Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g er með þessari sýn-
ingu meðal annars að spá
í lífið og tilveruna og land-
ið sem ég stend á, náttúr-
una og alls konar þjóðleg séreinkenni
Íslands,“ segir Haraldur Sigmunds-
son myndlistarmaður sem opnaði í
gær sýningu sína, Stingur í stúf, í
Listasal Mosfellsbæjar. Í sýningar-
skrá er verkum Haraldar lýst sem
glettnum og litríkum en á sama tíma
hæðnum og dimmum. Þar kemur
einnig fram að listamaðurinn hafi
skapað sinn sérstaka stíl sem hann
kallar dropastíl, en hann fæst með
því að sprauta málningunni úr poka
með rjómasprautustút svo hún myndi
efnismikla dropa. Þegar blaðamann
bar að garði var Haraldur í óðaönn að
setja upp sýninguna ásamt tvíbura-
bróður sínum og gekk nokkuð brös-
uglega að hengja stórt einhyrnings-
höfuð upp á vegg.
„Þetta er íslenski einhyrningur-
inn, sá seinasti sem fannst uppi á
jökli og það eru eldgos í augum hans.
Mig hefur lengi dreymt um að stoppa
upp dýr, svo ég ímynda mér að þetta
sé uppstoppaður einhyrningur hjá
mér,“ segir Haraldur sem hefur
myrkvað þakglugga í sýningar-
salnum svo gosin njóti sín, en annað
verk hans í salnum lýsir líka í myrkri.
Við hlið einhyrningsins er svarti ís-
lenski fjárhundurinn, glitrandi í ótal
dropum.
„Þessi hundur er ádeila eða til
umhugsunar um framkomu okkar Ís-
lendinga við fólk sem við köllum er-
lent vinnuafl,“ segir Haraldur sem
með verkum sínum vill pota í ýmis-
legt sem betur mætti fara í íslensku
samfélagi.
„Nafnið á sýningunni, Stingur í
stúf, vísar til þess að ég hef gaman af
öllu sem er öðruvísi, óvenjulegt eða
ögrandi. Nafnið vísar líka í stílinn
minn, dropa sem stinga, en fólk lang-
ar alltaf til að snerta verkin mín, sem
ég er ánægður með, en því bregður
þegar það stingur sig. Rétt eins og
fólk finnur stundum sársauka þegar
það freistast til að snerta freistingar
lífsins,“ segir Haraldur og tekur fram
að vegna sóttvarna verði bannað að
snerta verkin á þessari sýningu.
„Eitt af verkum mínum, sem átti
að vera hér á sýningunni, stakk of
mikið í stúf og var ekki leyft, en það
var kistulagning vélapans Bóbós sem
eitt sinn var í Hveragerði. Í verkinu
mínu liggur apinn í líkkistu og segir
„lífið er núna“. Þetta var mín leið til
að takast á við sorgina í mínu lífi með
húmor, en pabbi dó núna í janúar.
Dauðinn virðist enn vera tabú í sam-
félagi okkar,“ segir Haraldur og
gengur að dropamálverki sem er
andlitsmynd af föður hans.
„Ég gaf pabba hana í afmælis-
gjöf þegar hann varð sjötugur fyrir
fimm árum. Ég hef ekki sýnt hana
áður.“
Grýlugríma og álfapottur
Þegar gengið er um sýningu
Haraldar, milli litríkra þrívíðra mál-
verka og skúlptúra í anda popp-
listarinnar, þá er ekki laust við að þau
veki hungur, gesti langar næstum að
borða þau, svo mikið minna þau á
girnilegar kökuskreytingar. Þau eru
„kitsuð“ og skemmtileg og Haraldur
kemur víða við, mörg verkanna eru
háðsádeila á íslenskt samfélag þar
sem hann afbakar á grallaralegan
hátt hin ýmsu þjóðartákn. Auk svarta
íslenska fjárhundsins má til dæmis
sjá verk sem heitir Gullfoss og minnir
á bláan skrautkjól, en þar leynist
einn gulldropi sem gestir þurfa að
leita að. Einnig er á sýningunni verk
sem heitir Álfapottur, annað sem er
Grýlugríma, spegill sem heitir Ís-
landsvinur og verk sem heitir Guð
minn almáttugur. Þar er líka sjálfs-
mynd teiknuð af tvíburabróður Har-
aldar, sem hann svo kláraði, enda
segir hann tvíburabróður sinn vera
hluta af sér.
„Hér er ein mynd eftir ungan
nemanda minn sem ég bætti fígúru
inn á, en ég er myndlistarkennari í
Krikaskóla hér í Mosó. Starfsmaður í
skólanum á líka eina mynd á sýning-
unni en þar bætti ég aðeins við einni
doppu.“
Sýningin Stingur í stúf, stendur
til og með 16. apríl. Listasalur Mos-
fellsbæjar er staðsettur inn af Bóka-
safni Mosfellsbæjar, í Kjarna, Þver-
holti 2.
Einhyrningur sem stingur í stúf
Haraldur Sigmundsson
fer ótroðnar slóðir í list-
sköpun sinni og afbakar
hin ýmsu þjóðartákn með
litríkum og girnilegum
verkum. Háðsádeilan er
alltumvefjandi.
Eldgos Mörg verka Haraldar vísa í íslenskan veruleika.Flott Frumleg útfærsla á því þegar hugmynd verður til. Dropastíll Hér sjást droparnir vel á verki sem er af föður Haraldar.
Morgunblaðið/Eggert
Listamaður Haraldur tyllti sér niður
milli svarta íslenska fjárhundsins og
íslenska einhyrningsins sem átti eftir
að fara upp á vegg í sýningarsalnum.
Samvinna Haraldur og tvíburabróðir hans koma einhyrningi upp á vegg.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021