Morgunblaðið - 13.03.2021, Síða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
BÍLA-SÉRBLAÐ
BÍLA
fylgir Morgunblaðinu
þriðjudaginn 16. mars 2021BLAÐ
40 ára Jóhanna býr í
Reykjanesbæ. Hún er
íþróttafræðingur að
mennt og er íþrótta-
kennari í Akurskóla. Jó-
hanna kennir líka ung-
barnasund,
vatnsleikfimi og með-
göngusund.
Maki: Andrés Þórarinn Eyjólfsson, f.
1980, íþróttakennari við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
Börn: Alísa Rún, f. 2001, Lovísa, f. 2003,
og Andri Þór, f. 2014.
Foreldrar: Sigrún Sumarliðadóttir, f.
1959, sjúkraliði, búsett í Reykjanesbæ,
og Ingvar Hreinn Bjarnason, f. 1952, d.
2020, málarameistari.
Jóhanna
Ingvarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Ekki er ólíklegt að þú þurfir að kljást
við gamlan fortíðardraug tengdan útgáfu og
fjölmiðlun í dag. Vertu sáttur við sjálfan þig.
20. apríl - 20. maí +
Naut Einhver sem ekki hefur sýnt þér fulla
hreinskilni er samt sem áður að reyna að
gera sitt besta. Sannfærðu mikilsmetandi
aðila um að fylgja þér að málum.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Nýlegar rannsóknir sýna að vin-
margt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini.
Brettu upp ermarnar og gakktu í það sjálfur.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Nú er kominn tími til athafna í stað
orða. Allt hefur sinn tíma og það er bara
ekki komið að þessu máli enn þá. Deildu ein-
hverju persónulegu.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Reyndu ekki að þvælast fyrir öðrum
með einhverju nöldri og leiðindum. Sinntu
vinum þínum og gefðu þér tíma til að hlusta.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú gætir laðast sterklega að ein-
hverjum í dag, ástríður gera vart við sig í
samböndum. Samtöl koma upp um fólk.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þið þurfið að skipuleggja hlutina betur
svo ykkur takist að sinna þeim verkefnum
sem þið þurfið að inna af hendi. Brjóttu upp
rútínuna. Ekki láta það stöðva þig í að gera
enn betur.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Eitt er víst að fólk getur treyst
þér og það gerir það. Kíktu eftir tækifærum
til þess að ganga í augun á öðrum eða bæta
mannorð þitt á einhvern hátt.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Nú er komið að því að vinur
þinn verði að endurgjalda þér greiða og þitt
að koma honum í skilning um það. Forðastu
slíka reynslu með því að gefa þér nægan
tíma.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú þarft á öllu þínu að halda til
þess að taka skynsamlega ákvörðun varð-
andi sérstök viðskipti. Ekki hafa áhyggjur af
því hvort það er viðeigandi eða ekki.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Fjarlægðin gerir fjöllin blá og
mennina mikla. Leyfðu þér að njóta lífsins
því lífið er stutt, sama hversu gömul við
verðum. Haltu þínu striki og þá munu
draumar þínir rætast.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú finnur fyrir einhverjum drauga-
gangi í kringum þig og ættir að ræða málið
við náinn vin. Haltu þig til hlés.
ingum sem var beintengt við rann-
sóknarsvið mitt og áhuga á líffræði
og lífeðlisfræði æða.“
Eftir átta ára dvöl í Cleveland tók
við 34 ára starfsferill við Landspít-
alann og lengst af einnig við HÍ. Við
þessar samþættu stofnanir hefur
Guðmundur starfað sem lyf- og
hjartalæknir, yfirlæknir og kennari,
prófessor frá 1998, fyrst í lyfjafræði í
læknadeild og síðar í lyflæknisfræði,
og um tíma var hann deildarforseti
læknadeildar.
„Því hefur stundum verið haldið
fram að rannsóknarháskólinn sé ein
mikilvægasta stofnun nútíma-
samfélags þar sem saman fara þekk-
ingarmiðlun og sköpun nýrrar þekk-
ingar. Þegar vel tekst til verður
háskólaspítalinn hástig slíkrar
frjórrar samþættingar þar sem
kennslan og rannsóknirnar eru
skipulagðar kringum sérhæfða þjón-
ustu við sjúklinga og sú þjónusta er
þungamiðja starfsins. Á náms-
árunum vaknaði oft sú hugsun að
land, Ohio, fyrst doktorsnám í til-
raunameinafræði með rannsóknar-
viðfang í frumulíffræði æðaþels og
tengsl við æðasjúkdóma. „Í Cleve-
land kynntist ég læknum sem sam-
þættu klínískt starf og grunnrann-
sóknir á meingerð og meinþróun
sjúkdóma. Þau kynni opnuðu augu
mín fyrir því að þannig vildi ég haga
mínu ævistarfi. Að loknu doktors-
prófi 1978 tók því við framhaldsnám í
lyflæknisfræði og síðan hjartalækn-
G
uðmundur Þorgeirsson
fæddist á Djúpuvík á
Ströndum 14. mars
1946 en flutti þaðan
nokkurra vikna gamall.
Fyrsti leggur ferðarinnar var með
trillu út í varðskip sem flutti hann
ásamt foreldrum hans til Kópaskers.
„Faðir minn var héraðslæknir á
nokkrum stöðum á landinu. Fyrstu
bernskuminningarnar eru frá Nes-
kaupstað en fyrstu vinirnir voru
Húsvíkingar.
Ákveðin kjölfesta í uppeldi og
menntun voru sumardvalir milli
fimm og tíu ára aldurs hjá afa mínum
og ömmu á Harðbak á Sléttu þar
sem ég stóð að slætti með orfi og ljá
með afa mínum, sat undir árum við
rauðmaga- og grásleppuveiði úr
Hraunhöfn, reif rekavið í girðingar-
staura og sinnti æðarvarpi. Fjögur
sumur á síldarplani á Raufarhöfn og
eitt sumar á dragnótarbát frá Kefla-
vík kórónuðu síðan undirbúning und-
ir ævistarfið, ómetanleg reynsla sem
nýst hefur beint og óbeint.“
Náms- og starfsferill
Guðmundur gekk í Barnaskólann
á Húsavík og síðan Barnaskólann í
Hvolhreppi og var síðan í þrjú ár í
Héraðsskólanum á Skógum undir
Eyjafjöllum áður en leiðin lá í
Menntaskólann í Reykjavík. Eftir
stúdentspróf 1966 hóf Guðmundur
nám í læknadeild Háskóla Íslands.
„Sem strákur hafði ég ætlað mér að
verða bóndi en í MR vaknaði áhugi á
öllu mögulegu og framtíðaráformin
breyttust bæði hratt og oft. Eftir
stúdentspróf var ég samt ekki í nein-
um vafa. Ég taldi að læknisfræðin
sameinaði spennandi raunvísindi,
hugvísindi og mannvísindi sem
myndu henta skýjaglópi eins og mér
en auk þess bar ég ómælda virðingu
fyrir störfum föður míns og sá glöggt
hve mikils þau voru metin.“
Framhaldsnám stundaði Guð-
mundur við háskólaspítala Case
Western Reserve University í Cleve-
rannsóknartækifæri kynnu að verða
stopul þegar heim kæmi miðað við
það sem bauðst í hinni stóru Am-
eríku. Ekkert var fjær sanni, tæki-
færin hafa jaðrað við ofgnótt. Yfir
200 vísindagreinar í innlendum en
þó aðallega erlendum vísindaritum
eru m.a. afrakstur rannsóknar-
starfsins.“
Fljótlega eftir heimkomu var
rannsóknarstofu í æðaþelsfræðum
hleypt af stokkunum þar sem unnt
var að taka upp þráðinn frá Cleve-
land. „Haraldur Halldórsson lífefna-
fræðingur kom um líkt leyti heim frá
framhaldsnámi og við efndum til
rannsóknarsamstarfs sem entist í
áratugi og dró að sér talsverðan hóp
af framúrskarandi vísindamönnum
framtíðar. Samstarf við Hjartavernd
og seta og formennska þar í rann-
sóknarstjórn gaf tækifæri til að
rannsaka faraldsfræði hjarta- og
æðasjúkdóma á Íslandi, skilgreina
áhættuþætti og stuðla að hjarta-
vernd. Seta í tóbaksverndarráði og
formennska í manneldisráði, sem
stóð m.a. að rannsóknum á mataræði
Íslendinga og mörkun manneldis-
stefnu, höfðu sama markmið. Innan
vébanda spítalans gáfust tækifæri til
þátttöku í fjölþjóðlegum slembirann-
sóknum á meðferð hjartasjúkdóma,
blóðfituraskana og háþrýstings.“
Mikilvægust var þátttaka í svo-
kallaðri 4S-rannsókn (Scandinavian
Simvastatin Survival Study) sem
lauk 1994 og sýndi fram á afgerandi
áhrif kólesteróllækkunar á afdrif
kransæðasjúklinga með lækkun
dánartíðni, lækkun á tíðni hjarta-
áfalla og fækkun spítalainnlagna og
kransæðaaðgerða. „Því hefur oft
verið haldið fram að þessi rannsókn
hafi hnýtt endahnútinn á áratuga
rannsóknarvinnu og rökræðu um
orsakasamband kólesterólhækkunar
og æðakölkunar. Síðast en ekki síst
hefur samstarf við Íslenska erfða-
greiningu gefið tækifæri til þátttöku
í alþjóðlegri vísindabyltingu á
stórum skala.“ Eftir að formlegum
Guðmundur Þorgeirsson, fyrrverandi yfirlæknir og prófessor – 75 ára
Stórfjölskyldan Á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal sumarið 2020. Á myndina
vantar elsta barnabarnið, Ingu Bryndísi, og það yngsta, Iðunni Karítas.
Samþætting lækninga,
kennslu og rannsókna
Hjónin Á Korfú fyrir 30 árum.
30 ára Aðalbjörg
Rósa er Reykvík-
ingur, ólst upp í
Grafarvogi, en býr á
Hólum í Hjaltadal.
Hún er með BS-
gráðu í búvísindum
frá Landbúnaðarhá-
skólanum á Hvanneyri og er í
fæðingarorlofi.
Maki: Bjarni Þórir Jóhannsson, f.
1992, vélvirki á Vélaverkstæði Kaup-
félags Skagfirðinga.
Sonur: Kristberg Kári, f. 2020.
Foreldrar: Indriði Hermann Ívarsson,
f. 1951, fiskifræðingur, og Kristjana
Steinþórsdóttir, f. 1956, leikskólakenn-
ari. Þau eru búsett í Reykjavík.
Aðalbjörg Rósa
Indriðadóttir
Til hamingju með daginn
Hólar í Hjaltadal Kristberg
Kári Bjarnason fæddist á skír-
dag, 9. apríl 2020, á Sjúkrahús-
inu á Akureyri. Hann vó 3.098 g
og var 52 cm langur. Foreldrar
hans eru Aðalbjörg Rósa
Indriðadóttir og Bjarni Þórir
Jóhannsson.
Nýr borgari