Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 GÚMMÍTRÉ FELLD Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna nándina. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann DAG EINN… KEMUR SÁ TÍMI SEM EINHVER YNGRI OG KRÚTTLEGRI KEMUR Í ÞINN STAÐ HEIMSKI TÍMI ÞÚ VEIST AÐ ÉG VILDI HALDA TIL FJALLA Í FRÍINU! HRESSTU ÞIG VIÐ! ÞÚ ERTNÚ ÞEGAR STADDUR Á TOPPI NEÐANSJÁVARFJALLS! HVERNIG LÍKAR ÞÉR VIÐ SÓLSTRANDARPARADÍSINA OKKAR? starfsferli við Landspíala og HÍ lauk hefur Guðmundur gegnt hlutastarfi við Íslenska erfðagreiningu og aðal- lega komið að verkefnum sem lúta að blóðfituröskunum og kransæða- sjúkdómi. „Samvera með fjölskyldunni, ekki síst 14 barnabörnum, er mitt stærsta og heitasta áhugamál, m.a. þar sem við höfum aðstöðu á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal og á Harðbak á Sléttu. Bóklestur þar sem fjölbreyttar bók- menntir og sagnfræði eru í fyrirrúmi og tónlist og alls konar útivist fá allt- af tíma.“ Fjölskylda Guðmundur kvæntist 20.7. 1968 skólasystur sinni úr MR, Bryndísi Sigurjónsdóttur, f. 17.3. 1946, fram- haldsskólakennara og fv. skólameist- ara Borgarholtsskóla. Hún er dóttir hjónanna Sigurjóns Sigurðssonar, f. 1.8. 1916, d. 28.8. 1982, skrifstofu- stjóra í Reykjavík, og Bryndísar Bogadóttur, f. 21.1. 1919, d. 15.9. 1978, húsfreyju í Reykjavík. Börn Guðmundar og Bryndísar eru: 1) Þorgeir, f. 29.12. 1968, kvik- myndagerðarmaður, maki: Sigrún Hrólfsdóttir, myndlistarkona og deildarforseti í LHÍ. Þau eiga tvö börn; 2) Sigurjón Árni, f. 11.3. 1974, rafmagnsverkfræðingur, maki: María Rán Guðjónsdóttir bóka- útgefandi. Þau eiga þrjú börn; 3) Hjalti, f. 18.6. 1976, læknir, maki: Katrín Haraldsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Þau eiga þrjár dætur; 4) Bogi, f. 10.7. 1981, lögmaður, maki: Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir stjórn- mála- og stjórnsýslufræðingur. Þau eiga þrjár dætur; 5) Ása Bryndís, f. 22.7. 1986, lyfjafræðingur, maki: Sævar Ingþórsson, dósent við HÍ. Þau eiga þrjú börn. Bræður Guðmundar eru Gestur, f. 15.7. 1948, hjartalæknir í Reykjavík, og Eiríkur Ingvar, f. 20.3. 1953, augnlæknir, bús. í Kópavogi. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Þorgeir Gestsson, f. 3.11. 1914, d. 19.6. 2005, læknir og Ása Guðmunds- dóttir, f. 25.6. 1918, d. 29.1. 2012, hús- stjórnarkennari og húsmóðir í Reykjavík. Guðmundur Þorgeirsson Einar Gestsson bóndi á Hæli Steinunn Thorarensen húsmóðir á Hæli Gestur Einarsson bóndi á Hæli Margrét Gísladóttir húsfreyja á Hæli í Gnúpverjahreppi Þorgeir Gestsson læknir í Neskaupstað, á Húsavík og Stórólfshvoli en lengst í Reykjavík Gísli Einarsson bóndi í Ásum og víðar Margrét Guðmundsdóttir ljósmóðir og húsfreyja í Ásum í Gnúpverjahreppi og víðar Stefán Jónsson bóndi í Skinnalóni á Melrakkasléttu Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Skinnalóni Guðmundur Stefánsson bóndi á Harðbak Margrét Siggeirsdóttir húsfreyja á Harðbak á Melrakkasléttu Siggeir Pétursson bóndi á Oddsstöðum Borghildur Pálsdóttir húsfreyja á Oddsstöðum áMelrakkasléttu Úr frændgarði Guðmundar Þorgeirssonar Ása Guðmundsdóttir húsfreyja og hússtjórnarkennari, lengst í Reykjavík Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Reikistjarna á ferð og flugi. Fé til beitar hygg að dugi. Gróðurmoldin gæðaríka. Getur óðal verið líka. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Jarðarkringlu er ég á og á jörðu beiti. Jarðveg kalla jörðu má. Jörð er óðalsheiti. Guðrún B. svarar: Jörðin römm er reikistjarna. Vel reyndist í beit jarðarskikinn. Jarðarbót gekk skár með Skarna. Af Skarðsjörð engin var neitt svikin. Eysteinn Pétursson svarar: Jörð um sólu gengur greitt. Gras á jörð er bitið hér. Féll í jörðu frækorn eitt. Fagurt óðal jörð mín er. Harpa á Hjarðarfelli leysir gát- una þannig: Jörðin okkar er á ferð og flugi. Fé á kvistjörð beitti áður drengur. Brúna jörðin blómum öllum dugi Bújörð sem í ættir jafnan gengur. Hér er skýring Guðmundar á gátunni: Jörð ein stjarna heimsins heitir. Á hagajörð þú fénu beitir. Jörð er mold, sem jurtir elur. Jörðina Tjörn í haust þú selur. Þá er limra: Farvegir fylltust af drullu, er flekarnir saman skullu, jörðin fram skreið, yfir Jarþrúði leið, sem jarðskjálfti reið að fullu. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Gert er út frá Grundarfirði, gos úr iðrum jarðar brýst, ljóðin eru góð frá Gyrði, Gátan þó um annað snýst: Mun það vera á mörgu smetti. Má það finna hrossi á. Hrikalegt á Huldukletti. Hljóðfæri það kalla má. Páll J. Árdal kvað: Dauðinn kemur að kalla sitt, að kveldi tekur að líða, þegar hann segir „þitt er mitt“ þá mega allir hlýða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Jörð gefur arð eftir atburðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.