Morgunblaðið - 20.03.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.03.2021, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 Nýjar íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán Dalsbraut 6 - 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Fullbúin 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í nýbyggingu. Lyftuhús - Klætt að utan - Sérinngangur Svalagangar vindvarðir - Stórar svalir Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Afhending áætluð janúar 2022 Verð 32.900.000 ATH. EIN EIGN EFTIR N okkur dæmi úr hversdagsleikanum: 1. Kona í heitum potti: „Og nú á bara að hrauna yfir okkur – eins og við höfum staðið okkur vel í Covid!“ 2. Kennari í leiðsögumannaskóla ræðir aðförina að Bolla þar sem þau Guðrún Ósvífursdóttir vöknuðu í selinu við dyninn og Guð- rún „gekk ofan fyrir brekkuna til lækjar þess er þar féll og tók að þvo léreft sín“. Nemandinn (kona): „Ég veit þá hvað ég segi við sömu að- stæður: ‘Best ég skelli í vél’.“ 3. Athafnamaður í sjónvarpsviðtali: „Við þurfum að ávarpa þetta vandamál.“ Hér eru menn farnir að þýða beint (address the problem). Má ekki bara takast á við þetta, glíma við það, gefa því gaum? Annað sambærilegt dæmi er áskor- un. Við búum nú stöðugt við alls kyns áskoranir (chall- enge). – Ef ég væri fenginn til að semja samræmt próf í íslensku mundi ég biðja nem- endur að finna vel viðeigandi íslensk orð, ekki aðeins í staðinn fyrir allar algengustu sletturnar heldur líka vand- ræðaþýðingar eins og þessar tvær hér að ofan: áskorunina og það að ávarpa erfiða reynslu. 4. Menningarviti 1 í út- varpsþætti: „Þessi bók er skyldulesning.“ Leynist þarna kannski vottur af hroka? 5. Undir aðsendri grein í dagblaði: „Höfundur er professor emeritus.“ Er gamaldags að vera bara fyrrverandi prófessor – eða jafnvel afdankaður proffi? 6. Menningarviti 2: „Þessir tónleikar voru sannkallað eyrnakonfekt.“ Sérkennileg myndhverfing. Ég sé fyrir mér virðulegar frúr á tónleikum hjá Víkingi Heiðari reyna að troða konfektmolum inn í bæði eyru sín í einu. En nú að „ástarkrafti“. Í latneskri endursögn Arngríms lærða (1568- 1648) úr hinni glötuðu Skjöldunga sögu segir frá Sigurði hring, föður Ragnars loðbrókar Danakonungs. Sigurður konungur hafði átt Álfhildi úr Álfheimum (norður af Gautelfi). Eftir lát hennar kom hann að blóti í Skíringssal í Noregi og sá þar hina fögru kóngsdóttur Álfsól og vildi fá hennar hvort sem goðum líkaði betur eða verr. Bræður Álfsólar þver- tóku fyrir að gefa unga og fagra mey manni hrumum af elli. Sigurður konungur fór þá með her á hendur þeim bræðrum. Síðan segir í íslenskri þýðingu (sjá hina vönduðu útgáfu dr. Bjarna Guðnasonar, Danakonunga sögur 1982, bls. 74): „Enda þótt þeir bræður væru hraustir menn og djarfir var þeim kunnur mikill liðsfjöldi Sigurðar hrings. Tóku þeir því það ráð að byrla systur sinni eitur áður en þeir héldu til orrustunnar svo að hún skyldi ekki falla í hendur sigurvegaranum.“ Orrustan var hörð og báðir bræður Álfsólar féllu. En er Sigurður konungur frétti lát Álfsólar „lét hann taka skip mikið og hlaða dauðum mönnum og steig sjálfur á skip, einn lifandi manna. Lét hann setja sig og Álfsól dauða í lyfting og bera á skip tjöru, bik og brennistein og leggja eld í. Lét hann síðan draga upp segl en hvass vindur stóð af landi og bar skipið á haf út. Hann lagði skipinu í horf og réð sér síðan sjálfur bana.“ „Nú á ba ra að HRAU NA yfir okku r“ „Best ég skelli í vél“ Tungutak Baldur Hafstað hafstad.bald- ur@gmail.com Á fyrstu mánuðum heimsfaraldursins setti Þjóð- aröryggisráð á laggirnar hóp manna til að fjalla um það sem kallað var upplýsinga- óreiða. Hópurinn skilaði skýrslu í október 2020 og þar sagði meðal annars: „Upplýsingaóreiða, miðlun rangra eða misvísandi upplýsinga, t.d. með fölsunum eða með því að höfða markvisst til tilfinninga, getur orðið að kerfisbundnu tæki til þess að grafa undan staðreyndum, ala á sundr- ungu eða laska orðspor keppinauta. […] Þegar skipu- lega er stuðlað að upplýsingaóreiðu getur það verið lið- ur í að tvístra samheldni og samfélagsgerð með því að draga úr trausti almennings á milli hópa, og á ríkinu sjálfu og stofnunum þess.“ Þessi ábending er sígild og á ekki síður við núna þeg- ar siglt er út úr faraldrinum með bólusetningum en þegar hann lagðist yfir án þess að nokkur vissi hvernig og hvenær tækist að snúa vörn í sókn. Afstaða til bóluefna mótast mjög af því sem að okkur er haldið í fjölmiðlum. Almennt kunnum við líklega ekki að meta byltinguna sem varð með því að á undra- skömmum tíma tókst að framleiða bóluefni á allt öðrum grunni en áður. Á innan við ári var þróað og fengið leyfi eftirlitsstofnana fyrir notkun tveggja bóluefna í mönnum. Ferlið tekur venjulega nær 10 ár. Tvær megingerðir bóluefna hafa verið kynntar til sögunnar (1) fitu- hjúpaðar mRNA-öragnir, ekki hafði áður fengist leyfi til að sprauta þeim í menn (Pfizer, 95% vernd, Moderna, 94,1% vernd) (2) veiruferjubólu- efni, lítið notuð í mönnum til þessa (AstraZeneca, 70% vernd, Gamaleya, 91,6% vernd eftir einn skammt, J&J/ Janssen, 66% vernd eftir einn skammt). „Aðalkostur mRNA og veiruferjubóluefna er að þau virkja T-drápsfrumur, sem eyða veirusýktum frumum og koma í veg fyrir veirufjölgun, betur en aðrar gerðir bóluefna, svo sem dauðra veira, auk þess að vekja mót- efnamyndun og frumubundið ónæmissvar. Annar kost- ur er hve einfalt er að breyta mRNA eða DNA í veiru- ferju sem broddprótínið myndast eftir, til að bæta vernd gegn nýjum afbrigðum veirunnar,“ segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við læknadeild HÍ, í grein í Læknablaðinu. Sé rétt skilið gerir mRNA-tæknin kleift að endur- stilla virkni bóluefnisins, sé þess þörf vegna breytinga á veirunni. Bókstafurinn „m“ fyrir framan RNA stendur fyrir enska orðið messenger – boðberi – og gefur til kynna að senda megi RNA, systkini DNA, gegn óvina- veiru og granda henni. AstraZeneca lenti í miklum mótbyr. Fyrst vegna þess að bóluefnið dygði ekki fyrir 65 ára og eldri og síðan af ótta við að það kynni að leiða til blóðtappa. Fjölmiðlar fluttu fréttir um þetta, ríkisstjórnir lokuðu á notkun bóluefnisins. Í báðum tilvikum snerust hlutlausir rann- sakendur til varnar fyrir bóluefnið. Sérfræðingar Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sögðu að loknum fundi þriðjudaginn 16. mars að „ekkert benti“ til að blóðtappar tengdust bóluefninu. Lyfjastofnun Evrópu komst að sömu niðurstöðu fimmtudaginn 18. mars. Tafir vegna hræðslufrétta um efnið settu áætlanir margra ríkisstjórna í uppnám, meðal annars hér á landi. Eitt er að nýta hiklaust bóluefni sem eru í boði, annað að finna réttu leiðina frá faraldrinum. Mörgum varð létt hér á landi þriðjudaginn 16. mars þegar ríkisstjórnin ákvað að viðurkenna ætti bóluefnavottorð frá löndum utan Schengen-svæðisins og slaka á banni við ónauðsyn- legum ferðum til og frá landinu. Öðrum var nóg boðið. Bretland og Bandaríkin, helstu markaðslönd íslenskr- ar ferðaþjónustu, eru utan Schengen-svæðisins og for- ráðamenn þjónustunnar létu eins og Schengen- samstarfið héldi vottuðum flugfarþegum þaðan frá land- inu. Þetta var meira að segja fullyrt hér eftir 11. mars þegar ferðamálaráðherra Grikklands, Harry Theoharis, tilkynnti að frá og með 14. maí yrðu grísku landamærin opin öllum sem hefðu verið bólusettir eða reynst nei- kvæðir við sýnatöku. Ferðamenn yrðu þó að sæta því að slembiaðferð yrði beitt við sýnatöku úr hópi þeirra. Í samræmi við minnisblað sótt- varnalæknis tilkynnti ríkisstjórnin 16. mars um breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landa- mærunum. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigð- isráðherra sagði: „Bólusetningarvottorð og vottorð um fyrri Covid- sýkingu utan EES-svæðisins verði tekin gild eins og vottorð innan EES-svæðisins. Sömu kröfur verði gerðar til allra vottorða.“ Þegar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutti Alþingi skýrslu um heilbrigðismál 17. mars sagði hún til skýringa á framkvæmd tillögu sóttvarnalæknis: „Reglugerð um för yfir landamæri sem heyrir undir dómsmálaráðherra verður breytt þannig að almennt bann við tilefnislausum ferðum þriðja ríkisborgara yfir ytri landamæri nær ekki til einstaklinga sem eru með umrædd vottorð. Það er jafnframt algerlega í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis.“ Næst hófst tímabil sem ber merki um upplýsinga- óreiðu. Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins 18. mars sagði að þá um morguninn hefði dómsmálaráðuneytið birt reglu- gerð um að ferðamenn frá löndum utan Schengen- svæðisins mættu nú koma til landsins framvísuðu þeir bólusetningarvottorði – reglugerðin hefði þegar tekið gildi. Á visir.is sagði sama dag að reglugerðin varðandi þetta hefði ekki tekið gildi. Þá birtist á ruv.is að sótt- varnalæknir segði tilmæli sín „hugsuð fyrir þá sem eiga brýnt erindi hingað til lands“ en ekki að opnað yrði fyr- ir landamæri í auknum mæli, eins og aðgerð dóms- málaráðherra fæli í sér. Úr þessari óreiðu þarf að greiða. Varað við óreiðu Sporna þarf við upplýs- ingaóreiðu þegar siglt er út úr faraldrinum með bólusetningum. Af innlendum vettvangi … Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Ég hef hér farið yfir ýmsar brell-ur, firrur, gloppur og skekkjur í verkum Jóns Ólafssonar um íslensku kommúnistahreyfinguna. Ýmsar þjóna þær þeim tilgangi að gera lítið úr ofbeldiseðli hreyfingarinnar og tengslum við alræðisherrana í Mosku. En sumar villur Jóns virðast engum tilgangi þjóna. Strax í upphafi bókarinnar Kæru félaga (bls. 15) segir Jón til dæmis frá för Hendriks Ottóssonar og Brynjólfs Bjarnason- ar á annað þing Kominterns 1920: „Ferðalangarnir þurftu að fara norð- ur alla Svíþjóð og yfir landamæri Noregs til Rússlands. Þaðan svo aft- ur suður á bóginn, fyrst til Petrograd þar sem þingið var sett og svo austur til Moskvu.“ En samkvæmt frásögn Hendriks, sem ástæðulaust er að rengja, fóru þeir fyrst frá Kaup- mannahöfn til Stokkhólms til að ná í gögn og farareyri hjá erindreka Kominterns þar í borg. Síðan sneru þeir aftur til Kaupmannahafnar og fóru með skipum vestur og norður Noreg til Múrmansk. Var þetta hin mesta svaðilför. Urðu þeir að smygla sér í litlum báti norður að landamær- um Noregs, því að þeir höfðu ekki fararleyfi þangað, og þaðan til Rúss- lands. Þeir misstu raunar af fyrstu dögum þingsins í Pétursgarði, því það hafði þá verið flutt til Moskvu. Komu þeir mjög seint á þingið og eru þess vegna ekki á skrá um þingfull- trúa, þótt þeir tækju fullan þátt í störfum þingsins. Margar villur eru í sömu bók í frá- sögn Jóns af MÍR, Menningar- tengslum Íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna, sem Jón kallar stundum ranglega (bls. 181 og 340) Menning- arsamband. Jón segir (bls. 185) um átök í MÍR árin 1958-1960: „Þessi átök enduðu með því að Kristinn E. Andrésson missti ítök sín í MÍR og var bolað út úr félaginu.“ Þessu var þveröfugt farið. Andstæðingar Kristins misstu ítök sín í MÍR og var bolað út úr félaginu. Eftir að Sigur- vin Össurarson, Adolf Petersen og fleiri menn úr Reykjavíkurdeild MÍR höfðu haustið 1958 upplýst rússneska erindreka um, að þeir vissu af fjárhagslegum stuðningi Moskvumanna við MÍR, varð órói í félaginu. Beittu forystumenn Sósíal- istaflokksins sér fyrir því, að Reykjavíkurdeild MÍR væri tekin úr höndum þessara manna á aðalfundi hennar 26. febrúar 1960. Þeim tókst ætlunarverk sitt. Varð Árni Böðvarsson formaður félagsdeild- arinnar í stað Sigurvins, og annar bandamaður Kristins, Þorvaldur Þórarinsson, tók sæti í stjórninni. Einn þeirra manna, sem felldir voru úr stjórn, Adolf Petersen, skrifaði um þetta í blöð. Málið er líka rakið nokkuð í einni SÍA-skýrslunni, sem Jón Ólafsson vitnar sjálfur í (Rauða bókin (1984), bls. 126). Kristinn E. Andrésson og aðrir forystumenn Sósíalistaflokksins réðu alla tíð yfir sjálfum heildarsamtökunum, enda varð Kristinn forseti MÍR á eftir Halldóri Laxness 1968. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Villur Jóns Ólafssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.