Morgunblaðið - 13.03.2021, Qupperneq 35
Ég er svo heppin að hafa
þekkt og átt langömmu mína
svona lengi. Það er ekki sjálfgefið
að hafa átt svona hressa og lífs-
glaða langömmu sem var alltaf
svo frísk. Mér finnst eins og það
hafi verið í gær sem ég mætti
henni þar sem hún var gangandi
með fjölnota pokann sinn á leið-
inni út í búð. Eða úti í garðinum
sínum, klifrandi upp stiga að
klippa greinar, eða að slá grasið.
Hún bjó rétt hjá okkur og við
kíktum alltaf við hjá henni í
göngutúrum okkar og púsluðum
og spjölluðum. Hún var alltaf svo
lífsglöð og jákvæð, svo allir sem
voru í návist hennar gátu ekki
annað en verið í góðu skapi. Ég
er svo þakklát fyrir að eiga svona
margar minningar um hana. Ég
mun aldrei gleyma því þegar ég
hljóp með henni í kvennahlaup-
inu.
Þá var hún 92 ára og elsti
keppandi hlaupsins. Líka þegar
ég fékk að gera hárgreiðsluna
hennar þegar hún hélt upp á 90
ára afmælið sitt. Og svo margar
aðrar minningar.
Síðan ég man eftir mér mætti
hún alltaf í afmælisveislur með
íslenskar pönnukökur sem hún
gerði og voru svo góðar að þær
voru alltaf það fyrsta sem klár-
aðist. Allir voru vitlausir í þær,
og ég tók mér alltaf nokkrar áður
en þær kláruðust og faldi þær
inni í skáp hjá mér til að borða
seinna.
Amma var svo hjartahlý og
góð við allt og alla og mikill dýra-
vinur. Við komum oft við hjá
ömmu með hundinn okkar hana
Perlu og hún var svo góð við hana
og ég sá hvað Perlu fannst gott
að vera hjá henni og alltaf þegar
við gengum fram hjá húsinu
hennar togaði Perla í tauminn og
rauk beint upp að dyrum hjá
henni.
Elsku amma sagði svo marga
gullmola og ég ætla alltaf að
muna það sem hún sagði svo oft
við mig: „Gerðu í dag það sem þú
gast gert í gær.“
Hulda Fanný Pálsdóttir.
Við Alda sátum oft tímunum
saman í Teistunesinu og ræddum
um allt milli himins og jarðar, en
þó aðallega stjórnmál. Oft er tal-
að um að fólk verði íhaldssamt
með árunum. Hrætt við breyt-
ingar og óvissu. Nú þekkti ég
Öldu einungis í um 15 ár en ef
hún var róttækari á yngri árum
hefur hún verið femíniskur and-
kapítalisti um fimmtugt og ég
veit ekki hvað um tvítugt. Ég
held samt að hún hafi einfaldlega
verið samkvæm sjálfri sér alla
tíð.
Hún ólst upp við náttúruvernd
og samvinnuhugsjón, eða þannig
sagði hún mér söguna. Þegar hún
var ung voru þau mörg sem börð-
ust fyrir því að náttúrunni væri
sýnd virðing og að fólk starfaði
saman í atvinnulífi og stjórnmál-
um en þrælaði ekki fyrir aðra.
Henni þótti sárt hversu margir
félagar og flokkar skiptu um
stefnu í gegnum árin. Það gladdi
hana að sjá og finna aukinn
áhuga á hennar sýn eftir hrunið.
Ég hef verið svo heppinn að fá að
ræða stjórnmál við ráðherra og
þingmenn sem og nokkra af
helstu fræðimönnum samtímans.
Alda er í hópi þeirra sem ég hef
lært hvað mest af. Fáa hef ég hitt
með eins djúpa sannfæringu.
Ekki af þeirri gerð sem leiðir
stundum til bræði eða ofsa. Slík
sannfæring er oft yfirborðs-
kennd og sjálfselsk. Sannfæring
Öldu bar með sér ró, kærleika og
yfirvegun sem mig grunar að
margir heyri ekki fyrir öllum lát-
unum.
Engum myndi ég treysta bet-
ur í stjórnmálum en Öldu. Því
miður höfðu stjórnmálin lítinn
áhuga á henni. Eftir að heyrnin
fór að gefa sig sátum við saman í
þögn og púsluðum.
Það voru ekki síður dýrmætar
stundir. Elsku Alda, takk fyrir
allt.
Kristinn Már Ársælsson.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
✝
Viggó Brynj-
ólfsson fæddist
á Broddadalsá á
Ströndum 31. maí
1926. Hann lést á
sjúkradeild HSN á
Blönduósi 4. mars
2021.
Foreldrar hans
voru Guðbjörg Júl-
íana Jónsdóttir, f.
1901, d. 1999, og
Brynjólfur Jónsson,
f. 1899, d. 1992, bændur á
Broddadalsá. Systkini Viggós
voru Svava, f. 1925, d. 2018,
Kristjana, f. 1930, d. 2018, og
Jón, f. 1941, d. 1943. Fóstur-
bróðir Viggós var Jón Brynjólfs
Sigurðsson, f. 5.6. 1943, d. 26.7.
1967.
Eiginkona Viggós var Ardís
Ólöf Arelíusdóttir, f. 1936, d.
2018, dóttir Fanneyjar Bjarna-
dóttur, f. 1913, d. 2008, og Arelí-
usar Sveinssonar, f. 1911, d.
1972. Saman eignuðust þau átta
börn en Viggó átti einn son fyr-
ir. Viggó og Ardís Ólöf bjuggu
lengst af á Skagaströnd.
Börn Viggós og Ardísar:
Guðbjörg Bryndís, f. 1954,
gift Magnúsi Birni Jónssyni, f.
1952. Synir þeirra eru þrír; a)
Viggó, f. 1971, kvæntur Magneu
I. Harðardóttur. Þau eiga þrjár
dætur, b) Baldur, f. 1974, kvænt-
ur Þórunni Valdísi Rúnars-
dóttur. Þau eiga fjögur börn, c)
Jón Atli, f. 1988, kvæntur Birtu
Rán Björgvinsdóttur.
Arelíus, f. 1955, d. 1978. Hann
átti þrjá syni: a) Arnar, f. 1974,
móðir hans er Halla Þórhalls-
Rut, f. 1993, í sambúð með
Hjalta Karli Hafsteinssyni og d)
Aron Snær, f. 1996.
Kolbrún Björg, f. 1964, í sam-
búð með Guðmundi Hilmars-
syni, f. 1952. Synir hennar og
Egils Bjarka Gunnarssonar eru;
a) Eyþór Kári, f. 1987, b) Ásþór
Óðinn, f. 1989.
Valdimar, f. 1965, kvæntur
Sigurbjörgu Agnesi Sævars-
dóttur, f. 1966. Þeirra börn eru
tvö: a) Eygló Amalía, f. 1985, í
sambúð með Ingvari Gýgjari
Sigurðssyni, þau eiga tvö börn,
b) Viktor Örn, f. 1994, í sambúð
með Helenu Rán Þorsteins-
dóttur Krüger. Þau eiga tvö
börn.
Arnar Ólafur, f. 1978, kvænt-
ur Guðrúnu Elsu Helgadóttur, f.
1979. Þeirra börn eru; a) Arna
Rún, f. 2003, og b) Snæbjörn Elf-
ar, f. 2007.
Sonur Viggós og Láru Har-
aldsdóttur, f. 1934, d. 2015, er
Brynjar, f. 1951, kvæntur Svan-
laugu Aðalsteinsdóttur, f. 1959.
Þeirra börn eru þrjú: a) Birgir,
f. 1977, b) Brynja, f. 1980, gift
Valgarð Briem, f. 1979. Þau eiga
þrjú börn c) Hildur, f. 1989, í
sambúð með Davíð Erni Odds-
syni, f. 1990. Þau eiga tvær dæt-
ur.
Allt lífsstarf Viggós Brynj-
ólfssonar tengdist vinnuvélum,
mest við vegagerð en á löngum
starfsferli sem náði fram yfir ní-
rætt kom hann víða við.
Viggó var mikill harmonikku-
unnandi og spilaði á þær bæði til
tómstundagamans og við ýmis
tækifæri. Hann gaf út geisladisk
með lögum eftir sig og aðra.
Útför Viggós fer fram frá
Hólaneskirkju í dag, 13. mars
2021, klukkan 13.
dóttir, hann er í
sambúð með
Jóhönnu Ingvars-
dóttur Carlsen, b)
Ægir Adolf, f. 1975,
móðir hans er
Aðalheiður
Jóhannsdóttir,
kvæntur Ingu
Steinlaugu Hauks-
dóttur. Þau eiga
tvo syni c) Arelíus
Svein, f. 1975, móð-
ir hans er Jenný Grettisdóttir,
kvæntur Benjamas Arna Boon-
lit. Þau eiga tvær dætur.
Víkingur, f. 1958, kvæntur
Sesselju Hauksdóttur, f. 1961.
Synir þeirra eru þrír: a) Vík-
ingur Ari, f. 1985, í sambúð með
Elvu Dögg Pálsdóttur. Þau eiga
þrjú börn, b) Hákon Andri, f.
1989, og c) Hlynur Logi, f. 1996,
d. 2021, var í sambúð með Dag-
nýju Rós Elíasdóttur. Fyrir átti
Víkingur dótturina Ardísi Ólöfu,
f. 1982, gifta Jónatan Grétars-
syni. Þau eiga þrjú börn. Móðir
hennar er Anna Hjálmarsdóttir.
Vigdís Heiðrún, f. 1960, gift
Vilhelm Þ. Þórarinssyni, f. 1957.
Börn þeirra eru þrjú; a) Valrún
Eva, f. 1980, hún á eina dóttur,
b) Arís Eva, f. 1990, í sambúð
með Fannari Óla Ólafssyni. Þau
eiga eina dóttur, c) Valþór Óli, f.
1992, í sambúð með Rósu Lilju
Bergland. Þau eiga þrjú börn.
Fannar Jósef, f. 1963, kvænt-
ur Ernu Berglindi Hreinsdóttur,
f. 1963. Þeirra börn eru fjögur;
a) Heiða Berglind, f. 1984, í sam-
búð með Auðunni Níelssyni, b)
Almar Freyr, f. 1989, c) Sara
Elskulegur faðir minn, Viggó
Brynjólfsson, er látinn eftir
þriggja ára stríð við endurteknar
heilablæðingar sem drógu smátt
og smátt úr andlegri og líkamlegri
færni þessa hrausta og yndislega
manns.
Ein fyrsta minning mín úr
bernsku hefur komið sterkt upp í
hugann síðustu daga. Mynd af
pabba í litla húsinu í Blesugróf-
inni þar sem þau mamma byrjuðu
búskap sinn. Hann á leið í vinnu
og ég standandi í efsta þrepi stig-
ans að syngja fyrir hann lagið:
„Við hliðið stend ég eftir ein, ó
elsku pabbi minn“. Síðan þá hefur
þetta lag einhvern veginn verið
tileinkað okkur og nú hljómar það
í huganum sem saknaðarljóð þeg-
ar hann er farinn í gegnum ljóss-
ins hlið.
Það er auðvitað eðlilegt að lítilli
stúlku finnist pabbi hennar falleg-
astur og bestur af öllum, hetjan
og kletturinn í lífinu. Hann var
það líka einhvern veginn alltaf.
Myndin af heljarmenninu með
steininn „Fullsterkan“ í fanginu
dró heldur ekki úr hetjuímynd-
inni. Hann var líka á sínum yngri
árum iðulega þar sem mest á
reyndi og kjarkur og úthald skipti
máli og var oft kallaður út þegar
erfiðleikar steðjuðu að í óveðrum,
hvort sem það var til snjómokst-
urs, sjúkraflutninga eða annarra
björgunarstarfa. Frá þessum ár-
um kemur upp í hugann mynd af
honum koma inn úr stórhríðum
klakaður frá hvirfli til ilja.
Hann var einhvern veginn allt-
af til staðar þótt hann væri á sama
tíma mjög upptekinn af ýtuvinnu.
Við fengum oft að fylgja honum í
vegavinnuna og bjuggum í sum-
arhúsum eða tjöldum. Frá þeim
tíma er ógleymanleg minning
þegar mannýgur tarfur elti okkur
krakkana heim í sumarhúsið í
Fljótunum. Við rétt sluppum inn
undan froðufellandi nautinu og
svo stóð pabbi innan við dyrnar og
tókst á við bola um hurðina og
hafði betur. Litlar barnshendur
fundu líka oft bæði hlýju og traust
í stóru höndunum hans. Þessum
höndum sem tóku á verkfærunum
þegar hann herti spyrnuboltana
þar til small í stálinu.
Svo var það undri líkast að
fylgjast með stóru fingrunum
hans þegar þeir dönsuðu eftir
nótnaborðinu og bassatökkunum
á harmonikkunni. Hann elskaði
líka harmonikkur og harmonikku-
tónlist og gaf út sinn eigin disk
þar sem fallegu lögin hans fengu
að njóta sín.
Öll sumur var hann við vega-
gerð og vann á sínum eigin vélum.
Á þeim tíma höfðu þeir sem ruddu
nýja vegi og tengdu byggðir og
bæi ákveðna hetjuímynd. Hann
var framarlega í flokki við lagning
vegar um Ólafsfjarðarmúla og
Siglufjarðarveg að Strákagöng-
um þar sem sums staðar var unn-
ið á brún hengiflugsins. Þegar
hann var kominn yfir áttrætt
hafði hann enn óbilaðan kjark og
vinnuþrek þegar hann var á
vinnuvélum í flugbröttum hlíðum
Kárahnjúka.
Í vinnubúðum vegagerðar og
virkjana var hann hrókur alls
fagnaðar, hrekkjalómur og grall-
ari. Vinur vina sinna, alltaf hjarta-
hlýr og elskulegur og harmonikk-
an aldrei langt undan.
Hann var ekki laus við að lenda
í áföllum í lífinu en tókst ætíð á við
þau af þeirri hógværð, raunsæi og
viljastyrk sem einkenndi hann
alla tíð.
Minningin lifir um yndislegan
mann sem ég er óendanlega þakk-
lát fyrir að hafa átt að föður.
Guðbjörg B. Viggósdóttir.
Viggó Brynjólfsson
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
SIGVALDA GUÐBJÖRNS
LOFTSSONAR,
frá Vík, Selströnd í Strandasýslu,
Stekkjarholti 22, Akranesi.
Guð veri með ykkur.
Ágústína Hjörleifsdóttir
Loftur Smári Sigvaldason Ingibjörg Sólmundardóttir
Guðrún Sigvaldadóttir Aðalsteinn Hafsteinsson
Helga Sigvaldadóttir Guðmundur Friðriksson
Hilmar Sigvaldason
Hildur Sigvaldadóttir Guðmundur Magnússon
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
DÝRLEIFAR ANDRÉSDÓTTUR,
Leirhöfn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hvamms fyrir
góða og hlýja umönnun í gegnum árin.
Andrea Jóhannsdóttir
Margrét Jóhannsdóttir Steinar Matthíasson
Arnfríður Jóhannsdóttir
Hildur Jóhannsdóttir Jón Þór Guðmundsson
barnabörn og langömmubörn
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem hafa
sýnt okkur umhyggju og kærleika við andlát
og útför okkar elskaða eiginmanns, föður,
tengdaföður, bróður, mágs og afa,
STEFÁNS ÁRNASONAR
framhaldsskólakennara,
Markarflöt 41, Garðabæ.
Sérstakar þakkir fær séra Sigfinnur sem hefur veitt okkur
aðstandendum hans mikla alúð og kvaddi Stefán okkar af stakri
siðprýði. Arnar Dór Hannesson og Alma Rut Kristjánsdóttir
færðu okkur dásamlegan söng og Helgi Hannesson fagran
tónlistarflutning. Þakklæti okkar fær einnig Björgvin Rúnar
Gunnarson fyrir streymisþjónustu sína. Þá rækti starfsfólk
Útfararstofu kirkjugarðanna hlutverk sitt með miklum sóma.
Minning Stefáns mun lifa.
Marsibil Ólafsdóttir
Hrafnkell Tjörvi Stefánsson
Vésteinn Stefánsson Kolbrún Hanna Jónasdóttir
Bryndís Stefánsdóttir Jens Jónsson
Einfríður Árnadóttir Christer Magnusson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BIRNA SIGURÐARDÓTTIR
hjúkrunarkona
frá Ísafirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn
28. febrúar. Sérstakar þakkir færum við
starfsfólkinu á Ölduhrauni, Hrafnistu Hafnarfirði fyrir hlýhug og
góða umönnun.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Tryggvi Tryggvason Björg Thorlacius
Erlingur Tryggvason
Svanbjörn Tryggvason
Jóhanna M. Tryggvadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og stuðning vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
ÁSMUNDAR EYJÓLFSSONAR
flugstjóra,
Kópavogstúni 2.
Þuríður Ísólfsdóttir
Hjördís Ásmundsdóttir Ágúst Sigurðarson
Ríta Kristín Ásmundsdóttir Kjartan Norðdahl
Ísólfur Ásmundsson Íris Björg Jónsdóttir
Kristín Birna Rítudóttir
afabörn og langafabarn
Okkar yndislega og ástkæra móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
KATLA ÞORKELSDÓTTIR,
áður til heimilis að Háabarði 5,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu Laugarási sunnudaginn
7. mars í faðmi ástvina.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
17. mars klukkan 13 að viðstöddum fjölskyldu og vinum.
Hlekk á skráningu má finna á andlátsvef
Morgunblaðsins eða mæta með miða með nafni, kennitölu og
símanúmeri. Athöfninni verður streymt á slóðinni:
https://youtu.be/MlqDgvbYYh0
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
María Ólafsdóttir Eggert Kristinsson
Þorkatla Ólafsdóttir Kári Vigfússon
Hulda Ólafsdóttir Jóhannes Þór Sigurðsson
Sólrún Ólafsdóttir Olgeir Gestsson
Guðrún Ólafsdóttir Adolf Örn Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn