Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
Alda amma mín
var einstök kona og
óendanleg upp-
spretta innblásturs
og hlýju. Þegar ég var yngri var
ég svo heppin að fá að fara reglu-
lega til hennar einu sinni í viku, á
þriðjudögum, í nokkra klukku-
tíma. Frá þeim tíma á ég ógrynni
af góðum minningum. Hún tók
ávallt á móti mér með opinn
faðminn, heimabakaða múr-
steina, púsl inni í stofu og spila-
stokk á eldhúsborðinu. Hún var
stór fyrirmynd í mínu lífi og fann
ég því þörf til að koma nokkrum
orðum um hana niður á blað.
Amma lifði lífinu lifandi og gat
í stuttu samtali smitað mann af
lífsgleði og þrautseigju. Lífsgleð-
in skein í gegn, af gjörðum henn-
ar og hvernig hún bar sig. Það er
einföldun að útskýra lífsgleði og
frumkvæði hennar með öllu sem
hún áorkaði, en þó verður ekki
komist hjá því að nefna hluta
þess. Hún fékk viðurkenningu
Garðabæjar fyrir góða ástundun
í íþróttum árið 2002, þá 77 ára,
hlaut verðlaun fyrir kveðskap
sinn, stofnaði gönguhóp á sjötta
áratug síðustu aldar, var elsti
þátttakandinn í kvennahlaupinu
árið 2017, þá 92 ára, og svo mætti
lengi telja. Lífsgleði og heilbrigt
hugarfar hennar má einnig sjá í
þeim ljóðum sem hún orti. Gott
dæmi er til að mynda andsvar
sem hún orti við döpru „ljóði
dagsins“ sem hafði verið í útvarpi
á skammdegismorgni. Andsvar
hennar hljóðaði svo:
Ó, láttu ekki depurð drjúpa
í daginn sem er að rísa.
Það má ekki myrki hjúpa
mannshugann þarf að lýsa.
Lífsgleði ömmu var ekki tengd
veraldlegum gæðum og hún var
með eindæmum nægjusöm.
Ánægð með garðinn sinn þar
sem hún ræktaði kartöflur, ann-
að grænmeti og einnig sjálfa sig.
Þá var alla mína tíð, löngu áður
en flokkunartunnurnar komu,
bannað að henda lífrænum úr-
gangi í ruslið hjá henni. Hann fór
í moltukassana í garðinum og
fram að því var hann geymdur í
500 ml skyrdós.
Amma vann í áratugi á skrif-
stofu Menntaskólans í Reykjavík
og sýndi námi mínu alla tíð mik-
inn áhuga. Áhugi hennar á námi
og menntun stafaði fyrst og
fremst af fróðleiksfýsn og
skemmtanagildi þekkingar og
því voru fáir sem skemmtilegra
var að ræða við um námið og
önnur samfélagsmál. Ég á góða
minningu frá vikunni sem ég átti
að velja mér framhaldsskóla, en
ég hafði hug á að fara í Verzl-
unarskóla Íslands. Amma mætti
eflaust þrisvar þá vikuna í mat
upp í Lindarbergið til freista
þess að sannfæra mig um að velja
frekar MR. Í matarboðunum tók
hún alltaf fram að ég myndi:
„standa mig vel í karlasamfélag-
Sólveig Alda
Pétursdóttir
✝
Sólveig Alda
Pétursdóttir
fæddist 14. desem-
ber 1925. Hún lést
25. febrúar 2021.
Hún var jarð-
sungin 10. mars
2021.
inu MR“, en nem-
endahópurinn hefur
eflaust breyst mikið
síðan hún vann þar.
Ég fór ekki að ráð-
um ömmu í það
skiptið, en það er
ómetanlegt að hún
hafi haft slíka trú á
mér. Ég sótti í
þessa tilfinningu
alla mína náms-
göngu og kíkti til að
mynda oft til hennar eftir erfiða
prófatörn í háskólanum eða þeg-
ar ég hafði gefið út nýtt tölublað
Úlfljóts, tímarits laganema. Þá
er ég viss um að fjölmargir niðjar
hennar eiga sambærilegar minn-
ingar.
Í grunninn voru einfaldlega öll
gildi ömmu skynsamleg og heil-
brigð. Ég tel mig því óendanlega
heppna að vera barnabarn henn-
ar og hafa fengið að læra af
henni. Ég veit að ég mun aldrei
geta lifað jafn vel eftir gildum
hennar og hún sjálf gerði en vona
þó að ég fari aldrei langt af þeirri
braut.
Thelma Christel
Kristjánsdóttir
Það er snúið að setja á blað
minningar um manneskju sem
var mér svo margt. Ég sé hana
fyrir mér brosandi, kvika í hreyf-
ingum, með glampa í augum. Já-
kvæð og glaðvær, fyndin, sterk,
sjálfstæð og dálítið þrjósk. Al-
gjörlega dásamleg kona með ein-
staka lífssýn. Það var svo auðvelt
að tala við hana, um hvað sem
var. Ég gat sagt henni frá því
sem amaði að, því sem mig
dreymdi um og því sem gladdi
mig. Hún átti alltaf til ráð og
viskukorn handa mér. Hvatti mig
áfram og minnti mig á að lífið
ætti að vera leikur. Fóstri henn-
ar, Benedikt á Fjalli, hafði kennt
henni ungri að líta á hvert verk
sem leik, sama hversu erfitt eða
leiðinlegt verkið væri. Hún lifði
eftir því.
Hún sagði sjálf að sér leiddist
aldrei því hún ætti góðar minn-
ingar til að ylja sér við. Hún las
mikið, hlustaði á útvarpið og
ræktaði fallega garðinn sinn.
Hún naut þess að dansa, ferðast,
stunda útivist og vera í fé-
lagsskap við fólk. Amma var af-
burðalistræn, orti vísur og ljóð,
skrifaði listilega og skapaði fag-
urt handverk.
Hún gerði starfslokasamning
við húsið sitt. Níræð konan dró
forláta borð um allt hús, steig
upp á það og þreif hvert einasta
horn í húsinu.
Amma Alda hefði unnið heims-
meistaratitil margoft ef hún hefði
keppt í púsli. Hún flokkaði stykk-
in í kerlingar, karla, krakka,
kirkjur, stjörnur og hauslausa
krakka. Þegar ég kom í heim-
sókn var ég iðulega send beint að
lesa hugleiðingar hennar um t.d.
pólitík eða listir, á meðan gerði
hún kaffið klárt. Svo var spjallað
um það sem hún hafði skrifað og
farið yfir fréttir af mér og henni.
Eftir kaffi var sest við púslið. Þá
eltum við uppi eitt og eitt ákveðið
stykki; þessi er með ansi breiðan
fót og hvítan koll; hér er einmana
krakki sem vill heim. Ef óvenju-
margar kerlingar voru í púslinu
var hún ánægð og sagði það er
kominn tími til að karlarnir víki.
Það verður að vera jafnrétti. Við
áttum vel saman og okkur fannst
við mjög skemmtilegar. Hún var
ljós í myrkrinu hún amma mín.
Ein allra besta fyrirmynd sem
nokkur gæti hugsað sér.
Henni fannst skemmtilegt að
tala um pólitík og var kát þegar
ég fór að hafa áhuga á samfélags-
málum. Hún sagði stundum að
henni fyndist fólk hrætt við að
hafa skoðanir og láta í sér heyra.
Hún var húmanisti, náttúru-
verndarsinni og dýravinur. Tal-
aði með mikilli blíðu um skepn-
urnar í sveitinni og var ofurnæm
á allt dýralíf. Hún nýtti mat sem
féll til á heimilinu til moltugerðar
og umbúðir endurvann hún. Það
var nær ekkert skilið eftir fyrir
ruslabílinn. Það er ekki að
ástæðulausu að nafnið hennar
var innblástur fyrir félagsskap
um sjálfbærni og lýðræði sem ég
stofnaði, ásamt góðu fólki, eftir
hrun.
Við fjölskyldan bjuggum er-
lendis í nokkur ár og við amma
skrifuðumst á. Hjartað tók kipp
að fá frá henni bréf og núna eru
þau dýrmætur fjársjóður.
Það er svo margt sem hægt
væri að skrifa um þessa góðu
konu. Hún hefur snert marga á
lífsleiðinni og skilur eftir sig hlýj-
ar minningar og ást í veröldinni.
Lífið verður ekki samt en ég ætla
að gera mitt besta og verða eins
og hún þegar ég verð stór.
Þín nafna,
Sólveig Alda Halldórsdóttir.
Ég er svo heppin að hafa feng-
ið að búa nánast allt mitt líf rétt
hjá ömmu minni. Fyrst á æsku-
heimili mínu í næstu götu og svo
eftir að ég flutti með minni eigin
fjölskyldu í húsið mitt á Arnar-
nesi fyrir níu árum. Amma hefur
alltaf verið í seilingarfjarlægð en
samt líka verið svo sjálfri sér
nóg. Henni leið vel í húsinu sínu
með fallega garðinn sinn sem hún
elskaði að rækta.
Það var notalegt að taka
göngutúr í hverfinu og kíkja við
hjá ömmu og fá smá hressingu,
spila á spil við hana eða púsla að-
eins í stóra púslinu sem hún þá
og þá var að vinna í á púslborðinu
sínu. Það passaði líka svo vel inn í
skipulagið hjá okkur að fara í
göngutúr með hundinn okkar og
kíkja við hjá ömmu í leiðinni.
Amma var einstök kona. Alltaf
svo glöð og nægjusöm. Hún vildi
ferðast sem mest fótgangandi og
gekk út í búðina, því þannig hélt
hún sér við en í leiðinni sparaði
hún bílferð og mengaði ekki um-
hverfið. Amma var mjög á undan
sinni samtíð í umhverfismálum
og var farin að flokka rusl fyrir
mörgum áratugum. Hún þurfti
varla ruslatunnu því hún setti allt
lífrænt í moltukassann í garðin-
um og notaði svo áburðinn í beð-
in. Hún verslaði heldur ekki um-
fram það sem hún þurfti.
Í seinni tíð setti hún sér líka
hæfileg verkefni dag hvern í
garðræktinni. Hún var svo
spræk í garðinum, hélt honum
við sjálf og hafði unun af því að
nostra við hann. Eitt vorið var ég
að reyna að vinna í mínum garði
og þurfti að klippa trén en vissi
ekki alveg hvernig ég ætti að
bera mig að. Þá hvarflaði það að
mér að biðja ömmu að gera þetta
fyrir mig. Hún hefði ekki látið
neitt stoppa sig í að klifra upp í
stiga og klippa trén á fagmann-
legan hátt. En svo fannst mér
það aðeins of skrýtið að biðja ní-
ræða konu um það. Amma var
einstaklega létt á sér og frá á
fæti alla tíð og er ljúft að minnast
þess fyrir tæpum fjórum árum
þegar við segjumst hafa sigrað í
kvennahlaupinu saman, ég og
hún. Það var tímataka í hlaupinu
í þetta eina skipti og hún var elsti
keppandinn og ég kom fyrst í
mark. Hún hafði þó oft áður tekið
þátt í hlaupinu en þetta var dag-
urinn okkar og fórum við alsælar
heim með bikar og blómvendi.
Núna eftir að hún flutti af Arn-
arnesinu og í kjölfarið hvarf á
braut togar hundurinn okkar enn
í tauminn þegar við göngum fram
hjá húsinu hennar og vill komast
til ömmu. En hún sveitastelpan
hafði einstakt lag á dýrum og
náði sérstaklega vel til þeirra.
Það er ómetanlegt að hafa átt
ömmu svona lengi og svona
fríska og lífsglaða. Hún var góð
fyrirmynd og börnin mín eru lán-
söm að hafa þekkt langömmu
sína svo lengi og fengið að um-
gangast hana og læra af henni.
Hulda Guðný Kjartansdóttir.
Elsku amma. Þú hefur verið
svo traustur klettur í mínu lífi frá
því að ég man eftir mér að í raun
varst þú mér upplifun sem allt í
senn var hrein, sterk, björt, hlý,
kát og nærandi. Því verður tæp-
ast komið í orð á þann hátt að þér
sé nægilegur sómi sýndur að
mínu mati. Þú kenndir mér mátt
orða, og dyggðina við að setja
fram mál sitt á skilvirkan og
skýran hátt. Birtingarmynd þess
voru þær ótal vísur og kvæði sem
þú samdir, og sýndir mér svo og
skýrðir út, en samt af svo miklu
sjálfsöryggi og hógværð að ég
leitaðist við að gera slíkt hið
sama, þó ekki nema væri til þess
eins að geta sýnt þér og fengið
bæði hjá þér ríkari skilning, en
ekki síst hrós, því þú varst sú
manneskja sem ég hef litið hvað
mest upp til. Þú gekkst ávallt
fram með góðu fordæmi, leitaðist
ekki við að segja hvað öðrum
væri fyrir bestu, heldur varst
sjálf öðrum hin mesta hvatning
til góðra verka. Þú varst mikið
náttúrubarn, varst alltaf í liði
með náttúrunni og sjálf í jafn-
vægi við hana, enda sagðist þú
„fara í ræktina“ daglega sem
þýddi að fara út þar sem þú
ræktaðir garðinn þinn, og á móti
ræktaði garðurinn þig, og þannig
döfnuðuð þið bæði. Þegar ég
hugsa um þig, persónuleika þinn,
vinnusemi og jákvætt viðhorf til
allra verka minnist ég oft sagna
þinna af uppvextinum í sveitinni
á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði
hjá Benedikt Sigurðssyni fóstra
þínum frá þriggja ára aldri, á
miklu menningarheimili þar sem
bækur og tónlist voru í hávegum
höfð. Þær heilluðu mig alltaf sér-
staklega mikið og eru mér sumar
sem dæmisögur. Ég er stoltur af
að heita eftir fóstra þínum, því
Benedikt sá hafði nefnilega einn-
ig fóstrað móður þína Sóleyju.
Það var því aldrei vafi á því að ég
myndi skíra fyrstu dóttur mína
Sóleyju til þess að tengja nöfnin,
bæði af virðingu við þig og vegna
þeirrar væntumþykju og þess
þakklætis sem ég ber í þinn garð.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
ungur að fá að fara með þér og
afa á gönguskíði og ferðalög út
fyrir borgina. Ég naut þess að
heyra sögur þínar um náttúruna,
staðhætti, fjallstindana, lands-
lagið, jarðfræðina og þjóðsögur,
maulandi þess á milli rúsínur,
suðusúkkulaði og fyrstu mat-
arástina; pönnukökurnar þínar.
Þú hvattir mig ávallt áfram í
námi og hafðir mikil áhrif á að ég
færi í MR sem reyndist mér
heillaspor, eins og allt í lífi mínu
sem þú snertir. Ég vissi það ekki
fyrr en talsvert síðar hve mikið
þessar ferðir, útivistin, fræðslan
og áhrif þín í raun mótuðu mig
því ég hef valið mér menntun og
starfsvettvang á sviði náttúruvís-
inda, og þá einkum þeirra afla er
móta landið okkar, þeirra sömu
og minna á sig sterklega þessa
dagana í iðrum jarðar. Nú ert þú
farin yfir móðuna miklu elsku
amma og við sem eftir lifum tök-
umst á við missinn, og hann er
stór. Sorgin við fráfall þitt birtist
mér sem kærleikur sem veit eitt
augnablik ekki hvar hann á
heima. Þegar ég horfi á dætur
mínar Sóleyju og Evu, sem alltaf
biðu spenntar eftir pönnukökun-
um þínum, og Berglindi konu
mína, sem mat þig líka svo mik-
ils, þá finn ég svo vel hvar kær-
leikurinn þinn á núna heima.
Hvíl í friði elsku amma.
Þinn
Benedikt.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
SIGURJÓN ARI SIGURJÓNSSON,
Prestastíg 11, Reykjavík,
er látinn. Útför hans fer fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn
19. mars klukkan 13. Skráning í kirkjuna og upplýsingar um
streymi er að finna á heimasíðu Digraneskirkju.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á minningarsjóð líknardeildar og HERU,
Landspítala.
Þóra Gunnarsdóttir
Gunnar Sigurjónsson Þóra Margrét Þórarinsdóttir
Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Gunnar Stefánsson
Einar Þór Sigurjónsson Ragna Lilja Garðarsdóttir
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
SIGURÐUR SIGVALDASON
verkfræðingur,
Hvassaleiti 103,
lést aðfaranótt 28. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni 16. mars klukkan 15.
Streymt verður frá athöfninni á slóðinni:
https://youtu.be/DhF2jUeMEy8
Sigrún Magnúsdóttir
Sigurður Sigurðarson Hrönn Sævarsdóttir
Ragnheiður Sigurðardóttir Anders Josephsson
Solveig Sigurðardóttir Sigurður Jóhannesson
Magnús Sigurðarson Janda Wetherington
og barnabörn
Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI V. JÓNSSON
hæstaréttarlögmaður
og lögg. endurskoðandi,
lést þriðjudaginn 2. mars.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. mars
klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins ættingjar og vinir
viðstaddir athöfnina.
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Hanna Lára Helgadóttir Jónas Reynisson
Anna Dóra Helgadóttir Halldór Jónsson
Jón Sigurður Helgason Erla Guðrún Emilsdóttir
Halla María Helgadóttir Ólafur Þór Guðbjörnsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
INGIBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR,
fyrrv. flugfreyja,
frá Vík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. mars.
Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn
20. mars klukkan 14.
Vinir og ættingjar velkomnir en í ljósi aðstæðna eru gestir beðnir
að hafa með sér á blaði nafn, símanúmer og kennitölu.
Kolbrún Matthíasdóttir
Einar Matthíasson Halldóra Svanbjörnsdóttir
og fjölskyldur