Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
KLETTARHEILSÁRSHÚS
Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu.
Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn.
Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta
semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður.
Uppsetninghúsannaerafarfljótleg.
Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti
(hæð2,1m) semeykurnotagildi
hússinsumtalsvert.
Klettar 65 –Grunnverð kr. 8.373.000,-
Klettar 80 –Grunnverð kr. 10.807.000,-
Ítarlegar upplýsingar og
afhendingarlýsingumá
finna á vefsíðu okkar.
Húsið ámyndinni er af
gerðinni Klettar 80 sem
reist var 2019 á Vesturlandi.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bólusetningar enn á bið
- Ákvörðun um áframhaldandi notkun bóluefnis AstraZeneca tekin í næstu viku
Jón Sigurðsson Nordal
Ragnhildur Þrastardóttir
Ekki liggur fyrir fyrr en í fyrsta lagi
eftir helgi hvenær bólusetningar
með bóluefni AstraZeneca hefjast á
ný hér á landi, en hlé var gert á
notkun þess í síðustu viku.
Ástæðan fyrir því voru áhyggjur
af mögulegri blóðtappamyndun af
völdum bóluefnisins, en Lyfjastofn-
un Evrópu tilkynnti á fimmtudag að
efnið væri öruggt, tengdist ekki
aukinni hættu á blóðtöppum og
veitti mikla vernd gegn Covid-19.
Stofnunin gat þó ekki útilokað
tengsl á milli blóðtappa og bóluefnis
AstraZeneca, en sagði að ávinning-
urinn af því væri meiri en hugsanleg
áhætta.
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoð-
armaður landlæknis, segir tafirnar
skýrast af þeirri ákvörðun embætt-
isins að stækka umfang rannsókn-
arinnar á bóluefninu og áhrifum
þess. „Við viljum fara aðeins betur
yfir okkar gögn, og ráðfæra okkur
nánar við nágrannaþjóðir okkar,
sérstaklega Norðurlandaþjóðirnar,“
segir Kjartan í samtali við mbl.is í
gær. Heilbrigðisembætti á Norður-
löndum hafi gefið sér rýmri tíma en
Lyfjastofnun Evrópu til að fara yfir
málið, og Ísland hafi ákveðið að gera
slíkt hið sama.
Frestað eftir tilkynningu
Í gær kom í ljós að Lyfjastofnun
hafði borist önnur tilkynning um
mögulega alvarlega aukaverkun í
kjölfar bólusetningar með bóluefni
AstraZeneca, en einstaklingur ligg-
ur nú á sjúkrahúsi vegna blóðtappa í
lungum og er í lífshættu. Aðspurður
segir Kjartan það atvik hafa átt ein-
hvern þátt í frestun ákvörðunar-
innar. Það hafi þó ekki úrslitaáhrif.
„Þetta er bara önnur breyta sem er
tekin inn í dæmið sem við erum að
leggja upp,“ segir Kjartan. Hann
væntir þess að ákvörðun um áfram-
haldandi notkun bóluefnisins muni
liggja fyrir um miðja næstu viku.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir fundaði stíft með sóttvarna-
læknum hinna Norðurlandanna á
fimmtudag, en þar er til skoðunar
hvort möguleiki sé á að finna
áhættuhópinn fyrir blóðsegamynd-
un (blóðstorknun) og þá sleppa bólu-
setningu með bóluefni AstraZeneca
hjá þeim, en bjóða þeim sem ekki
eru í áhættuhópum að fá bólusetn-
ingu. Upp hafa komið blóðsega-
vandamál hjá konum undir 55 ára
aldri eftir bólusetningu með efninu,
og því gæti verið heppilegra að gefa
frekar karlmönnum og eldri konum
bóluefnið, ef í ljós kemur að þeir
hópar séu ekki í áhættu.
Aðspurður segir Þórólfur að kór-
ónuveiran geti almennt valdið blóð-
töppum, og að áhættan á slíku sé
mun meiri hjá þeim sem fá sjúk-
dóminn en þeim sem fá bólusetn-
ingu. „Það má ekki gleyma því að
Covid sjálft getur valdið svona
vandamálum þannig að ef allir
fengju Covid þá yrði áhættan mun
meiri.“
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
telur sig hafa fundið skotvopnið
sem notað var þegar Armando Be-
quiri var skotinn til bana fyrir utan
heimili sitt í Rauðagerði laugar-
dagskvöldið 13. febrúar. Þetta seg-
ir Margeir Sveinsson yfirlögreglu-
þjónn.
„Eftir bráðabirgðaniðurstöðu
sérfræðinga má áætla að svo sé; að
þetta sé vopnið sem var notað í
þessu tilviki,“ segir Margeir. Hann
vill ekkert tjá sig um hvenær lög-
reglan lagði hald á vopnið eða
nokkuð nánar um það.
Bequiri hlaut níu skotáverka,
meðal annars á lífsnauðsynleg líf-
færi, höfuð og bol, samkvæmt
bráðabirgðaskýrslu réttarmeina-
fræðings vegna réttarkrufningar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu handtók fjóra og gerði húsleit
á sex stöðum í umdæminu og utan
þess á fimmtudagsmorgun en að-
gerðirnar tengjast rannsókninni á
morðinu í Rauðagerði. Margeir
segir að fólkinu sem handtekið var
á fimmtudag hafi verið sleppt að
loknum skýrslutökum og að rann-
sókn málsins miði almennt vel.
Lögregla telur að manndrápið hafi
verið framið í samverknaði nokk-
urra og jafnvel með hlutdeild ann-
arra líkt og gögn og umfang máls-
ins bera með sér. Margeir segir að
lögreglan telji sig vera með þá að-
ila sem komi hvað mest að málinu;
meðal annars þann sem framdi
morðið. johann@mbl.is.
Telur sig hafa haldlagt skot-
vopnið í Rauðagerðismálinu
- Tjáir sig ekki um hvenær né hvar skotvopnið fannst
Morgunblaðið/ Íris Jóhannsdóttir
Rannsókn Lögreglan hefur lagt
hald á vopnið sem notað var.
Talsvert hefur
borið á öndunar-
færasýkingum og
ælupest á höfuð-
borgarsvæðinu
undanfarið, að
sögn Óskars
Reykdalssonar,
forstjóra Heilsu-
gæslu höfuðborg-
arsvæðisins.
Hann rekur það
til árstímans, en einnig sé líkleg
skýring aukin samskipti fólks sam-
fara minni takmörkunum vegna kór-
ónuveikinnar. Óskar segist ekki hafa
tölulegar upplýsingar um inflúensu
hérlendis í vetur.
Óskar segir að ælupest stingi sér
niður á hverjum vetri og hún hafi
verið nokkuð áberandi undanfarið.
Þannig séu dæmi um að heilu fjöl-
skyldurnar hafi lagst, en oft beri
börn ælupestina á milli.
Lýsingin sé gjarnan uppköst og
hiti í 1-2 daga og vanlíðan á þriðja
degi. Hann segir að ælupestin sé
bráðsmitandi og ráðleggur fólki að
vera heima í tvo sólarhringa eftir
síðustu uppköst. Í flestum tilvikum
sé pestin tiltölulega saklaus, en geti
verið erfið fyrir fólk með undirliggj-
andi sjúkdóma.
Þá segir Óskar að fólk hafi undan-
farið leitað talsvert til heilsugæsl-
unnar og Læknavaktarinnar vegna
kvefs, hálsbólgu og annarra önd-
unarfærasjúkdóma. aij@mbl.is
Ælupest
áberandi
undanfarið
Óskar
Reykdalsson
- Árstíminn og
aukin samskipti
Hjólasöfnun Barnaheilla hófst í hádeginu í gær í
tíunda sinn. Átakið stendur til 1. maí og er ætl-
unin að safna hjólum sem gefin verða börnum og
unglingum sem ekki hafa tök á að kaupa sér
reiðhjól. Á þeim árum sem söfnunin hefur farið
fram hafa samtals 2.500 börn notið góðs af
henni.
Sjónvarpskonan Steinunn Ása Þorvaldsdóttir
afhenti fyrsta hjólið við hátíðlega athöfn á mót-
tökustöð Sorpu að Sævarhöfða í Reykjavík.
Hvatti hún aðra til að láta gott af sér leiða og
koma hjólum sem fólk hefur ekki not fyrir til
Barnaheilla.
Tekið er við hjólum á endurvinnslustöðvum
Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. gso@mbl.is
Steinunn Ása afhenti fyrsta reiðhjólið
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Verzlunarskóli Íslands bar sigur
úr býtum gegn Kvennaskólanum í
Reykjavík í úrslitaviðureign Gettu
betur í gærkvöldi.
Aðeins munaði fjórum stigum að
loknum hraðaspurningum Verzl-
unarskólanum í vil. Tókst skól-
anum síðan að bæta rækilega við
sig og sigraði örugglega með 31
stigi á móti 17 stigum Kvennaskól-
ans.
Eiríkur Kúld Viktorsson, Gabríel
Máni Ómarsson og Sigurbjörg
Guðmundsdóttir voru í liði Verzl-
unarskólans,
Hildur Sigurbergsdóttir, Ari
Borg Helgason og Áróra Friðriks-
dóttir skipuðu lið Kvennaskólans.
Sigruðu
örugglega