Morgunblaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 0. M A R S 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 67. tölublað . 109. árgangur .
Volkswagen Crafter
Tilbúinn til afhendingar!
Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/volkswagensalur
Fáðu fjórhjóladrifið frítt!
www.hekla.is · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · HEKLA
Eldgos hófst um klukkan 20.45 í gærkvöldi í
Geldingadal sunnan Fagradalsfjalls á Reykja-
nesskaga um 8 km norðaustur af Grindavík. Um
er að ræða sprungugos og flæddi hraunið í vest-
ur og suður. Er þetta í fyrsta skipti í 800 ár sem
gýs á þessum slóðum.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni
var gossprungan um 500-700 metrar að lengd.
Lítil gosstrókavirkni var á svæðinu en undir mið-
mætti var hraunið innan við 1 ferkílómetri að
stærð. Í tilkynningu frá björgunarsveitinni Þor-
birni í gærkvöldi sagði að eldgosið væri á besta
mögulega stað með tilliti til hraunrennslis. Eng-
in hætta væri á ferðum fyrir íbúa Grindavíkur.
Þá væri vindátt með besta móti og fjarlægðin í
eldgosið mikil. Þó var varað við hugsanlegri gas-
mengun frá gosinu og var Krýsuvíkurskóli
rýmdur í öryggisskyni. Var fjöldahjálparstöð
opnuð í Hópsskóla í Grindavík í gærkvöldi.
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur og sér-
fræðingur um eldgos á Reykjanesskaga, sagði í
gærkvöldi, að eldgosið væri afar lítið miðað við
fyrri gos á Íslandi, en að það gæti þó stækkað.
„Eins og staðan er núna er þetta bara smá-
gos,“ sagði Sigmundur. „Þetta er bara framhald
af því sem hefur verið að gerast þarna síðustu ár-
þúsund og á þessu svæði hafa bara verið smágos
hingað til. Ég býst við að það muni ekki breyt-
ast.“
Veðurstofunni barst tilkynning um gosið
klukkan 21.40 í gærkvöldi og í kjölfarið var stað-
fest að um gos væri að ræða í gegnum vefmynda-
vélar og gervitunglamyndir. Lítill órói sást á
jarðskjálftamælum í aðdraganda gossins.
Almannavarnir biðluðu til fólks að fara ekki
nærri gosupptökum og vera ekki á ferðinni á
svæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lok-
aði bæði Reykjanesbraut við Straumsvík og
Krýsuvíkurvegi eftir að það fréttist að eldgos
væri hafið. Sagði lögreglan við mbl.is að stríður
bílastraumur hafi verið úr höfuðborginni og að
stefnt hafi í öngþveiti.
Rakel Lilja Halldórsdóttir, íbúi í Grindavík,
sagðist hafa séð gosið vel þegar það hófst. Hún
sagði að bæjarbúar væru órólegir. „Þetta virðist
vera nær en ég bjóst við að þetta yrði. Ég bjóst
ekki við að sjá þetta út um gluggann,“ sagði hún.
Loftrými yfir gossvæðið var skilgreint sem
hættu- eða haftasvæði fyrir flug og bannsvæði
dróna. Keflavíkurflugvelli var lokað tímabundið
en hann síðan opnaður á ný og hefðbundið flug
heimilt yfir gossvæðinu.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Gosstöðvarnar Eldgosið er í Geldingadal sunnan Fagradalsfjalls. Gossprungan er um 500-700 metra löng og hraun rann til vesturs og suðurs, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.
- Sprungugos hófst í Geldingadal
á Reykjanesskaga í gærkvöldi og
hraun rennur í vestur og suður
- Jarðfræðingur segir gosið vera
afar lítið miðað við fyrri gos á Íslandi
en það geti þó stækkað
- Krýsuvíkurskóli var rýmdur þar
sem hætta var talin á gasmengun
frá eldgosinu í Geldingadal
FYRSTA ELDGOSIÐ Í 800 ÁR