Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 24

Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Um fjögurhundruðmilljónir manna hafa nú verið bólusettar í heim- inum. 11 daga tók að gefa síðustu hundrað milljón skammtana, en rúma tvo mánuði að gefa fyrstu hundrað millj- ónirnar. Langhraðast hefur gengið í Ísrael þar sem þrír af hverjum fimm hafa nú verið bólusettir einu sinni og helmingur íbúa fengið seinni skammtinn. Næst koma Bretland og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Athygli vekur að Chile er í fjórða sæti. Þar hafa 28% íbúa verið bólu- sett, nokkru meira en í Banda- ríkjunum. Chile er fremst í flokki í Suð- ur-Ameríku og langt á undan Evrópusambandinu. Þar í landi eru 200 þúsund manns bólusett á dag. Í Der Spiegel er rætt við Sol- edad Martínez, sérfræðing um heilbrigðismál, um sérstöðu Chile. Hún segir að stöðuna í Chile megi rekja til þess að strax hafi verið gengið í að tryggja nægt bóluefni til að bólusetja alla fullorðna íbúa landsins tvisvar og gengið hafi verið frá samningum snemma. Samið var áður en rannsóknum var lokið og gengið frá samningum við helstu framleiðendur óháð hvar þeir væru í heiminum, sem sagt allt frá Biontech/Pfizer og AstraZeneca á Vesturlöndum til Spútnik í Rússlandi og Sinovac frá Kína. Menn höfðu ekki áhyggjur af að sitja uppi með of mikið af bóluefni því þá hefði verið hægt að gefa umframbirgðir eða selja. Mest er bólusett með Sinovac í Chile. Það er ekki öflugasta bóluefnið, en Martínez svarar því til að það komi nánast alveg í veg fyrir alvarlegustu tilfellin. Áfram geti fólk hins vegar smit- ast og því þurfi einnig að viðhafa aðrar smitvarnir. Íslensk stjórnvöld ákváðu að binda trúss sitt við Evrópusam- bandið í öflun bóluefnis í þeirri trú að það myndi tryggja meiri slagkraft en að fara sína leið. Staðan í Chile er til marks um það hverju er hægt að fá áorkað með því að eiga frumkvæði. Evr- ópusambandið dró samninga á langinn og reyndi að prútta – og situr nú eftir. Í Chile var einfald- lega reynt að semja við sem flesta strax og gæta þess að hafa það mörg egg í körfunni að bólu- setja mætti með því efni sem fyrst yrði farið að framleiða þeg- ar prófunum lyki. Baksýnisspegillinn hentar kannski aðeins til að sýna glötuð tækifæri, en það er aldrei of seint að hrifsa frumkvæðið. Baksýnisspegillinn hentar kannski að- eins til að sýna glöt- uð tækifæri, en það er aldrei of seint að hrifsa frumkvæðið} Ólíkar leiðir Vægi erlendraleikmanna í körfubolta á Ís- landi hefur aukist verulega á undan- förnum misserum. Þótt tekjur liðanna hafi skerst verulega vegna þess að að deildin lá niðri um tíma í vetur og þau hafi í kjölfarið þurft að leika fyrir auðum áhorfendastúkum keppast liðin um að ráða til sín erlenda leik- menn. Þessi þróun virðist ætla að hafa afgerandi áhrif á mögu- leika innlendra leikmanna á að öðlast leikreynslu. Í úttekt á íþróttasíðum Morgunblaðsins í vikunni kom fram að aðeins 35% leikmanna í byrjunarliðum í úrvalsdeild karla eru íslensk og í úrvalsdeild kvenna er hlut- fallið í kringum 40%. Þór á Akureyri er mest slá- andi dæmið um þetta. Enginn Íslendingur er í byrjunarliði Þórs og á sunnudag fyrir viku skoruðu erlendu leikmennirnir fimm 97 af 100 stigum liðsins. Íslenskur körfubolti hefur verið hátt skrifaður undanfar- inn ár. Í tvígang tókst íslenska karlalandsliðinu að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumeist- aramótinu í körfubolta. Íslend- ingar í atvinnumennsku erlend- is geta sér nú gott orð og standa sig vel. Þar er um að ræða leik- menn, sem fengu reynslu í íslenskum körfubolta þegar takmörk voru sett við fjölda útlend- inga í hverju liði. Nú vaknar sú spurning hvort fjöldi erlendra leikmanna muni binda enda á þessa þróun. Leikmenn, sem lítið fá að leika, munu eiga erfitt með að vekja athygli á sér erlendis. Þeir munu líka eiga erfitt með að bæta sig og læra að leika undir pressu. Það er lítil hvatning fyrir unga og efnilega leikmenn ef þeir sjá að í meistaraflokki bíði þeirra það hlutverk helst að verma varamannabekkinn. Þróun af þessum toga er ekki bara áhyggjuefni á Íslandi. Víða erlendis hafa verið settar reglur um að ákveðinn fjöldi leikmanna þurfi að vera uppal- inn hjá félögum. Á ársþingi Körfuknattleiks- sambands Íslands um liðna helgi var gerð tilraun til þess að koma böndum á fjölda er- lendra leikmanna í íslenskum félagsliðum. Breytingin var felld. Það er hins vegar spurn- ing hvaða áhrif það mun hafa á íslenskan körfubolta verði ekk- ert að gert og full ástæða til að hafa áhyggjur. Fjöldi erlendra leik- manna í íslenskum körfubolta er áhyggjuefni} Varasöm þróun V ið höfum þraukað saman í tólf mánuði undir áföllum af Covid 19. Fólkið í landinu er búið að færa ómældar fórnir með ein- angrun, samgöngutakmörk- unum og grímuskyldu. Tæplega 30 manns hafa dáið ótímabærum dauða vegna pest- arinnar, fjölmörg önnur hafa glímt við veik- ina og eftirköst hennar, þúsundir setið í sóttkví og einangrun. Þjóðin hefur sýnt mikinn sjálfsaga og samstöðu. Við höfum tekið af allan vafa um að okkur er kleift að standa saman og ganga í takt þegar hætta steðjar að. Eftir þrjár smitbylgjur sem aldr- ei skyldu verið hafa, hefur okkur nánast tekist að útrýma veirunni hér innan lands. Það er samtakamáttur okkar sem hefur skilað þessum árangri. Dýrkeypt reynsla síðustu tólf mánaða hefur þó kennt okkur að þetta ástand er afar viðkvæmt meðan okkur hefur ekki tekst að bólusetja nema örlítið brot af þjóðinni. Ekki þarf nema einn Covid-sýktan ein- stakling til að koma fjórðu bylgju faraldursins af stað. Þá myndu hvorki erlendir ferðamenn né Íslendingar sjálfir ferðast í sumar. Það er algjörlega loku fyrir það skotið að fá svör ríkisstjórnarflokkanna um ábat- ann sem við hefðum af því að taka þá áhættu sem nú er tekin og felur í sér frekari tilslökun á landamær- unum. Það er eitt að setja sér markmið og láta sig dreyma um að vera búin að bólusetja þjóðina fyrir sumarvertíðina og allt annað að horfast í augu við staðreyndir. Bóluefnaklúður stjórnvalda á ekki að bitna á samfélaginu í heild. Flokkur fólksins fordæmir þessar ótíma- bæru og hættulegu tilslakanir. Það er galið að fara í þessar aðgerðir núna þegar við sjáum ljósið í enda ganganna. Þetta snýst ekki um að vantreysta fólki sem hefur verið bólusett eða mælist með mótefni gegn veir- unni. Þetta snýst um áhættuna sem fylgir því að sýktir einstaklingar komi með fölsuð bólusetningarskírteini til landsins og orsaki fjórðu bylgju þessa andstyggðarfaraldurs. Athugum að víða í löndunum í kringum okkur er allt enn í fári vegna Covid-19 og nóg að líta til stórra hluta Noregs í því sambandi. Stórfurðulegt er að heyra ráðamenn svara sem svo, að líklega muni tilslakanir ekki skipta miklu máli því ferðaviljinn erlendis frá sé ekki mikill. Þess frekar kalla slík svör á fleiri spurningar, svo sem til hvers í ósköpunum sé þá verið að taka þessa óþarfa áhættu. Hvaða öflum er ríkisstjórnin að þjóna? Ég er sannfærð um að flestir landsmenn hafi verið reiðubúnir að þrauka nokkra mánuði í viðbót þar til búið hefði verið að bólusetja þjóðina og þannig gera okkur í stakk búin til að taka á móti gestum án þess að senda fjórðu bylgju faraldursins yfir þjóðina. Inga Sæland Pistill Óafsakanleg áhætta Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is V ið bændur þurfum að stilla saman strengina til að geta talað fyrir mikilvægi ís- lensks landbúnaðar, sama hvað við erum að framleiða,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands (BÍ). Aðal- málið á búnaðarþingi sem sett verður á mánudag er tillaga um að einfalda félagskerfi bænda, meðal annars með því að gera búgreinafélögin að deild- um innan Bændasamtakanna og draga úr vægi búnaðarsambandanna við kosningar á búnaðarþing. Unnið hefur verið að einföldun félagskerfis bænda frá því Stéttar- samband bænda og Búnaðarfélag Ís- lands voru sameinuð í Bændasamtök Íslands á árinu 1995. Á búnaðarþingi fyrir ári voru samþykktar breyting- artillögur sérstakrar starfsnefndar og stjórn BÍ falið að útfæra þær frek- ar og leggja fyrir búnaðarþing að nýju. Það verður gert nú. Marglaga félagskerfi Félagskerfi bænda er í mörgum lögum. Búnaðarfélög um allt land og samtök þeirra, búnaðarsamböndin, eru grunneining samtakanna ásamt sjálfstæðum búgreinasamböndum. Stærri búgreinasamböndin eru mynduð úr svæðisbundnum bú- greinafélögum. Auk þess eiga nokkur félög sem ekki eru bundin við bú- greinar aðild að BÍ. Búgreinasamböndin eru mis- munandi að stærð. Upphaflega voru eingöngu búgreinafélög um aukabú- greinarnar svonefndu, svo sem hrossarækt, garðyrkju, svínarækt, kjúklingarækt, eggjaframleiðslu og loðdýrarækt. Á árinu 1995 voru stofn- uð búgreinafélög og búgreina- sambönd um stóru greinarnar, naut- griparækt og sauðfjárrækt. Þar braust fram viss óánægja með störf bændaforystunnar að ákveðnum mál- um sem snertu hagsmuni þessara bænda mikið. Síðar fengu búgreina- samböndin aðild að heildarsamtök- unum. Breytingarnar gera ráð fyrir að búgreinasamböndin verði deildir í Bændasamtökunum og starfsfólk þeirra, samtals um þrjú og hálft stöðugildi, færist til heildarsamtak- anna. Bændur greiði veltutengd fé- lagsgjöld beint til BÍ, heldur hærra gjald er nú er innheimt. Jafnframt er gert ráð fyrir að dregið verði úr vægi búnaðarsambandanna við kosningar til búnaðarþings en starfi þeirra í héraði viðhaldið. Vilja þessa vegferð „Það verður að líta til hagsmuna bænda, alveg sama hvað þeir eru að gera, og þétta raðirnar. Við verðum veikari ef okkur er att saman í inn- byrðis karpi. Á því þrífast þeir sem hafa horn í síðu landbúnaðarins,“ seg- ir Gunnar. Forystufólk bænda hefur kynnt hugmyndirnar á fundum um allt land. Gunnar segist hafa tilfinningu fyrir því að fólk vilji fara í þessa vegferð en fulltrúum bænda gefist kostur á að ræða málið á búnaðarþingi eftir helgi. Þó er blaðamanni kunnugt um efa- semdir innan einstakra búgreina- félaga. Þau þurfa að samþykkja sam- einingu á eigin aðalfundum. Spurður hvað gerist ef ekki verði ráðist í breytingar segir Gunnar að þá muni menn þurfa að hugsa málin upp á nýtt og Bænda- samtök Íslands verði að velja hvaða verkefni það hafi efni á að sinna. Sjálfur telur hann að efling samtakanna sé lykil- atriði til að geta sinnt hagsmunagæslu fyr- ir landbúnaðinn í heild. Bændur þurfa að stilla saman strengi Búnaðarþing er aðalfundur Bændasamtaka Íslands. Fund- ur þess í ár verður á mánudag og þriðjudag. Hefst þingið með ræðu formanns Bænda- samtakanna og forsætisráð- herra, landbúnaðarráðherra og forseti Íslands munu ávarpa þingfulltrúa. Að þessu sinni verður setningarathöfnin aðeins opin fulltrúum og boðsgestum. Auk breytinga á félagskerfinu er búist við að málefni Hótel Sögu komi til umræðu. Hótelið er lokað og í greiðslustöðvun og húsið til sölu eða leigu. Háskóli Íslands, fjárfestar í ferða- þjónustu og fleiri hafa sýnt áhuga. Gunnar Þor- geirsson segir að einn viðræðufundur hafi farið fram við fulltrúa fjármála- ráðuneytisins um kaup á húsinu fyrir Háskólann. Einn fundur með ríkinu HÓTEL SAGA Gunnar Þorgeirsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bændahöllin Búnaðarþing verður sett í Súlnasal Hótel Sögu. Hótelið er í eigu Bændasamtaka Íslands og eru skrifstofur samtakanna á 3. hæðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.