Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 20

Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 nesi. Bæði tekur langan tíma að fá símaviðtal við lækni og sama gildir um að komast í læknisheimsókn. Nefnir fólk að lítt skiljanlegt sé í nútímatækniumhverfi að ekki sé hægt að nýta lækna í símaviðtöl, þvert á starfssvæðið. Svo virðist einnig sem flótti frá stofnuninni sé orðinn staðreynd, ekki síst hjá ungu fólki með börn sem skráir sig á aðrar heilsugæslustöðvar, utan starfssvæðisins. Í Skessuhorni liðinnar viku segir Jóhanna Fjóla Jóhannes- dóttir, forstjóri HVE, að unnið sé að endurbótum en vandamálið sé margþætt. HVE, var formlega stofnuð ár- ið 2010. Starfssvæðið er Akranes, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Eyja- og ÚR BÆJARLÍFINU Birna G. Konráðsdóttir Borgarfirði Á Iðunnarstöðum í Lundar- reykjadal er fyrirhugað að opna nýtt hótel í sumar. Þar verða þrett- án herbergi, matsalur og kaffihús. Það eru hjónin Hjördís Geirdal og Þórarinn Svavarsson sem standa að framkvæmdunum sem hófust á síð- asta ári. Bærinn Iðunnarstaðir er staðsettur við svonefndan Uxa- hryggjaveg og liggur því ofarlega í Lundarreykjadal. Ekki langt frá bænum er Krosslaug, eða Reykja- laug í landi Reykja, heit laug sem nú er friðlýst. Sagt er að Vestlend- ingar hafi skírst þar til kristni árið 1000, þegar þeir riðu heim frá Þing- völlum, því þeir vildu ekki láta skí- rast í köldu vatni. - - - Steðji brugghús var fyrsta ís- lenska brugghúsið til að opna vef- verslun með áfengi. Eigendurnir, Dagbjartur Arilíusson og Svanhild- ur Valdimarsdóttir, voru ókátir með hvernig Áfengisverslun ríkisins, ÁTVR, stóð að dreifingu á fram- leiðsluvörum þeirra og gripu því til þessa ráðs. Eigendur dreifa vörunni sjálfir til kaupenda og hafa verið til- búnir að leita réttar síns hjá EFTA- dómstólnum, gerist þess þörf. Netverslun er heimil á bjór samkvæmt EES-reglugerðinni, þ.e. hægt er að panta bjór erlendis frá og fá hann sendan heim í pósti án vandamála en Íslendingar geta ekki keypt íslenska framleiðslu á sömu kjörum. Nú hefur dómsmálaráð- herra lagt fram frumvarp til laga um minni brugghús þar sem kveður á um að þau fái undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR til að selja bjór frá framleiðslustað. Flest minni brugg- húsin taka frumvarpinu fagnandi og álíta að nái það fram að ganga, muni rekstrargrundvöllur þeirra styrkj- ast. Í Borgarfirði er því spurt að leikslokum í þessu efni, sem víðar. - - - Töluverðrar óánægju hefur gætt meðal íbúa Borgarbyggðar með þjónustu HVE, Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands, í Borgar- Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjörður, Helgafellssveit, Stykkishólmur, Dalabyggð, Reyk- hólahreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur, Árnes- hreppur og Húnaþing vestra. - - - Í sveitarfélaginu Borgar- byggð er unnið að fjölgun lóða til úthlutunar í þéttbýliskjörnunum Borgarnesi, Hvanneyri og Klepp- járnsreykjum, en spurn eftir lóðum og íbúðarhúsnæði hefur verið tölu- verð. Nýverið var undirritaður samningur við Slatta ehf. sem er í eigu þriggja verktakafyrirtækja í sveitarfélaginu, Steypustöðvar- innar, Borgarverks ehf. og Eiríks Ingólfssonar ehf. Sveitarstjóri, Þórdís Sif Sig- urðardóttir, tók fyrstu skóflu- stunguna að nýju íbúðarhverfi í svonefndu Bjargslandi í Borgar- nesi fyrir skömmu. Fram- kvæmdaaðilar skuldbinda sig til að sjá um uppbyggingu svæðisins í heild hvar rísa munu fjölbýlishús, ásamt par- og raðhúsum. Einnig er stefnt að því að hluti lóða í hinu nýja hverfi verði boðinn til úthlut- unar á almennum markaði en upp- bygging svæðisins mun verða í samræmi við eftirspurn, hverju sinni. - - - Ferðafélag Borgarfjarðar- héraðs, FFB, var stofnað fyrir skömmu. Tilgangur félagsins er meðal annars að hvetja til göngu- ferða um allt land en ekki síst um Borgarfjarðarhérað. Einnig að stuðla að uppbyggingu og merkingu gönguleiða þar sem svokölluð Vatnaleið, frá Hítarvatni að Hreða- vatni verður fyrsta verkefnið. Fé- lagið verður deild innan Ferðafélags Íslands, FÍ, og þar með fá aðildar- félagar sömu kjör og félagsmenn í FÍ. Mikill áhugi var fyrir stofnun fé- lagsins og var Gísli Einarsson fréttamaður kjörinn fyrsti formaður þess. - - - Rótarýklúbbur Borgarness hefur lagst á sveif með slökkviliði Borgarbyggðar og Neista, starfs- mannafélagi liðsins, og hrundið af stað söfnun meðal fyrirtækja og al- mennings í Borgarbyggð og ná- grenni til kaupa á stafrænum þjálf- unarbúnaði fyrir slökkviliðsmenn. Um er að ræða fyrsta búnað sinnar gerðar hér á landi. Búnaðurinn kost- ar milli fimm og sex milljónir en slökkviliðið fékk nýverið styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands upp á eina milljón króna til þessa verk- efnis. Með átakinu vill klúbburinn leggja sitt af mörkum til að koma þessu máli í farsælan farveg. Söfn- unin stendur til 15. apríl næstkom- andi og þeir sem vilja leggja lið geta greitt inn á reikning 0354-03-400624, kt. 530586-2009 í Arion bankaí Borg- arnesi fyrir 15. apríl nk. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Unnið er að fjölgun lóða til úthlutunar þar í bæ, sem og á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum, en spurn eftir lóðum og íbúðarhúsnæði í Borgarbyggð allri er töluverð um þessar mundir. Óánægja með heilbrigðisþjónustuna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvanneyri Um 300 manns eiga lögheimili í þessu litla þorpi á Andakíl auk þess sem margir dvelja þar og nema við Landbúnaðarháskóla Íslands. BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 Bílaríkið Akureyri Lónsbakka Sími: 461 3636 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 HYBRID PLUGIN OPEL GRANDLAND X VERÐ: 5.990.000 KR. STUÐNINGUR: 500.000 KR. VERÐ NÚ: 5.490.000 KR. 300 HESTÖFL OG 4X4 Í BOÐI SPENNTUR FYRIR ÞÉR! OPEL GRANDLAND X PLUG-IN HYBRID VIÐ STYÐJUM RAFBÍLAVÆÐINGUNA OG LÆKKUM VERÐÁRAFBÍLUM Með Opel Grandland X Hybrid sportjeppanum velur þú Plug-In Hybrid lausn sem tryggir þér einstaklega hagkvæman og umhverfisvænan bíl – og ekki skemmir verðið fyrir! NJÓTTU VEL! B ir t m e ð fy ri rv a ra u m t e x t a - o g m y n d a b re n g l. 100% Opel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.