Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 28

Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 Ég hef sjaldan verið jafn sammála Katrínu Jakobsdóttur og þegar ég las þessa setningu í grein hennar í Morg- unblaðinu í fyrri viku um auðlindaákvæðið: „Nú er tækifæri til raunverulegra breyt- inga ef við leyfum þeim ekki að ráða sem líður svo vel í gömlum skot- gröfum að þeir mega ekki hugsa sér að málið leysist.“ Þetta er einmitt kjarni málsins. Í fyrsta lagi er kominn tími á raunveru- legar breytingar. Og í öðru lagi er kominn tími á ljúka skotgrafahern- aðinum. Ástæðan fyrir gagnrýni minni á auðlindaákvæðið er sú að það rímar ekki við þessi orð forsætisráðherra. Framlag til sátta Í umræðum formanna flokkanna undanfarin þrjú ár hef ég lagt mig alla fram við ná sáttum. Þegar lagt var af stað með þetta verkefni um heildarendurskoðun stjórnarskrár lofaði forsætisráðherra að nýtt ákvæði um framsal valdheim- ilda í alþjóðasamstarfi, og rétt þjóð- arinnar til að taka þær ákvarðanir, yrði hluti breytinganna í fyrsta áfanga. Þetta loforð var ein af forsendunum fyrir því að ég féllst á málsmeðferðina. Þegar í ljós kom að forsætisráðherra ætlaði ekki að standa við þetta loforð tók ég samt þá ákvörðun að láta það ekki trufla mig. Í upphafi stóð til að flytja aðskilin frumvörp um einstaka efnisþætti. Ég bauðst til að styðja þau öll nema auðlindaákvæðið. Því boði var hafnað. Þó að ég hefði ýmsar at- hugasemdir um hin frumvörpin ákvað ég eigi að síður að leggja mitt af mörkum til sátta. Ég hef ekki enn séð formann VG leggja sitt af mörkum í þeim tilgangi. Spurning um afnám sérreglu Auðlindaákvæðið er eitt af stærstu prinsippmálum samfélagsins. Leyfi til nýtingar á sameiginlegum auðlindum eru í öllum tilvikum, nema í sjávar- útvegi, bundin við tiltekinn tíma. Eina sérreglan í almennum lögum er ótíma- bundinn nýtingarréttur fiskistofna. Hin almenna regla er því og hefur ver- ið sú að verja auðlindir með því að tímabinda nýtingu. Eina leiðin til að eyða þeirri mis- munun og tryggja réttlæti er að festa almennu regluna í stjórnarskrá. Ástæðan er sú að kjósendur eiga óbeina aðkomu að setningu stjórnskip- unarreglna því þær þarf að staðfesta á nýju þingi að undangengnum kosn- ingum. Ríkisstjórnin hefur ríflegan meiri- hluta fyrir auðlindaákvæði formanns VG. Stjórnarandstaðan ræður engu um það. Kjósendur ráða svo hvort hún fær umboð til að staðfesta það óbreytt að kosningum loknum. Vitnisburður um áhrifaleysi tillögunnar Enginn hefur með jafn skýrum hætti og Katrín Jakobsdóttir sjálf sýnt fram á að í tillögu hennar að auðlinda- ákvæði felast engar efnislegar breyt- ingar. Í greinargerð með frumvarpi hennar segir: „Tekið skal fram að verði frum- varpið að stjórnskipunarlögum raskar ákvæðið ekki sjálfkrafa réttindum sem kunna að felast í nýtingarheimildum sem þegar hefur verið stofnað til gagn- vart auðlindum og landsréttindum í eigu ríkisins eða í þjóðareign.“ Með gleggri og ákveðnari hætti er ekki unnt að lýsa því að tillagan felur ekki í sér að tækifærið hafi verið nýtt til raunverulegra breytinga. Og hér eru enn afdráttarlausari orð: „Að því er varðar fiskveiðistjórnar- kerfið felur frumvarpið í sér áréttingu þess fyrirvara sem 3. málsl. 1. mgr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, hefur að geyma og felur því ekki í sér sjálfkrafa breytingu á stöðu úthlutaðra aflaheimilda.“ Gamalt vín á nýjum belgjum Til viðbótar má nefna að fyrir meira en tuttugu árum komst Hæstiréttur í svokölluðum Vatneyrardómi að þeirri niðurstöðu „að nytjastofnar á Íslands- miðum séu sameign íslensku þjóð- arinnar“ með vísun í 1. grein fiskveiði- stjórnarlaganna. Í óbreyttu auðlindaákvæði felast því engin nýmæli. Það raskar ekki þeirri sérreglu að þeir sem hafa einkarétt á nýtingu Íslandsmiða eru og verða einir undanþegnir meginreglunni um tíma- bundinn afnotarétt. Alveg eins og SFS og Sjálfstæðisflokkurinn vilja hafa það. Það má tímabinda veiðiréttinn. Það er bara ekki gert í almennum lögum og gerist ekki heldur með stjórnar- skrártillögu Katrínar Jakobsdóttur. Hún er gamalt vín á nýjum belgjum. Minnist ekki á málamiðlun Viðreisnar Katrín bendir á umsagnir Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Verslunar- ráðs, Samtaka atvinnulífsins, Stjórnar- skrárfélagsins og Þorvaldar Gylfason- ar til marks um fólk, sem hefur svo mikla ánægju af skotgrafahernaði, að það vilji engu breyta. Þögn Katrínar Jakobsdóttur um málamiðlunartillögu Viðreisnar er hins vegar athyglisverð. Ég hef ekki viljað blanda deilum um upphæð auðlinda- gjalda eða aðferðafræði við fisk- veiðistjórnun inn í efnislega umræðu um auðlindaákvæðið. Ég ætla ekki að skilgreina tillögur stjórnlagaráðs sem skotgrafahernað. En þær ganga vissu- lega það langt að samþykkt þeirra gæti raskað þjóðhagslegri hagkvæmni veiðanna. Hagsmunasamtök útgerðanna eru andvíg öllum breytingum. En í um- sögnum sínum halda þau því hvergi fram að tillagan leiði til breytinga. Hitt er rétt að þau vilja stoppa þá umræðu, sem áhrifalaus tillaga hefur vakið. Það er gömul saga og ný. Viðreisn vill varðveita þjóðhagslega hagkvæmni fiskveiðistjórnarkerfisins. En um leið viljum við tryggja réttlæti. Innan þessara marka felst málamiðlun okkar í því að fallast á tillögu formanns VG með því að skjóta inn einu orði: „Tímabundin.“ Spurning um lýðræði Þetta mál er um leið spurning um lýðræði. Fyrir síðustu kosningar töl- uðu sex af átta flokkum, sem fengu kjörna þingmenn, fyrir því að meg- inreglan um tímabundinn afnotarétt að auðlindum í þjóðareign ætti einnig að ná til fiskveiða. Þessir flokkar fengu tvo þriðju hluta þingsæta. Ég hef sjálf setið í tveimur ríkis- stjórnum og veit að í samstarfi þurfa menn að semja. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem stjórnarsamstarf bindur hendur stjórnarflokka við breytingar á stjórnarskrá. Miðflokkurinn, sem getur fallist á auðlindatillöguna, hefur þó varað við því að knýja hana fram í ágreiningi. Sjálfstæðisflokkurinn með fjórðung at- kvæða í þinginu er eini flokkurinn, sem hefur það beinlínis á stefnuskrá að við- halda því ranglæti sem felst í sérreglu útgerða um nýtingu fiskimiðanna. Og fékk til þess umboð í síðustu kosn- ingum. Í svo stóru prinsippmáli verður skýrum úrslitum síðustu kosninga hins vegar ekki breytt nema með nýrri ákvörðun kjósenda. Þá er unnt að kjósa á milli Sjálfstæðisflokksins og þeirra flokka, sem nú eru tilbúnir að viðhalda sérreglunni, og annarra sem tala fyrir þeirri einföldu breytingu að sama regla gildi fyrir alla. Annaðhvort er að virða úrslit síð- ustu kosninga eða leyfa kjósendum að taka nýja ákvörðun. Katrín Jakobs- dóttir þarf að gera þetta upp við sig. Auðlindaákvæði hennar breytir engu. Það er eins og snotur silkislaufa, sem hnýtt er um tóman kassa. Fal- legar umbúðir án innihalds. Silkislaufa um tóman kassa Eftir Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur » Leyfi til nýtingar á sameiginlegum auðlindum eru í öllum tilvikum nema í sjávar- útvegi, bundin við tiltekinn tíma. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er formaður Viðreisnar. Á fimmtudag birti forsætisráðherra grein í þessu blaði undir yfir- skriftinni Nýtum tæki- færið. Vék hún þar að frumvarpi sínu til breyt- inga á stjórnarskrá, þá helst svokölluðu auð- lindaákvæði frumvarps- ins og þeim ólíku sjón- armiðum sem fram hefðu komið í umsögn- um ýmissa aðila til Al- þingis. Þar á meðal var umsögn SFS. Um leið og forsætisráðherra telur frumvarpið hafa átt að skapa tækifæri til að ná raunverulegri umræðu um efnisatriði málsins, þá er umsagnarað- ilum á hálsi legið fyrir að ástunda hefð- bundna skotgrafapólitík, líkt og það er orðað, og að þeir hinir sömu geti að lík- indum unað vel við að halda rifrildinu áfram að eilífu. Í ljósi þess að vitnað er til umsagnar SFS í nefndri grein forsætisráðherra má ætla að hin vægðarlausa gagnrýni beinist meðal annars að henni. Erfitt er hins vegar að átta sig á hvernig þetta getur komið heim og saman við efni umsagnar SFS. Samfélagslegt mikilvægi auð- lindaákvæðis Í fyrsta lagi kemur fram í umsögn SFS áhersla á mikilvægi þess að ná og viðhalda samfélagslegri sátt og sam- stöðu um sjávarútveg enda um að ræða undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Sjálfbær nýting, skynsamleg stjórnun veiða og nýsköpun í sjávarútvegi eru hagur bæði þeirra sem við atvinnu- greinina starfa og þjóðarinnar allrar. Stöðugt og fyrirsjáanlegt lagaum- hverfi, þar sem hvati ríkir til þess að gera sem mest verðmæti úr sameig- inlegri auðlind, öllum til hagsbóta, án þess að gengið sé á rétt komandi kyn- slóða til hins sama, er nauðsynlegt. Það hafa Íslendingar lagt áherslu á til þessa við fiskveiðistjórn og margar þjóðir líta til Íslands þegar kemur að skipulagi bæði veiða og vinnslu. Meðal annars í þessu samhengi tóku samtökin í umsögn sinni undir samfélagslegt mik- ilvægi þess að festa í stjórnarskrá Íslands ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands, þ.m.t. nytjastofna sjávar, til- heyri íslensku þjóðinni og beri að nýta á sjálf- bæran hátt lands- mönnum öllum til hags- bóta. Í þessari skýru afstöðu SFS felst engin skotgrafapólitík eða vilji til að halda ósættinu áfram inn í alla framtíð. Raunar mjög fjarri lagi, enda er tekið undir 1. málsgrein í nefndu auðlinda- ákvæði forsætisráðherra. Þögn um áhrif Í öðru lagi var í umsögn SFS vikið að því, með málefnalegum rökum, að í 2. málsgrein auðlindaákvæðisins skorti á að skýrt væri hvað átt væri við með einstökum hugtökum, auk þess sem ekki var lagt mat á líkleg áhrif breyt- inganna, yrðu þær leiddar í stjórnar- skrá. Í tilviki sjávarútvegs hlýtur að mega álíta það sanngjarna lágmarks- kröfu, að skýr afstaða sé tekin til þess í frumvarpinu hvort það muni, verði það samþykkt, leiða til breytinga á því fisk- veiðistjórnunarkerfi sem kveðið er á um í gildandi lögum. Í fyrirliggjandi frumvarpi er því miður ýmist slegið í eða úr, meðal annars með eftirfarandi orðalagi: „Tekið skal fram að með ákvæðinu er ekki sjálfkrafa raskað þeim óbeinu eignarréttindum sem kunna að felast í afnota- eða hagnýt- ingarrétti sem þegar hefur verið stofn- að til gagnvart auðlindum og landsrétt- indum í þjóðareign.“ Þá segir síðar: „Verði frumvarp þetta að stjórnarskip- unarlögum er líklegt að breyta þurfi einstökum lögum til að tryggja að þau uppfylli áskilnað ákvæðisins um tíma- bindingu, þ.e. ákvæðum sem lúta að heimildum til nýtingar auðlinda og landsréttinda í þjóðareign.“ Hvað er átt við með því að óbeinum eignarréttindum sé ekki sjálfkrafa raskað? Verður óbeinum eignarrétt- indum raskað ósjálfkrafa? Hvaða lög- um þarf að breyta til að þau uppfylli það auðlindaákvæði sem lagt er til? Vera kann að einhverjum þyki þessar ábendingar SFS léttvægar eða að þær hafi ekki uppfyllt væntingar forsætis- ráðherra til umræðunnar. Það hlýtur þó hver að sjá, að við fyrirhugaðar breytingar á lögum eða stjórnarskrá getur enginn tekið afstöðu til þess hvort þær séu jákvæðar eða neikvæð- ar, hvort þær hafi einhver eða meiri háttar áhrif á líf þeirra eða starfsemi, nema ljóst sé hvað löggjafinn raun- verulega á við. Í tilviki sjávarútvegs eru ekki aðeins möguleg áhrif á afla- heimildir útgerða til umræðu, ekki síð- ur eru það möguleg áhrif á störf í sjáv- arútvegi, tekjur sveitarfélaga og ríkis, fjárfestingar og frekari verðmæta- sköpun, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta verða varla taldir léttvægir hags- munir. Ákall um skýran vilja Í umsögn SFS fólst því fyrst og síð- ast ákall um, að frumvarpið lýsi því hver vilji stjórnarskrárgjafans sé. Þeg- ar sá vilji liggur fyrir getur atvinnu- greinin með upplýstum hætti tekið af- stöðu til síðari hluta þess auðlindaákvæðis sem forsætisráð- herra leggur til. Ég er sammála forsætisráðherra um mikilvægi raunverulegrar efnis- legrar umræðu um þetta stóra mál. Undir þeirri kröfu tel ég að afstaða SFS hafi staðið. Ég leyfi mér hins veg- ar að hafa efasemdir um að þögnin um raunverulegan vilja stjórnarskrárgjaf- ans sé af sama meiði. Vera kann að einmitt þar liggi orsök þess að í meg- inþorra fram kominna umsagna séu aðilar að fálma í myrkrinu eftir þess- um vilja. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Sjálfbær nýting, skynsamleg stjórn- un veiða og nýsköpun í sjávarútvegi eru hagur bæði þeirra sem við at- vinnugreinina starfa og þjóðarinnar allrar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Upp úr auðlindaskotgröfum Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is ÞARFT ÞÚ AÐ SELJA? Hvort sem þú þarft að kaupa, selja, leigja eða fá verðmat þá er ég reiðubúin að liðsinna þér. Hafðu samband í síma 821 4400 eða á hrafnhildur@hbfasteignir.is HB FASTEIGNIR Hrafnhildur Bridde Löggiltur fasteignasali Kringlan 7, 103 Reykjavík – Sími 821 4400 – hbfasteignir.is YFIR 25 ÁRA REYNSLA VIÐ SÖLU FASTEIGNA ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÞINN HAGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.