Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 41

Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 41
Garðabæ 13. febrúar og lauk með sigri KA/Þórs, 27:26. Handbolti.is greindi frá þessu í gær en áður hafði dómstóll HSÍ úrskurðað, þann 1. mars, að úrslit- in skyldu standa. Eftir leik kom í ljós að mistök voru gerð í fyrri hálfleik þegar mark sem aldrei var skorað var skráð á KA/Þór. _ Sævar Pétursson, framkvæmda- stjóri KA, sagði við netmiðilinn Akur- eyri.net í gær að KA/Þór sætti sig ekki við niðurstöðuna þar sem hvorki HSÍ né áfrýjunardómstóllinn hefðu lát- ið Akureyringa vita að málinu hefði verið áfrýjað. „Allar reglur í réttar- farsríki eru brotnar. Þetta er mál sem KA/Þór fer með lengra,“ sagði Sævar og fram kom að KA/Þór myndi í það minnsta óska eftir endurupptöku málsins. _ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði á fréttamanna- fundi í gær að eitt það hættulegasta við lið Everton væru aukaspyrnur sér- fræðingsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Everton og City mætast síðdegis í dag í átta liða úrslitum ensku bikarkeppn- innar á Goodison Park. Báðir aðal- markverðir Everton, Jordan Pickford og Robin Olsson, eru meiddir og hinn 21 árs gamli Joao Virginia mun því verja mark liðsins í leiknum. _ Árni Vilhjálmsson er genginn til liðs við knattspyrnulið Breiðabliks og skrifar hann undir tveggja ára samn- ing við uppeldisfélag sitt. Árni, sem er 26 ára gamall, lék síðast með Kolos Kovalivka í úkraínsku úrvalsdeildinni. Framherjinn er uppalinn í Kópavog- inum en hann á að baki 75 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 29 mörk. Hann hefur leikið sem atvinnu- maður með Lilleström í Noregi, Jan- köpings Södra í Svíþjóð, Termalica Nieciecza í Póllandi, Chornomorets Odesa í Úkraínu og nú síðast Kolos Kovalivka á ferlinum. Þá á hann að baki einn A-landsleik fyrir Ísland og 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað níu mörk. _ Raphinha skoraði sigurmark Leeds þegar liðið heimsótti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Craven Cottage í London í gær en leiknum lauk með 2:1-sigri Leeds. Patrick Bamford kom Leeds yfir á 29. mínútu áður en Joachim Andersen jafnaði metin fyrir Fulham á 38. mínútu. Leeds er í ellefta sæti deildarinnar með 39 stig. ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 Í gær voru félagaskipti Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til sænska úrvalsdeildarliðsins Örebro stað- fest. Hún er aðeins 17 ára en á samt 55 deildaleiki í meistara- flokki að baki! Þar af eru 30 í efstu deild með Fylki. Ljóst er að um gífurlegt efni er að ræða. Cecilía Rán er þó ekki eins- dæmi hvað þetta varðar. Ísland hefur nefnilega á að skipa gríð- arlegum fjölda efnilegra knatt- spyrnukvenna og sumar þeirra eru raunar nú þegar orðnar það góðar að þær geta ekki talist efnilegar lengur. Til vitnis um það er hversu margar þeirra hafa á undanförnum mánuðum fengið félagaskipti í lið sem spila í mörgum af allra sterkustu deild- um Evrópu. Í úrvalsdeildinni í Svíþjóð spila nú 10 íslenskar knatt- spyrnukonur, fimm í í Frakklandi, tvær spila í Þýskalandi, tvær spila í Noregi og tvær spila á Ítal- íu. Í atvinnudeild Bandaríkjanna spilar ein þeirra og það sama á við um England. Þetta eru yfir 20 knatt- spyrnukonur í atvinnumennsku á hæsta stigi og þá eru ótaldir allir þeir gæðaleikmenn sem spila hér heima, margir hverjir sem hafa áður verið í atvinnumennsku í þessum sterkustu deildum eða munu á næstu árum halda þang- að. Óhætt er því að fullyrða að framtíðin sé afar björt hjá ís- lenska kvennalandsliðinu í knatt- spyrnu. EM á Englandi var frest- að um eitt ár og fer fram sumarið 2022. Það eru kannski ekkert frá- bærar fréttir fyrir suma af eldri leikmönnum landsliðsins en er sannarlega vatn á myllu þeirra yngri leikmanna sem hafa nýlega haldið í atvinnumennsku og fá nú lengri tíma til þess að bæta og sanna sig. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is en liðið byrjaði leikinn ágætlega en gaf mikið eftir að Steinunn fór meidd af velli. Varnarleikurinn, sem lofaði mjög góðu framan af með Steinunni fremsta í flokki, var ekki svipur hjá sjón restina af fyrri hálfleik. Íslenska liðið byrjaði seinni hálf- leikinn svo vel en líkt og í fyrri hálf- leik dró mikið af liðinu á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Þegar allt kemur til alls var það slakur sóknarleikur sem varð ís- lenska liðinu að falli en liðinu gekk af- leitlega að skora stóran hluta leiksins. Skotin voru slök, hátt yfir markið, og að auki tapaði íslenska liðið bolt- anum allt of oft á klaufalegan hátt í sókninni. Hvort brottfall Steinunnar hafi haft svona mikið að segja skal látið ósagt en eftir að hún fór af velli kom upp ákveðið óöryggi í liðinu sem fylgdi því allt til loka. Þá má velta því fyrir sér hvort Arn- ar Pétursson, þjálfari liðsins, hafi brugðist of seint við eftir að Steinunn fór af velli í stöðunni 7:2 en hann beið með að taka sitt fyrsta leikhlé allt þangað til að Norður-Makedónar jöfnuðu metin í 7:7 með sínu fimmta marki í röð. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var besti leikmaður Íslands í leiknum með ellefu varin skot og þær Ragnheiður Júlíusdóttir, Rut Jónsdóttir og Lovísa Thompson skoruðu þrjú mörk hver. Tveir úrslitaleikir eftir Þrátt fyrir sjö marka tap er ekki öll von úti fyrir íslenska liðið enda tveir leikir eftir í undankeppninni. Það bendir hins vegar allt til þess að fyrirliðinn, Steinunn Björnsdóttir, taki ekki þátt í fleiri leikjum Íslands í undankeppninni vegna meiðsla en þetta staðfesti Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við handbolti.is. Litháen vann dramatískan eins marks sigur gegn Grikklandi í hinum leik riðilsins í gær, 27:26, þar sem úr- slitin réðust á lokamínútunum. Ísland mætir Grikklandi síðar í dag í Skopje og verður að vinna til þess að eiga möguleika á að enda í efstu tveimur sætum 2. riðils og komast áfram í umspil um laust sæti á HM sem fer fram í Katar í desember síðar á árinu. Lokaleikur liðsins er svo gegn Litháen á sunnudaginn en íslenska liðið þarf að spila miklu betri sókn- arleik ef það ætlar sér áfram í um- spilið. Mörk Íslands: Ragnheiður Júlíus- dóttir 3/2, Rut Jónsdóttir 3/1, Lovísa Thompson 3, Helena Rut Örvars- dóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1, Ásdís Guð- mundsdóttir 1. Nokkrum skrefum á eftir - Slæmt tap í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik í Skopje - Fyrirliðinn meiddist strax í fimmtándu mínútu og liðið leit illa út eftir það Ljósmynd/Robert Spasovski Vörn Sunna Jónsdóttir má sín lítils gegn Norður-Makadónum í Skopje. HM 2021 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik fór ekki vel af stað í undan- keppni HM 2021 í Skopje í Norður- Makedóníu í gær, en liðið tapaði sín- um fyrsta leik gegn Norður-Makedóníu með sjö marka mun í A1 Arena. Leiknum lauk með 24:17-sigri Norður-Makedóníu í kaflaskiptum leik hjá íslenska liðinu. Staðan var jöfn, 2:2, eftir tíu mín- útna leik en þá kom frábær leikkafli hjá íslenska liðinu sem skoraði fimm mörk í röð. Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði ís- lenska liðsins, kom Íslandi yfir 7:2 eftir fimmtán mínútna leik en hún lenti illa á hnénu eftir að hafa komið boltanum í netið og gat ekki haldið leik áfram. Norður-Makedónar nýttu sér fjar- veru íslenska fyrirliðans, skoruðu níu mörk gegn einu, og leiddu með þrem- ur mörkum í hálfleik, 11:8. Íslenska liðið byrjaði seinni hálf- leikinn af miklum krafti og tókst að komast yfir 13:12 þegar tuttugu mín- útur voru til leiksloka. Jafnræði var með liðunum næstu tíu mínúturnar en Norður-Makadón- ar voru mun sterkari á lokamín- útunum og skoruðu sjö mörk gegn tveimur mörkum íslenska liðsins. Áfall að missa Steinunni Leikur íslenska liðsins var afar kaflaskiptur svo ekki sé meira sagt, HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Eyjar: ÍBV – Þór..................................... S14 Varmá: Afturelding – Grótta ................. S16 Origo-höll: Valur – Haukar .................... S18 Kaplakriki: FH – Selfoss................... S19.40 1. deild karla, Grill 66-deildin: Origo-höll: Valur U – Hörður ................ L16 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Ásvellir: Haukar – Snæfell .................... L16 DHL-höll: KR – Valur....................... L16.30 Blue-höll: Keflavík – Skallagrímur....... L18 Dalhús: Fjölnir – Breiðablik ............. S19.15 Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: MG-höll: Stjarnan – Haukar ............. S18.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Höttur .. S19.15 DHL-höll: KR – Þór Ak..................... S19.15 Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Valur .. S20.15 1. deild kvenna: Hveragerði: Hamar/Þór – Ármann ...... L16 HS Orkuhöll: Grindavík – Fjölnir b...... L16 Hertz-hellir: ÍR – Vestri ........................ L16 Nj.taksgryfja: Njarðvík – Tindastóll.... L16 KNATTSPYRNA Deildabikar ka., Lengjubikar 8-liða úrslit: Origo-völlur: Valur – KR ....................... L12 Samsung-völlur: Stjarnan – Fylkir....... L14 Kóipavogsvöllur: Breiðablik – KA ........ L16 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Kópavogsv.: Breiðablik – Tindastóll..... L13 Jáverkvöllur: Selfoss – ÍBV.............. L14.30 Origo-völlur: Valur – Þróttur R ............ L16 Würth-völlur: Fylkir – Þór/KA ........ L16.15 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Akureyri: SA – SR............................. L17.45 FIMLEIKAR Íslandsmótið í áhaldafimleikum fer fram í Ármannshúsinu í Laugardal. Keppt er í fjölþraut í dag kl. 14.55 til 17 og til úrslita á áhöldum á morgun kl. 15.30 til 17.45. UM HELGINA! Hörður Axel Vilhjálmsson fór mik- inn fyrir Keflavík þegar liðið vann stórsigur gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik, Dominos-deildinni, í Blue- höllinni í Keflavík í gær. Hörður Axel skoraði 22 stig og gaf tíu stoðsendingar en leiknum lauk með 89:57-sigri Keflvíkinga. Keflvíkingar tóku frumkvæðið strax í fyrsta leikhluta, skoruðu 23 stig gegn 15 stigum Njarðvíkinga, og var staðan 45:36, Keflavík í vil, í hálfleik. Njarðvíkingar mættu ekki til leiks í þriðja leikhluta, skoruðu 8 stig gegn 28 stigum Keflavíkinga og eftirleikurinn var auðveldur fyrir toppliðið. Dominykas Milka skoraði 19 stig fyrir Keflavík og tók tólf fráköst en Antonio Hester var langbesti leik- maður Njarðvíkur í leiknum með 20 stig og fimmtán fráköst. _ Þá vann Þór frá Akureyri sinn fjórða sigur í röð í deildinni þegar liðið tók á móti ÍR í Höllinni á Akur- eyri, 107:84. Dedrick Basile og Srdan Stoj- anovic fóru á kostum í liði Þórsara og skoruðu 34 stig hvor, tæplega 65% stiga Þórsara í leiknum. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Þórsarar leiddu með sextán stigum í hálfleik, 58:42. Þórs- arar náðu 25 stiga forskoti í þriðja leikhluta, 73:48, og létu forystuna aldrei af hendi eftir það. Zvonko Buljan var stigahæstur í liði ÍR-inga með 20 stig og Danero Thomas skoraði 18 stig. Sigurganga Þórsara virðist engan endi ætla að taka en liðið fór upp í sjötta sæti deildarinnar með sigri gærdagsins. mbl.is/Skúli B. Sig Karfa Calvin Burks jr. skorar tvö af fimmtán stigum sínum fyrir Keflavík. Keflavík valtaði yfir nágrannana - Fjórði sigur Akureyringa í röð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.