Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 44

Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 44
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þjóðleikhúsið auglýsti í febrúar eftir nýjum leikritum fyrir börn til að efla starfsemi leik- hússins í þágu barna og hvetja til ritunar nýrra íslenskra barnaleikrita og var leikritið Kafbát- ur eftir Gunnar Eiríksson valið úr 150 verkum sem bárust auk þess sem fleiri handrit verða þróuð áfram. Verkið verður frumsýnt í Kúlunni í dag í leikstjórn Hörpu Arnardóttur og leik- arar í sýningunni eru Birgitta Birgisdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Björn Ingi Hilm- arsson, Guðrún S. Gísladóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Heimur sokkinn í sæ Í Kafbáti segir af tíu ára stúlku, Argentínu, sem ferðast um höfin með föður sínum í heima- smíðuðum kafbáti í framtíðinni þegar öll heims- ins lönd hafa sokkið í sæ. Kafbáturinn er heil ævintýraveröld, eins og segir á vef leikhússins, fullur af skrýtnum uppfinningum og pabbi Arg- entínu segir henni skemmtilegar sögur um lífið eins og það eitt sinn var og þá m.a. af móður hennar sem þau eru að leita að. Dularfullar persónur skjóta upp kollinum og Argentína fer að efast um sannleiksgildi sagna föður síns og hvort fólk hafi virkilega alltaf þurft að búa í kafbátum. Kafbátur er fyrsta leikrit Gunnars sem er leikari og hefur búið og starfað í Noregi stærst- an hluta ævi sinnar. Bergsveinn Birgisson þýddi verkið úr norsku og um tónlist sjá tveir liðsmenn hljómsveitarinnar Moses Hightower, þeir Magnús Trygvason Eliassen og Stein- grímur Teague. Leikmynd hannaði finnur Arn- ar Arnarsson og búninga Ásdís Guðný Guð- mundsdóttir, hljóðmynd Aron Þór Arnarsson og myndbandshönnun var í höndum Heimis Freys Hlöðverssonar. Enginn venjulegur kafbátur „Þetta er skrítið og skemmtilegt verk um graf- alvarlegt mál,“ segir leikstjóri sýningarinnar, Harpa Arnardóttir, spurð að því hvað sé heillandi við verkið Kafbát. Feðginin séu í leit að síðasta ferðaklumpinum til að setja tímavélina af stað og fara aftur í tímann til að finna móður Argentínu. „Þetta er hetjusaga, saga af hetjunni Argentínu sem stendur frammi fyrir stóru vali í lok sýningarinnar og ég vil ekki segja mikið meira um það. En kjarninn í verkinu er að allir geta lagt sitt af mörkum til að hjálpa jörðinni að verða heil- brigð á ný,“ segir Harpa. Skemmtilegur kafbátur hef- ur verið búinn til í Kúlunni og segir Harpa hann mikinn ævintýraheim. „Þetta er eng- inn venjulegur kafbátur og þetta er skemmtileg hugmynd hjá honum Gunnari að velja pínulítið ógnvekjandi umhverfi eins og kafbát fyrir fyndna og skemmtilega sýn- ingu.“ –Í hugum barna er þetta kannski bara ævin- týrafarartæki? „Það gæti nefnilega verið og þetta er lokaður heimur og við erum búin að spá mikið í að jörðin okkar er líka lokuð hringrás, lofthjúpurinn er lokuð hringrás, það kemur ekkert nýtt loft held- ur bara stöðug endurnýjun og vatnið er lokuð hringrás. Við skrúfum frá krananum og drekkum risaeðlupiss,“ segir Harpa kímin. Ímyndunaraflið sé hins vegar ekki lokuð hringrás heldur handan tíma og rúms og þar geti allt gerst. Harpa segir heim verksins mjög skemmti- legan og þá ekki síst af því að pabbi Argentínu er uppfinningamaður og mikið brallað um borð í kafbátnum. „Þetta er allt fullt af alls konar uppátækjum,“ segir hún. Ungir ræktendur Í tengslum við sýninguna munu Þjóðleikhúsið og Skógræktarfélag Kópavogs hefja samstarf sem felst í því að öll börn sem koma á barna- sýningar Þjóðleikhússins út leikárið munu fá birkifræ að gjöf sem þau munu geta tekið með sér til gróðursetningar. Harpa segir að þessu geti börnin hjálpað til við að mynda súrefni og bendir á vef félagsins, skogkop.is, þar sem finna megi góðar upplýsingar um hvernig eigi að gróðursetja. „Ég bind miklar vonir við þessa ungu ræktendur. Það er hægt að rækta jörðina, vináttuna og tengslin,“ segir Harpa og þá m.a. tengslin við innri veruleika. Hún bendir á að orðið menning á ensku, „culture“, vísi til rækt- unar. Menningarstarf snúist enda um að hlúa að mennskunni og rækta hina innri náttúru, að rækta andann. „Skrítið og skemmtilegt verk um grafalvarlegt mál“ Ljósmynd/Hörður Sveinsson - Barnaleikritið Kafbátur verður frumsýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í dag Harpa Arnardóttir Uppátæki „Þetta er allt fullt af alls konar uppátækjum,“ segir Harpa Arnardóttir, leikstjóri Kafbáts. 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 Ráðherra menningarmála í Frakklandi, Roselyne Bachelot, stendur hér við rómað málverk austurríska málarans Gustavs Klimt, „Rósarunnar undir trjánum“, frá 1905. Bachelot greindi frá því að frönsk stjórnvöld hefðu ákveðið að skila verkinu til ættingja fyrrverandi eiganda, Noru Stiasny, sem var neydd til að selja verk- ið stuðningsmanni nasista árið 1938 fyrir brot af raun- verulegu verðmæti. Stiasny var síðar myrt í útrým- ingarbúðum ásamt eiginmanni sínum og syni. Franska ríkið keypti málverkið í góðri trú árið 1980, sérstaklega fyrir Orsay-safnið í París, en þá lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um vafasama eigendasöguna. Þetta er eina verkið eftir Klimt sem hefur verið í eigu fransks ríkislistasafns. Bachelot sagði að það væri erf- itt fyrir Frakka að skilja við málverkið, sem hún sagði ótvírætt meistaraverk, en það væri nauðsynlegt. Lög- maður ættingja Stiasny, sem höfðu krafist þess að fá málverkið aftur, segir þá vera afar þakkláta frönskum stjórnvöldum. Þar sem verkið er enn eign franska rík- isins þarf franska þingið að samþykkja að skila því. AFP Frakkar skila verki eftir Klimt Myndlistarkonan Mireya Samper hlaut í gær æðstu heiðursorðu Frakka fyrir listir og bókmenntir í sendiherrabústað Frakklands. Orða lista og bókmennta var fyrst afhent árið 1957 til að heiðra þá sem skara fram úr í list- eða bókmenntasköp- un jafnt í Frakklandi og annars staðar, segir í tilkynningu. Mireya Samper lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og í listaháskólanum í Marseille í Frakklandi. Hún hefur sýnt skúlp- túra, innsetningar, málverk og úti- listaverk um heim allan og þá með- al annars í Frakklandi, Kóreu, Íslandi, Japan og Indlandi. Hún hefur unnið við kvikmyndagerð og við sjónvarp og meðal annars unnið með Solveigu Anspach við heimildarmyndagerð. Mireya sér einnig um listahátíðina Ferska vinda í Garði annað hvert ár og hlaut hátíðin Eyrarrósina 2018. Sendiherra Frakklands, Graham Paul, afhenti Mireyu orðuna og nefndi í ræðu sinni að hún ætti í sérstöku sambandi við Frakkland og hafi styrkt menningartengsl þess við Ísland. Morgunblaðið/Eggert Heiðruð Mireya tók við heiðursorðunni í sendiherrabústaðnum í gær. Mireya hlaut æðstu heiðursorðu Frakka Richard Wagner- félagið heldur aðalfund sinn í dag, laugardag, kl. 14 í Safnaðar- heimili Dóm- kirkjunnar að Lækjargötu 14a, en gengið er inn og upp á aðra hæð um inngang andspænis Iðnó. Að fundi loknum, kl. 14.30, flytur Reynir Axelsson fyrirlestur um tónskáldið Richard Wagner og landa hans, heimspek- inginn Arthur Schopenhauer, sem hafði djúpstæð áhrif á tónskáldið og sköpunarverk þess. Fyrirlestr- inum verður streymt en hann er um leið opinn öllum, sem vilja mæta, meðan húsrúm og fjarlægðarmörk leyfa en grímuskylda er á viðburð- inum. Nánari upplýsingar á Face- book-síðu félagsins. Ræðir um Wagner og Schopenhauer Richard Wagner Jóhanna Ásgeirs- dóttir, mynd- listarmaður og kennari, hefur verið ráðin list- rænn stjórnandi Listar án landa- mæra. Hún lauk grunnnámi í myndlist frá New York University og meistaranámi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í og sýningar- stýrt myndlistarsýningum á Íslandi, í Berlín og New York. Jóhanna er stofnfélagi listhópanna Isle of Gam- es, samstarfi leikjahönnuða og End- urhugsa, listhóps sem fjallar um um- hverfismál, að því er segir í tilkynningu. „Sjálfstæð listsköpun hennar tvinnast oft saman við fræðslu um vísindi og umhverf- ismál,“ segir þar og að Jóhanna hafi haldið ótal listasmiðjur í skólum, á sýningum, söfnum og hátíðum innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Hún kennir bæði í listkennsludeild Listaháskóla Íslands og á barna- námskeiðum í Myndlistaskóla Reykjavíkur. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Jóhanna ráðin list- rænn stjórnandi Jóhanna Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.