinsdóttir Kolbeins, fyrrverandi formaður Seltjarnar. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma ÁSTBJÖRG STEFANÍA GUNNARSDÓTTIR íþróttakennari Brúnavegi 9, Reykjavík sem lést 3. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. mars klukkan 13. Aðstandendur og vinir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir (hámark 200 manns). Vinsamlega mætið með nafn, kt. og símanúmer á miða. Athöfninni verður streymt á slóðinni www.promynd.is/astbjorg Virkan hlekk er hægt að nálgast á mbl.is/andlat Margrét Jóhannsdóttir Hálfdán Helgason Ingi Gunnar Jóhannsson Kristín G. Hákonardóttir Sigurður Sveinn Jónsson Svanhvít Helga Rúnarsdóttir Ástbjörg Rut Jónsdóttir Jóhanna Sveina Hálfdánard. Helgi Elí Hálfdánarson Snædís Anna Þórhallsdóttir Valdís Brynja Hálfdánard. Rúnar Þór Númason Eyrún Ingadóttir Telma Kristín Bjarnadóttir Tryggvi Ingólfsson Björg Rún Óskardóttir Ísabella Ronja, Yngvi Steinn, Valgerður Rakel, Þorvaldur Helgi, Vanda María og Óskar Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ERLENDUR ÞÓRARINSSON frá Húsavík, lést 4. mars á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. mars klukkan 13.00. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu ættingjar viðstaddir en útförinni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Aðalheiður Gunnarsdóttir Margrét Stefánsdóttir Þorgeir Guðmundsson Þórarinn Stefánsson Ingibjörg María Stefánsd. Sigríður Oddný Stefánsdóttir Ragnar Sigurjónsson Halla Stefánsdóttir Guðmundur Jón Stefánsson Hulda Sigríður Jeppesen barnabörn og barnabarnabörn „Ég er svo spenntur að sjá nýju íbúðina, hvenær má ég koma?“ Þannig hljómuðu skilaboðin frá Erni fimmtudaginn 18. febr- úar til okkar og svarið var: „Endilega kíktu um helgina, kaka á boðstólum.“ Ekki kíkti Örn og við svo sem ekki að gera mikið úr því, menn eru uppteknir hingað og þangað og fyrir okkur sem er- um hætt í föstum störfum fara dagarnir stundum út og suður. Það var því algjört áfall að sjá dánartilkynninguna nokkrum dögum síðar enda Örn massaður og flottur eftir langa veru í rækt- inni og ekki á dagskránni hjá Örn Johnson ✝ Örn Johnson fæddist 28. sept- ember 1943. Hann varð bráðkvaddur 21. febrúar 2021. Útför Arnar var gerð 12. mars 2021. honum að fara að deyja. Kynni okkar hóf- ust í Félagi íslenskra stórkaupmanna og eftir að Örn fluttist í Mosó dró ég hann í gjaldkerastarfið hjá Sjálfstæðisfélagi Mosfellinga og þar var hann árum sam- an og holdgerði starfið. Það má segja að ötulli og fylgnari gjaldkeri sé vandfundinn. Örn var ekki allra en okkur sem smullum við hann fannst rosalega gaman að umgangast hann og eiga fyrir vin. Það er því með miklum söknuði sem við kveðjum þennan skemmtilega mann sem við höfum aldrei þekkt nema að góðu og við sendum öll- um sem honum unnu samúðar- kveðjur. Klara Sigurðardóttir og Þröstur Lýðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.