Morgunblaðið - 20.03.2021, Síða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Fimmtán bækur eru tilnefndar til
Barnabókaverðlauna Reykjavíkur-
borgar í ár fyrir bækur sem komu út
í fyrra og verða verðlaunin veitt í
þremur flokkum: flokki frumsam-
inna barna- og ungmennabóka,
flokki þýddra barna- og ungmenna-
bóka og flokki myndlýsinga í barna-
og ungmennabók. Ein bók í hverjum
flokki hlýtur verðlaunin sem borg-
arstjóri, Dagur B. Eggertsson, mun
afhenda síðasta vetrardag í Höfða.
Eftirtaldar bækur eru tilnefndar til
verðlaunanna:
Frumsamdar bækur á íslensku
Blokkin á heimsenda eftir Arndísi
Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu
Bjarnadóttur.
Dularfulla styttan og drengurinn
sem hvarf eftir Snæbjörn Arn-
grímsson.
Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin
eftir Yrsu Sigurðardóttur.
Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur.
Vampírur, vesen og annað tilfallandi
eftir Rut Guðnadóttur.
Myndlýstar bækur
Hestar eftir Rán Flygenring og
Hjörleifur Hjartarson.
Hvíti björn og litli maur eftir Sól-
rúnu Ylfu Ingimarsdóttur og José
Federico Barcelona.
Nóra eftir Birtu Þrastardóttur.
Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur.
Sundkýrin Sæunn eftir Freydísi
Kristjánsdóttur og Eyþór Jóvins-
son.
Þýddar bækur
Danskvæði um söngfugla og slöngur
eftir Suzanne Collins. Magnea J.
Matthíasdóttir þýddi.
Múmínálfarnir – Seint í nóvember
eftir Tove Jansson. Þórdís Gísla-
dóttir þýddi.
Ókindin og Bethany e. Jack
Meggitt-Phillips. Guðni Kolbeinsson
þýddi.
Ótrúleg ævintýri Brjálinu Hansen 3
eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Fly-
genring. Jón St. Kristjánsson þýddi.
Angústúra gaf út.
Villnorn 4 og 5 – Blóðkindin og
Fjandablóð eftir Lene Kaaberbøl.
Þýðandi Jón St. Kristjánsson.
Elstu barnabókaverðlaunin
Barnabókaverðlaun Reykjavíkur-
borgar eiga sér lengsta sögu barna-
bókaverðlauna á landinu og er helsta
markmið þeirra að vekja athygli á
því sem vel er gert í bókaútgáfu fyr-
ir unga lesendur svo og að hvetja þá
til bóklesturs, segir í tilkynningu.
Dómnefnd verðlaunanna er skip-
uð Tinnu Ásgeirsdóttur formanni,
Ásmundi Kristberg Örnólfssyni,
Guðrúnu Láru Pétursdóttur, Karli
Jóhanni Jónssyni og Valgerði Sig-
urðardóttur.
Fimmtán bækur tilnefndar
- Barnabóka-
verðlaun Reykja-
víkurborgar
Teiknarar Rán, Birta, Sólrún, Áslaug og Freydís með tilnefningarskjöl fyrir
best myndlýstu bækurnar. Tilnefningarnar voru kynntar í vikunni.
Ljósmyndasýningin Rökræður, með
svarthvítum filmuljósmyndum Jónu
Þorvaldsdóttur úr búddísku nunnu-
klaustri á Indlandi, verður opnuð kl.
17 í dag, laugardag, í sýningar-
salnum Ramskram á Njálsgötu 49.
Elfa Ýr Gylfadóttir vann textaskýr-
ingar við myndirnar.
Árið 2012 fékk Jóna tækifæri til
þess að fylgjast með og ljósmynda
búddanunnur í klaustri í Himalaya-
fjöllum. Þar voru nunnurnar til að
taka þátt í árlegum rökræðum sem
eru mikilvægur þáttur í menntun
þeirra. Allflestar höfðu flúið frá Tíb-
et í von um tækifæri til að mennta
sig, viðhalda tungumáli sínu og
menningu og iðka búddisma.
Sá kraftur, áræðni og gleði sem
ríkti hjá nunnunum í klaustrinu
heillaði Jónu. Þær unnu saman ým-
ist í hópum eða tvær og tvær saman
og rökræddu af miklum eldmóði.
Myndirnar á sýningu Jónu varpa
ljóðrænni sýn á búddískar rökræður
ungra nunna sem nota aldagamla
aðferð til að þjálfa hugann og læra
að hafa stjórn á tilfinningum sínum,
með árangursríkri aðferð sem er lítt
þekkt á Vesturlöndum.
Rökrætt Ein af myndum Jónu Þorvaldsdóttur af nunnum á sýningunni.
Jóna sýnir Rök-
ræður í Ramskram
Óþekktarormar/Rascals nefnist
samsýning sem opnuð verður í
Lýðræðisbúllunni í dag kl. 17 en
búllan er að Bergstaðastræti 25b í
Reykjavík. Þar sýna málverk og
„meððí“ þær Rakel Andrésdóttir,
Silfrún Una Guðlaugsdóttir, Sól-
björt Vera Ómarsdóttir og Tara
Njála Ingvarsdóttir en þær vinkon-
ur útskrifuðust saman úr mynd-
listardeild Listaháskóla Íslands í
fyrra. Í verkum sínum eiga þær
það sameiginlegt að vinna með
skírskotun í æskuna, húmoríska
leikgleði og hversdagslegar tilfinn-
ingar, segir í tilkynningu en allar
hafa þær unnið að nýjum verkum
og þá sérstaklega fyrir sýninguna
sem verður opin til 18. apríl
fimmtudaga til sunnudaga frá kl.
14 til 18.
Þetta er í fyrsta skipti eftir út-
skrift sem þær sýna verk sín sam-
an en þær hafa allar unnið sjálf-
stætt sem myndlistarmenn frá
útskrift. Lýðræðisbúllan er rekin
af Helgu Völundardóttur og Sól-
björtu Veru Ómarsdóttur.
Samsýning Listakonur eldhressar fyrir utan Lýðræðisbúlluna á Bergstaðastræti.
Óþekktarormar í Lýðræðisbúllunni
Nokkrir þeirra muna sem fjallað
hefur verið um í sjónvarpsþátt-
unum Fyrir alla muni á RÚV
verða til sýnis á morgun, sunnu-
dag, kl. 14-17 í Þjóðminjasafni Ís-
lands og munu stjórnendur þátt-
anna, Sigurður Pálmason og
Viktoría Hermannsdóttir, ásamt
Freyju Hlíðkvist Ó. Sesseljudóttur,
sérfræðingi í safninu, spjalla við
gesti og segja frá gripunum.
Kl. 14.15 mun fulltrúi Michel-
sen-fjölskyldunnar færa Þjóð-
minjasafni Íslands formlega að
gjöf merkilegan jakka sem varð-
veist hefur úr Petsamó-ferðinni
frá árinu 1940 en margir farþegar
rituðu nöfn sín á jakkann og er
hann ekki síst merkilegur fyrir
þær sakir, segir í tilkynningu frá
safninu.
Aðgangur er ókeypis fyrir
handhafa árskorts og fyrir börn
að 18 ára aldri en annars gildir
stakur aðgöngumiði. Gestir eru
beðnir um að virða þær sóttvarna-
reglur sem eru í gildi og grímu-
skylda og tveggja metra reglan
gildir á safninu.
Fyrir alla muni í Þjóðminjasafni Íslands
Munir Stjórnendur Fyrir alla muni, Viktoría
Hermannsdóttir og Sigurður Pálmason.
Sýningin Töfrafundur verður opn-
uð í Hafnarborg í Hafnarfirði í
dag milli kl. 12 og 17. Á henni má
sjá verk eftir myndlistartvíeykið
Libiu Castro & Ólaf Ólafsson, fjöl-
tæknimyndbandsinnsetninguna „Í
leit að töfrum – Tillaga að nýrri
stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ís-
land“ sem unnin var upp úr sam-
nefndum gjörningi sem fram fór í
Listasafni Reykjavíkur 3. október
í fyrra og var á dagskrá Listahá-
tíðar í Reykjavík en Ólafur &
Libia hlutu Íslensku myndlistar-
verðlaunin fyrir hann á dögunum.
Einnar rásar vídeóútgáfu af
verkinu verður sjónvarpað á RÚV
meðan á sýningunni stendur, að
því er fram kemur á vef Hafnar-
borgar og verður sú útgáfa verks-
ins líka sýnd einu sinni í Lista-
safninu á Akureyri, í Skaftfelli
listamiðstöð á Seyðisfirði og í
Galleríi Úthverfu á Ísafirði.
Í gjörningnum „Í leit að töfrum
– Tillaga að nýrri stjórnarskrá
fyrir lýðveldið Ísland“ fengu þau
Libia og Ólafur til liðs við sig
„Töfrateymið“, hóp ólíkra tón-
skálda, innlendra sem erlendra,
tónlistarfólks, samtaka, aðgerða-
sinna og almennra borgara til
þess að skapa í samstarfi fjöl-
radda tónlistar- og myndlistar-
gjörning við allar 114 greinar nýju
íslensku stjórnarskrártillögunnar
frá 2011, segir á vef safnsins og í
Hafnarborg má sjá upptöku af
gjörningnum í heild sinni, skissur
og teikningar tengdar honum og
undirbúningi hans sem og fána,
skilti og slagorð sem notuð voru.
Einnig má á sýningunni sjá
verkið „Stjórnarskrá er ferli“ sem
Ólafur og Libia hafa áður sýnt í
Gerðarsafni í Kópavogi. Á vef
Hafnarborgar er rifjað upp að
ráðist hafi verið í ritun nýrrar
stjórnarskrár árið 2008 og fór ráð-
gefandi þjóðaratkvæðagreiðsla
fram 20. október 2012 þar sem
meirihluti þeirra sem greiddu at-
kvæði taldi að leggja ætti tillögur
stjórnlagaráðs til grundvallar
frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Sú hefur ekki verið lögfest af Al-
þingi og segir á vef Hafnarborgar
að Libia & Ólafur og Töfrateymið
vilji „virkja umboð og töfra listar-
innar til að takast á við það mikil-
væga mál sem krafan um nýju
stjórnarskrána er“.
Aðgangur mikilvægur
Ólafur er spurður að því hvort
sýningin í Hafnarborg sé saman-
tekt á vinnu þeirra Libiu við
stjórnarskrárnar og segir hann
hana bæði samantekt en líka snú-
ast um tíma. „Svona gjörningur
stendur yfir í einn dag og það stóð
alltaf til hjá okkur að taka hann
upp og gera mynd og þá er okkar
vettvangur, sem myndlistarfólk,
sýning,“ segir Ólafur og rifjar upp
að fyrir tíu árum síðan hafi þau
Libia gert sjónvarpsmynd með
RÚV þar sem núverandi stjórnar-
skrá var flutt í heild sinni með
listrænum hætti. Þá, líkt og nú,
vilji þau ná til sem flestra með því
að sýna líka í ríkissjónvarpinu.
Ekki liggur fyrir að svo stöddu
hvenær RÚV mun sýna vídeó-
útgáfu af „Í leit að töfrum – Til-
laga að nýrri stjórnarskrá fyrir
lýðveldið Ísland“.
Ólafur segir þetta snúast um að
ná til fólks og minnir á að einn af
grunnþáttum listarinnar sé að ná
til fólks. „Við höfum mikinn áhuga
á að vinna verkin fyrir fólk og
leggjum mikið upp úr því að fólk
hafi aðgang að verkunum.“
Varðandi heiti sýningarinnar
segir Ólafur að í gjörningnum hafi
þau verið í leit að töfrum og nú sé
búið að finna þá, í flutningi verks-
ins. „Um leið er fundur sam-
koma,“ bætir Ólafur við.
Hvað næstu verkefni varðar
segir Ólafur að þau Libia séu að
vinna í því að sýna verkið í öðrum
löndum og þar sem þau séu að
vinna með opið samfélagsferli, mál
nýju stjórnarskrárinnar sem sé
alls ekki lokið, sé ófyrirséð hvort
og hvernig verkefnið haldi áfram.
elgisnaer@mbl.is
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Í Hafnarfirði Ólafur og Libia á sýningu sinni Töfrafundur í Hafnarborg.
Virkja töfra listarinnar
- Libia Castro og Ólafur Ólafsson sýna fjöltæknimynd-
bandsinnsetningu á sýningunni Töfrafundur í Hafnarborg