Morgunblaðið - 13.03.2021, Qupperneq 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Í Nýlistasafninu verður opin frá og
með deginum í dag sýning skosku
myndlistarkonunnar Katie Pateson,
Jörðin geymir marga lykla. Sýningin
er á dagskrá Listahátíðar í Reykja-
vík og átti upphaflega að opna
snemmsumars í fyrra en nú er komið
að opnun, eftir langa töf vegna veiru-
faraldursins, en forsvarsmenn Nýló
segja þessi verk færa alheiminn nær
okkur.
Katie Paterson, sem fæddist árið
1981, er í hópi umtöluðustu lista-
manna Skota um þessar mundir og
eru verk hennar sögð mikilfengleg,
bæði að umfangi og hugmyndafræði.
Þau fangi víðáttur himingeimsins og
mannshugans, hafi yfir sér ljóðrænt
ívaf hversdagsleikans, eru full leik-
gleði, ögra og hrífa í senn. Í tilkynn-
ingu segir að samstarf Paterson við
vísindamenn sé einstaklega frjótt og
gefi henni færi á að gera hið huglæga
áþreifanlegt. Í verkunum leitast hún
við að koma því ómælanlega í kunn-
ugleg form, svo sem í klukkur, bréf,
kerti og ljósaperur. Á sýningunni
birtast verk um jörðina og alheim-
inn, jarðneskan sem og kosmískan
tíma, og um ljóðrænar, heimspeki-
legar og raunverulegar tengingar
manneskjunnar við umheiminn. Pa-
terson hefur til dæmis kortlagt
dauðar stjörnur himingeimsins, búið
til ljósaperu sem gefur frá sér tungl-
skin, endursent loftstein út í geim og
þróað ilmkerti sem brennur í ferða-
lag frá ilmandi yfirborði jarðar, upp
til tungslins og loks inn í tómarúm.
Þetta er í fyrsta sinn sem verk Ka-
tie Paterson eru sýnd hér á landi en
hún hefur talsverð tengsl við Ísland.
Við upphaf ferils síns dvaldi hún hér í
nokkra mánuði og vann á gistiheimili
úti á landi. Hún kveðst þá hafa
heillast af jarðfræði og af náttúrunni
og krafti hennar hér, og vann hún
meðal annars verk um bráðnandi
Vatnajökul sem listfræðingar telja
meðal lykilverka hennar.
Ljóðræn verk um hugmyndir
Katie Paterson náði ekki að stýra
sjálf uppsetningu verka sinna í Ný-
listasafninu en þegar blaðamaður
kom við var unnið að því að taka þau
úr veglegum umbúnaði og setja sam-
an eftir ítarlegum leiðbeiningum.
Dorothée Kirch, safnstjóri Nýló,
segir öll verkin á sýningunni í eigu
Paterson. Þau komi flest beint af
öðrum sýningum og héðan fari þau
til annarra safna, meðal annars til
Ástralíu. Hún segir líka að lengi hafi
staðið til að sýna verk hennar í Ný-
listasafninu.
Doro bætir við að heimar í sinni
stærstu sem minnstu mynd sé við-
fangsefni Paterson. „Viðfangsefni
hennar er alltaf jörðin sem slík eða
geimurinn, samband okkar við
heiminn eða til að mynda skynjun
okkar, skilningur eða samband við
stærðir.“ Verkin séu oft ljóðræn og
„tilraun til að ná utan um hugmynd-
inar. Nú erum við til dæmis að setja
upp verk með ljósaperum til að
endurgera tunglskin en það verk-
efni fór hún í með Osram-perufram-
leiðandanum. Það er unnið með
raunverulegt ljósmagn og lit sem
tunglið varpar. Hún fer alltaf alla
leið í sínum verkum.“
Doro bendir á annað verk sem er
komið upp, eins konar hálsfesti með
170 perlum úr steindum sem sýna
jarðfræðilega sögu jarðar. Þar leiki
listakonan með jarðfræði og stærðir
heimsins á afar persónulegan og
margbrotinn hátt. Í verkum sem því
notast Paterson við háþróaða tækni
og sérfræðiþekkingu til að byggja
ljóðrænar og heimspekilegar brýr
milli manneskjunnar, náttúru og
umheimsins en eins og segir í til-
kynningu frá Nýló virðast verk
hennar oft lítilfjörleg og stórkostleg
í sömu andrá. Á sýningunni er um
tugur verka eftir Paterson.
Doro fagnar því að vera loksins að
setja upp þessa metnaðarfullu
Listahátíðarsýningu. „Hún átti að
fara upp í júní í fyrra en mér þykir
vænt um þá staðreynd að þetta er
síðasta Covid-sýningin. Núna verð-
ur takturinn hér aftur eðlilegur.“
efi@mbl.is
Verk um tenginguna við alheiminn
- Verk skosku listakonunnar Katie Paterson sýnd í Nýlistasafninu - Sýningin á dagskrá Lista-
hátíðar í Reykjavík - Fer alltaf alla leið í verkum sem fjalla um jarðneskan sem kosmískan tíma
Morgunblaðið/Einar Falur
Uppsetning Sunna Ástþórsdóttir framkvæmdastjóri Nýló tekur upp verk Paterson, „Timepieces (Solar System)“.
þig og árið 2015 fyrir DNA. Segir í
tilkynningu að Bráðin gefi hinum
tveimur verðlaunabókum höfundar
ekkert eftir. „Helsti kostur sög-
unnar að mati dómnefndar er flókin
sögufléttan sem rígheldur lesand-
anum. Yrsa missir aldrei niður bolt-
ann og allir þræðir sameinast að lok-
um – og koma lesendum talsvert á
óvart. Fjölbreytt persónugallerí er
annað einkenni bókarinnar en per-
sónurnar koma úr öllum áttum og
eru eins ólíkar og þær eru margar,“
segir um Bráðina.
Bráðin verður framlag Íslands til
Glerlykilsins á næsta ári en hann er
veittur fyrir bestu norrænu glæpa-
söguna. Dómnefnd Blóðdropans í ár
skipuðu Kristján Atli Ragnarsson
formaður, Bryndís Áslaug Óttars-
dóttir og Helga Birgisdóttir.
Í gagnrýni Steinþórs Guðbjarts-
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur
hlaut Blóðdropann 2021, verðlaun
Hins íslenska glæpafélags fyrir
bestu glæpasögu ársins 2020, fyrir
bók sína Bráðina. Voru verðlaunin
afhent í Borgarbókasafninu í Gróf-
inni í gær. „Dómnefnd Blóðdropans
las fjölbreyttar og spennandi glæpa-
sögur ársins 2020 og er á einu máli
um að glæpasagan lifi góðu lífi á Ís-
landi og að framtíð hennar sé björt.
Dómnefnd óskar höfundum, útgef-
endum og lesendum glæpasagna til
hamingju með uppskeruna,“ segir í
tilkynningu og að dómnefnd hafi
veirð sammála um að Bráðin stæði
upp úr að þessu sinni enda hörku-
spennandi og frumleg glæpasaga.
Þriðji Blóðdropinn
Yrsa hefur hlotið Blóðdropann í
tvígang áður, árið 2011 fyrir Ég man
sonar um Bráðina hér í Morgun-
blaðinu sagði m.a. að hryllingssögur
Yrsu gerðust gjarnan í kulda og vos-
búð fjarri byggð og að Bráðin ylli
andvökunóttum. „Sagan er spenn-
andi og uppbygging góð, aðstæður
eru ógnvekjandi á stundum og valda
hugarangri. Þegar öllu er á botninn
hvolft er oftast skýring á öllu, en
ekki er þar með sagt að hún falli öll-
um í geð og sé til eftirbreytni. Er
nema von að spurt sé í alvöru hvað
fólk sé að gera í óbyggðum þegar
allra veðra er von,“ skrifaði Steinþór
og gaf bókinni fjórar og hálfa
stjörnu af fimm mögulegum.
Glæpasagnaverðlaunin Blóðdrop-
inn voru afhent í fyrsta sinn haustið
2007 og hlaut þau þá Stefán Máni
fyrir Skipið. Verðlaunabókin er
framlag Íslands til Glerlykilsins,
norrænu glæpasagnaverðlaunanna.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Glæpadrottning Yrsa tók við Blóðdropanum í Borgarbókasafni í gær og hefur nú hlotið hann þrisvar.
Flókin sögufléttan
rígheldur lesandanum
- Yrsa Sigurðardóttir hlaut Blóðdropann fyrir Bráðina
Vísur um vorið er
yfirskrift tónleika
Kammerkórs
Reykjavíkur og
Kórs Fella- og
Hólakirkju sem
haldnir verða í
Fella- og Hóla-
kirkju á morgun,
sunnudag, kl. 16. Á
efnisskránni verða lög eftir George
Gershwin, Jerome Kern, Jón Múla
Árnason, Ragnar Bjarnason, Bjarna
Þorsteinsson, Jónas Tómasson, Sig-
valda Snæ Kaldalóns, Gunnstein
Ólafsson og Sigurð Bragason. Ein-
söngvarar á tónleikunum eru Erla
Gígja Garðarsdóttir, Reynir Þormar
Þórisson, Garðar Eggertsson, Davíð
Viðarsson, Þorsteinn Þorsteinsson,
Smári Vífilsson, Hulda Jónsdóttir,
Inga Backman og Kristín R. Sig-
urðardóttir. Matthías Stefánsson
leikur á fiðlu og Arnhildur Val-
garðsdóttir á píanó. Stjórnendur eru
Sigurður Bragason og Arnhildur.
Vísur um vorið í Fella- og Hólakirkju
Sigurður
Bragason
Hollenski verkfræðingurinn Lou Ottens, sá sem stýrði
þróun og hönnun kassettunnar eða hljóðsnældunnar,
er látinn, 94 ára að aldri. Ottens átti líka stóran þátt í
því að hanna fyrsta geisladiskinn. Ottens starfaði sem
vöruþróunarstjóri hjá Philips og tókst í tvígang að
umbylta tónlistarheiminum, eins og segir í frétt á vef
dagblaðsins The Guardian. Hann var þó lítið fyrir að
hreykja sér og sagði m.a. að hann og samstarfsmenn
hans hefðu verið„litlir strákar sem höfðu gaman af
því að leika sér“. Þeim hafi ekki þótt þetta mjög
merkileg uppfinning á sínum tíma.
Lou Ottens með
kassettur.
Skapari kassettunnar látinn